Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.09.1970, Blaðsíða 16
Fimmtudaaur 10. seotember-lO'/w. Samningar í stað styrjalda - Sjá bls. 9 en heyfengur eðlilega minni EB—Reykjavík, iniðvikudag- Blaðið hafði í dag samband við tvo bændur, annan í Borgarfjarð- arliéraði og binn í Rangárvalla- sýslu. Bar þeim báðum saman um það, að heyfengur bænda í heima héruðum þeirra væri undir með- allagi — einkum í Borgarfirði, en undanfarið hefur heyskapartíð verið með sæmilegu móti á þess- um tveim stöðum. — Þá bar bænd um saman um, að það hey sem komið er í hlöður sé mun betra fóður, en það hey er náðist í fyrra. Magnús Kristjánsson bóndi í Norðtungu í Borgarfirði, sagði að vegna grasbrests myndi yfirleitt skorta þar í héráði 20—50% á meða'heyfeng. Sagði hann að nú hefðu margir bændur í Borgar- firði lokið heyskap og þeir sem enn störfuðu við heyskapinn myndu ljúka honum í þessari viku, héldist góð heyskapartíð. Að lok- um sagði Magnús a@ um slátt á há yrði ekki að ræða þar í hérað- inu. — Ég hef nú ekki gott yfirlit yfir heyskapinn hér í sýslunni, sagði Stefán Runólfsson bóndi á Beruatöðum í R a n g ár v all a rýshi. — Sprettan var ákaflega léleg, en hey góð. Verður heyfengur bænda hér í sýslunni líklega með minna móti víðast hvar. Þá sagði Stefán að bændur þar í sýslunni væru eðli.iega langt komnir með heyskapinn, en ekki kvaðst hann vita um bónda þar, sem hættur væri að heyja. Það sem af er þessum mánuði hefur tíð verið góð í Rangárvallasýslu, en ágústmánuður reyndist all væltusamur. Að lokum sagði Stefán, að nokkrir bændur væru nú að heyja á engjum, þar sem ekki væri heyjað á hverju ári. En háarspretta væri lítil þótt stöku bóndi hefði eitthvað fengizt við að s.'á há — eða ætlaði að gera það á næstunni. Héraðsmót Fram- sóknarmanna á Bolungarvík KJ-Kaupmannahöfn, mjðvikudag. Tíunda Skandinavian Fashion Week hefur staðið yfir í Bella Center í Kaupmannahöfn frá 6. september, en sýningunni lauk í kvöld. Á sýningunni var nú í fjórða sinn sérstök íslandsdeild, en í þessari deild sýndu níu íslenzkir aðilar. Á mánudaginn kom Ingiríður Danadrottning í heimsókn á sýn- inguna, og heimsótti þá m.a. ís- landsdeildina, en þar tók Ásbjörn Sigurjónsson, iðnrekandi, á móti drottningunni og sýndi henni þær vörur, sem islenzku framleiðend- urnir höfðu þarna til sýnis. Sýningardeildin er á vegum Út- fhitningsskrifstofu iðnaðarins og Í.lafoss. en fulltrúi skrifstofunn- tr á sýningunni var Orri Vigfús- son. Einnig starfaði þarna Björk Guðmundsdóttir, tízkusýningar stúlka, sem sýndi föt þau, sem þarna voru, eftir því sem við- skiptavinirnir óskuðu eftir. Ásbjörn Sigurjónsson sagði fréttamanni Tímans, að mesta at- hygli á þessari sýningu hefði vakið ullarfatnaður, sem er vélprjónað- ur og síðan kembdur. Hefur þessi fatnaður selzt mest af íslenzku vörunum. Það eru aðallega Svíar og Norð- menn, sem keyptu íslenzka fatn- aðinn, sagði Ásbjörn, og hafa tveir þriðju kaupendanna nú keypt af íslendingum áður, en þeir keyptu nú meira magn en nokkru sinni fyrr. Hefur salan í heild gengið betur en k þeim þremur sýningum, sem íslendingar hafa tekið þátt í áður á Bella Center 23 ÍSLENDINGAR IIAFA nú verið settir í sóttkví í Danmörku vegna bólusóttartilfellisins, sem upp kom í Skodsborgarhælinu, en þar unnu margar íslenzkar stúlkur. Auk þeirra eru fjórar stúlkur í sóttkví á Vífilsstöðum, og verða í nokkra daga enn Ekkert hefur komið í ljós sem bendir til að þær stúlkur liafi smitazt af bólunni, en allur er varinn góður og verða stúlkurnar að vera í einangrun fram að helgi. í Tromsö í Noregi Iiggur maður, sem grunur leikur á að hafi smitazt, en ekki er enn úr því skorið hvort sá grunur er á rökum reistur, en hann er nýkominn frá Kaupmannahöfn og bjó í her- bergi með landa sínum þar, sem sinilaðist af bólunni Afganistan. Á myndinni sést er verið er að reisa hermannatjöld við Blekdam-sjiikrahúsið, en nokkrir íslendinganna eru í einangrun í þessum tjöldum, eins og sagt var frá í Tímanum í gær. Björk Guðmundsdóttir i vélprjén- aðri peysu frá Skagaprjóni, og pokabumim frá Álafossi. Pokabux nrnar vöktu hvað mesta athygli á sýningunni af íslenzkum vörum. (Tímamynd — Kári). Fyrirtækin, sem sýndu að þessu sinni í íslandsdeildinni, eru Ála- foss, Alis, Dyngja, Modelmagasín, Sólídó, Dúkur, Akraprjón, Skaga- prjón og Margrét Árnadóttir. íslandsdeildin stingur mjög í stúf við deildir hinna Norðurland anna, því þau hafa yfirleitt tízku- fatnað til sýnis. en íslendingar u!lariðnaðinn. Sumt þess fatnaðar, se»n á sýn- ingunni var, hefur Eva Vilhjálms dóttir hannað, en hún stundar nám við Kunsthandverkskolen í Kaup- mannahöfn og leggur þar stund á tízkuteiknun. Kjósarsýsla Framsóknarfél'ögin í Kjósar- sýslu halda almennan félagsfund að Fólkvangi, laugardaginn 12. september k). 2 e-h. Guðmundur Guðmundsson, erindreki kemur á fundiinn. Umræður verða um skoðanakönnun. Stjórnirnar. Rafmagnsbil- un á Akureyri SB—Reykjavíæ, miðvikudag. Rafmagnsbilun varð á Akureyri í nótt og fór allt rafmagn af Gler- árhverfi og hluta af brekkunni. í morgun fannst svo bilunin og reyndist vera í háspennustreng í Glerárhverfi. Viðgebð hófst strax og var rafmagnið komið á hluta hverfisins fyrir hádegi í dag og viðgerð var lokið síðari h.'uta dags. Héraðsmót Framsóknarmanna í fsafjarðarsýslu verður haldið í Bolungarvik laugardaginn 12. sept ember og hefst kl. 9 síðdegis. Ræður flytja Steingrímur Her- mannsson og Halldór Kristjáns- son. Skemmtiatriði annast Jör- undur GuðmUndsson og Jón Krist jánsson. Hljómsveit Ásgríms Si£ urðssonar og Kolbrún leika. Steingrímur Halldór Ásbjörn Sigurjónsson sýnir Dana drottningu íslenzkan fatnað- ÍSLENZKAR VÖRUR SELJAST VEL Á FATASÝNINGUNNI í HÖFN NÝTING HEYJA MUN BETRI EN í FYRRA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.