Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN FÖSTUDAGUR 2. október 1970 Kvartett tónlístarskólans til Norðurlanda Kvartett Tónlistarskólans í Reykjavik fer í Tón.’eikaferð til Norðurlanda nú í byrjun mánað- arins, og flytur eingöngu íslenzka tónlist, það er kvartetta eftir Helga Pálsson, Jón Leifs, Leif Þórarins- son og Þorkel Sigurbjörnsson. Sunnudaginn 4. október verða tónleikar á vegum Musica Nova í Norræna húsimu, en nóttina á eft- ir verður flogið til Osfo. Þar verða tónleikar á vegum Oslo Kvartett- forening, en norska útvarpið tek- ur tónleikana upp á segulband og verður þeim útvarpað síðar. í Stokkhólmi verða tónleikar í Hasselby Slott og upptaka í sænska útvarpinu. í Helsinki tekur kvartettinn þátt í Norrænu tónlistardögunum, sem haldnir eru annað hvert ár í Norð- urlöndunum til skiptis, og leikur þar kvartett eftir Leif Þórarinsson, en auk þess verður upptaka í finska útvarpinu. Næsti áfangastaður verður Ár- ósar og verða þar tónleikar, sem danska útvarpið mun taka upp til útsendingar í útvarp og að síðustu eru tvennir tónleikar í Kaupmanna höfn, þeir fyrri á vegum íslenzku félaganna í húsi Jóns Sigurðsson- ar. 1 Kvartett Tónlistarskólans í Reykjavík eru: Björn Ólafsson, Jón Sen, Ingvar Jónasson og Einar Vigfússon. Peter Blachstein IGINS-djúpfrystirinn gerir yður kleif hagkvæmari matar- innkaup og sparar yður snúninga vegna matarkaupa. Tvöfaldur þéttilisti í loki — hlífðarkantar á hornum — Ijós í loki — faeranlegur á hjólum — Ijósaborð með rofa fyrir djúpfrystingu, kuldastilli og 3 leiðbeiningar- Ijósum, „gult djúpfrysting" — „grænt venjuleg frysting" — „rautt ot lág frysting". — Stærðir Staðgr.verð Afborg.verð 145 Itr. kr. 16.138.— kr. 17.555,— { út + 5 mán. 190 Itr. kr. 19.938j— kr. 21.530.— { út + 5 mán. 285 Itr. kr. 24.900,— kr. 26.934,— \ út + 6 mán. 385 Itr. kr. 29.427.— kr. 31800— { út + 6 mán. RAFIÐJAN VESTURGÖTU 11 REYKJAVÍK SlM119294 Heldur fyrirlestra á vegum Varðbergs Félögin VARÐBERG og SAM- TÖK UM VESTRÆNA SAM- VINNU hafa boðið hingað til lands ti’ fyrirlestrahalds Peter Blach- stein, sem er sérlegur sendi- herra vestur-þýzku sambandsstjórn arinnar. Hann mun tala á hádegis- fundi með félagsmönnum og gest- um þeirra í Leikhúskjallaranum laugardaginn 3. október. Umræðu- efni hans er „Öryggismál Evrópu“. Ungur að árum sat Peter Blach- stein í fangelsi nazista og varð síðar að flýja til Norðurlanda, þar sem hann dvaldist á styrjafdarár- unum. Þar varð hann náinn vinur og samstarfsmaður Willys Brandts. Frá stríðslokum hefur hann verið stjórnmálamaður og blaðamaður í Hamborg. Hann er einn af for- ystumönnum þýzka sósíaldemó- krata og átti sæti á vestur-þýzka Halldór Kristjánsson á Kirkjubóli sextugur Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði, er sex- tugur í dag. Hann fæddist að Kirkjubóli 2. okt. 1010 og voru foreldrar hans Bessabe Halldórs- dóttir og Kristján Guðjón Guð- mundsson, er þar bjuggu. Halldór ólst upp á Kirkjubóli og gekk í Núpsskóla til séra Sigtryggs. Þau fósturlaun galt Halldór mynd arlega með því að rita ágæta ævi- sögu skólameistara síns, er út kom 1064. Halldór gerðist snemma áhugamikill ungmennafélagi og ferðaðist um skeið á vegum UMIFÍ um landið til fyrirlestrahalds. — Kona Halldórs er Rebekka Eiríks- dóttir frá Sandhaugum í Bárðar- dal. Heima í héraði hefur Halldór gegnt margvíslegum trúnaðarstörf um, sem hér verða ekki talin upp, en fáir eru honum liðtækari fé- lagsmenn eða baráttumenn fyrir góðum málefnum. Halldór bjó á Kirkjubóli til 1946, en þá tók hann sig upp og réðst blaðamaður við Tímann, en sleit þó aldrei rætur í Dýrafirði og átti þar jafnan heima, unz hann hvarf þangað aftur að búi 1951. f Tímann ritaði hann einkum um stjórnmál, bækur og almenn fé- lagsmál, og vakti það, sem hann skrifaði, jafnan mikla athygli. — Halldór er ágætlega ritfær maður, skrifar og talar sterkt og kjarn- mikið mál, ræðumaður er hann bæði snjall og hvass. Gáfur hans eru miklar og skýrleiki á kjarna rnáls óvenjulega glöggur. Það leggst enn til að gera hann áhrifa- mikinn í ræðu og riti, hve fjöl- lesinn hann er og fróður um sögu, lífshætti og félagsmál þjóðarinn- ar. Ef til vill er mörgum þó rík- ast í huga hið sterka drengskapar viðhorf hans til manna og mál- efna, fölskvalaus og ódeigur bar- áttuihugur hans fyrir þann mál- stað, sem hann telur einhverju varða. Þegar honum þykir ein- hvers við þurfa, er hann fljótur til vopna og ver garð sinn með sterkum rökum og stundum af hita, svo að undan svíður, en jafn- an með fullri hreinskilni og dreng lund. Halldór Kristjánsson er mikill hugsjónamaður, sem mannbót er að ræða við. Þær félagsmálahreyf- ingar, sem hann hefur bundið mestar tryggðir við munu vera samvinnustefnan, bindindissamtök in, ungmennafélögin og Framsókn arflokkurinn, og hefur hann fyrr Og síðar lagt þeim öllum lið, sem um hefur munað. Halldór hefur mikið yndi af góðum bókmenntum og skáldskap og ber ágætt s'kyn á þær fagur- menntir. Hann hefur allmörg ár átt sæti í úthlutunarnefnd lista- mannalauna. f héraði sinu hefur 'hann hvar- vetna verið í fararbroddi í góðnm félagsskap og baráttu fyrir menn- ingar- og hagsmunamálum þess. f félagsskap Framsóknarmanna þar hefur hann lengi haft margvíslega forystu, og hann hefur átt sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 1956 og oft verið í framboði fyrir flokkinn og varaþingmaður hans. Halldór Kristjánsson hefur rit- að mikinn fjölda greina í blöð og tímarit um margvísleg mál, en þó munu greinar hans í Tímanum fyrr og síðar flestar, og margar þeirra um landsmál. Er þar oft tekið á málum með eftirminnileg sambandsþinginu 1949—1968. 1968 —1969 var hann sendiherra í Júgóslavíu, en siðan hefur hann verið sérlegur sendiherra Bonn- stjórnarinnar og ferðazt vi'ða um lönd. um hætti, og engum ber fremur en Tímanum og Framsóknar- flokknum að þakka það ómetan- lega liðsinni í málefnabaráttunni. Samstarfsmenn hans hér á blaðmu senda honum hinar beztu kveðjur og árnaðaróskir á þessum tíma- mótum. — AK Leifs Eiríks- sonar-hátíð á Hótei Borg Hinn 9. okt. n.k. mun ís’enzk- ameríska félagið halda hátíðlegan dag Leifs Eiríkssonar með árs- hátíð að Hótel Borg. Heiðursgest- ur féiagsins að þessu sinni verð- ur John J. Muccio, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á ís- landi, sem kemur til landsins i næstu viku ásamt konu sinni. Muccoi var sendiherra hér á landi í nokkur ár á tímabilinu frá 1954 til 1960. Hann hefur fyrir nokkrum ár- um látið af störfum hjá banda- rísku utanríkisþjónustunni fyrir aldurs sakir og býr í Washington D.C. John J. Muccio er fæddur á Ítalíu, 19. marz 1900, en fluttist ungur til Bandaríkjanna með for- eldrum sínum og varð bandarískur ríkisborgari 1921, sama ár og hann hóf störf hjá utanríki þjón- ustunni. Fyrsta starf hans erlendis var sem aðstoðarræðismaður í Hamborg. Árið 1948 var hann skipaður fyrsti sendiherra Banda ríkjanna í Suður-Kóreu, og var hann þar til 1954, er hann kom til Is.'ands. John J. Muccio og kona hans eignuðust marga vini hér á landi og hafa verið miklir íslands- vinir síðan þau dvöldu hér. Tvö barna þeirra eru fædd á íslandi. Eftir að sendihe»rann fór héðan var hann m.a. sendih. í Guatema'a. Á árshátíð Íslenzk-ameríska fé- lagsins mun Muccio flytja ræðu, en auk þess verður margt fleira tii' skemmtunar. Árshátíðin hefst kl. 19.00 á Hátel Borg. Aðgöngu- miðar verða seldir í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar frá okt. til 9. okt. Nixon Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað þennan dag sem hátíð- isdag í Bandaríkjunum og munu fánar verða dregnir a® l#in á öllum opinberum byggingum. Bandaríska þjóðin hefur verið beðin að heiðra minningu Leifs Eiríkssonar með því að halda samkomur og athafnir í skólum, kirkjum og öðrum við- .eigandi stöðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.