Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1970, Blaðsíða 6
TÍMINN MIEOE^ FÖSTUDAGUR 2. október 1970 FEYJENOORD SLEGID ÚT IEVRÓPUKEPPNINNI — Eusebio skoraði 5 mörk í leik með Benfica gegn Olympia klp—Reykjavík. Það voru fleiri lið en Kefla- víkurliðið, sem fengu þann dóm í fyrrakvöld, að þau kæmust ekki í 2. umferð í Evrópukeppnunum, og sum þeirra skipuð hálaunuð- mn atvinnumönnum, og heimsfræg lið að auki. Frægast þeirra allra, sem sleg- ið var út, eru Evrópumeistarar FC FEYJENOORD frá Hollandi, sem aðeins náði jafntefli við ARAD frá Rúmeníu 0:0, en fyrri leikn- um, sem fram fór á heimavelli Feyjenoord, lauk einnig með jafn- tefili 1:1, og kemst því Arad áfram því þáð skoraði á útivelli. Fransis Lee bjargaði Manchest er City á síðasta augnabliki í leiknum gegn Linfield frá Norður- írlandi með því að skora þá, en Linfield sigraði í leiknum 2:1. Fyrri leiknum lyktaði með sigri Man. City 1:0 og komst því City áfram á þessu eina marki Lee. Eusebdo var heldur betur á skotskónum með Benfica gegn Olympia frá Júgóslavíu, því hann skoraði 5 af 8 mörkum Benfica í leiknum. Ekbi tóksit okkur að fá úrslit úr öllum leikjunum. sem fram fóru í fyrrakvöld, en þau sem við náðum eru þessi: Evrópukeppni deildarmeistara. Aitletico, Madrid, Spáni—Aust- ría, Austurr. 2:1 (Madrid áfram 4:1). St Etinne, Frafckl.—Caglitari, ftalíu 1:0 (Cagliari áfram 3:1). Kokkola, Finnl.—Celtie, Skotl. 0:5 (Celtic áfiram 14:0). Arad, Rúmeníu—Feyjenoord, Holl. 0:0 (Arad áfram á marki skoruðu á útiveili). Legia. Pólland—Göteborg, Sví- þjóð 2:1 (Legia áfram 6:1). BÆNDUR EÐA BYGGINGAMENN Vil selja jeppakerru, sem er sérstaklega heppileg fyrir ykkur. Upplýsingar í síma 35768. Ajax, Holland—Tiran, Albaníu 2:0 (Ajax áfram 4:2). B 1903, Danm.—Slovan, Tékkósl. 2:2 (Slovan áfram 4:3). Waterford, írl —Glentoran, N- írl. 1:0 (Waterford áfram 4:1). (Vantar úrslit úr 7 leikjum). Evrópukeppiii bikarmeistara. Chelsea, Engl—Aris, Grikkl. 5:1 (Chelsea áfram 6:2). Benefica, Port.—Olympia, Júgsl. 8:1 (Benfica áfram 9:2). Larnax, Kýpur—Cardiff, Wales 1:1 (Cardiff áfram 9:1). Real Madrid, Spáni—Hibornian, Mö,ltu 5:0 (Real Madrid áfram 5:0). Linfield, N. frl—Man City, Engl. 2:1 (Man City áfram á marki skoruðu á útivelli). Karpaty, Rússl.—Steua, Rúm- eníu 3:3 (Steua áfram 4:3). Bologna. ftalíu—Vorwarts, A- Þýzk. 1:1 (Vorwarts áfram á marki skoruðu á útivelli). FC Bruge, Belgíu—Offenback, V. Þýzk. 2:0 (Bruge áfram 3:2). (Vantar úrslit í 7 leikjum). Það verður víst bið á því að íslenzkt knattspyrnufélag komi heim sem sig urvegari úr Evrópukeppnunum í knattspyrnu, a.m.k. eftir árangrinum í ár að dæma. Akranes kemur heim úr Borgakeppninni með 15:0 á bakinu, Akureyri með 14:1 úr bikarkeppninni og Keflavik líkur sinni keppni 9:2, samtals 38:3 hinum eriendum keppinautum í vll. Á þessari mynd eru tveir landsþekktir kappar úr íþróttahreyfingunni með Evrópubikar deildarmeistara 1969 á miili sín. Það eru þeir Jón Ásgeirsson og Bjarni Feiixsson. Myndin er tekin í aðalstöðvum Feyjenoord í Hollandi, sem er handhafi bikarsins — en þetta mun vera það næsta, sem íslendingar hafa komizt Evrópubikarnum! — enda vildi Bjarni endilega fá að halda í bikarinn þegar myndin var tekin — þvi KR hafði þó keppt um þennan bikar — en tapað. SANDVIK snjónaglar Snjónegldir hjólbarðar veita öryggi í snjó og hólku. Ldtið oklcur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þó upp. Góð þjónustá — Vanir menn Rúmgott athafnasvæði fy,rir alla bíla. BARÐINN HF. Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík. Leika með fyrir- vara gegn Keflavík Úrslitaleikurinn um silfurverðlaun markleysa? Það hefur vakið furðu margra, að nú hefur verið ákveðið, að sérstakur úrslita- leikur skuli fara fram mUli Keflavíkur og Fram um annað sætið í 1. deild, en hingað til hefur sú regla gilt, að séu tvö lið jöfn að stigum, hefur markahlutfall verið látið ráða um röð liðanna, nema varð- andi efsta og neðsta sæti. M. a. segir í reglugerð KSÍ um knattspymumót, að aðeins eigi að fara fram aukaleikur. verði lið jöfn að stigum í efsta eða neðsta sæti. Það er þess vegna ekki óeðli legt, þótt spurt sé, hvaðan KSÍ hafi heimild til að láta fara fram sérstakan aukaleik um annað sæti, þegar það liggur ljóst fyrir, að annað liðið — Fram í þessu tilfelli — hefur mun hagstæðari markatölu en Keflavjk og á því rétt á silfur- verðlaunum, samkvæmt gild- andi reglum. Forráðamenn Fram hafa þeg ar mótmælt þessum vinnu- brögðum, sem þeir telja lög- leysa eina, og samkvæmt upp- lýsingum, sem íþróttasíðan fékk hjá Hilmari Svavarssyni, formanni knattspyrnudeildar félagsins, mun Fram le'ka jeik inn á sunnudag með fyrirvara og áskilja sér rétt til að fá úrskurð dómstóla, hvað sé rétt í málinu. Það er því engan veginn víst, að leikurinn á sunnudag skeri úr um það, hvaða lið hljóti silfurverðlaunin í ár — Og um leið farmiða í Borga- keppni Evrópu á næsta ári. —alf. ----—-------I-----—-------------t FH leikur við Drott í kvöld klp—Reykjavík. Fyrsti leikurinn við erlend lið í handkuattleik á þessu keppnis- tímabili, fer fram í Laugardals- höllinni j kvöld, og er það FH, sem leikur þcnnan fyrsta leik, og er mótherjinn sigurvegararnir í 1. deild í Svíþjóð 1969, ILK. Drott. Leikuriun hefst kl. 20.15. og verða dómarar leiksins Magnús V. Pétursson og Valur Benedifcts- son. Að þeim leik loknum fer fram leikur milli Hauka og ÍR, svo áhorfendur fá fullt leikkvöld í höllinni í kvöld. FH og Drott leika mjög svipað- an handknattleik, að sögn þeirra, sem hafa séð Drott leika. Bæði liðin leika hratt og skemmtilega, og bæði hafa góða skotmenn, en Drott með betri markvörð, sem er landsliðsmaðurinn Mats Thom- ason. FH-ingar hafa æft mjög vel að undanförnu, sigr.uðu t. d. Haúfca í æfingaleik í vikunni 23:20. Á morgun leikur Drott við Fram í Laugardalshöllinni, en á undan þeim fer fram leikur miHi ÍR og Unglingalandsliðsins. Á sunnudag leikur svo Drott við úr- valslið HSÍ, og þá verður forleik- ur milli a og b landsliðs kvenna. Forsala aðgöngumiða á þessa leiki verða sepi hér segir: í dag í Lau'gardalshöUinni og hefst hún kl. 17.00, á morgun kl. 13.00 og á sunnudag kl. 17.00. Verð að- göngumiða er 150 krónur í sæti. 100 krónur í stæði og 40 krónur fyrir börn Hjá Golfklúbbi Ness fer fram á morgun kl. 13.00 hin árlega keppni um „Veitingabikairinn“ sem er 18 holu keppni méð og án forgjafar. Veitingahúsasambandið gefur verðlaunin, sem er farandsbikar (?) og einnig er sigurvegaranum ásamt maka boðið í dýrðlega veizlu í eitthvert veitingahús borg arinnar. Keppendur eru beðnir um að mæta vel og tím-anlega, en keppn in hefst eins og fyrr segir kl. 13.00. Var FH-ingum bannað að mæta á landsliðsæfingu? Sjðasta æfing landsliðsins I handknattleik fyrir leikinn við Drott I Laugardalshöllinni á sunnudaginn var í fyrrakvöld og vantaði á hana 4 af leik- mönnum FH, sem valdir hafa verið í „landsliðið" j þann leik. Eftir því sem íþróttasíðan hefur komizt næst, munu leik- menn FH hafa fengið þau fyr- irmæli, að mæta ekkj á bessa | æfingu þar sem þeir ættu að i leika með FH gegn sama liði J tveim dögum eftir hana. \ Er mikLI kurr meðal v-'n leikmanna, sem mættu á þessa æfingu vegna þess — og telja þeir ástæðulaust að vera að L_______________________________ boða æfingu, þegar 4 leikmönn um er svo bannað að mæta, en það telja þeir einu skýr- inguna, því að hingað til hafi Geir Hallsteinsson og aðrir FH-ingar ekki sleppt æfingu hjá landsliðinu að ástæðulausu. og aldrei komið fyrir að allan FH hópinn hafi vantað í einu. Sé það rétt að leikniönnum FH hafi verið bannað að mæta á æfingu hjá landsliðinu. og það á síðustu æfinguna fyrir leikinn á sunnudag, ætti lands liðsnefndin og bjálfarinn að fara að athnga H«tm með «a) á liðinu, þvi að ástæðulaust er að velja menn i Uð Sem ekki mega eða geta mætt á æfingar. —klp.— -----~~~~— ---------•---J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.