Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 2
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. marz 1971 TIMINN Hjálmar R. Bárðarson: Jr w / i sjo 1. MENGUN HAFSINS Hreint loft, vatn og haf var til skamms tima talið meðal sjálfsagðra lífsþæginda hvers velferðarþjóðfélags okkar tíma. Á síðari árum er sem menn hafi vaknað upp við vond an draum, og komizt að raun um þá staðreynd, að hvorki loft, vatn né haf er lengur eins hreint og æskilegt væri. „Lengi tekur sjórinn við“, er vel kunnugt gamalt máltæki, en nú eru óyggjandi sannanir fyrir því að hafsvæðum sé víða orðið ofraun að taka við lengur. Náttúruverndarárið 1970 er liðið, en hvatning þess til allra manna um hreinni umgengni um jarðarinnar loft, vötn og höf, verður að halda vakandi einnig á komandi ár- um. Enginn efi er á því, að ýmislegt það sem leyft er í dag verði saknæmt á komandi tímum. Þannig verði í fram- tíðinni enn fleiri boð og bönn til að hindra mengun en nú eru. Allt mun þetta kosta fé, mikið fé. Sem dæmi má nefna að Bandaríki Norður-Ameríku áætla að það muni kosta um 100 milljarða dollara á næstu 5 árum að bjarga landinu frá annars óleysanlegu mengunar- vandamáli. Að draga úr meng- un gerir ýmsa framleiðslu dýr- an og þar með eykst kostnaður hvers manns við að lifa og anda á þessari jörð. Þróunin verður því eflaust sú, að við tæknilega áætlanagerð verður tjllit til mengunarhættu álíka þungt á metaskálunum og styrkleiki, rekstraröryggi og hagkvæmni er nú. Hér verður rætt um mengun frá skipum á höfunum, þó eink anlega olíumengun sjávar, en það mun vera eitthvert elzta mengunarvandamálið, sem aug- ljóst varð að setja þyrfti um alþjóðleg ákvæði. I Lengi hafði náttúruverndar- mönnum verið ljós sá kvala- fulli dauðdagi, sem mörgum sjávarfuglum hafði verið bú- inn af olíumengun hafsins og mörg félagasamtök fuglavernd- armanna höfðu vakið athygli almennings á þessu máli. Þeg- ar svo baðstrendur víða um heim fóru að verða ónothæfar vegna olíusora og dýr baðhótel stóðu mannlaus um háannatím- ann bættist fjársterkur aðili við þann hóp manna, sem sá, að hér þyrfti að koma til al- þjóðlegra átaka. Sumarhótelin gátu hvorki þolað fjárhagslega að gestir þeirra eyðiloggðu dýr teppi og handklæði með olíu- sora frá ströndinni, né fækk- andi gestakomur vegna olíu- sorans. 2.ALÞJÓÐASAMÞYKKT GEGN OLÍUMENGUN Árið 1954 var svo í London haldin alþjóðáráðstefna um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíú og þar vár úrldir- rituð alþjóðasamþykkt, sem takmarkaði verulega olíumeng un hafsvæða frá skipum. Þessi alþjóðasamþykkt var fyrst lögð þjóðasamþykkt var fyrst lögð undir umsjón brezku ríkis- stjórnarinnar, þar til árið 1959 að Alþj ó&úsiglingamálastofnun- in IMCO hóf störf með aðal- stöðvum í London, tók þá við umsjón þessarar alþjóðasam- þykktar af brezku ríkisstjórn- inni. Samtímis tók IMCO við söfnun og athugun á tækni- Hjálmar R. Bárðarson i legum upplýsingum um olíu- mengun sjávar, sem Bandarík- in höfðu áður haft með hönd- um. Á næstu árum safnaði IMCO þannig upplýsingum úr öllum heimsálfum um olíumeng un hafsvæða, um móttökuskil- yrði fyrir olíusora frá skipum í höfnum og um leiðir til að berjast gegn þessu vaxandi vandamáli. Öll þessi gögn voru aðal- grundvöllur þeirrar nýju ráð- stefnu sem haldin var á veg- um IMCO í London árið 1962 um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu. Þessi ráðstefna gekk frá núgildandi alþjóða- samþykkt (1962) um varnir gegn mengun sjávar af völdum olíu, en með henni var aukið verkefnasvið samþykktarinnar frá 1954 og ger&ar strangari kröfur gegn þessari mengun á ýmsan hátt. Þessi alþjóðasam- þykkt tók gildi 27. júní 1967. Alþjóðasiglingamálastofnun- in hefur sfðan haldið áfram störfum að þessum vandamál- um, og árið 1965 hóf störf sér- stök nefnd innan stofnunarinn- ar, fyrst kölluð olíumengunar- nefnd, en siðar var nafni nefnd arinnar breytt í hafmengunar- nefnd, enda eru verkefni henn ar nú ekki aðeins mengun af völdum olíu, heldur öll meng- un hafsvæða. 3. STRAND OLÍUSKTPSINS „TORREY CANYON" Um 9 leytið að morgni þess 18. marz 1967. strandaði risa- olíuskipið ..Torrey Canyon" á Sjösteinarifi við suðvestur- strönd Bretlands, með 17 þús- und tonn af þungri óhreins- aðri olíu, sem nefnist „crude' oil“ á ensku, innanborðs. Þetta örlagaríka skipsstrand mun um langa framtfð marka tfmamót í sögu olfumrngunar hafsins. Aldrei fyrr hafði olíumengun orðið jafn geigvænleg og al- þjóðaaðgerðir þær, sem fylgdu þessu strandi sýna bezt hvers var talið þörf til að minnka hættuna á að slíkt slys endur- tæki sig. Alþjóðasamþykktin frá 1954 ásamt breytingunum frá 1962, hafði rétt nýlega tek- ið gildi, þegar slysið varð. Þessi alþjóðasamþykkt náði hins vegar eingöngu til þeirrar olíu, sem í smáum stíl var dælt útbyrðis úr skipum á siglingu, en alls ekki til olíumcngunar frá skipsstrandi, sem þessu. Strax eftir strandið var hald- inn aukafundur í stjórn IMCO, sem samþykkti 18 liða áætlun um aðgerðir til undirbúnings frekari alþjóðlegra samþykkta um varnir gegn mengun haf- svæða, bæði frá olíu og öðrum eitruðum og hættulegum farmi skipa. Var lögð áherzla bæði á tæknilega og .lagalega hlið þessa vandamáls, og stofpsett sérstök laganefnd til að fjalla um þá hlið málsins. T árslok 1968 vár haldið sérstakt auka- þing TMCO einvörðungu um „Torrey Canyon“ mengunarmál in. Þetta aukaþing samþykkti ýmsar ákvarðanir til að hindra sem bezt endurtekningu at- burðar sem þessa. os fjalla um skiótar og virkar aðgerðir, ef slíkt atvik samt kæmi fyrir. Meðal alþjóðaákvæða þessara er ákvörðun um ákveðnar sigl- ingaleiðir. eins konar einstefnu akreinar hafsvæða, þar sem um ferð skipa er mest. Ennfremur ákvað þetta aukaþing IMCO að boða til sérstakrar lagaráð- stefnu til að setja alþjóðalög um mengun hafsvæði. Þessi lagaráðstefna IMCO var hald- in f Briissel haustið 1969, og þar voru gerðar tvær alþjóða- samþykktir. Önnur fjallar aðal- lega um rétt strandríkis til að gera ráðstafanir til að hindra. draga úr eða útrýma raun- verulegri eða scnnilegri meng- un hafsvæðis vegna sjóslyss. Hin samþykktin er einkanlega um ábyrgð og tryggingar vegna skaða mengunnar af völdum sjó slyss. 4. MENGUNIN FRÁ „TORREY CANYON“ Mengun á borð við þá sem varð, þegar olíuskipið „Torrey Canyon“ strandaði er ennþá í sérflokki. Rétt er því hér að geta að nokkru um þá lær- dómsríku reynslu, sem þar fékkst. Þarna voru ýmsar leiðir reyndar til að eyða olíunni. Reynt var að eyða olíunni með uppleysandi efnum. en til gangslaust reyndist að hella þessum efnum vfir svæðið. Þau reyndust því aðeins virk. ef hægt var að úða þeim yfir olfubrákina og þeyta síðan sam an olíuna. upplausnarefnin og sjóinn. Þetta var reynt með skipsskrúfum, en árangurinn varð sáralítill Tvær tegundir af olíu mynduðust t'ir þessum olíufarmi. Sýnishorn, sem tek- in voru úti á sjó höfðu veðr- ast þannig, aö léttari olíuefnin höfðu gufað upp, en eftir var svört, fljótandi olíubrák, sem um 30 af hundraði af sjó hafði blandast í. Sýnishorn, sem tek- in voru á ströndinni, reyndust vera brúnsvartur, límkenndir grautur, sem kallaður var „súkkulaðimassi". Þar höfðu líka léttari cfnin gufað upp, en þessi massi var blandaður um 70 af hundraði af sjó í upplausninni. Reynt var að kveikja í þess- ari olíu, bæði á ströndinni og á floti á sjónum. Þetta var gert með eldvörpum. Á sjónum varð árangurinn sá, að þegar eldur var kominn í olíuna, hitnaði sjórinn upp, sem mynd aði gufu og drap eldinn aft- ur. Varð því að kveikja aftur og aftur í olíunni. Brúnir olíu- pollar á ströndinni brunnu að- eins meðan eldvörpum var beint að þeim. Jafnvel þótt. dreift væri magnesíum dufti á olíuna og kveikt í með miklum eldi, þá varð „súkkulaðimassinn" svo- nefndi eftir svo til óbrunninn á eftir. Reynt var að nota upp- leysandi efni á ströndinni án þess að þvo með hreinu vatni á_ eftir, en það reyndist illa. Árangurinn varð sá, að olían, sem upphaflega var á yfirborð inu komst niður í hálfs annars meters dýpt í möl og sandi. Bezt reyndist notkun á jarð- ýtum til að ýta til olíusoran- um. úða með uppleysandi efn- um og láta sjóinn skola sand- inn á næsta flóði, en þetta reyndist allt saman mjög erf- itt verk. Reynt var að hindra að olían kæmist inn í hafnir með því að byrgja fyrir með flotslöng- um. Þegar á reyndi kom í ljós, að olíupollarnir fóru hindrun- arlítið í gegn um þessar flot. girðingar, nema þegar sjór var alveg ládauður. Það væri fróðlegt að skýra meira frá reynslunni af olíu- óhreinkun stranda Bretlands oa Frakklands eftir „Torrey Canyon" slysið, en hér verður staðað numið að sinni. Með geysilegri vinnu þúsunda manna. her. flota, og einkaað- ila og með miklum fjárframlög um til tækja og efnis tókst að lokum að hreinsa nokkurn veginn þessar strendur. — Hins vegar var skaðinn í dýra- lífinu óskaplegur. Sjávardýr eins og skeldýr og krabbadýr voru gjörsamlega eydd á öllu svæðinu vegna notkunar á upp leysandi efnum. og gróðurinn drapst einnig að verulegu leyti. Mikið drapst líka af fiski á þessu svæði nálægt ströndinni. Fuglalífið varð fyrir óskap- legum skaða af olíu-mengun- inni. Af þeim 8000 fuglum, sem sjálfboðaliðar björguðu ötuðum í olíu og teknir voru til meðferðar í sérstökum hreinsunarstöðvum fyrsta mán urðinn eftir strand ..Torrey .Canyon“, er sennilegt að aðeins nokkur hundruð fuglanna hafi raunverulega lifað af þessar aðgerðir og orðið færir um að sjá um sig sjálfir í náttúrunni á eftir. 5. OLÍUMENGUN VIÐ ÍSI ANDSSTRENDUR Olíumengun við fslands- strendur hefur til þessa verið smávægilegt borið saman við mengunina frá „Torrey -Can- yon“ slysinu. Mest hefur borið INTERNATIONAL HARVESTER BELTAVÉLAR notaðar - nýjar Höfum til afgreiðslu strax notaðar: BTD-8 árgerð 1962 TD-9-B árgerð 1965. Einnig vaðntanlegar nýjar: TD-8-B, 65 hestafla TD-9-B, 75 hestafla TD-15-B, 125 hestafla BTD-20, 135 hestafla TD-20-C, 170 hestafla. Vinnuvélaeigendur vinsamlega athugið að okkur vantar notaða TD-14 sem fyrst. SAMBAND iSL. £Amvinnufélaga velaðeTld SIMI38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.