Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.03.1971, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 9. marz 1971 TIMINN 19 eru 39%, sem engin skráS af- kvæmi eiga, og því litla sem enga þýðingu hafa haft fyrir ræktunina. Þetta kann að virð- ast nokkuð há tala, en við skul um. hafa það í huga, að á þessu tímabili er raáktunin að hefj- ast og eikikert fast land undir fótum. Þessi tala ætti að fara lækkandi eftir því, sem rækt- uninni fleygði fram. En svo gerist hitt, að á tímabilinu 1940—1955 fjölgar þeim hest- um, sean angin skráð afikvœmi eiga, upp í S7%. Ástæðumar kunna að vera margar. Ein er áreiðanlega sú, að kröfur til uppfcöku í ættbók hafa verið allt of vægar. Önnur ástæcía er vafalaust stefnuleysi í ræktun- armálum. og freistast ég að- eins til þess að minnast á þetta mlál og nefna nokkur dæmi. Nr. 260. Nökkvi frá Hólmi, hlaut ávallt 1. verðlaun á sýn- ingum, var meðal annars nr. 2 á Landbúnaðarsýningunni 1947 og nr. 5 á Þingvöllum Ura 1950. Á Landsmóti 1954, é Þvenáreyrum, er hann dœmdur frá verðlaunum vegna erfðagalla, en á Landsmóti 1958 er hann affcur nr. 3. Svip- aða sögu er að segja um nr. 385, Svip. Hann er dæmdur frá verðlaunum 1954 á Þverár- eyrum vegna erfðagalla, en 1958 á Þingvöllum fær hann bezfcu verðlaun og stendur sem nr. 2. Ekkert er minnzt á það í ættbókinni, hvaða erfðagall- ar það voru, sem felldu hest- inn frá verðlaunum árið 1954. Nú er það svo, a'6' hafi hest- urinn, árið 1954, haft ákveðna galla, sem erfðust hjá afkvæm- um hans, þá er það augljóst, að þeir hverfa efcki á fjórum árum. Hitt er svo annað mál, að með áframhaldandi ræktun og úrvali má útiloka erfðagalla hjá þeim stofni, sem frá hest- inum kemur. Þessir furðulegu dómar þ|jóta að byggjast á stefnuléýsi. Annað dæmi vil 'ég nefna, §em þó ér annars eðlis. Nr. 401. Goði frá Sauðárkróki, kom fram á sýningu á Sauðár- króki árið 1953, en fékk þá ekki viðurkenningu, þar sem hann var eineistungur. Þetta er auo'vitað réttur dómur á þessum tíma. Svo er hesturinn sýndur aftur á Landsmóti a Þvenáreyrum árið 1954, þá eru bæði eistu komin niður. og sýnt, að gallinn kemur ekki fram hjá afkvæmum hans. Þetta var þá sem sagt ekki erfðagalli. Um dóminn á Þver- áreyrum segir svo í Ættbók- inni: „. . ., en ekki þótti fært að veita honum þá kynbóta- hestaviðurkenningu, vegna fyrrj úrskurðar". Það virðist fáránlegt, að þetta hafi verið ástæðan, heldur hafa einhverj- ir annarlegir hlutir aðrir kom- ið til. En svo er víst, að með þessu var einhverjum bezta kynbótahesti, sem fram hefur komið, kippt burt úr ræktun- inni. Sjálfsagt hefur það líka verió' tilgangurinn. Ég hygg, að þessi dæmi sýni, að nærri algert stefnuleysi hafi ríkt í hrossræktarmálum. Ef framgangur á að verða í einhverri ræktun, sama um hvaða búfjártegund er að ræðg. þá verður áð setja sér eitthvert mark, og síðan verð- ur að stefna að því. Það er víst þvi miður þetta undir- stöðuatriði, sem gleymzt hefur, og þá varla von á því, að rækt- unin verði nema hálfkák. Þaó þýðir ekkert að setja eitthvert mark (ideal) í óljósum orðum, sem túika má á óteljandi vegu. Hitt er svo annað mál, hvort ekki væri rétt að reyna að rækta einstaka stofna, og gæti þá markmiðið verið nokkuð ó- líkt. en heildarsteíuan sú að ná upp kynföstum reiðhesta- stofnum. Sé hinsvegar litið yf- ir annála hrossra.kt j rfélag- anna, er að sjá, sem aðalstefn- an hafj verið að grauta ölliu saman. Eitt atriði.er það, sem hef- ur vakið athygli mína við lest- ur þess hluta ættbókarinnar, sem færður er 1940—1960. Það er, að lýsingum dómnefnda á hestum, eins og þær voru birt- ar í Búnaðarritinu á sínum íima, ber ekki nærri alltaf sam an við það, sem í Ættbókinni stendur. Um Roða nr. 211 segir í Búnaðarritinu 1941 Undir fellsrett 1941: Rauðm’, fríður, reistur, léttur og fjörlegur. Full hár aftan. Fætur eru grannbyggðir og hann fléttar dálítið framan. Um sama hest segir í Ættbókinni: Sýndur í Undirfellsrétt 1941. Lýsing: Rauður, fríður, háreistur, háls- fínn, hlutfaliagóó'ur, spengileg- ur, léttur í hreyfingum og fjör fegur, góðir fætur Um nr. 215 segir í Búnaðar riti 1941: Beinakeldu 1941: Rauður, fínn og reistur háls. Frekar grannbyggður. Léttur í hreyfingum. Fléttar framan dálítið snúinn í kjúkum aftan. í Ættbókinni segir um þennan hest: Sýndiur að Beinakeldu 1941. Lýsing Rauður, fríður, fingerður, léttur í hreyfingum og reiðhestslegur, þurrir fæt- ur að mestu réttir. Breytingar sem þessar á um sögnum dómnefnda, eru al- 'gengar, og skal ég nefna eitt dæmi til viðbótar. í Búnaðar- riti 1950 er skýrt frá afkvœma- sýningu að Sandlæk 1948. Þar fá afkvæmi Skugga frá Bjam- arnesi þessa lýsingu: „Af- kvæmj Skugga frá Bjarnarnesi eru óvenjulega þroskamikil og vel gerð, en láta lítið yfir sér. Höfuðið er svipgott, hálsinn meðalreistur í kyrrstöðu, en vel reistur á hreyfingu. Hlut- föll em yfirleitt góð, en sum heldur miðlöng. Lendin er sæmileg, á sumum er hún held ur stutt og afturdregin. Fætur era sverir og réttir að fram- an, en kjúkuliðasekkjur finn- ast í afturfótum. Mörg af- kvæmi Skugga eru reiðhross, flest sæmileg og nöbkur ágæt. Tölt er mjög ríkjandi og flest afkvæmanna búa yfir ölfcum gangtegundum. Hreyfingar em ákveðnar og reglulegar, en ekki mjög háar. Lundin virðist vera mjög gæf og auðsveip og fjöriS gott. Kynfesta er mikil“. í Ættbókinni er lýsing dóm- nefndar að Sandlæk sögð þessi: „Afkvæmin era væn að vexti og vel gerð en láta lítið yfir sér. Svipurinn er látlaus, vel meðalreist, hlutföll góð, lend- in er sæmilega vel vöðvuð ós- lend. Fætur eru þurrir og fram fætar réttir, en á afturfótum ber á kjúkuliðhskekkjum. Hroesin eru dugnaðarleg og mörg búa yfir ágæfcum reið- hestakostum, hreyfingar eru fjölþreyttar og hreinar, taugar stenkar, lundin góð. þó ekki blíðl Vilji er að jafnaði góð- ur, sum fjörug. Góð kynfesta“. Hvor lýsingin skyldi vera sú, sem gefin var að Sandlœk 194«? Elkki skal ég þreyta menn á fleiri upptalningum á misræmi í Búnaðarriti og Ættbókinni. Af nógu er þó að taka. Þá vil ég minnast á atriði, sem mjög er ábótavant í ætt- bókinni, en það er myndaval- ið. Það er svo með afbrigðum lélegt, að furðu sætir. Framan af var varla hægt aö krefjast þess, að myndataka kynbóta- hrossa væri í fullkomnu lagi, en frá stríðslokum hefði mátt vera sanngjöm krafa, að þetta atríði væri ekki vanrækt. Lýs- ingjir, hversu niákvæmar sem þær geta verið, geta aldrei koxnið í stað góðra og rétt tekinna mynda. Framan af hef ur þó verið leitazt við að taka myndirnar af hlið og af hest- unnm mann- og hnakklausum, en á síðari árum virðist það meginreglan, að hafa helzt mann á baki, eða þá am.k. hnakk. Er það augljóst mál, a8 erfitt er að dæma um bygg- ingu hesta eftir slíkum mynd- um. Ég hef hér fjallað um nofck- ur þau atriði, sem mér finnst nauiðsynlegt að gagnrýna í Ættbókinni. Einkum hef ég þó rætt um þann hluta hennar, sem færður er af G.B., þ.e. kaflinn frá og með nr. 193 til og með nr. 561. Nú kann ýms- um, sem bókina hafa lesið, þykja miður, að ekki skuli vik- ið að síðasta kafla Ættbókar- innar. Vissulega kann að virð- ast ástæða til þess að gagn- rýna þann kaflann harkalega. Það' er hins vegar rétt, að komi fram hér, að þessi kafli zEttbókarinnar er birtur í ó- leyfi Búnaðarfélags íslands og núverandi hrossaræktarráðu nautar. Er þessi hluti þannig til kominn, að G.B .fékk í hendur lista yfir ættbókar- færð hross 1961 og síðar, en síðan hefur hann samið text- ann sjálfur eftir þeim upplýs- ingum, sem hann hefur getað aflað sér. Eitthvað hefur þó brenglazt í þessum upplýsing- um, nægir þá að benda á fyrsta hestinn, sem ættbókarfærð- ur er eftir að G.B. hættir starfi sem hrossaræktarráðu- nautur, en það er nr. 562. Hann heitir Blatekur frá Álf- hólahjáleigu og er nú sagður rauðblesóttur og glófextur! Ég hygg að þettg sé ágætt dæmi um það, hvernig G.B. hefur farizt úr hendi að semja þenn- an hluta Ættbókarinnar. Eitt atriði er þó, sem sennilega má fyllilega treysta, það er, að þegar kynbótahestar hafa ver- ið fluttir út, þá er nákvæm- lega getið um, hvert þeir hafa verið seldir og hverjir hafa flutt þá út. Virðist nú útflutn- ingur stóðhesta vera orðið veigamesta atriðið í þessari ættbókarfærslu G.B . Okkur. sem óhuga höfum á ræktun ís- lenzka hestsins fyrir íslend- inga, finnst útflutningur kyn- bótahrossa all varhugaverður. Sé það svo, að í Ættbókina séu skráðir eingöngu beztu hestar, sem fram koma, þá er það líka staðreynd, ao' um fjórðungur þeirra er fluttur út. Þetta geta menn fullvissað sig um við lestur Ættbókarinn ar. Mörgum mun finnast. að hér sé um óheillavænlega þró- un að ræða. Prentvillur eru ófáar í rit- inu, svo sem oft vill verða, og er varla ástæða til þess að elta þær allar. Skal ég þó nefna fá- einar. Nr. 285 er sagður fædd ur árið 1948, en er sýndur ár- ið 1945. Nr. 436 er fæddur ár- ið 1932, sendur árið 1955. Sam kvæmt þessu er hesturinn 23 vetra. í lýsingu segir, að hest- urinn sé „liðlegt faestefni". Nr. 401 er sagður eiga son, sem Kolbakur heitir, og er hann sagOur nr. 544. Nr. 544 er hins vegar allt annar hestur, og Kol bak þennan hvergi í Ættbók inni að finna. Ég hef nú rakið ýmsilegt, sem mér finnst að þessstri bók. og þykir sjálfsagt mörgum nóg fcomið. Þrátt fyrir þá galla, sem nefndir hafa verið, þá er Ættbókin um niargt merkilegt heimildarrit. Má t.d. nefna, að nálega allir ættbókarfærðir hestar hafa verið mældir og niðurstöður birtar í Ættbók- inni. Úr efni þessu má vinna á margvíslegan hátt, og refcja breytingar, sem orðið hafa á íslenzka hestinum á liðnum áratugum. Einnig er nær und- antekningalaust sfcýrt frá lit hestanna, og má ætla, að þeg- ar ættbók yfir hryssur liggur fyrir, megj fá margar upplýs- ingar, sem geta stuðlað að auk inni þekkingu á litarerfðum hesta. Því tel ég, að þrátt fyr- ir galla, sé fengur a& þessari bók, og á höfundur þakkir skil ið fyrir að koma Ættbókinni í verk. Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. ReyniS þau. fc EMEDIAH.F LAUFÁSVEGI Í2 - Siml 16510

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.