Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 6
Hvað gera hinir þöglu kjósendur? Hinn þögli hópur osningabaráttan hefur verið jög hófsamleg fram að þessu. ún hefur enn ekki sett svip nn á blöðin, nema að litlu yti.. Fundarhöld hafa ekki ver- mikil og tiltölulega lítið rætt m stjórnmál og kosningahorfur mannamótum eða vinnustöð- n. Þetta þarf þó engan veginn i tákna það, að menn hugsi Cirleitt minna um þessi mál en ður, þegar hörð kosninga- arátta stóð mánuðum saman og löðin voru full af æsingagrein- m og kosningabombum í marg- r vikur fyrir kosningar. Miklu ■ekar stafar þetta af því, að jórnmálaflokkar og blöð þeirra sra sér ljóst, að allur almenn- ígur vill málefnalegri umræð- r en áður, og æsingar og bombur“ á síðustu vikum fyrir osningar geta haft önnur áhrif n ætlazt er til. Af svipúðum stæðum kæra margir sig ekki m að flíka skoðunum sínum, eldur telja það, sem þeir gera ið kjörborðin, einkamál sitt. á hópur, sem stendur álengdar g hlustar og dæmir, án þess 5 kveða upp dóminn opinber- iga, fer stækkandi. En það er reiðanlega rangt að álykta, að essi þögli hópur sé ekki meira ða minna búinn að marka af- töðu sína, heldur dragi þa6 :am á síðustu stundu. Brezk reynzla rð sjálfsögðu reyna nú stjórn- aálamenn og frambjóðendur að áða þá gátu, hvað muni vaka yrir þeim, sem lítið flíka af- töðu sinni. Er afskiptaleysi eirra sprottið af því, að þeir éu ánægðir með það, sem er, ða hafa þeir ekki trú á, að neitt etra sé í boði, þótt þeir séu ánægðir og kjósi helzt annað kárra? Þessa gátu reyndu icnn að ráða fyrir þingkosn- igamar í Bretlandi í fyrrasum- r, þegar skoðanakannanir spáðu tjómarflokknum verulegum igri. Hann beið samt ósigur. istæðan var sú, að mikill meiri luti hins þögla hóps, greiddi tjórnarandstöðunni atkvæði. tinir þöglu kjósendur vildu rtytingu, þótt þeir létu það kki f ljós fyrr en við kjörborð- n. Hér skal engu um það spáð, vernig hinir þöglu kjósendur á slandi hugsa nú. En hitt er afalaust, að margir í þeirra lokki, vilja koma fram breyt- ngu, en telja það ýmsum erfið- aikum bundið vegna flokka- kipunar og kosningafyrirkomu- ags. Hér er flokkaskipun ekki ins skýr og óflókin og í Bret- andi. Viðurkenning stjórnarflokkanna iað kemur glöggt fram í áróðri tjórnarflokkanna, að þeir ótt- st, að kjósendur séu farnir að ireytast á langri samvinnu eirra. Fyrir kosningarnar 1967 ýstu þeir báðir ákveðið yfir því, ð þeir myndu vinna saman eft- r kosningarnar, ef þeir héldu neirihlutanum. Einkum lýsti Al- þýðuflokkurinn þessu kappsam- lega yfir. Nú forðast þeir allar ákveðnar yfirlýsingar um þetta efni og Alþýðuflokkurinn lýsir hreinlega yfir því, að hann hafi alveg óbundnar hendur eftir kosningar. Því tií frekari árétt- ingar hóf Alþýðuflokkurinn sér- stakar viðræður við Alþýðu- bandalagið og Hannibalista á síðastl. hausti og þóttist með því sýna, að hann stæði nær þess- um flokkum en Sjálfstæðis- flokknum. Þótt þetta væri að vísu látalæti, sýndi þetta eigi að síður, að Alþýðuflokkurinn ótt- ast, að hann sé á sökkvandi skipi og því vill hann vera til- búinn að komast á aðra fleytu, ef hann gæti þannig borgið bein- um sínum. Stjórnarflokkarnir sýna þannig, að þeir telja það ekki áróðurslega sterkt að leggja sér- staka áherzlu á áframhaldandi samstarf þeirra, þótt vafalaust vaki það fyrir þeim, ef þeir halda meirihlutanum. Þeir gera sér ljóst, að þjóðin er orðin þreytt á samveru þeirra. Herzlumunur Það, sem s tjórnarflokkarnir treysta ekki sízt á í kosningun- um, er sundrungin í röðum stjórnarandstæðinganna. Fylgi þeirra muni því notast verr en ella. Þeir óháðir kjósendur, sem vilja breytingu, eigi því örðugra með að gera sér þess grein, hvern stjórnarandstöðuflokkinn þeir eigi að kjósa, með tilliti til þess að breyting geti orðið. Þetta er þó miklu auðleystara dæmi en stjórnarsinnar vilja vera láta. Framsóknarflokkurinn er ekki aðeins langstærstur og samstæðastur af stjórnarand- stöðuflokkunum. Hann hefur jafnframt mestu möguleika til að bæta við sig þingsætum. í nokkrujn kjördæmum, þarf ekki nema tiltölulega litla tilfærslu til þess, að Framsóknarflokkur- inn vinni nýtt þingsæti. Hefði t.d. Framsóknarflokkurinn feng- ið nokkrum atkvæðum fleira í Suðurlandskjördæmi í síðustu kosningum og Helgi Bergs náð þar kosningu í stað Karls Guð- jónssonar, hefði verið einum stjórnarandstæðingi fleira á þingi og stjórnarflokkarnir misst starfhæfan meirihluta þar. Meiri þurfa breytingarnar ekki að verða í 2—3 kjördæmum til að tryggja Framsóknarflokknum þann herzlumun, sem til þess þarf að ný ríkisstjórn og ný stjórnarstefna komi til sögunn- ar. Hverjir sögðu satt 1967? Aðstaðan fyrir kosningamar nú, er á margan hátt lík og fyrir þingkosningarnar 1967. Þá hafði verið komið á verðstöðvun líkt og nú og hafnar miklar opin- berar framkvæmdir til að tryggja næga atvinnu. Stjórnar- flokkarnir hömpuðu því óspart, að búið væri að stöðva dýrtíð- ina og tryggja næga atvinnu Til þess að tryggja þetta áfram, þyrfti ekki annað en að kjósa stjórnarflokkana. Af hálfu Framsóknarmanna ■ mmmmm Frá Vestfjörðum var hins. ve^ar bent að horf-. ursværu mjög ivísýnar írámúWd-1'' an. Verðstöðvunin og atvinnan byggðist á 'þvi,IJað rilíSH ^ggfei1 fram meira fé en það aflaði og atvinnuvegirnir væru hallarekn- ir í trausti þess, að það yrði leiðrétt eftir kosningar. Óhjá- kvæmilegt væri því að gera stór- felldar efnahagsráðstafanir á komandi hausti. Stjórnarflokkarnir svöruðu á þann veg, að þetta væri allt barlómur hjá Framsóknar- mönnum. Þeir sæju allt svart vegna þess, að þeir væru ekki sjálfir í ríkisstjórninni! Nú þarf ekki að deila um það lengur hverjir sögðu satt fyrir kosningarnar 1967, frambjóðend ur stjórnarflokkanna eða fram- bjóðendur Framsóknarflokksins. Haustið 1967 var gengið fellt og aftur haustið 1968. Eftir 1. september Nú er verðstöðvun aftur komin til sögunnar og hana ber að á svipaðan hátt og 1967. Hún er frestun á óhjákvæmilegum að- gerðum, sem verður að gera eft- ir kosningar. Stjórnarflokkarnir segja hins vegar, að ekki muni þurfa að gera meira en halda henni áfram eftir kosningar (Mbl. 19. maí). Að öðru leyti sé allt í lagi, og það sé öll ástæða til bjartsýni. Þetta segja stjórnarblöðin nú, enda þótt eftirtaldar staðreynd- ir séu öllum augljósir: Ríkissjóður hefur aðeins aflað fjár til 1. september til að halda áfram óbreyttum niðurborgun- um. Eigi að lialda þeim áfram óbreyttum, verður að afla nýrra ríkistekna, er ncma munu mörgum hundruðum milljóna kr. Verði hins vegar dregið úr niðurborgunum hækkar verðlag- ið, síðan kaupið og skrúfan fer í fullan gang. Forvígisinenn margra iðn- greina og þjónustugreina telja "‘þáer^nú reknar.njeð tapi yegpa þesSj, að þeir liafi ekki verið Rí)únif að fá fullnægjandi liækk- anir áður en verðgtöðvunin hófst. Þetta verði að fást leið- rétt eftir 1. september. Eftir 1. september eiga laun- þegar að fá þan vísitölustig bætt ,sem nú eru ekki borguð, og fljótlega eftir það falla kaup- samningar atvinnurekenda og verkalýðssamtakanna úr gildi, og a.m.k. margar starfsstéttir munu krefjast yerulegra kaup- hækkana, m.a. með tilliti til þeirra samninga, sem ríkið hef- ur gert nýlega við opinbera starfsmenn. Um áramótin eiga bótagreiðsl- ur almannatrygginga að liækka, sem svarar 500 millj. kr. á ári og á næsta ári koma til fram- kvæmda verulegar kauphækkan- ir hjá opinberum starfsmönnum. Alveg er eftir að afla fjár til að mæta þessum nýju, stórfelldu útgjöldum. Þannig má rekja það áfram, sem blasir við eftir 1. septem- ber. Samt gefur Mbl. í skyn að full ástæða sé til bjartsýni og eiginlega muni ekki þurfa að gera annað en að halda verð- stöðvuninni áfram! Aflabresturinn Sem betur fer, eru það ekki allir stjórnarsinnar, sem taka í blindni undir framangreindan málflutning Mbl. og annarra stjórnarblaða. Meðal þeirra er færasti hagfræðingur Sjálfstæð- isflokksins, Ólafur Björnsson, prófessor. Hann lét svo ummælt á síðastliðnu hausti, að það, sem myndi blasa við eftir 1. septem- ber eða þegar verðstöðvuninni lyki, minnti sig á hreina hroll- vekju. Þegar Ólafur Björnsson við- hafði þessi ummæli, var almennt búizt við góðri vetrarvertíð, sök- um spádóma fiskifræðinga. Þeir spádómar hafa nú að verulegu leyti brugðizt. Aflinn eftir vetr- arvertíðina er þriðjungi minni en í fyrra og gjaldeyristekjur þjóðarbúsins um 1000 millj. kr. minni. Mörg útgerðarfyrirtæki eru í nauðum stödd og fjölmarg- ir sjómenn hafa borið allt of lítið frá borði. Sjómannasamtök in hafa líka þegar boðað upp- sögn samninga og kröfur um stóraukna lágmarkstryggingu. Við þetta bætist svo, að ýmsa þá, sem hafa auraráð, hefur gripið eins konar kaupaæði sök- um þess, sem kunni að gerast eftir 1. september. Innflutning- urinn hefur aldrei verið meiri og hallinn á utanríkisviðskiptum eykst hratt með hverjum degi. Haldi slíku áfram, verður hinn margrómaði gjaldeyrisvarasjóð- ur þurrausinn innan skamms tíma. Samt eru stjórnarblöðin full af bjartsýni og gefa óspart til kynna, að ekki þurfi annað að gera eftir 1. september en halda verðstöðvuninni áfram! Hvað álíta hinir þöglu? Það er vafalítið, að margir þeirra kjósenda, sem enn tala lítið um kosningarnar og kosn- ingamálin, hugsa ekki minna um það, sem er framundan og kem- ur til sögu eftir 1. september. Þeir munu bera saman mál- flutning Ólafs Björnssonar ann- ars vegar og stjórnarblaðanna með Mbl. í fararbroddi hins vegar. Þeir þekkja söguna frá 1967. Þeir vita af henni, hver viðbrögð stjórnarflokkanna munu verða eftir 1. september, ef þeir halda meirihlutanum. Val þeirra margra við kjörborð- in munu fara eftir því, hvort þeir vilja að sú saga endurtaki sig eða hvort þeir álíta eins og Ólafur Björnsson og Framsókn- armenn, að gengisfellingarleið- in sé ekki fær lengur og nú verði að reyna ný úrræði. sem byggist á samstarfi við stétta- samtökin, ekki aðeins atvinnu- rekenda, heldur iaunþega ekki síður. Hve lengi á að bíða? En hinir þöglu kjósendur muni einnig spyrja um fleira: Er ekki aflabresturinn á vetrarvertíð- inni nægileg áminning um, að ekki má draga lengur að færa út fiskveiðilögsöguna? Þarf að bíða eftir meiri aflabresti til að fá frekari sannanir? Hvað þarf ágengni á íslandsmið að aukast mikið til þess að hafizt sé handa? Og eiga íslendingar ein- ir þjóða að leggja það undir úr- skurð Haag-dómsins, hve út- færslan megi vera mikil? Þeir hafa enn ekki fengið nein svör um þetta frá stjórnarflokkun- um. Hjá þeim er allt opið í báða enda í landhelgismálinu. Þeir vilja ekki skuldbinda sig ákveð- ið til eins eða neins í þessum efnum. Vilja kjósendur styrkja flokka, sem þannig vilja halda opnum öllum dyrum til undan- halds í örlagaríkasta máli þjóð- arinnar? ' Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.