Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.05.1971, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 23. maí 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason. Rlt- stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18306. Skrif. stotur Bamkastræti 7. — Afgreiöslusími 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr. 195,00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Hve lengi á að bíða? Forusxugrein Morgunblaðsins í gær virðist ótvíræð staðfesting þess, að Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki láta útfærslu fiskveiðilandhelginnar koma til framkvæmda fyrr en tryggt sé, að hún muni hljóta samþykki alþjóða- dómsins. í reynd getur þetta þýtt það, að útfærslan á fiskveiðilögsögunni getur dregizt í mörg ár eða áratugi. I grein Mbl. segir orðrétt á þessa leið: „Alþjóðalög eru lög, sem gilda í samskiptum þjóða og byggð eru á milliríkjasamningum og venju, sem skap- azt hefur. Venjurétturinn er það, sem mikill meirihluti ríkjanna telur bindandi. Einhliða lagasetning ríkja og yfirlýsingar skipta þar miklu máli, en skapa ekki venju- rétt, fyrr en nægilega mörg ríki hafa skipað sér í sama flokk. Þetta er mergurinn málsins. Það er því ekki hægt að halda því fram, að íslenzk lagasetning út af fyrir sig um 50 sjómílna fiskveiðitakmörk skapi bindandi alþjóða- lög fyrir aðra. En ef nægilega mörg ríki hafa svipaða ste'fnu, verður úr því venja og þar með alþjóðalög, en fyrr ekki“. Það er augljóst af þessu, að Mbl. er sammála Hans Andersen um, að 12 mílna mörkin séu hin gildandi venjuréttur í dag, þar sem um 60 ríki af þeim 100 strand- dkjum, sem eru í S.Þ., hafa nú þá fiskveiðilandhelgi, og um 20 ríki minni, en aðeins um 20 ríki stærri. í framhaldi af þessari niðurstöðu segir Mbl., að ondirbúningsfundirnir undir ' hafréttarráðstefnuna 1973 veiti fslendingum gullið tækifæri til að vinna að því, að viðurkenning fáist fyrir stærri fiskveiðiland- helgi. En það eru fleiri en fslendingar, sem ætla að neta sér þetta gullvæga tækifæri. Það ætla Banda- ríkjamenn, Rússar og Japanir að gera á þann hátt, að fá 12 mílna mörkih viðurkennd sem bindandi reglu með lítil forréttindi fyrir strandríki utan þeirra. Það er vitað, að mjög mörg ríki telja þetta fullnægj- andi fyrir sig. Þau ríki, sem lengst vilja ganga, eins og Suður-Ameríkuríkin, óttast það verulega, að stefna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna kunni að verða ofan á, og því vinna nú sum þeirra markvíst að því að tefja undirbúning ráðstefnunnar með það fyrir aug- um, að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1972 fresti henni, en til þess hefur það heimild samkvæmt ályktun síðasta þings, ef það álítur undirbúning ráðstefnunnar ófullnægjandi. Horfurnar á ráðstefnunni varðandi málstað íslands eru því engan veginn neitt sérstaklega álitlegar, þar sem við jafn öfluga andstæðinga er að etja og Banda- ríkjamenn og Rússa, sem þegar hafa tryggt sér fylgi margra ríkja, er telja 12 mílna mörkin fullnægja sér. Hvað leggur Mbl. svo til að gert verði eftir ráðstefn- una, ef niðurstaðan verður okkur ekki hagstæð? Verður auðveldara þá að færa út fiskveiðilögsöguna í andstöðu við það, sem Mbl. kallar venjurétt? Af umræddri grein Mbl. verður ekki annað ráðið en að það myndi ekkert vilja aðhafast undir slíkum kringum stæðum, heldur bíða í von um að nógu mörg önnur ríki færðu fiskveiðilandhelgina út, þótt sú bið kynni að taka mörg ár og áratugi. En eftir slíku geta íslendingar ekki beðið. Fiskstofn- arnir yrðu gereyddir áður. Aflabresturinn á vetrarvertíð- inni sýnir, að þegar er miklu nær gengið fiskstofnunum en spár og áætlanir fiskifræðinga benda til. Fjöldi út- lendra fiskiskipa eykst stöðugt á miðunum. íslendingar mega því ekki draga útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Jafn- vel á næsta ári getur það verið orðið of seint. En samt vill Sjálfstæðisflokkurinn bíða í ótiltekinn tíma, ef marka má áðurnefnda forustugrein Mbl. Þ.Þ. TÍMINN 7 CLARIE STERLING, Herald Tribune: Forstjðrar stórra ríkishringa eru voldugustu menn itain Þeir hafa oft örlög ríkisstjórnarinnar í hendi sár. FYRIR skömmu lá við að hin valta ríkisstjórn Emilos Colombos á ítaliu félli, en hún nýtur stuðnings vinstri mið- flokkanna. Þetta væri efalaust hversdagslegur atburður, sem ekki þætti tíðindum sæta, ef stöðuveitingamar, sem tekizt var á um, væru ekki mikil- vægari en þær virtust á yfir- borðinu. Lausu stöðurnar, sem veita átti, voru forstjórastaðan í olíu hring landsins, ENI (Ente Nationale Idrocorarburi) og Montedison, en það er stærsta efnaverksmiðjusamsteypa í Ev- rópu. Allar horfur eru á, að þessi tvö fyrirtæki verði nú rekin í náinni samvinnu. Fyrrverandi forstjóri ENI tók við starfi sem forstjóri Montedison, en sá maður, sem gekk áður næst honum í ENI, tekur þar við forstöðu. FORSTJÓRAR hinna stóru, ítölsku iðnaðar- og fjármála- fyrirtækja, sem ríkið á meiri- hluta í, geta ráðið úrslitum um framgang allra stjórnaráforma í landinu, og raunar ráðið úr- slitum um örlög svo að segja hvaða ríkisstjórnar sem er. Þeir, sem ráða þar lögum og lofum, hafa í raun og veru í hendi sér lykilinn að öllu valdi á Ítalíu. Af þeirri ástæðu berj- ast vinstri miðflokkamir, sem að ríkisstjórninni standa, jafnt ákaft um þessi embætti og raun ber vitni um þessar mundir. Ríkið á ekki að nafninu til meirihluta í Montedison, en árið sem leið varð sú breyting á, vegna hlutabréfa, sem ENI og IRI keyptu í laumi, að ríkið hefur í raun og vem ráð á meirihlutanum. IRI er gífur- lega stórt fyrirtæki, sem ríkið á, og fæst fyrst og fremst við hlutabréfakaup. (IRI er skammstöfun fyrir Iatituto per la Ricostruzione Industriale). SAMANLAGÐUR höfuðstóll ENI og Montedison nemur sem svarar þremur milljörðum doll ara og árleg fjárfesting 1,6 milljörðum dollara. Þau eiga eða hafa í hendi sinni alla olíu- hreinsun í landinu og vinnslu jarðgass, svo og vefnaðarvöm- framleiðslu úr gerfiefnum, málningarframleiðslu, áburðar- framleiðslu, gerfigúmfram- leiðslu og efnavöraframleiðslu úr olíum. Kaup ríkisins á meirihluta hlutabréfa Montoedison~- og náin tengsl þess við ENI er liður í framkvæmd afar um- fangsmikils áforms, sem hefur í för með sér meiri ríkiseign iðnfyrirtækja og umráð yfir þeim en um getur nokkurs staðar annars staðar í Vestur- Evrópu ,og jafnvel á Vestur- löndum yfirleitt. Auk þessarra tveggja stór- fyrirtækja ber að nefna IRI (árleg fjárfesting um það bil 1,2 milljarðar dollara) og ríkis EMILO COLOMBO forsætisráðherra bankann IMI (Iatituto Mobili- are ItaHano), sem lánar um 6 milljarða dollara til iðnfyrir- tækja á ári. Þessi stóru ríkis- fyrirtæki, ásamt öðrum fleiri, sem em í nánum tengsl- um við þau, valda því, að ríkið er talið eiga þriðjung alls iðn- aðar þjóðarinnar ef í veltu er mælt, ‘Og fást að hélmingi stór iðnaðarins. .■ . r ,ni->*i.9 »t‘nt ■<■>< .- ÞESSI iðnfyrirtæki í eigu ríkisins vinna meðal annars um 90 hundraðshluta þess jáms, sem unnið er í landinu og annast rúman helming stál vinnslunnar. Þau eiga alla meiriháttar banka í landinu, að undanskildum tveimur, svo að segja öll skipafélög og skipa smíðastöðvar, járnbrautir, flug félög, hraðbrautir, orku- og gasvinnslu, síma og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Þau eiga ennfremur mikinn hlut í flug- vélasmíði, rafeindaiðnaði, — málmsmíði, áhaldasmiði, trygg ingum og bifreiðasmíði (Alfa Romeo). Fræðilega séð er því efna- hagslíf ftalíu með „sameignar- sniði“, eins og fjármálaráð- herra Sósíaldemókrata, Luigi Preti, hefur komizt að orði. f framkvæihd gæti þetta tákn- að allt frá svartasta ríkisauð- valdi yfir í velferðarríki eða framfarasósíalisma, allt eftir því, hvernig ríkisstjórnin not- ar þessa aðild sína — eða læt- ur undir höfuð leggjast að nota hana. ERFITT er að lýsa á einfald an hátt, hver árangurinn hefur orðið til h"c<;a. Rík'Ailuturinn í efnahagslífinu hefur aukizt jafnt og þétt síðan að styrjöld- inni lauk, en hann er nú allt annað en hann var á valda- árum Mussolinis, þegar IRI var stofnað sem eins konar safn- þró fyrir gjaldþrota iðnfyrir- tæki, sem urðu að lúta í lægra haldi í krepnunni. Mussolini beitti IRI til þess að treysta algert einveldi sitt, lét það leggja fé í innlend iðn fyrirtæki, sem ekki gátu bn'-l* sig, en vora síðan vernduð gegn erlendri samkeppni. Síð- an styrjöldinni lauk hefur sú breyting orðið á, að ríkisfyrir- tækjunum hefur vegnað það vel, að einkafyrirtækin keppa hvert við annað um inngöngu. Ríkisaðildin hefur oft og víða orðið alveg tvímælalaust til eflingar og stuðlað að aukn- ingu iðnaðarins. Til dæmis má nefna, að ítalir hefðu aldrei getað náð þeim gífurlega ár- angri í útflutningi kæliskápa og þvottavéla, sem raun hefur á orðið, ef hins góða og hag- kvæma stáliðnaðar, sem IRI efndi til að styrjöldinni lok- inni, hefði ekki notið við. Svip uðu máli gegnir um Fiat-verk- smiðjurnar, sem standa mjög framarlega í bifreiðasmíði, en Fiat er eitt af þeim fáu stór- fyrirtækjum, sem enn eru í einkarekstri á ftalíu. HIÐ sama á við um iðnþró- unina á Suður-Ítalíu, sem virð ist nú loksins vera farin að skila arði. Cassa per il Mezzo- giorne (Suður-sjóðurinn) hef- ur lagt fram um 13 milljarða dollara til framvindunnar þarna syðra, og mikill hluti þess f'ár hefur knm'ð frá fyrr nefndum stórfyrjrtækji.m í eign ríkisins. Þau eru nú skuld bundin til að hrlga Suður- Ítalíu 70 af hundraði allrar fjárfestingar, sem þau efna til. Einstaklingarnir, sem ráðið hafa stefnu þessarra stóru g ríkisfyrirtækja, hafa tíðast litið I á sig fyrst og fremst sem fram- kvæmdastjóra iðnfýrirtækja, pj en síður sem þjóna almenn- $ ings í landinu. Þegar vel- « gengi.. bessarra fyrirtækja er g skoðuð í þessu ljósi er næsta erfitt að ákveða, hvað er orsök og hvað er afleiðing. En stjórn endurnir hafa, með þessari af- stöðu sinni, tíðast verið þyrnir í augum og áhyggjuefni stjórn málaforingja, sem kappsmál var að koma fram heildar- skipulagningu og skjótum fé- lagslegum umbótum. Forstjórarnir hafa á síðari árum einnig tekið sér meira og meira af því valdi, sem skammlífar, þrætugjarnar og óákveðnar ríkis,?tiórnir létu ónotað. Þetta hefur jafnvel gengið svo langt oft og einatt, að forstjórarnir hafa sagt ríkis stjórriinni hvaða skipanir hún ætti að gefa þeim, — og þeir hafa öllu oftar en hitt verið farnir að framkvæma þessar skipanir eða búnir að því þeg- ar þær voru gefnar. Ríkisfyrirtækin hafa þannig orðið ríki í ríkinu í síauknum mæli. En fyrir bragðið hafa þau staðið enn verr að vígi í baráttur’’ : við verkalýðsfélög- in, sem einni^ reyna af fremsta megni að helga sér það vald, sem ríkisstjórnin lætur ónotað. Fyrirtækin eru opinberlega á snærum ríkis- stjó’*na. sem alltai eru að verða valtari og v-'ltari. Þeim veitist því jafnvel ern erfiðara en PrHmhald á hls 10 ni BKETÆ.T---

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.