Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 8
TÍMINN FIMMTUDAGUR 27. maí 1971 Tíminn hefur farið þess á leit við mig, að ég skýrði með nokkrum orðum frá því, að hvaða málum ég telji þýðing- armest að irnnið verði í mínu kjördæmi á næsta kjörtíma- bili. Er mér ljúft að verða við því þó að mér sé á hinn bóg- inn ljóst, að ekki verði efnið tæmt í einni blaðagrein né heldur nokkurt viðfangsefni rætt til neinnar hlítar. ■ Frpðir menn ,sem ekki er ástæða til að rengja, telja, að hvergi á landinu séu lægri meðal tekjur á íbúa en í Norð- urlandskjördæmi vestra. Ekki er ófyrirsynju þótt við, sem hér eigum heima, veltum því fyrir okkur af hverju þetta stafi. Er orsökin e.t.v. sú, að hér sé lakara undir bú, til sjávar og sveita, en annars staðar gerist? Naumast verður það talið. Skagafjörður og Húnaþing eru frá náttúrunnar hendi, blómlegar landbúnaðar- byggðir. Þar eru mikil og víða samfelld ræktarlönd en að baki byggðinni víðlendar heið- ar, vaxnar kjarrgróðri fyrir sauðfé, þó að með úrtökum sé og ofgera megi. fbúar þeirra þéttbýlisstaða, sem frá upp- hafi hafa að verulegu leyti byggt afkomu sína á marg- háttaðri og nauðsynlegri þjón- ustustarfsemi við landbúnaðar- héruðin, hafa búið við tiltölu- lega örugga og jafna afkomu. Þau þorp hafa hins vegar tak- markaða vaxtarmöguleika nema fleiri stoðum sé rennt þar undir burðarás atvinnu- starfseminnar. Sá atvinnu- grundvöllur hefur reynzt ótraustur vegna þess, að skort hefur aðstöðu til nægrar hrá- efnisöflunar. Af þeim sökum hefur, undanfarin ár, gætt verulegs atvinnuleysis á Siglu- fírði, Hofsósi, Skagaströnd og að nokkru á Sauðárkróki. Þar er fengin megin skýringin á því, hvers vegna meðaltekjur eru svo lágar í Norðurlands- kjördæmi vestra. Nú hefur sú „hagfræði- kenning" heyrzt, að nauðsyn- legt sé að viðhalda nokkru at- vinnuleysi til þess að hamla gegn efnahagsspennu í þjóð- félaginu. Þetta er siðlaust sjónarmið og raunar neðan við það mark, að vera umræðu- hæft. Atvinnuleysi bitnar ávallt á því fólki, sem einskis má í missa og það er höfuð skylda hverrar ríkisstjórnar, að kosta alls til að útrýma þeirri smán, hvar sem á henni örlar. En í þeim efnum er ekki einhlítt að horfa aðeins til líðan'1’ '•timr’-'- ""'óðinni fjölg- ar með hvorju ári:)'' sem H*ur, Landsbyggðin á ekk' >■ m því, að það fólk, scm þar vex upp, þurfi að hrekjast burtu, af því að það skorti lífsbjarg- arskilyrði heima fyrir. Þess vegna þarf gróskan í atvinnu- lífi hvers byggðarlags að vera stöðug og jöfn. Ég held, að þeir kaupstaðir og kauptún hér í kjördæminu, sem til þessa hafa að mestu byggzt upp af sjávarútvegi, hljóti að gera það að tals- verðu leyti enn um sinn. Sú skoðun sýnist lika rikjandi á þessum stöðum því þar klífa menn þrítugan hamarinn til þess að eignast fiskiskip og efla aðstöðu til fiskverkunar. En gengi sjávarútvegsins velt- ur öðru fremur á aflabrögðum. Þann grundvöll þarf að tryggja svo sem kostur er. Því má útfærsla landheiginnar ekki dragast nema hið allra minnsta. Hún er brýnt lifs- hagsmunamál ekki aðeins út- gerðarstaðanna í þessu kjör- dæm; þjóðarinnar allr- ar, svo mjög sem afkoma henn- Magnús H. Gíslason 3. maður á lista Framsóknarfl. í Norðurl.kjörd. vestra ar byggist á sjávarútvegi og svo hlýtur að verða fyrst um sinn a.m.k. En jafnframt því, sem undirstaða útgerðarinnar er þannig efld, þarf að stefna að því að fullvinna aflann sem allra mest á hverjum stað. Með því vinnst tvennt: verð- mæti vörunnar eykst að mikl- um mun og vinnslan skapar at- vinnu. í skjóli þeirrar grósku, sem aukin og þróttmikil út- gerð skapar, þróast svo alls konar iðnrekstur, sem ýmist byggist á beinni eða óbeinni þjónustu við útgerðina, eða starfar á öðrum sviðum. Þeir þéttbýlisstaðir, sem ekki styðj- ast við útgerð, hljóta, auk beinnar og margháttaðrar þjón ustu við landbúnaðarhéruðin, að grundvalla afkomu sina á ýmiss konar iðnrekstri. Er þar í mörg hom að líta, ef skiln- ingur ríkir hjá ráðamönnum og skipulag er á framkvæmd- um. En þegar byggja á upp trausta og varanlega atvinnu- starfsemi í einum landshluta má ekki handahóf ráða fram- kvæmdum. Fátt hefur verið okkur íslendingum dýrara en skipulagslaus fjárfesting. Fá- menn og tiltölulega fátæk þjóð í stóru landi, kafin óleystum verkefnum, hefur engin efni á því að láta skyndigróðrasjónar- mið ábyrgðarlausra. lukkuridd- ara ráða verkefnavali. Þann at- vinnurekstur, sem til er á hverjum stað og lífvænlegur getur talizt, ber að efla. En hann nægir okkur ekki. Okk- ur vantar verkefni heima fyr- ir, sums staðar handa því fólki, sem er þar búsett, alls staðar handa viðkomunni. Það við- fangsefni verða lieimamenn og ríkisvaldið að leysa í sam- einingu. Við verðum að líta á kjördæmið sem eina heild. Togstreyta mllli einstakra byggðarlaga er skaðleg. Væri fjarstætt, að ráðamenn frá kaupstöðum og kauptúnum hér í kæmu saman :il f''"id.tr og ræddu með sér livernig haga skuli framtíðar- uppbyggingu atvinnulífsins á hverjum stað, þannig að hvert byggðarlag styddi annaö? Mætti ekki ætla, að sá grunn- ur ,sem þannig yrði lagður af mönnum, sem gjörkunnugir enx aðstæðum og þörfum sinna heimkynna reyndist traustari en einhver áætlanadrög, gerð af piltum suður í Efnahags- stofnun eða öðru slíku fólk'. sem er í engri snertingu við sjálfa kviku viðfangsefnanna? Ég held það. Og er einnig þeirrar skoðunar, að farsælast sé að atvinnureksturinn sé fyrst og fremst í höndum heimamanna sjálfra. Það er áreiðanlega skynsamlegra fyr- ir ríkisvaldið að styðja við bak ið á fyrirtækjum, sem þannig eru rekin en að ausa milljón- um og milljónatugum af al- mannafé til aðvífandi spekú- lanta, sem þykjast, að fengn- um slíkum fjárstuðningi, reiðu- búnir að ráðast í atvinnurekst ur úti á landsbyggðinni, flytj- Magnús H. Gíslason, Frosta- stöðum, Skagafirði. — Fædd- ur að Frostastöðum 23. marz, 1918. Stundaði nám við Laug- arvatnsskólann, bændaskólann á Ilólum og Garðyrkjuskólann að Reykjum. — Félagsmála- störf: Sat um árabil í aðal- stjórn Sambands ungra Fráni- ‘ sóknarmanna, formaður F.U.F. í Skagáfirði óg síðár 'Fráiú'- sóknarfél. Skagfirðinga. Hefur setið í miðstjórn Framsóknar- flokksins, fyrst af hálfu yngri manna og síðan eldri. Ilefur gegnt erindrekastörfum fyrir Frainsóknarflokkinn. Stundaði blaðamennsku við Tímann á árunum 1958—1961. Hefur setið nokkrum sinnum á Al- þingi, sem varaþingmaður. Tók mikinn þátt í ungmennafélags- hreyfingunni og sat um skeið í stjórn Ungmennasamb. Skaga fjarðar. Formaður karlakórsins Heimir um árabil. Hefur starfað að sveitarstjórnar- málum og samvinnumálum. Rekur búskap að Frostastöð- um ásamt þremur bræðrum sínum. Hefur, síðari árin, jafn framt annast bókhaldsstörf hjá Vegagerð ríkisins á Sauðár- króki. Kvæntur Jóliönnu Þór- arinsdóttur frá Ríp í Hegra- nesi. andi hagnaðinn burtu, ef vel gengur, en svo hlaupandi frá öllu, ef eitthvað gef- ur á bátinn. Eftir sitja heimamenn m?ð fyrirtæki i rústum og ríkisforsjónin end- anlega búin að glata þeim fjánnunum, sem hún raun- verulega hafði að láni frá al- menningi. Þessháttar fjárfest- ing er verri en engin, liún er skaðvænleg. íslenzk bændastétt hefur mjög átt í vök að verjast und- anfarin ár. Tvennt veldur þar mestu um: Sívaxandi dýrtíð. sem spennt hefur verðlag á rekstrarvörum bænda upp úr öllu valdi og g: sbrestur. Það er ekki á valdi bænda að leysa verðlagsvandamálið. Þeir hafa gert sínar tillögi n talað fyr- ir daufum eyrum. Gegn afleið- ingum kólnandi veðráttu geta þeir e.t.v. beitt að einhverju leyti nýjum úrræðum. Um þau þurfa þeir sjálfir að hafa for- ystu. Ég hygg, að víða geti hentað að koma á félagsskap um ræktun og fóðuröflun. Myndu þá verða tekin til rækt- unar sem stærst samfelld landssvæði, sem :gju vel við samgöngum og þar sem kal- hætta væri minni en annars staðar. Jafnframt þyrftu að rísa upp heykögglaverksmiðj- ur, þar sem henta þætti. Við það ynnist þrennt: bændur fengju það bezta fóður, sem völ er á, kjarnfóðurkaup gætu minnkað að miklum mun og fóðúröflun yrði tryggari en hún er nú, en nægjanlegt og gott fóður er grundvöllur bú- skaparins. íslenzk landbúnaðarfram- leiðsla er of einhæf, svo til einvörðungu nautgripa- og sauðfjárafurðir. Mjólkurafurð- ir verða naumast fluttar út svo nokkru nemi. Öðru máli gegnir með sauðfjárafurðir. Ullarvör- ur og gærur eru nú þegar mikil og vaxandi útflutnings- grein. Dilkakjöt mætti einnig ■ » út möð árangri ef fram- léiðslukostnaður á íslandi væri vlð eitthvert hóf. Nauðsyn ber ta sfmt sé{n°áður fil" að fjölga búgreinum. Hví ekki að huga betur að holdanautunum? Eng- inn vafi er talinn leika á því af þeim, sem bezt mega um vita, að þar eigum við ónotaða möguleika. Er ekki tími til þess kominn að nýta þá? Fiski rækt er komin á góðan rekspöl hjá Húnvetningum. Skagfirð- ingar sýna þar meira sinnu- leysi. Þar er flest óunnið á þeim vettvangi. En það eru ekki aðeins árnar, sem búa yfir miklum möguleikum til fisk- ræktar. Hér er einnig mergð vatna, sem ætti að mega rækta. Ýmsar þjóðir hafa feikna tekj- ur af fiskirækt. Því skyldi ekki ísl. bændur geta það einnig? Á síðari árum hefur það færzt í vöxt, að ýmsir „utan- sveitarmenn" reyni að ná eign- arhaldi á góðum laxveiðijörð- um. Það er hin nýja stétt fili- steanna, sem Jónas frá Hriflu varaði eitt sinn svo rækilega við. Við bændur vil ég segja: Forðizt þvílíka. Asni, klyfjað- ur gulli, getur verið álitlegur gestur. En hann hefur fyrr boð ið hættunni heim. Það er ekki skynsamlrgt að láta í skiptum fvrir hann þau verðmæti, sem halda áfram að mala gull, löngu eftir að asninn er dauð- ur og asnagullinu eytt. Sveitirnar hafa staðið mjög höllum fæti gagnvart þéttbýl- inu hvað menntunaraðstöðu unga fólksins áhrærir og er svo enn. Sveit bornin njóta yfirleitt minni kennslu. Þau hafa átt undir högg að sækja með að geta loki'* skyldunámi. Og þó að það hafi lánazt þá hafa dyrnar til frekara náms verið lokaðar mörgum þeirra. Þetta stafar af skorti á skól- um. í aldarfjórðung hafa ver- ið í gildí fi-:eðslulög, sem enga raunhæfa þýðingu hafa haft fyrir fjöldann allan af ungling um dreifbýlisins. Nú er í burðarliðnum ný skólalöggjöf. Ætla má, að þar stefni ýmis- legt til bóta. En okkur hefur í raun og veru ekki vantað löggjöf. Okkur hefur skort framkvæmdir. Að því stefnir, að lands- og gagnfræðapróf verði skilyrði fyrir öllu frek- ara námi. Það þýðir í reynd, að sá unglingur, sem ætlar í iðnnám, búnaðarnám, svo að dæmi séu nefnd, verður áður að hafa lokið þessu lykilprófi. Ríkisvald, sem gerir slíkar kröfur, hlýtur um leið að binda sig þeirri ckyldu, að sjá öllum ungmennum fyrir mögu- leikum til þessarar fræðslu. Til þess þarf ekki aðeins stór- fellda aukningu á skóla- húsnæði heldur einnig fjár- hagsstuðning við dreifbýlisung- lingana. Ef enginn á lengur að fara að verða gjaldgengur til neinna starfa í þjóðfélaginu nema harr hafi notið ákveðinn ar menntunar verður ríkisvald- ið að sinna þessum skyldum sínum. Sé það vanrækt, þá er- um við að gera fjöldann allan af unglingum dreifbýlisins að eins konar utangarðsfólki. Mikið skortir á, að vegamál- in hér í kjördæminu séu í viðunandi horfi. Víða á aðal- leiðum þarf að endurbyggja vegakafla s.s. í Vallhólmi, AusturEylendi, Fljótum, svo að eitthvað sé nefnt, og um Húnaþing gegnir sama máli. Ótrúlegt kann að Þykja, að enn séu til heilar sveitir svo til veglausar en þó er það svo. Eða hvað segja menn t.d. um Skaga og Reykjaströnd? Gegn- ir raunar furöu, að enn skuli haldast byggð í þeim sveit- um, sem una mega slíkum sam gönguerfiðleikum. Viðhaldsfé til veganna er um of numið við nögl. Það nægir víða ekki til að halda þeim í horfi, hvað þá að vegakerfið batni og styrkist, eins og vera þyrfti. Hinar stórfelldu vegafram- kvæmdir í útjöðrum Rcykja- víkur eru sjálfsagt þarfar og nauðsynlegar e:. víðar er nú guð en í Görðum og seint hygg ég að sækist að endur- byggja aðalvegina með þeim íburði, sem þar er viðhafður. Má og á milli vera. Ég hef hér að framan vik- ið að nokkrum þáttum mann- félagsmálanna og þó einkum tveimur: Atvinnu- og mennta- málum. Heilbrigð, vel rekin og næg atvinnustarfsemi er grutid völlur þess, að mannlíf geti haldizt við og þróazt með eðli- legum hætti á hverjum stað. Menntunin r að gera menn að nýtari og betri þjóðfélagsþegn um og færari um að takast á við og leysa þau verkefni, sem lífið færir þeim í fang. Á margt fleira mætti að sjálf- sögðu drepa en einhvers stað- ar verður að setja endapunkt- inn. Það liggja engin eðlileg rök til þess, að íbúar Norðurlands- kjördæmis vestra þurfi að una lakari lífsafkomu en almennt gerist með þjóðinni. Atvinnu- og afkomuskilyrði eru hér góð til lands og sjávar, fólkið áhuga- og athafnasamt. Komi til eðlileg aðstoð ríkisvaldsins þarf engu að kvíða. Vissulega hafa mörg framfaraspor verið stigin en betur má ef duga skal. Nú skiptir mestu að haf- izt sé handa af einlægni, festu og ábyrgðartilfinningu að treysta og byggja ofan á þann atvinnugrundvöll. sem fyrir er, því að þar sem efnahagsafkoma manna er góð og traust fylgja í kjölfarið nauðsynlegar fram- farir á öðrum sviðum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.