Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.05.1971, Blaðsíða 9
JIMMTUDAGUR 27. maí 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, Indriði G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gislason Rit. stjómarskriístofur 1 Edduhúsinu, simar 18300 — 18306 Skrtf- stoiur Bankastræti 7. — AfgreiSslusiml 12323. Auglýsingasimi: 10523. Aðrar síkrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 195,00 á mánuði. lnnanlands. í lausasölu kr. 12,00 eint. — Prentsm. Edda hf. Dæmdu sig sjálfir Stjómarblöðin hafa verið að hneykslast á því að nndanfömu, að Framsóknarmenn hafi flutt margar til- lögur á Alþingi. Segja þeir að tillögur Framsóknar- manna hefðu haft í för með sér 445 milljón króna út- gjaldaaukningu og þar af hefðu 5 mUljónir farið í kostn- að við nefndir. Ekki hafa þeir birt neitt til skýringar á því, hvernig þessar tölur em fengnar. Það er rétt, að Framsóknarmenn fluttu mörg mál á síðasta þingi. Stjórnarandstaða hefur ekki aðra aðstöðu til að kynna stefnu sína en með málflutningi og tillögu- gerð. Stjórnarflokkar og rikisstjórn getur hins vegar sýnt sína stefnu í verki. Aldrei hefur nokkur flokkur í stjómarandstöðu útfært stefnu sína skýrar í einstök- um atriðum og festu í þingmálum en Framsóknarflokkur- inn gerði á síðasta þingi. En með því að færa stefnuna í búning þingmála, þarf að fullnægja ákveðnu þinglegu formi um gerð frumvarpa og tillagna um undirbúning mála. Framsóknarmenn gerðu sér engar gyllivonir um að stjómarliðið samþykkti tillögur og frumvörp þeirra. Sum þingmál flokksins vom fremur til áréttingar á viss- nm atriðum, sem má segja að falli undir höfuðfmmvarp- fiS, sem flokkurinn flutti, frv. um Atvinnumálastofn- un. Sú stofnun á að taka efnahagsmálin, atvinnumálin og byggðamálin undir heildarstjóm og með henni á að leysa af hólmi fjölmargar stjómarstofnanir, sem nú em meira og minna að vafsast í sömu málunum en tefja bver fyrir annarri með káki og handahófi. Atvinnumála- stofnunin á að verða forsendan fyrir vemlegri hagræð- ingu og samdrætti í ríkisbákninu og sameiningu banka og fjárfestingarsjóða, um leið og stjómkerfið yrði gert skdvirkara, einfaldara og ódýrara. Bfkisstjóm og stjómarflokkar njóta þeirra kosta um- fram stjómarandstöðu ,að geta sýnt stefnu sína í verki. Þegar stjómarþingmenn telja hins vegar að ríkisstjórn og einstakir ráðherrar standi sig ekki nógu vel og sinni ekki þeim verkefnum, sem þeir telja brýna, þá flytja þeir þingmannafrumvörp. Þessi þingmannafrum- vörp og tillögur stjórnarþingmanna á síðasta Alþingi voru ekki færri en 35 talsins. Ekki er það hagstætt stjórn- inni. Ekki sakar svo að geta þess að margar þessar tii- lögur em endurflutningur á málum, sem stjómarand- staðan hafði flutt áður, en stjómarliðið kom í veg fyrir að næðu fram að ganga og má t.d. mirina á tillögu Péturs Sigurðssonar um embætti umboðsmanns Alþingis, sem hann flutti rétt fyrir þinglokin, en Kristján Thorla- cius liafði flutt það mál mörgum sinnum á Alþingi áður, gegn andstöðu stjórnarliðsins. Um útgjaldatillögur Fram sóknarmanna er það að segja, að ríkisstjórnin hefur jafn- an afgreitt fjárlög með stórfelldum greiðsluafgangi, en síðan ráðstafað honum, stundum hundmðum milljóna fram hjá Alþingi, og þverbrotið ákvæði stjórnarskrár um að fjárveitingavaldið skuli vera hjá Alþingi. Fjár- veitingatillögur Framsóknarmanna hafa verið um brýn- ustu nauðsynjamál þjóðarinnar. M.a. lögðu þeir til stór- fellda hækkun ellilífeyris, sem auðvitað var fellt og kallað ábjrrgðarleysi. í lok síðasta þings samþykkti stjórnarliðið svo hækkun á tryggingabótum upp á 500 milljónir, en hækkunin á bara ekki að koma til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári og það er lagt á næstu ríkis- stjórn að útvega peninga í þá útgjaldaaukningu. í sjón- varpskynningu stjórnarflokkanna í fyrrakvöld voru þeir sammála um eitt atriði, sem öðru fremur þyrfti að laga og það voru tryggingamálin. Þeir voru sammála um að þau væru í ólestri. í 12 ár hafa þeir farið með þessi mál og hrósað sér árlega af miklum „afrekum“ á sviði tryggingamála! — TK. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Mansfield tapaði orrustu, en hefur unnið sjálfa styrjiidina Óhjákvæmileg þróun, að Bandaríkin minnki herafla í Evrópu MIKE MANSFIELD MANSFIELD tapaði orrust- unni, en vann s;álfa styrjöld- ina. Þannig hljóðaði dómur hins þekkta bandaríska blaða- manns, Chalmers R. Roberts, sem skrifar m.a. í Washing- ton Post, um afgreiðslu öld- ungadeildar Bandaríkjaþings á þeirri tillögu Mansfields, að Bandaríkjastjóm fengi aðeins fjárveitingu til að kosta 150 þús. manna her í Evrópu eftir 31. desember næstkomandi. í reynd hefði þetta þýtt, að Bandaríkjastjórn hefði þurft að flytja heim frá Evrópu um 160 þús. manna herlið fyrir næstu áramót, en samanlagður herafli Bandaríkjamanna í Evr- ópu er nú talinn um 310 þús. manns. Tillaga Mansfields var felld með 61:36 atkvæðum. Sá munur segir hins vegar ekki alla söguna. Við umræðurnar eða í sambandi við þær, lýsti 21 öldungadeildarmaður af þeim, sem greiddu atkvæði ',J gegn tillögúnhi, sig samþykka því,i að dregið yrði úr herafla Banidaríkjanná 'í Evfópúi J>'eir voru eins og Herbert Hump- hrey komst að orði, ekki svo mjög ósammála tilganginum, heldur aðferðinni, þ.e. að öld- ungadeildin gerði sérstaka til- lögu, sem gengi í þessa átt. Það kynni að reynast varhugavert fordæmi síðar meir. Jafn- framt féllust sumir á þá kenn- ingu Nixons, sem mjög beitti sér gegn tillögu Mansfields, að örðugra yrði að semja við Rússa um samdrátt herafla í Evrópu, ef Bandaríkin væru áður búin að flytja heim mest herlið sitt þaðan. Vafalaust er þó, að þessi kenning hefði haft veruleg áhrif, ef Breshneff, leiðtogi rússneskra kommún- ista, hefði ekki komið Nixon óvænt til hjálpar og lýst yfir því, að Rússar væru reiðubún- ir til að ræða um gagnkvæm- an samdrátt herafla í Mið- Evrópu. Nixon greip þessa til- lögu Breshneffs strax á lofti og kvaðst reiðubúinn til slíkra viðræðna, en hann fengi slæmt veganesti til þeirra, ef öldunga deildin hefði áður samþykkt að minnka herafla í Evrópu um helming. Þessi röksemd fann góðan hljómgrunn hjá þing- mönnum og réði mestu um, að tillaga Mansfields var felld, þótt meirihluti öldungadeildar- manna væri henni meira eða minna samþykkur. En tillögu- flutningur Mansfield hafði eigi að síður leitt í ljós, að sú stefna á mjög vaxandi fylgi að fagna í Bandarikjunum að minnka bandaríska heraflann í Evrópu. Þess vegna spá ýmsir fróðir blaðamenn, eins og t.d. Fred Emery, fréttaritari The Times, því, að tillaga Mansfield verði að öllum líkindum sam- þykkt í öldungadeildinni á næsta ári, ef ekki hafa þá náðst neinir samningar um takmörk- un herafla í Evrópu. ÞETTA er ekki í fyrsta sinn, sem Mansfield, sem er formað- ur demokrata í öldungadeild- inni, beitir sér fyrir því, að dregið sé úr herafla Banda- ríkjanna í Evrópu. Rökin fyrir þessari afstöðu hans eru aug- ljós. Því fylgja gifurleg út- gjöld fyrir Bandaríkin að hafa yfir 300 þús. manna her í Evrópu, en til viðbótar koma svo konur og börn margra hermanna, þannig að alls dvelja um 500 þús. Bandaríkja- menn í Evrópu í sambandi við hersetuna. Þetta á ekki sízt þátt í því, að greiðslujöfnuður Bandaríkjanna við Evrópu er óhagstæður. Evrópuþjóðirnar eru nú orðnar svo fjárhagslega sterkar, að þær eiga að geta auðveldlega tekið að sér þann þátt varnanna, er megin- hluti Bandaríkjahers í Evrópu annast nú. í þessu sambandi er sú röksemd þung á metun- um, sem Fulbright lagði meg- ináherzlu á í umræðunum í öldungadeildinni, að það hefði upphaflega verið tilgangur Bandaríkjanna með aðstoðinni við Evrópuþjóðirnar að veita þeim hjálp til að komast á traustan efi. hagslegan grund- völl, og því marki væri nú náð. Þess vegna bæri þeim nú að leggja meira af mörkum en áður og þess vegna væri eðli- legt, að her Bandaríkjanna væri dreginn heim. Þetta þyrfti þó engan veginn að úti- loka varnarsamstarf Banda- ríkjanna og Vestur-Evrópu, heldur að byrðunum væri eðli- lega skipt. Herseta erlendis væri líka fyrirkomulag, sem reyndist óvinsælt til lang- frama, og því yrðu Banda- ríkin að stefna að því að draga sem mest úr henni. ÞESSI stefna þeirra Mans- fields og Fulbrights á ber- sýnilega svo sterkan og vax- andi hljómgrunn í Bandaríkj- unum, að mjög fljótlega hlýt- ur að koma til þess, að þingið samþykki tillögu Mansfields með einum eða öðrum hætti. Áður verður þó vafalaust reynt að semja við Rússa um samdrátt herjanna í Evrópu, eða nánara til tekið I Mið- Evrópu, því að lengra munu Rússar ekki vilja ganga. Ná- kvæmlega hafa Rússar ekki skilgreint, hvað þeir eiga við, þegar þeir tala um Mið- Evrópu, og getur það orðið deiluefni. Þá munu koma upp ýmis önnur erfif deiluefni, t.d. hvernig eigi að meta það, að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.