Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 23. júní 1971 3 . i TÍMINN Verhlaim Skákhinqs íslands afhent SKEMMTIKVÖLD Á HÓTEL SÖGU Það var orðin hefð hér í Reykja- vík, í eina tíð, að líta inn hjá Bláu Stjörnunni, þegar kom fram á vorið, enda var Reykvíkingum mikil eftirsjá í henni, þegar Har- aldur Á. Sigurðsson og hans fólk hætti starfsemi sinni. Þess vegna var það mönnum mik ið gleðiefni, þegar forráðamenn Hótel Sögu stofnuðu til skemmti- kvölda þeirra, sem nú hafa notið sívaxandi vinsælda í höfuðstaðn- um í rösklega tvö ár. Á skemmtikvöldum þessum hafa komið fram margir landskunnir skemmtikraftar, eins og spékarlarn ir Jón Gunnlaugsson, Karl Einars- son, Ómar Ragnarsson og Svavar Gests, svo og Sirrý Geirs, Kristín Ólafsdóttir, Ríó Tríóið og Þrjú á palli, svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessu ágætu fólki sleppir, þá er ótalinn hlutur hljómsveitar Ragn- ars Bjarnasonar, sem saman stend ur af mönnum spés auk hinnar sjálf sögðu spilamennsku. Hafa vinsældir þessarar hljóm- sveitar verið það mikil, að sótzt hefur verið eftir henni allt frá Valaskjálf til Vancouver. Um þessar mundir eru síðustu skemmtikvöldin að sinni að Hótel Sögu, þar sem hljómsveitarmenn fara bráðlega í sumarleyfi. Fólk ætti þess vegna að bregða sér á Sögu eitt föstudags- eða sunnudagskvöld, þar eð í kvæðinu stendur, að hláturinn lengi lífið. Doktorsvörn við heim- spekideild n.k. laugardag Laugardaginn 26. júní nd£.-.ífeE!r fram doktorsvörn við heimspeki- deild Háskóla íslands. Björn Þor- steinsson, cand. mag. mun verja rit sitt „Enska öldin“ fyrir doktors nafnbót í heimspeki. Forseti heim spekideildar, prófessor Þórhallur Vilmundarson, stýrir athöfninni, en andmælendur af hálfu deild- arinnar verða prófessor dr. Magn- ús Már Lárusson og Lars Hamre, prófessor við Oslóarháskóla. Doktorsvörnin fer fram í hátíða sal Háskólans og hefst kl. 2 e.h. (Frá Háskóla íslands) MÝRDAL A LAUGARDAGINN Kappreiðar hestamannafélagsins Sindra í Mýrdal og undir Eyja- fjöllum, fara fram á Sindravelli, laugardaginn 3. júlí n.k. og hefjast með hópferð félagsmanna kl. 14,00. Dagskrá: 1) Gæðingadómar með nýju sniði. í ráði er að dómarar verði fimm og dæmi hestana með þremur einkunnum. a) Vilji og mýKt,t(ffiW cjppWía.pna ^tjgi á bak .deginum áður og gefi þá einkunn) b) c) Ganghæfni. — Þessar tvær-einkunnir séu gefn ar þannig að dómarar gefa hver um sig einkunn jafnóðum. Hæsta og lægsta einkunn fellur úr. 2) Kappreiðar. a) 250 m. skeið. 1. verðlaun kr. 4000,00 (Lágm.- tími). b) 250 m. folahlaup. 1. verð laun kr. 1000,00. c) 300 m. stökk. 1. verðlaun kr. 2000,00. d) 800 m. stökk. 1. verðlaun kr. 4000,00. — c) 800 m. brokk. 1. verðl. verð- launapeningur. 3) Naglaboðreið. Lokaskráning sýningar- og kapp reiðahesta fer fram á Sindravelli föstudaginn 2. júlí að kvöldi. Að öðrum kosti tilkynnist þátttaka sr. Halldóri Gunnarssyni, Holti, fyrir þann tíma. Að kappreiðum loknum á laug- ardagskvöldið dunar dansinn í Leikskálum í Vík, við undirleik Þorsteins Guðmundssonar og fé- laga hans. Aðalfundur Framsóknar f élags Grindavíkur Nýlega var haldinn aðalfundur Framsóknarfélags Grindavíkur. í stjórn voru kosnir: Formaður Svavar Svavarsson, múrari, ritari Halldór Ingvason, kennari, gjald- keri Sigurður Sveinbjörnsson, verzlunarmaður. Meðstjórnendur voru kjörnir Willard Ólason, skip- stjóri og Ólafur Sigurðsson, bif- reiðarstjóri. Hrönn Pétursdóttir, eiginkona Gunn- ars Gunnarssonar, tók við verðlaun- um manns síns, þar sem hann var f jarverandi. FB—Reykjavík, þriðjudag. Verðlsunaafhending sigurvegara á Skákþingi íslands fór fram á Hótel Loftleiðum á sunnudags- kvöldið, en eins og fram hefur komið í fréttum fór Skákþing is- lands fram um páskana í Sjómanna skólanum. íslandsmeistari í skák 1971 varð Jón Kristinsson. Afhenti Guðmundur G. Þórarinsson forseti Skáksambands íslands honum verð launin, en 1. verðlaun voru 30 þúsund krónur í peningum, áritað silfurfat, sem unnið var til eignar og auk þess farandgripur, sem Borgarsmiðjan í Kópavogi hefur gefið. Að þessu sinni voru í fyrsta sinn veitt svokölluð fegurðarverðlaun. Voru þau veitt fyrir fallegustu skák mótsins. Hlaut þau Gunnar Gunnarsson fyrir skák gegn Jóni Briem. Verðlaun Gunnars voru 5000 krónur, og áritaður gripur til eignar. Jafnframt fegurðarverð- laununum hlaut Gunnar viðurkenn- ingu fyrir að vera í 4. til 6. sæti á mótinu. Þá varð Friðrik Ólafsson hrað- skákmeistari 1971. Verðlaun hans voru 2000 krónur og áritaður silf- urbakki til eignar. Guðmundur G. Þórarinssan, forseti Skáksambands íslands, afhendir skák- meistara íslands 1971, Jóni Kristinssyni, verðlaunin. ( Tímamyndir Gunnar) KAPPREIÐAR SINDRA I Friðrik Óiafsson tekur við verðlaun- um sínum. Fölsun Mbl. i Morgunblaðið var sæmilega róiegt fyrst eftir kosningarnar, en er nú óðum að færast í sinn gamla ham aftur. Þannig er það byrjað að snúa út úr og falsa ummæli andstæðinganna á fyrri vísu. í forustugrein Mbl. í gær eru t.d. birt ef!;r- greind ummæli úr grein, seiri var í Tímanum síðastl. sunnu- dag: „Ef engin annarleg sjónar- míð koma til sögu, ætti mál- efnalegur ágreiningur ekki að standa í vegi þess, að stjórnar- andstöðuflokkarnir kæmu sér saman um stjórnarmyndun. Ef slík stjórnarmyndun tekst ekki, stafar það af öðrum ástæðum". Þessi ummæli Tímans túlkar Mbl. síðan á þá leið, að Tím- inn hafi lagt blessun sína á alla stefnuskrá Alþýðubanda- lagsins. Hið rétta er, að þessi um- mæli Tímans eru slitin úr sam hengi og þannig gefin alveg ný merking. Ef ummæli Tím- ans eru ekki slitin úr eðlilegu samhengi, hljóða þau á þessa leið: „Ef engin annarleg sjónar- mið koma til sögu, ætti mál- efnalegur ágreiningur ekki að standa í veg þess, að stjórnar- andstöðuflokkarnir kæmu sér saman um stjórnarmyndun. Ef slík stjórnarmyndun mistekst stafar það ag öðrum ástæðum. ANNAÐ VERÐUR EKKI RÁÐ IÐ AF MÁLFLUTNINGI STJÓRNARANDSTÖÐU- FLOKKANNA FVRIR KOSN- INGAR.“ Með því að sleppa síðustu setningunni, „Annað verður ekki ráðið af málflutningi stjórnarandstöðuflokkanna fyr- ir kosningar", reynir Mbl. að láta líta svo út, að Tíminn hafi lagt blessun sína yfir alla stcfnuskrá Alþýðubandalags- ins! í kosningabaráttu er það yfir leitt þannig, að flokkar leggja megináherzlu á viss mikilvæg málefni, er mest þarfnast úr- lausnar. Svo var einnig að þessu sinni. Um slík málefni voru stjórnarandstöðuflokkarn- ir yfirleitt sammála í kosninga baráttunni, þótt ágreiningur sé um ýms framtíðarmarkmið, sem minna eða ekkert var rætt uin að þcssu sinni. Vitanlega eru það málefnin, sem mest áherzla var lögð á í kosninga- baráttunni, er eiga að ráða mestu um stiórnarmyndun, en ekki hin, sem lágu að mestu eða ölln í þagnargildi. Komið ofndunum Aiþf’ðiiblaðið segir í gær i forustugrein, sem bað nefnir: Kom'ð að efndunum: „Stiórnavandstöðuflokkarnir gengu að þessu <únni til þing- kosninga sammála nm margvís leg málefni — a.m.k. í orði. Sam“iginlejra gáfu þeir þjóð- inni ákveðin kosningaloforð. Þeir lofuðu ákveðinni málsmeð ferð í landhelgismálinu, sem þeir sjálfir nefndu stærsta sjálfstæðismál þjóðarinnar. og liöfðu þar sameiginlega af- Framhald á bls 1'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.