Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.06.1971, Blaðsíða 9
(HÐVTKUDAGUR 23. júní 1971 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsaon (áb), Jón Helgason, Lndrifli G. Þorsteínsson og Tómas Karlsson. Auglýsingastjórl: Steingrimur Gíslason Rlt- stjórnarskrifstofur 1 Edduhúsinu, símar 18300 — 18306. Skrif- etofur Bamkastræti 7. — Afgreiflslusimi 12323. Auglýsingasimi: 10523. Aflrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 195,00 é mánuði lnnanlands. í lausasök^ fcr. 12,00 eint. — Prentsta Edda hf. Málflutningurinn fyrir kosningarnar Fyrst eftir ósigur ríkisstjórnarinnar í kosningunum, bar Mbl. sig furðu vel og skrifaði öllu skynsamlegar um úrslitin en vænta mátti. Það hefur hinsvegar skipt alveg um síðan Ólafi Jóhannessyni var falin stjórnarmynd- un og það ljós rann upp fyrir ritstjórum Mbl., að svo gæti farið, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði utan stjórnar næstu árin. Aðstandendur Mbl. hafa bersýnilega verið farnir að trúa því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tryggt sér þá stöðu, að hann gæti haft stjórnarforustuna enda- laust vegna klofnings vinstri aflanna. í kosningunum nú hafa úrslitin hins vegar orðið þau, að hægt er að mynda starfhæfa ríkisstjóm, án þátttöku Sjálfstæðisflokksins, ef nægur vilji er fyrir hendi hjá þeim, sem áður voru í stjómarandstöðu, og annarleg sjónarmið verða ekki látin standa í vegi. Ef litið er á þann málflutning, sem var rekinn af stjómarandstöðuflokkunum fyrir kosningar og þeir ætl- uðust til, að sérstaklega væri kosið um, ætti ekki að vera örðugt að koma á sameiginlegri stjóm þeirra. Svo lík var afstaða þeirra til þeirra mála, sem lögð var á mest áherzla. Þessi mál vom m.a.: Utfærsla fiskveiSilandhelginnar í 50 mílur fyrir l. september 1972 og uppsögn landhelgissamninganna. Hafizt yrði handa um áætlunarbúskap, án óeðli- legra hafta, með það fyrir augum að tryggja sem bezt nýtingu fjármagns og vinnuafls og stöðuga at- vinnu. Gerðar yrðu róttækar og víðtækari ráðstafanir til að tryggja jafhvægi í byggð landsins. Unnið yrði að því að bæta hlut láglaunastéttanna, sem hafa dregizt aftur úr í kjarakapphlaupi undan- farinna ára, þ.e. bænda, verkafólks, sjómanna, og verulegs hluta skrifstofu- og verzlunarfólks. Þetta yrði ekki aðeins gert með kauphækkunum, heldur róttækum aðgerðum í húsnæðismálum og skattamál- um. i Elli- og örorkulaun yrðu verulega aukin og þeim, sem ekki nyfu annarra tekna, yrðu tryggð hæfileg lágmarkslaun. Vanda efnahagsmálanna yrði ekki reynt að leysa með nýrri gengisfellingu, heldur yrði stefnt að þvi eftir öðrum leiðum að draga úr verðbólgunni og skapa atvinnurekstrinum heilbrigðan starfsgrund- völl. Þetta eru þau mál, sem einna hæst bar í kosningabar- áttunui. Stjórnarandstöðuflokkarnir höfðu mjög líka af- stöðu til þeirra allra í málflutningi sínum. Það er svo annað mál, að þegar um framtíðarstefnu stjómarandstöðuflokkanna er að ræða, eru þeir ósam- mála um margt og eiga þar ekki samleið, nema á tak- mörkuðum sviðum. En ríkisstjóm á ekki að mynda nú með tilliti til þess, heldur hins, sem flokkamir sögðu og beittu sér fyrir í kosningabaráttunni. Samkvæmt því voru þeir metnir og vegnir við kjörborðin að þessu sinni. Á næsta kjörtímabili eru þeir fyrst og fremst bundnir af því, sem þeir sögðu og lofuðu fyrir kosningarnar. Og standi stjórnarandstöðuflokkarnir við það, ætti stjómarmyndun þeirra að takast. Það gerir Mbl. sér líka Ijóst og reynir því að draga mismunandi framtíðar- stefnu þeirra inn í umræðurnar. Tilgangur Mbl. með því er svo auðsær, að hann ætti engan að villa. En það er málflutningurinn fyrir kosningaraar, sem fyrst og fremst er bindandi fyrir flokkana nú. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Benda um iresíieffs til aukíns saniigsvija Rússa? Nauðsynlegt aS vesturveldin gangi úr skugga um það UMMÆLI, sem Breshneff, leiðtogi rússneska kommúnista flokksins, lét falla í ræðu, sem hann flutti á þingi austur- þýzka kommúnistaflokksins í síðastl. viku, gætu bent til þess að heldur þokaðist í samkomu lagsátt um Berlínarmálið á fundum fjórveldanna, sem hafa nú haft það til meðferðar á annað ár. Ummæli, sem Erich Honecker, leiðtogi austur- þýzkra kommúnista lét falla á þinginu, eru einnig talin benda í sömu átt. í RÆÐU SINNI, vék Bresh- neff að samningnum milli Vestur-Þýzkalands og Sovétríkj anna. Hann sagði, að ákveðnir aðilar á vesturlöndum héldu þvi fram, að Vestur-Þýzkaland semdi í ýmsum greinum af sér í þessum samningi við Sovét- ríkin. „Við teljum,“ sagði Breshneff, „að skuldbindingar þær, sem við tökumst á hend- ur samkvæmt samningnum |j:á 12. ágúst, séu ekki minna virði fýrir Vestur-Þýzkaland — ef ekki, meira, en tilsvarandi SkífWbinSingar þess gagnvart Sovétríkjunum.“ Þeim aðilum í Vestur-Þýzka- landi, sem fást við pólitíska spákaupmennsku varðandi samninginn, sagðist Breshneff aðeins vilja segja eitt: Órjúfan leg helgi landamæra Sovétríkj anna, Austur-Þýzkalands, Pól- lands, Tékkóslóvakíu og ann- arra bræðralanda er tryggð hvort sem slíkur samningur er gerður eða ekki. Hún er tryggð með sameinuðum mætti ríkj- anna í Varsjárbandalaginu. Gildistaka samninga Sovét- ríkjanna og Póllands við Vestur- Þýzkaland, myndu hins vegar að mörgu leyti skapa nýtt pólitískt andrúmsloft í Evrópu. UM BERLÍNARMÁLIÐ fórst Breshneff þannig orð: „Sam- hæfð viðleitni Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands stefnir að því marki, að Vestur-Berlín verði ekki lengur hvellhetta á viðsjárverðum tímum og að tryggð verði eðlileg lífsskilyrði borgarinnar og íbúa hennar — að sjálfsögðu með tilliti til lög- mætra hagsmuna og fullveldis- réttar þýzka alþýðulýðveldis- ins. Við teljum að þær samn- ing æður sem nú standa yfir um Vestur-Berlín hafi fyrst og fremst gert afstöðu allra aðila ljósari. Þess vegna r það eðlilegt að viðræðurn- ar fari nú að snúast um raun- hæfar tillögur og uppkast að hugsanlegum samningi. Ekki veit ég um afstöðu viðmælenda okkar, en við erum að okkar leyti reiðubúnir að leggja okk- ur fram um að ná góðum ár- angri í viðræðunum og að sam- komulagi ver" komið í árang- ursríka framkvæmd.“ BLÖÐ í Vestur-Evrópu og Bandaríkju-um túlka þessi um mæli Breshneff yfirleitt á þann BRESHNHFF HONECKER veg, að Rússar muni nú samn- ingafúsari um Berlín en lengi áður. Ummæli Honeckers þóttu einnig benda til þess, að Rúss- ar væru búnir að draga úr mestri ‘mótspyrnu Austur- Þjóðverja gegn samkomulagi um Berlínarmálið. Honecker þótti ræða það mál í mun sáttfúsari tón en fyrirrennari hans, Ulbricht, var vanur að gera. Hann minntist m.a. á við- ræður fjórveldanna um Berlín og lét í Ijós þá von, að^þær mættu bera jákvæðan árangur. Honecker hélt líka ekki eins ákveðið fram þeirri kröfu, að vesturveldin veittu A-Þýzka- landi fulla diplomatiska viður- kenningu. Ilann ’ "t í það skína, að slíkt gæti gerzt í áföngum. Hins vegar hafnaði hann ein- dregið öllum tillögum Willys Brandt um það, að komið yrði á sérstökum tengslum milli þýzku ríkjanna sökum þess. að þau væru tvö ríki, sem til- heyrðu sömu þjóð. Hann taldi. að samskipti þeirra ættu að vera með sama hætti og ann- arra ríkja. ÞAÐ VAKTI nokkra athygli, að í ræðu sinni í Austur-Ber- lín, minnist Breshneff ekki á fyrirhugaðar viðræður um sam- drátt vígbúnaðar Evrópu. Vel má vera, að það hafi verið vegna þess, að hann gerði það allrækilega á sérstökum fundi. sem var haldinn í þinghöllinni í Kreml IV þ.m. Þar vék hann sérstaklega að þessu máli og fórust orð á þessa leið: „Þetta er mikið mál og alveg sjálfstætt. Raunhæfur árangur um lausn þess mundi hafa mikla þýðingu fyrir bætta sam- búð ríkja og traustan frið á meginlandi Evrópu. Það er okkur ánægjueÞi, að í flestum vestrænum ríkjum hefur við- horfi Sovétríkjanna til þessa máls verið sýndur viss áhugi. „Samt sem áður“, sagði ræðu- maður, „höfum við ekki fengið skýr svör enn. Við erum oft spurðir að því, hvort tillögur okkar nái aðeins til erlendra herja í löndum Evrópu eða eigi einnig við um innlenda heri. Þessu vildum við svara þannig: Við erum reiðubúnir til að ræða bæði þessi atriði. Við tökum þ ' enn einu sinni ■ fram, að við eru: í reiðuþúnir til að sýna öllum þessum þýð- ingarmikla málaflokki allan þann sóma sem nauðsynlegur er. Af sjálf.i leiðir að við mun- um hafa náið samband við bandamenn okkar um þessi mál.“ SÍÐAN Breshneff lét þessi orð falla, hafa byrjað óform- legar umræður um þetta mál- efni milli Rogers utanríkisráð- herra Bar.daríkjanna og sendi herra Sovétríkjanna í Was- hington. Þær benda til, að Bandaríkjastjórn hafi mikinn áhuga á því að kanna það til þrautar, hvort Rússum er full alvara með tillögum sínum um samdrátt vígbúnaðar í Evrópu eða hvort hér er aðeins um gamalþekkt áróðursbragð að ræða. f áðurnefndri ræðu sinni i Moskvu, lét Breshneff einnig þá skoðun í ljós, að unnt ætti að vera að ná samkomulagi um flotastyrk stórveldanna. Þetta sagði hann vegna um- talsins um það. að rússneski flotinn sýndi sig nú orðið víð- ar á heimshöfu ’m en áður. Þá lét hai í ljós bá von. að hinar svonefndu SALT-viðræð- ur milli Bandaríkianna og Sovétríkjanna, en þær snúast um samdrátt kjarnorkuvígbún- aðar. bæru árangur. Af öllu þessu mætti draga þá ályktun. rð Rússar hafi nú meiri áhuga en áður á sam- komulagi um þessi mál. Hjá vesturveldi.num virðist einnig vaxandi skilningur á þvf, að rétt-sé að kynna sér til hlítar, hvað Rússar meina með þeim yfirlý":-' ~um, sem má lesa úr áðurn^,'ndum ræðum Bresh- neffs. En þótt slíkar við- ræður hefjist, e~ þess ekki að vænta, að þær beri árangur á skömmum tíma. Þ.Þ. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.