Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 2
TIMINN MIÐVIKUDAGUR 7. júb' 1971 íslenzkar skipasmiðjur vilja smíða 4 til 5 46 metra skuttogara árlega Rífandi atvinna í Neskaupstað: \ Trillubátar og togarinn Barði afla mjög vel Eftirfarandi ályktun var gerð á fundi í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja fyrir skömmu: Almennur félagsfundur Félags dráttarbrauta og skipasmiðja hald inn 30. júní 1971 fagnar því, að iðnaðarráðuneytið hefur beitt sér fyrir þvi að .kannaðir verði mögu- leikar á því, að ísl. skipasmiðjur taki að sér að smíða 46 metra skuttogara fyrir íslenzk útgerðar- fyrirtæki, sem hafa áhuga á að fá slíka togara og eru fyrstu verð- tilboð þeirra væntanleg um þess ar mundir. GV-Bæ, Trékyllisvík, þriðjudag. Síðastliðinn sunnudag kom 26 ir anna hópur, karjpr og konur, úr Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi, í bændaför hingað ’ i* Árnessýslu. Fararstjóri var Gunnar Guðbjarts son, formaður Stéttarfélags bænda. Þetta er fyrsti bændafararhóp- urinn sem lagt hefur leið sína hingað. Gestunum var dreift niður Fylgir varadekkiS me8 í kaupunum? Nýlega var skýrt frá opnun list- sýningar, sem er þannig háttað að hægt er að kaupa einstaka hluta hennar eða sýninguna eins og hún leggur sig. Höfundurinn er einn af þessum ungu listamönnum, sem eru að sýna í Þuslaraþorpum vítt og breitt um Bvrópu og gera lukku. Listbræður hans hér á Islandi heyra til framviniirunni í hinni .göfugu grein Asmundar og Kjarvals, og hafa eflaust að markmiði að hefja mynd- list og skúlptúr til hærri vegs, enda er sótt vítt til fanga um efnivið — jafnvel saumaðar tölur á þorskhausa. Venjulegir áhorfendur vita ekki sitt rjúkandi ráð, en hneigja sig i þögn, vegna þess að aldrei er að vita nema að sú hönd sem festi töiuna á þorsk- hausinn eigi eftir að vinna ódauðleg listaverk á öðrum þorskhausum, sem hljóti lof og viðurkenningu í Amster- dam eða Köin. Það er óneitanlega nýr frumleiki í því að geta átt þess kost að kaupa alla sýninguna. Fram til þessa hefur slíkur verzlunarmáti einkum verið tengdur gömlum bílhræjum, sem boðin hafa verið til sölu með það jyrir augum að nota stykki úr þeim í aðra bíla sömu tegundar. En þá er jafnan talið UPP hvað er nýtilegt i bílhræinu. Stundum er það heilleg Félagið telur, að þrátt fyrir nægileg verkefni í skipasmíðaiðn- aðinum eins og sakir standa, sé nauðsynlegt að beina smíðum þessara togara inn í landið. Skipa smiðjurnar hafa nú flestar næg verkefni til næstu J8 mánaða, en undirbúningur að smíði skipanna tekur alllangan tíma oa smiðjun- um er því nauðsynlegt að huga nú þegar að áframhaldandi verk- efnum. Félagið telur að með aukinni hagræðingu í iðngreininni og sam starfi skipasmiðjanna á ýmsum á bæina til gistingar. Að loknum sameiginlegum hádegisverði í gær í félagsheimili hreppsins að Ár- nesi, hélt hópurinn heimleiðis í gær. Hreppsbúar fögrtuðu komu góðra gesta, en þótti viðstaðan stutt. Veður var ekki ákjósanlegt, þoka og kalsi í veðri. í dag er hér bjart veður og blíða, gras byrjað að spretta. vél eða girkassl, eða þá að hræið er á nýlegum dekkum. Slikar upplýs- ingar örva viðskiptin. Og svo er hægt að kaupa sýninguna alla, í stað þess að kaupa vélina sér eða gínkassann sér. En þeir sem eru skyggnir á llst geta auðvitað séð ýmislegt listrænt við bílflakið þótt hinum beztu af ungu mönnunum hafi ekki enn dott- ið í hug að efna til sýningar á nið- urrigndum bilum, sem er synd og skömm, vegna þess við það sparað- ist notokur vinna. Timans tönn, notokr ar vel'tur og ryð væru þá látin vinna verk listamannsins — þessi 97%. Þrjú prósentin leggði svo listamað- urinn til með nærveru sinni, nafni og blaðaviðtölum. En það er líka hægt að kaupa sýn- inguna i pörtum. Kannski einhver sjái í því gamla klufckufjöður, sem passar í Borgundarhólmsklukkuna, sem staðið hefur úti í horni og hefur ekki fengizt til að ganga í fjörutíu ár. Kannski er i verkinu að finna nýtilegar sultukrukkur. Þá má auð- vitað kappa þær. En hugsi kaupand- inn sér að koma sér upp þessháttar horni i geymslunni sinni, að það bendi til langs búskapar og mikillar nýtni, getur hann keypt sýninguna alla. Það heyrir svo til búhygginda að krefjast þess að varadetokið fyigi. SvarthöfSi. sviðum verði unnt að smíða a.m.k. 4—5 skuttogara af umræddri stærð árlega á næstu árum um leið og fullnægt er eftirspurn eft- ir minni fiskiskipum. Félagið væntir þess að ríkis- stjómin fylgi máli þessu vel eftir og beiti sér m.a. fyrir öflun nauð synlegs f jármagns til þess að unnt verði að fjármagna smíði þessara skipa innanlands. Hótel Esja fær að halda nafninu SB—Reykjavík, þriðjudag. Dómur i „Esju-málinu“ var kveðinn upp í gær í Sjó- og verzlunardómi Reykjavíkur. Féll hann þannig, að Hótel Esja fær að halda nafni sinu áfram. Það var sem kunnugt er, kexverk- smiðjan Esja, sem höfðaði málið. Dómsorð er svohljóðandi: — Kexverksmiðjan Esja h.f. og Hót- el Esja h.f. eru fyrirtæki, sem vinna hvort í sínu starfssviði. Starfsemi hvors um sig er auð- kennd í firmanafni hvors fyrir- tækis. Verður því eigi talið, að um ruglingshættu milli þessara tveggja firmaheita sé að ræða. Ekki verður heldur á það fallizt, að stefnandi hafi með skrásetn- ingu firmanafns síns7 Kexverk- smiðjan Esja h.f. og eftirfarandi notkun þess, öðlazt einkarétt til notkunar nafnsins „Esja“ heldur sé firmavernd hans bundin við firmaheitið „Kexverksmiðjan Esja h.f.“ sem heild. Ber því að sýkna stefnda af öllum kröfum stefnanda í málinu. Eftir atvikum þykir rétt að máls kostnaður falli niður. Magnús Thoroddsen, borgardóm ari kvað upp dóminn. Norðurá Eftir fréttum, sem Veiðihornið aflaði sér í dag, þá mun góð laxa- ganga hafa komið í Norðurá í Borgarfirði i nótt. Ekki tókst okk- ur að ná því hve margir laxar voru komnir á land þar í dag, en veiði á að hafa verið mjög góð í -ýorðurá í allan dag. ÞÓ—Reykjavík, þriðjudag. Rífandi atvinna er í Neskaup- stað, trillubátar afla mjog vel og skuttogarinn Barði landar þar hverjum túrnum af fætur öðr- um, en í morgun landaði hann 86 lestum af fiski í Neskaupstað, og er hann þá búinn að fá alls 1500 lestir síðan hann hóf veiðar 13. febrúar. Aflaverðmæti þess fisks, seim Barði hefur landað nemur nú 19.3 milljónum króna. 40 trillu- bátar og smærri bátar eru nú gerðir út frá Neskaupstað. Trill- umar eru á heimaslóðum alveg inn á Norðfjarðarflóa, mikið útaf svonefndri Hálsbót, einnig eru þær mikið útaf Norðfjarðarhorni, og er mjög stutt sótt á þessi mið. SB—Reykjavík, þriðjudag. — Það fylltist strax á fyrsta degi, í báða hópana, sagði Bern- harður Guðmundsson, æskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, þegar blað ið innti hann eftir, hvemig gengi að fá unglinga í vinnubúðirnar, sem fyrirhugaðar eru á Tálkna- firði. — Foreldrarnir taka ung- lingana meira að segja úr unglinga vinnunni til að leyfa þeim að kynn ast fiskvinnu á Vestfjörðum. Vinnubúðir þessar voru hugsað- ar sem tilraun til að bæta úr at- vinnuleysi því, sem unglingar eiga gjarnan við að stríða á sumrin. Það eru unglingar á alcþ'inum 14—16 ára, sem fara vestur á Tálknafjörð 12. júlí n.k. og vinna þar í þrjár vikur í frystihúsinu, við saltfisk- SB—Reykjavík, mánudag. Akureyrarbær og fleiri aðilar eru nú að athuga hvort hagkvæmt muni að kaupa tölvu til ýmissa útreikninga þar nyrðra. Ef af kaup um yrði, verður það fyrsta tölvan nprðan fjalla og hún yrði ekki eingöngu notuð á Akureyri, held ur einnig tcngd ýmsum stöðum í nágrenninu. — Við erum ekkert búnir að ákveða, sagði Bjarni Einarsson, bæjarstjóri í viðtali við blaðið í dag. — Við erum svona að athuga Stóra-Laxá í Hreppum Á hádegi á sunnudag voru komnir 80 laxar á land úr Stóru- Laxá i Hreppum. Ekki er vitað um meðalviktina þar, en menn hafa veitt þar jöfnum höndum á lax og flugu. Aðrar fréttir Eftir fréttum sem Veiðihornið Afli trillanna hefur verið mjög góður það sem af er sumrinu, og gerir frystihús.ð lítið meira, en að hafa undan að vinna allan þann afla sem berst á land. Yfir- leitt er móttaka frystihúsa SVN alltaf full að kvöldi, en það hefst svona rétt við að vinna aflann upp að degi, áður en bátarnir koma að. Einnig er mikið unnið í nið- urlagningaverksmiðju SVN, en hún leggur niður sjólax fyrir Sov étríkin. Alls munu vinna urn 300 manns hjá Síldarvinnslunni í Neskaup- stað, og eru þá meðtaldir sjó- mennirnir á bátum fyrirtækisins. breiðslu o.fl. Vinnubúðastjóri er Jakob Hjálmarsson. Annar hópur fer vestur, þegar sá fyrri kemur heim og sagði Bernharður að ef vel tækist til, vildu Flateyringar gjarna fá unglinga til sín næsta sumar. — Það er ekki mikið upp úr þessu að hafa fyrir krakkana, svona peningalega, sagði Bernharður, — en það er nokkurs virði að kynn- ast af eigin raun lífinu og starfinu þarna fyrir vestan. Unglingarnir halda til í barnaskólanum. Vinnan er 5—6 tímar á dag og frítíminn er vel skipulagður líka, svo enginn barf að látg sér leiðast. — Við tök um enn á móti umsóknum, sagði Bernharður að lokum — því alltaf verða einhverjir, sem ganga úr. þetta, áður en við þurfum að fá afnot af tölvu annarsstaðar, hvort ekki mundi hagkvæmara að fá okkar eigin tölvu. Verkefni þau, sem tölvan fengi á Akureyri, yi-ðu fyrst og fremst verkfræðileg viðfangsefni, jafn- vel vísindaleg, og auk þess rann- sóknarverkefni frá sjúkrahúsinu. — Það má vænta einhverra fundahalda um tölvuna á næst- unni og verið getur, að niðurstaða fáist í næsta mánuði, sagði Bjarni að lokum. hefur aflað sér, þá hefur veiði aukizt mikið í Gljúfurá undan- farna daga, en ekki er vitað hve margir laxar eru komnir þar í land. Nú um helgina voru komni’ 117 laxar úr Víðidalsá, 303 úi Blöndu, og úr Laxá í Ásum höfðu komið 180. —- Þ.Ó. Bændaför á Strandir Fullskipað í vinnubúða- hópana til Tálknafjarðar Tölva til Akureyrar?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.