Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.07.1971, Blaðsíða 6
6 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 1971 FERÐAFÓLK Á Hólum í Hjaltadal er starfandi Sumar-hótel. Öll herbergi með heitu og köldu vatni. Svefnpokapláss. Veitingar við allra hæfi — matur — kaffi — öl — gosdrykkir — sælgæti — tóbak. Verið velkomin heim að HÓLUM. SkólabúiS HÓLUM — Sumar-HÓTEL. Skrifstofustúlka óskast hið allra fyrsta, vön almennum skrifstofu- störfum. Upplýsingar í síma 81600 á skrifstofu- tíma. ■ Grænmetisverzlun landbúnaðarins. MÁLVERKASALAN Viðskiptameim athugið, að vitja innrammaðra mynda og frátekinna fyrir þann 17. þ.m. Þá verð- ur lokað um óákveðinn tíma vegna sumarleyfa. Málverkasalan Týsgötu 3. Sími 17602. Kennarar 2 kennara vantar að Gagnfræðaskólanum að Brúarlandi, Mosfellssveit. Kennslugreinar: Danska og enska, stærðfræði og eðlisfræði. Möguleikar á húsnæði fyrir hendi. — Upplýsingar gefa formaður skólanefndar, Haukur Þórðarson, yfirlæknir, Reykjalundi, sími 66202 og Gylfi Pálsson, skólastjóri, Eyrarhvammi, — sími 66,153. QJ®(M LESANDINN Ekki veit ég hvort nokkur hef ur orðið þess var, en staðreynd er það eigi að síður, að skrif í þennan þátt hafa legið niðri um nokkurt skeið. Stafar það aðal- lega af dvöl minni í Banda- ríkjunum um tveggja mánaða skeið. Nú er ætlunin að gera bragarbót og taka upp þráðinn að nýju og verður e. t. v. sagt frá einhverju, sem ég varð áskynja í bandarískum réttar- sölum og fangelsum. Þá höfum við haft okkar Salt- vík og sautjánda júní og hin venjulegu eftirköst: lögreglu- ræðu í útvarpi, unglingavanda- málssérfræðingaumræður í sjón varpi og velvakendaskrif í blöð- um og ekkert að vanbúnaði að búa sig undir ræðuhöld næsta árs. (En meðal annarra orða, finnst ykkur ekki skrýtið, að hér á Is- landi eru víst bara til unglinga- vandamál og vandamál gamal- menna. Guð hjálpi okkur, ef ein hver uppgötvaði nú vandamál handa þeim, sem þarna eru f milli, því þeir eru víst til, eða hvað?) f tilefni af ofangreindu datt mér í hug að segja ykkur frá svonefndum „Teen-court“ eða unglingadómstól, sem ég heim- sótti í Houston í Texas, því að mér þótti hann athyglisverð stofnun. Slíka dómstólá er áð finna í öðrum ríkjum Bandaríkjanna með ýmsum nöfnum, þótt ekki séu þeir alls staðar, enda hafa þeir nokkra sérstöðu í réttar- kerfinu, varðandi málsmeðferð. Dómstóllinn f Houston fjallaði aðallega um umferðarbrot ungl inga, of hraðan akstur, akstur án ökuleyfis, ölvun við akstur o.s.frv. Regluleg dómþing hefj ast um kl. 7 á kvöldin og standa mismunandi lengi eft- ir málafjölda, venjulega 2—3 klukkustundir. Dómarinn, sem bauð mér að vera viðstaddur var um fimmtugt, hafði rekið lögfræðiskrifstofu fjölda mörg ár, sagðist eiga skítnóga pen- inga og tæki því dómarastarf- ið sem „hobby“, hann hefði verið skipaður póltískt í það embætti og skammaðist sín ekkert fyrir að segja frá því, þar sem hann teldi sig eiga það skilið fyrir dygga þjón- ustu í stríði og friði, sagðist elska guð og ættjörðina, væri á móti framhjáhaldi en heldur fylgjandi flengingum ungmenna — en þrátt fyrir allt ágætis maður. Réttarhaldið hófst með því að hann bað kviðdómendur að taka sér sæti, en þeir voru unglingar á svipuðu reki og sakborningamir, sem síðar voru leiddir fyrir réttinn. Dóm arinn hélt áminningarræðu yf- ir kviðdómnum og brýndi fyr- ir honum ábyrgðina og kallaði síðan fyrsta sakborning fyrir sig. Saksóknari, kornungur maður, las upp ákæruatriði og gerði grein fyrir refsikröfu, en síðan hófst yfirheyrsla og mátti kvidómurinn spyrja að vild. Nær undantekningarlaust mættu fyrir réttinum með hinum ákærðu unglingum for- eldrar þeirra, annaðhvort eða bæði oe fengu sinn skammt af áminningum dómara, sem auk þess að spyrja hélt föð- urlega ræðu en skynsamlega að mínu viti og reyndi þannig að fá unglingana til að skilja, að þau hefðu breytt rangt. Kvið dúmurittn dró sig í hlé, eins og „alvörukviðdómur” og síðan var hlutvjerk. hans að gera til- lögu tik dómarans um hæð sekt ar, en það var hin venjulega refsing. Dómarinn var ekld bundinn af ákvörðun kviðdóms ins, og athyglisvert var, að hinn ungi kviðdómur var venju- lega refsiglaðari en dómarinn, sem í flestum tilvikum lækk- aði sektartillögurnar. Dómsal- urinn var þéttskipaður þetta kvöld og sátu flestir réttar- haldið á enda, þótt þeirra máli væri lokið og hlýddu á synda- registur hinna. Mér var boðið að ræða við kviðdómendur og sakborninga og í þeim viðræður kom fram, að þeim líkaði þetta fyrirkomu lag einkar vel, þau bæru traust til dómstólsins, sem sýndi þeim það traust að hafa áhrif á málsmeðferð og tryggja þann- ig, að refsing væri í samræmi við réttarhugmyndir þeirra. Einkenni þessa dómstóls var hið frjálsa form, sem markað- ist af persónuleika dómarans svo og sá andi, að refsingin væri ekkert aðalatriði, heldur skipti meginmáli að koma í veg fyrir endurtekið brot með viðræðum, leiðbeiningum og áminningum. Bjöm Þ. Guðmundsson. SUMARFERÐ FRAMSÓKNARFÉLAGANNA í REYKJAVÍK 1971 Sunnudaginn 11. júií — Farið verður kl. 8 árdegis frá Hringbraut 30. FARARSTJÓRI: Guðmundur G. Þórarinsson, borgarfulltrúi. Ekið verður um Hellisheiði. — Stanzað verður á Kambabrún ef veður er gott, annars í Hveragerði. — Þaðan verð- ur ekið um Selfoss, austur yfir Þjórsá — austur Holt um Rangárvelli og Landevjar, sem leið liggur að Gljúfrabúa og Seljalandsfossi, þar sem áð verður. Síðan verður ekið að Skógum og bvggðasafnið og fleira markvert skoðað. og gengið að Skógarfossi. — Á heimleið verður ekið um Fljótshlíð og numið staðar á sögustöðum. Ekið verður um Rangárvelli — að Keldum — og þaðan um Gunnarsholt og stanzað á markverðum stöðum á leiðinni til Reykjavík- ur, ef veður verður gott. Farseðlar eru seldir að Hringbraut 30. sími 24480. Einniff í afgreiðelu Tímans. Bankastræti 7 sími 12323. Farseðl- arnir kosta kr. 450,00 — fvrir börn innan 10 ára kr. 300 00. — Nesti burfa menn að taka með sér. I ( Nauðsynlegt er að þátttakendur taki farseðla sína strax, því að torvelt getur orðið að fá bíla, nema samið sé um þá með fyrirvara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.