Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 9

Tíminn - 13.07.1971, Blaðsíða 9
dRIÐJUDAGUR 13. jólí 1971 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN f’ramkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarlnn Þórarinsson (áb), Jón Helgason, IndriOi G. Þorsteinsson og Tómas Karlsson Auglýsingastjórl: Steingrimur Gíslason Rit- stjómarskrifstofur i Edduhúsinu, simar 18300 — 18308 Skrif- stotur Bankastræti 7. — AfgreiSslusími 12323. Auglýsingasiml: 19523. Aörar skrifstofur sími 18300. Askriftargjald kr 195.00 á mánuði tnnanlands. 1 lausasölu fcr. 12,00 elnt — Prentsm Edda hf. Aðalmálið Hin nýja ríkisstjóm fær aS glíma við mörg og erfið vandamál strax í upphafi. Það verður t.d. ekkert létt verk að fást við hrollvekjuna, eins og Ólafur Björnsson, prófessor hefur svo greinilega lýst- En af öllum viðfangs- efnum ríkisstjómarinnar er þó eitt langsamlega stærst og mikilvægast. í samanburði við það, má segja að önnur viðfangsefni stjórnarinnar séu smámál, þótt ekki sé með því orðalagi gert lítið úr mikilvægi þeirra. Þetta mál er að sjálfsögðu landhelgismálið- Sú stund er runnin upp, að þjóðin getur ekki lengur dregið að hefjast hér handa. Þjóðin hefur í síðustu þingkosningum lýst því afdráttar- laust, að hún vill ekki láta aðgerðir dragast. Um þá stefnu, sem þjóðin hefur þannig skýlaust markað, verður nú að sameinast. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á um- mælum í grein eftir Einar Sigurðsson útgerðarmann, er birtist í Mbl. á sunnudaginn var. Einar segir þar m.a. á þessa leið: „Það hefur ekki verið dregið í efa ,að „nóta" sú, er íslendingar sendu Bretum og Þjóðverjum í lok þorska- stríðsins, bindi að einhverju leyti hendur íslendinga til aðgerða í landhelgismálinu hversu aðkallandi, sem þær eru. Á því ekki að draga, eftir að málstaður íslendinga hefur verið rækilega kynntur, að segja þessu „sam- komulagi" upp. Menn hefur greint á um, hvort íslendingar eigi að láta til skarar skríða um útfærslu fyrir eða eftir al- þjóða hafréttarráðstefnuna 1973. Það verður sjálfsagt aldrei hægt að sætta alla við þetta stóra stökk. En er þetta meira stökk en útfærslan úr þremur mílum, þó að í áföngum væri, í tólf mílurnar? En þá reis engin þjóð gegn þessu nema Bretar. Það verður að vona í lengstu lög, að svo mikil gifta fylgi málstað íslendinga, að það verði aldrei verra en þá, þótt vont væri. íslendingar, vopnlaus þjóðin, vill heldur ekki trúa því, að hún verði framar beitt hem- aðarlegu ofbeldi." Hér kemur tvímælalaust fram réttur skilningur á þeirri stefnu, sem hefur verið mörkuð af þjóðinni og nú verður að sameinast um- Fyrsta sporið er að segja upp „samkomulaginu", sem Einar Sigurðsson nefnir svo, en að sjálfsögðu er rétt að kynna áður hinn íslenzka mál- stað svo sem kostur er. Til þess þarf ekki langan tíma. Næsta sporið er svo sjálf útfærslan. Vissulega er það rétt hjá Einari Sigurðssyni ,að það verður aldrei hægt að sætta alla um það, hvenær eigi að láta til skarar skríða í þeim efnum. Þar verður að fara eftir því, sem þjóðin hefur ákveðið í kosningunum. Hún veitti þeim flokkum meirihluta, sem vildu færa fiskveiðilögsöguna út fyrir hafréttarráðstefnuna. Þess ber líka að gæta, að bæði Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn töldu útfærsluna vel geta komið til greina fyrir hafréttarráð- stefnuna og málin gætu þróazt svo, að hún yrði bráð- nauðsynleg fyrir þann tíma. íslendingar treysta því, að nágrannar þeirra skilji afstöðu þeirra, ekki sízt Bretar og Vestur-Þjóðverjar, þegar þessi mál verða nánar skýrð fyrir þeim. Einar Sigurðsson segir í áðurnefndri grein sinni, að brezk útgerðarblöð séu farin að reikna út, hvert verði tap Breta, ef íslendingar færa út fiskveiðilögsöguna. En hverju eru Englendingar bættari, spyr Einar, ef fiski- miðin við ísland verða gjöreydd á fáum árum? En mestu máli skiptir, að nú standi íslendingar sam- an, en verði ekki klofnir, eins og sumarið 1958. Eining þjóðarinnar getur tryggt sigurinn og gert örðugleikana miklu minni en ella. Þ.Þ. TÍMINN 9 Forustugrein úr The Times7 London: Husak hefur orðið að hvítþvo hina gömlu fjandmenn sína Hvað lengi telja Rússar sig hafa þörf fyrir hann? HUSAK FLESTIR munu hafa talið, að naumast yrði lengra gengið í þrúgun og niðurbælingu í Tékkóslóvakíu en búið var að gera þegar flokksþing kommún- istaflokksins kom saman í maí í vor. Búð var að fjarlægja öll ummerki um umbótaáform Dub- ceks og alla samverkamenn hans nema Svobodaiorseta, sem söðlaði um. Búið var að hreinsa flokkinn og endurrita söguna til þess að réttlæta til málamynda innrás Sovétríkjanna árið 1968. Flokksmennirnir, sem flokks- þingið sátu, lýstu þakkarskuld sinni við Sovétríkin eins og vænta mátti. Eftir var þó að taka enn eitt skref, eins og síðar kom í ljós. Að því teknu minnir Husak flokksleiðtogi á mann, sem er að keppast við að rífa byggingu og hefir í ákefð sinni losað einum steini of mikið undan eigin fótum. Samkvæmt áreið- anlegum heimildum hefir eftir- litsnefnd flokksins ákveðið, að afloknu flokksþinginu, að taka í flokkinn að nýju með óskert- um réttindum marga af þeim mönnum, sem stóðu að réttar- höldunum upp úr 1950, þar á meðal réttarhöldunum yfir Hus- ak sjálfum. Þeir, sem létu dæma Husak í fangelsi, hafa því hlotið fulla uppreisn og flokkurinn þar með lagt óbeina blessun sína yfir aðgerðir þeirra. NAUMAST þarf frekari vitna við um niðurlægingu flokksfor- ustunnar í Tékkóslóvakíu. Áminnzt réttarhöld eru svart- asti bletturinn á ferli þjóðar- innar síðan í stríðslok. Novotny forseti flýtti fyrir falli sínu, þegar hann dró að veita fórnar- iýrum réttarhaldanna uppreisn og neitaði að fallast á, að sagt væri satt og rétt frá öllum at- burðum opinberlega. Viður- kennt var þó meðan hann sat að völdum, að réttarhöldin hefðu verið sett á svið. Það kom svo í hlut Ðubceks að sýna, að honum væri alvara með um- bótaáformin einmitt með því að skipa nefnd til að ljúka rann- sókn réttarhaldanna. Niðurstöður þessarar nefndar höfðu ekki verið birtar þegar Sovétmenn gerðu innrásina, en þá var skýrslu um rannsóknina komið úr landi á laun. Allir þeir, sem nú hafa fengið upp- reisn æru, koma mjög við sögu í skýrslu þessari. Má þar nefna Karol Bacilek, formann pólit- ísku nefndarinnar, sem sá um Slansky-réttarhöldin árið 1952, Viliam Siroky, forjmann komm- únistaflokks Slóvakíu þegar Husak var tekinn höndum (síð- ar forsætisráðherra), Stefan Rais dómsmálaráðherra 1950— 1953, Josef Urvalek, opinber ákærandi við Slansky-réttar- höldin, Pavol David, formaður nefndarinnar, sem stjórnaði rétt- arhöldunum yfir Husak, og Bruno Köhler, sem safnaði gognum gegn Otto Sling. ÖLLUM ofangreindum mönn- um var vikið úr kommúnista- flokknum í maí 1968 þar til skýrsla rannsóknarnefndarinnar lægi fyrir. Vandkvæði kunna að hafa verið á að vama þessum mönnum inngöngu í flokkinn að nýju, þegar horfið var frá birt- ingu skýrslunnar, en þau vand- kvæði voru þó ekki næg ástæða til að veita þeim full flokksrétt- indi, enda hápólitísk ákvörðun. Raunveruleg ástæða þess að þeir fengu uppreisn æru er eng- in önnur en sú, að vinir þeirra og sálufélagar eru seztir að völdum í Tékkóslóvakíu að nýju. Eftir þessa ákvörðun getur enginn trúað því lengur, að Husak sé að reyna að bjarga því, sem bjargað verði af um- bótaáformum Dubceks. Þegar hann hlaut kosningu í apríl 1969, studdu hann ýmsir um- bótasinnaðir menn, sem töldu kjör hans eina möguleikann til að komast hjá hemámsstjóra Sovétmanna eða leppstjórn þeirra. Hann hafði upphaflega fylgt Dubcek að málum og for- dæmt innrásina. Vonir stóðu því til, að hann stæði í ístaðinu þar sem unnt yrði að koma því við, og kæmi að minnsta kosti í veg fyrir, að flestir þeirra, sem stóðu að umbótaáformunum 1968, yrðu dregnir fyrir lög og dóm. HUSAK hefir glatað stuðn- ingi þeirra, sem áður voru hon- um vinveittir, og valdið þeim sárum vonbrigðum. Satt er að vísu, að fjöldahandtökur hafa ekki farið fram, en réttarhöld hafa eigi að síður farið fram, margir verið teknir höndum og öðrum hótað ákærum. Þá hafa þeir verið dæmdir í fangelsi Caclav Prchlick hershöfðingi og Vladimir Skutina, auk þess hópur stúdenta og ýmsir fleiri. Ný réttarhöld hófust núna fyrir skömmu og eru sakborningam- ir sex að tölu. Meðal þeirra er Alois Polednak, sem áður var æðsti maður kvikmyndagerðar í landinu. Því mun almennt trú- að nú, að Husak hafi ekki kom- ið í veg fyrir fjöldaákærur, heldur sé varfærni Sovétmanna þar að verki. Sú staðreynd blasir við, að Husak hefir haft forustu um svo algert afturhvarf frá um- bótaáformunum árið 1968, svo fullkomna kúvendingu frá fyrri yfirlýsingum og svo alhliða um- hverfingu alls stiórnmálalifs í landinu, að það skiptir naum- ast máli framar, hvort hann gerði þetta af fúsum vilja eða lét í því efni undan ágengni Sovétmanna og þeirra heima- manna, sem við völdum tóku undir vernd þeirra. Ekki var nema rétt og skylt að bíða um sinn með að sakfella hann og gera ráð fyrir. að hann yrði að vinna traust Sovétmanna áður r’ramhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.