Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 16
16 21. september 2002 LAUGARDAGUR BÆKUR LEIKSÝNINGAR 14.00 Jón Oddur og Jón Bjarni eftir Guðrúnu Helgadóttur eru sýndir á Stóra sviði Þjóðleikhússins. GANGA 16.00 Skógarganga Í Borgarnesi á veg- um Skógræktarfélags Borgarfjarð- ar. Mæting er við Skallagríms- skarð. FUNDUR 14.00 Samfylkingin boðar til opinna umræðufunda um Evrópumál á Hótel Húsavík . TÓNLEIKAR 16.00 Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands á þessu starfsári verða í Glerárkirkju. DANS 20.30 Dansflokkar Henriettu Horn sýnir í Borgarleikhúsinu. MESSA 20.00 Æðruleysismessa, tileinkuð fólki sem leitar bata eftir tólfsporaleið- inni verður í Dómkirkjunni, sunnudaginn, 22. september kl. 20. Einhver mun segja þar af reynslu sinni úr baráttunni við áfengisýkina. Anna Sigríður Helgadóttir, Birgir og Hörður Bragasynir, sjá um fjölbreytta tónlist. Sr. Jóna Hrönn Bolladótt- ir prédikar. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson leiðir samkomuna og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leiðir fyrirbæn og altarisgöngu. UPPBOÐ 19.00 Listmunauppboð verður haldið á Radisson SAS Hótel Sögu, Súlna- sal. Boðin verða upp um 160 verk af ýmsum toga, þar á meðal fjöldi verka gömlu meistaranna. SUNNUDAGURINN 22. SEPTEMBER LEIKRIT Þegar blaðamaður stígur fæti sínum inn í Borgarleikhúsið bíður hans Ljóti Andarunginn, Felix Bergsson, með stúlknahóp þar sem meðalaldurinn er líkleg- ast rétt að slá í fyrsta tuginn. „Þetta eru systur mínar,“ segir Felix. „Þær eru fallegu andar- ungarnir, ég er sá ljóti.“ Fallegu andarungarnir tölta inn í búningsherbergi með þann ljóta í eftirdragi og blaðamanni er boðið sæti á miðju gólfinu. Stúlkurnar raða sér fyrir framan blaðamanninn en þeim ljóta er ekki boðið sæti með hinum og þarf að láta sér nægja sæti til hliðar. „Ég heiti Hrefna María Ing- unn Árnadóttir. Ég heiti Alma Katla Baldursdóttir. Ég heiti Hildur Björk Möller. Ég heiti Hildur Vala Þorkelsdóttir,“ segja þær í takt. „...og ég heiti Felix Bergsson,“ heyrist úr horninu og stelpuhópurinn hlær. Stelpuhópurinn er annar af tveimur sem leika fallegu andar- unganna í gamansöngleiknum „Honk! Ljóti andarunginn“. Sýn- ingar verða um helgar, tvær á dag, og skiptast hóparnir sýning- unum jafnt á milli sín. Söngleikurinn er samin upp úr ævintýri H. C. Andersen og er hugarsmíð Bretanna George Sti- les tónlistarhöfundar og Ant- hony Drewe textahöfundar. Sýn- ingin byrjaði sem flökkusýning frá litlu leikhúsi í Bretlandi en endaði í stærri leiksviðum vegna vinsælda. Sýningin fékk svo Oli- ver verðlaunin árið 2000 sem „besti söngleikurinn“. „Þeir fylgja ævintýrinu nokk- uð nákvæmlega. Það sem breyt- ist náttúrulega er að öll tónlistin bætist við. Svo eru persónurnar gerðar mun dramatískari.“ Felix segist þó halda að stærsta breyt- ing frá upphaflegu útgáfunni sé aukið hlutverk kattarins sem reyni hvað hann geti til þess að breyta ljóta andarunganum í kvöldverð. „Hann er vondi kallinn. Hann er alltaf að draga Ljóta andar- ungann úr hópnum. Það er mjög auðvelt fyrir hann því hópurinn hafnar honum algjörlega. Í fyrstu er Ljóti mjög barnalegur og heldur að hann sé vinur sinn. Leitin að því að komast aftur heim fer líka í það að flýja klær kattarins. Þannig að það er spen- na í sýningunni. Jóhann G. Jó- hannsson er mjög „sleezy“ kött- ur,“ segir Felix að lokum og fal- legu andarungarnir titra af til- hugsuninni. biggi@frettabladid.is Ljótir og fallegir andarungar Borgarleikhúsið frumsýnir í dag gamansöngleikinn „Honk! Ljóti andarunginn“. Sagan er unnin upp úr ævintýri H. C. Andersen. Fel- ix Bergsson leikur ljóta andarungann. HONK! LITLI ANDARUNGINN Stelpurnar sem leika fallegu andarunganna voru búnar að æfa þrjú rennsli á fimmtu- daginn var. Þær sögðust því tilbúnar í frumsýninguna. „Já, við þurfum bara að læra að tala sterkara. En það er örugglega lítill munur á að hafa fólkið út í sal, við sjáum það ekki út af því að ljósin eru svo sterk,“ sögðu þær í hugrökkum tón. Ljóðabókin Spor mínog vængir eftir Bjarna Bernharð er komin út. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og inniheldur úrval ljóða Bjarna ásamt áður óbirt- um ljóðum. Eldri ljóð bókarinnar hafa stund- um verið flokkuð sem „sýruhausabókmenntir“ en þau komu fyrst út á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Bjarni birtir ein- nig fangelsisljóð sín í fyrsta sinn í bókinni sem er ætlað að gefa glögga mynd af ferli Bjarna og þróun í ljóða- gerð hans.  TÓNLIST Á morgun er dagur hljóð- færisins í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Dagurinn er að þessu sinni tileinkaður „fiðlufjölskyld- unni“ sem er samansett úr átta fiðlum sem eru ólíkar af stærð og hljómburði. Fiðlurnar eru sópranínófiðla, sópranfiðla, mezzófiðla, altfiðla, tenorfiðla, baritonfiðla, bassafiðla og kontrabassafiðla og fólk fær að kynnast öllum þessum átta með- limum fiðlufjölskyldunnar fá- gætu, eiginleikum þeirra og sér- kennum og hvernig þær hljóma saman. Hljóðfærin eru hvert með sína stillingu og sitt tónsvið en samstilltan hljóm og saman span- na þau nánast allt tónsviðið.  FIÐLUFJÖLSKYLDAN Spannar tónsviðið vítt og breitt. Gerðuberg: Líflegur kokkteill fiðlufjölskyldunnar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Leðurjakkarnir komnir Stærðir 34-52

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.