Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 23
23LAUGARDAGUR 21. september 2002 SKEMMTUN „Glætan er ungmennafé- lag frá Króksfjarðarnesi, sem er að safna peningum svo hægt verði að halda landsmót á Króksfjarðarnesi árið 2018,“ segir Hemmi feiti, einn aðstandenda sýningarinnar Grín í milljón ár sem verður frumsýnd í Stúdentakjallaranum í kvöld. „Það er nú ansi margt sem þarf að gera fyrir svona ungmennafélagsmót, til dæmis byggja velli og kaupa galla og svona. Við ætlum í kvöld að selja límonaði í sveitastíl og pönnukökur og kynna fólk fyrir sveitinni.“ Hemmi segir nafnið á sýning- unni enga tilviljun. „Við erum að fagna því í leiðinni að nú eru liðin milljón ár frá því fyrsti brandarinn var sagður. Við kunnum reyndar hvorki brandarann né vitum hver sagði hann, því ekki hefur hann varðveist. En eitt vitum við fyrir víst, hann var afar fyndinn. Það eru þeir væntanlega líka ungmennafélagsstrákarnir í Glæt- unni, en þeir eru, auk Hemma feita, Jón Mýrdal og Úlfar Linnet, sem ber titilinn fyndnasti maður lands- ins. Sýningin hefst klukkan níu í kvöld og sýningar verða á fimmtu- dags- og laugardagskvöldum.  Ungmennafélagið Glætan með skemmtikvöld: Safna fyrir landsmóti UNGMENNIN FRÁ KRÓKSFJARÐARNESI Hemmi feiti, Jón Mýrdal og Úlfar Linnet ÁRLEG BJÓRHÁTÍÐ HEFST Í DAG Meðlimir Bavarian umpah-hljómsveitar- innar marsera fyrir framan parísarhjól í skemmtigarði í München. Þeir eru að hita upp fyrir árlega bjórhátíð, Októberfest, sem hefst í dag. Hundruð þúsunda gesta eru væntanlegir til að kneyfa ölið á hátíð- inni. BIPED Danshópur Merce Cunningham sýnir verk- ið í Borgarleikhúsinu á þriðjudaginn. Borgarleikhúsið: Dansað á Hausthátíð DANS Nútímadans og dansleikhús eru í brennidepli á Hausthátíð Borgarleikhússins sem hefst á sunnudaginn. Tveimur fremstu dansflokkum heims hefur verið boðið á hátíðina. Dansflokkur Henriette Horn frá Folkwang Tanzstudio kemur frá Þýskalandi og frá Bandaríkjunum kemur Merce Cunningham með hinn heimsþekkta dansflokk sinn. Cunningham er óumdeildur áhrifavaldur í heimi nútímadans- listar, en hann hóf feril sinn sem dansari fyrir rúmum 50 árum. „Enginn einn maður hefur haft jafn afgerandi áhrif á þróun list- greinarinnar og hann“, segir Sig- rún Valbergsdóttir, kynningar- stjóri Borgarleikhússins. „Hópur- inn telur 16 dansara og mun sýna verkin RainForest og Biped. Tón- listin í Biped er eftir Gavin Bryars og hann kemur hingað sjálfur og leikur undir.“ Hópur Henriette Horn flytur verkin Auftaucher og Solo sem Horn dansar ein meðal annars við tónlist Arvo Pärt. Sýning hópsins hefst klukkan 20 á sunnudags- kvöld en hópur Cunninghams sýn- ir á þriðjudagskvöld á sama tíma. Hausthátíðinni lýkur á föstu- daginn með sýningu og fyrirlestri Birgit Hauska um Videódans á Litla sviðinu.  Samfylkingarfólk í Reykjavíksafnar nú liði fyrir fulltrúa- ráðsfund á næstunni þar sem tek- in verður ákvörðun um hvort efnt verði til opins prófkjörs eða flokksprófkjörs. Fólk er ekki á eitt sátt um hvor leiðin sé betri. Margir munu þeirrar skoðunar að best sé að afmarka prófkjörið við þá sem eru flokksbundnir. Hvort tveggja sé til þess fallið að fjölga í flokknum og eins horfi flokksmenn meira til heildar- hagsmuna en óflokksbundnir þegar kemur að því að velja frambjóðendur. Aðrir munu þó hrifnari af opnu prófkjöri sem þykir lýðræðislegra. Sérstaklega er þar nefnt fólk í kringum Jó- hönnu Sigurðardóttur FÓLK Í FRÉTTUM Akureyrar Egilsstaða Ísafjarðar Reykjavíkur Færeyja Frábærir gististaðir. Gerum tilboð í flug, gistingu og hátíðarkvöldverð. Árshátíðarslaufur Starfsmannafélög, klúbbar, hópar... Látið okkur hnýta árshátíðarslaufuna Hafðu samband við Bergþóru eða Kristjönu í síma 570 30 35 / 570 30 38 hopadeild@flugfelag.is Litríkar og eftirminnilegar árshátíðarslaufur til: ...fljúgið frekar - með glæsibrag. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 1 88 19 09 /2 00 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.