Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 11
11MÁNUDAGUR 19. maí 2003 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S S PV 2 09 84 05 /2 00 3 hjá okkur Vertu Sérhver viðskiptavinur og allt sem tengist fjármálum hans hefur meira vægi hjá SPV en hjá stórum fjár - málastofnunum. Njóttu þess að vera viðskiptavinur hjá SPV, öflugri fjármála- stofnun sem stendur þétt að baki þér og veitir alhliða og persónulega fjármála þjónustu. Komdu til okkar og ræddu málin. Vertu með í hópi ánægðustu viðskiptavina fjármálafyrirtækja á Íslandi*. Það er ekkert einfaldara en að flytja öll bankaviðskipti yfir til okkar. Þú tekur ákvörðun og við sjáum um flutninginn. * Skv. mælingum Íslensku ánægjuvogarinnar, en að henni standa Gæðastjórnunarfélag Íslands, Samtök iðnaðarins og Gallup. SPV - Borgartúni 18, Hraunbæ 119, Síðumúla 1; Þjónustuver, sími 5754100 EFNAHAGSLÍF Ísland hækkar úr ell- efta sæti í það níunda í mælingu á samkeppnishæfi ríkja þar sem búa innan við 20 milljónir einstaklinga. Skýrsluhöfundar komast að þeirri niðurstöðu að skilvirkni hvort tveggja hins opinbera og markaðarins hafi aukist. Skil- virkni hins opinbera skilar landinu í sjöunda sætið en skilvirkni mark- aðarins gerir enn betur og raðast í þriðja sæti. Staða efnahagslífsins fellur hins vegar úr 17. í 26. sæti, einkum vegna laks vaxtar vergrar landsframleiðslu og hárrar verð- bólgu. Innviðir viðskiptalífsins detta úr fjórða í níunda sæti og er fundið að því að ekki sé lögð nógu mikil áhersla á rannsóknir og þró- un hérlendis. Skýrslan er unnin af sviss- neska viðskiptaháskólanum IMD í 59 löndum og í samstarfi við Há- skólann í Reykjavík um fram- kvæmdina hér á landi. Skýrslu- höfundar segja að auka þurfi fjölda þeirra sem öðlast háskóla- gráðu, auka frumkvöðlamenningu á öllum stigum menntakerfisins, varðveita stöðugleika í hagkerf- inu, hvetja til frekari fjárfestinga erlendra aðila og auka framboð á skilvirku fjármagni fyrir ný fyr- irtæki. ■ SEÐLABANKINN Spáir 1,9% verðbólgu á árinu. Seðlabankinn: Vextir óbreyttir EFNAHAGSMÁL Vextir Seðlabankans standa óbreyttir eftir að bankinn kynnti verðbólguspá sína. Bank- inn spáir 1,9% verðbólgu á árinu, litlu minni en áður var gert ráð fyrir. Því er einnig spáð að verð- bólga fari yfir verðbólgumarkmið á fyrstu mánuðum ársins 2005. Verðbólga var 2,2% í maí og hafði aukist nokkuð frá áramótum. Seðlabankinn spáir því að hag- vöxtur verði 2,5% í ár, undir vexti framleiðslugetu. Hagvöxtur á að aukast á næsta ári og verða 3,25%. ■ Kjördæmabreyting: Þingsæti flutt suður KOSNINGAR Landskjörstjórn stað- festi flutning eins þingsætis úr Norðvesturkjördæmi til Suðvestur- kjördæmis á fundi sínum á föstu- dag. Flutningur þingsætisins er lög- bundinn þar sem kjósendur á bak við hvern þingmann í kraganum voru rúmlega tvöfalt fleiri en í hinu víðfeðma Norðvesturkjördæmi. Eftir breytinguna verða níu þingmenn í Norðvesturkjördæmi en 12 í Suðvesturkjördæmi og hver- gi fleiri. Þá verða 72,7% fleiri kjós- endur á bak við hvern þingmann í kraganum en Norðvesturkjör- dæmi. ■ Ísland í níunda sæti fámennari ríkja: Samkeppnis- hæfi eykst FLEIRI LJÚKI HÁSKÓLANÁMI Eitt af því sem skýrsluhöfundar benda á sem leiðir til að auka samkeppnishæfi Íslands er að auka fjölda þeirra sem ljúka háskólanámi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.