Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 29
29MÁNUDAGUR 19. maí 2003 Við fengum það verkefni aðskoða stöðu íslensku sauð- kindarinnar í nútímanum og ég byrjaði bara á því að íhuga hvert samband mitt væri við hana og hvar ég hitti hana annars staðar en á útigrillinu“, segir Ilmur Stef- ánsdóttir myndlistarmaður, sem er einn sex myndlistarmanna sem voru fengnir til þess að vinna listaverk sem tengir saman starf- semi ákveðins fyrirtækis og stöðu sauðkindarinnar. „Ég komst að því að samskipti mín við sauðkindina ganga aðal- lega út á það að forðast að keyra á hana þegar ég ek út úr bænum og ákvað því að bæta þessi samskipti með því að búa til þessa öryggis- púða.“ Púðarnir eru settir framan á stuðara bíla og er ætlað að taka mesta höggið af rollunum þegar þær verða á vegi þeirra. „Ég stakk því upp á að þetta yrði gert í samstarfi við Heklu og krakk- arnir sem sjá um verkið komu því í kring.“ Krakkarnir sem eiga frum- kvæði að þessari vinnu, sem mið- ar að því að bæta stöðu íslensku sauðkindurinnar, eru þrír og koma frá Noregi, Svíþjóð og Ís- landi. Þau stunda nám í Ka- osPilot-skólanum í Danmörku. Skólinn leggur mikla áherslu á samstarf listamanna við við- skipta- og atvinnulífið á mun nán- ari hátt en gengur og gerist. Verkefnið er prófverkefni þeirra og þau fengu einn mánuð til þess að fá sex fyrirtæki til að vinna með sex listamönnum. „Nám þeirra gengur út á að sameina þessa tvo heima og okkur listamönnunum finnst þetta mjög skemmtilegt enda trúum við því að þessi tvö fyrirbæri geti unnið saman þannig að allir græði á öll- um. Það er í það minnsta þannig í þessu tilfelli þó krakkarnir græði lítið annað en reynsluna á þessu.“ thorarinn@frettabladid.is ILMUR STEFÁNSDÓTTIR „SRS er staðlað hugtak í bílaiðnaðinum en ég heimfærði þetta yfir á öryggispúðanna sem ég kalla „Safe Road Sheep“. Fólk er alveg að taka þetta alvarlega og spyr hversu mikinn þunga púðarnir þoli og hvort það sé búið að gera allar tilraunir á honum. Þannig að hver veit nema að þetta verði að veruleika í bílheimum.“ ÞÁTTTAKENDUR Í SAUÐKINDARVERKEFNINU: Hekla - Ilmur Stefánsdóttir Smáralind ehf. - Steingrímur Eyfjörð OgVodafon - Ingibjörg Magnadóttir Lyfja hf. - Bjargey Ólafsdóttir Íslandsbanki - Þóra Þórisdóttir IMG - Ásmundur Ásmundsson Sauðkindin ■ Ilmur Stefánsdóttir, myndlistarmaður, fékk það verkefni að koma íslensku sauðkindinni til hjálpar. Þar sem hún hittir kindur helst fyrir úti á þjóðvegum hannaði hún öryggispúða þeim til varnar í umferðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Öruggar kind- ur á vegum úti BARÓNSSTÍGUR Nýkomin í sölu mjög falleg 2ja herbergja 58 fm íbúð ásamt geymslu á 1.hæð í þessu húsi. Gott skipulag, rífleg lofthæð, endurn. gluggar og gler. Nýtt parket og allt nýmálað. Saml. þvottahús í kjallara. Áhv. húsbr. ca. 3,1 millj. LAUS STRAX. V. 8,450 þús. 2322 Grandavegur- Lyftuhús Í sölu góð 2ja herbergja 73 fm íbúð í þessu lyftuhúsi á besta stað á Gröndun- um. Parket á gólfum, þvottahús innan eldhúss. Vestursvalir. Verð 10,9 millj. V. 10,3 m. 2297 SNORRABRAUT EINSTAKLINGSÍBÚÐ Rétt tæplega 20 fm einstaklingsíbúð í kjallara. Sameiginlegur inngangur með teppi á gólfi. Salerni er frammi á gangi. Hol með dúk á gólfi. Eldhús með dúk á gólfi og hvítri innréttingu, eldavél og vaskur í borði. Stofa/herbergi með dúk á gólfi. Í sameign er sameiginlegt þvotta- hús með máluðu gólfi. Húsið er gott skeljasandshús. Einnig er inngangur í húsið frá porti við Laugaveg. V. 1,6 m. 2389 KIÐJABERG - GRÍMSNESI Vorum að fá í sölu fallegan 10 ára gaml- an 55 fm sumarbústað ásamt rislofti á þessum frábæra stað í landi Byggingar- meistara. Húsið er fullbúið og stendur á 1,1 ha. leigulóð með fallegu útsýni yfir Hvítá og víðar. Stutt er í þjónustu, á fal- legan golfvöll og fl. Ca. 60 fm verönd er við húsið, rennandi vatn úr vatnsveitu. Gott verð og góð greiðslukjör. 2340 SKORRADALUR Vorum að fá í sölu glæsilegan ca. 60 fm bústað ásamt ca. 28 fm rislofti í landi Indriðastaða í Skorra- dal. Um er að ræða fullbúið hús sem stendur á ca. 4000 fm eignarlóð niður við vatnið. Bjálkaklæðning að utan og ca. 100 fm verönd umlykur húsið. Búið að greiða fyrir heitavatnsinntak og fylgja hlutabréf í hitaveitu Skorradalshrepps, en lögnin er komin að lóðarmörkum. Raf- magn og rennandi vatn er í húsinu og fylgir megnið af innbúi húsins. Sportbát- ur getur fylgt húsinu. Uppl. gefur Ólafur Blöndal. 2342. Í sölu þetta reisulega einbýli/tví- býlishús á frábærum stað rétt hjá Víðistaðatúni. Um er að ræða tvær samþykktar íbúðir, þ.e. jarð- hæð og efri hæð með risinu. Bíl- skúrinn er innbyggður en í dag nýttur sem vinnustofa. Jarðhæð- in er 60 fm og bílskúrinn 21 fm. Aðalhæðin er 99 fm ásamt 27 fm risi. Parket á flestum gólfum, stórar og góðar stofur og al- mennt ástand gott. Garðurinn mjög fallegur frá náttúrunnar hendi með hrauni og gróðri. Góð- ur sólpallur til suðurs með tröpp- um niður í garðinn. 2318 Vilt þú kaupa þér draumahús eða íbúð á Spáni? Fasteign.is er í samstarfi við Perla-Invest- ment á Costa Blanca á Spáni sem er íslensk/spönsk fast- eignasala, alfarið í eigu íslend- inga. Við bjóðum þér að koma á skrifstofu okkar og skoða myndir og fá bæklinga yfir nýj- ar og notaðar eignir á frábær- um verðum. Um er að ræða 2ja - 4ra herb.íbúðir ásamt litlum sérbýlum. Komdu og kynntu þér lána- möguleika og hvað er í boði. Sjáum einnig um að leigja út eignirnar á milli þess sem þær eru í notkun eigenda. Kíktu einnig á heimasíðu fasteign.is Þar er hnappur yfir á heimasíðu Perla Investment á Spáni. AÐ FJÁRFESTA Í FASTEIGN Á TORRIVIEJA Á SPÁNI HEFUR REYNST HIN ARÐVÆNLEGASTA FJÁRFESTING Í LJÓSI MIKILLA HÆKKANA Á FASTEIGNAVERÐI UNDANFARIN 2 ÁR OG ER EKKERT LÁT ÞAR Á. Vorum að fá í sölu mjög glæsi- legt 133 fm einbýli auk 28 fm frístandandi bílskúrs. Húsið er finnskt bjálkahús byggt árið 1994. 80 fm sólpallar eru í kringum húsið, mjög glæsilegur garður er fyrir framan húsið. Auðvelt er að stækka stofuna um 12 fm. Mjög glæsilegt bað- herbergi flísalagt í hólf og gólf, 4 góð svefnherbergi og furugólf- borð á öllum gólfum. Upptekin loft í húsinu. Áhv. V. 22,3 m. 2341 HELLISGATA-HAFNARFIRÐI FASTEIGNIR Á SPÁNI. STARARIMI- EINBÝLI- LAUST STRAX Sumarbústaðir ARNOLD SCHWARZENEGGER Vöðvabúntið og hasarmyndaleikarinn er staddur á Kvikmyndahátíðinni í Cannes ásamt eiginkonu sinni Mari Shriver. Schwarzenegger er meðal annars að kynna þriðju myndina um Tortímandann sem verður frumsýnd í sumar. Leikarinn hefur jafnframt látið í það skína að myndin verði sú síðasta á ferlinum og hann muni hugsanlega dempa sér út í stjórnmálin af fullum krafti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.