Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 17
Ég var tuttugu og eins árs þeg-ar ég fór frá Íslandi árið 1972, staðráðinn í því að gerast hermað- ur“, segir Haraldur Páll Sigurðs- son, sem gegndi herþjónustu í áratug í Simbabve sem þá hét Ródesía. „Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi og þetta var spennandi. Ég byrjaði í London og þar skrifaði ég niður nöfn þriggja landa, Ródesíu, Ástralíu og Kanada, á jafn marga miða. Svo dró ég bara og þannig endaði ég í Ródesíu. Þetta gerðist auðvitað ekkert einn, tveir og þrír. Ég kynntist strákum þarna, fór svo í grunnþjálfun og var boðið í for- ingjaskóla. Þaðan útskrifaðist ég „lieutenant“ með tilheyrandi borða á öxlunum. Svo lá leiðin í herinn sem var kallaður RAR.“ Sá sigrar sem þorir Haraldur var í RAR í fjögur ár og lenti í alls kyns hremmingum. „Það var svona upp úr 1974 sem alls konar læti byrjuðu þarna. Við vorum aðallega við Viktoríufossa en þar voru skæruliðar, undir stjórn Mugabes, sem ræður þarna í dag, að skjóta á túrista og við vorum fengnir til að hafa eftirlit með því. Við vorum við bakka fljótsins sem skilur að Simbabve og Sambíu og fórum margar ferð- ir inn í Sambíu til að reyna að upp- ræta þetta. Ástandið stigmagnað- ist svo og tveimur til þremur árum seinna voru skæruliðarnir byrjaðir að ráðast á bændabýli.“ Haraldur var færður til undir lok ferilsins og gekk til liðs við hina rómuðu sérsveit breska hersins sem kennd er við SAS. „Þetta kom þannig til að ég fór á sjúkraliðanám- skeið innan hersins og í kjölfarið var ég sendur yfir til SAS og var þar í fjóra mánuði eða þar til yfir lauk árið 1980.“ SAS-sveitin er alla jafna talin til bestu sérsveita í heimi. Einkunarorð hennar eru Who dares wins, eða Sá sigrar sem þorir, og Haraldi þótti það vitaskuld mikil upphefð að ganga í raðir þeirra manna sem bera Excalibur, sverð Arthúrs kon- ungs, í skjaldarmerki sínu. „Ég var rosalega montinn af því að komast þarna inn og fá húf- una og þessi merki. Hvað á maður að segja um SAS? Villimennska bara. Menn hafa þessar hugmynd- ir um einhverja Rambóa en það er ekki rétt. Þetta voru ósköp venju- legir gaurar. Andskoti vel þjálfaðir, auðvitað, og fjandan- um betri. Maður gat alveg treyst á þá. Þetta er sérval- inn mannskapur og allt sem þeir gera er gert með mikilli leynd.“ Haraldur lenti þó ekki í miklum átökum með SAS. „Það fannst pólitísk lausn á ástandinu og þeir svörtu tóku yfir. Þetta fór allt friðsamlega fram þó það væru þarna menn, bæði innan SAS og hersins, sem sögðu að þetta væri bölvaður óþverri þar sem við gætum auðveldlega tekið landið.“ Vinir í stríði og friði Félagar Haraldar í RAR voru úr öllum áttum. „Þetta voru mest Suður-Afríkumenn og strákar fæddir í Ródesíu en þarna voru líka Bretar, Írar, Ástralir, Nýsjá- lendingar og Ameríkanar. Þeir voru margir hverjir ansi villtir og sumir á kafi í dópi.“ Haraldur missti góða félaga og vini í átökum. „Mannfallið var samt tiltölulega lítið hjá okkur. Ætli þetta hafi ekki verið svona 2 á móti 10 sem við misstum. Ég er sjálfur með ör á höfðinu en ég lenti í flugslysi. Svo fékk ég sprengjubrot í bakið og var nær dauður úr malaríu einu sinni, þannig að það gekk á ýmsu.“ Haraldur hefur verið búsettur á Íslandi frá því hann sneri aftur úr hermennskunni en heldur enn sambandi við gömlu félagana. „Ég hef farið nokkrum sinnum þarna niður eftir og heimsótt vini og kunningja. Við höldum alltaf sam- bandi enda myndast traust vin- áttubönd á milli hermanna sem eru í víglínunni frá degi til dags. Þetta er ofsalega sterkt samband. Þú átt líf hans og hann þitt. Þetta er alveg sérstök tilfinning. Ég þori að vísu ekki lengur til Simbabve. Það er ekki óhætt en ég fer stundum til Suður-Afríku. Það er alltaf gaman að koma til Afríku og sá sem fer þangað einu sinni gleymir því aldrei.“ Þá blossaði hatrið upp Haraldur stofnaði ekki fjöl- skyldu í Ródesíu en útilokar þó ekki að af því hefði orðið ef örlög- in hefðu ekki gripið grimmilega í taumana. „Það er nú hálfgerð sorg- arsaga en ég átti þarna unnustu, suður-afríska stúlku, sem ég var að því kominn að giftast. Þessir skæruliðar voru alltaf að skjóta niður farþegaflugvélar og hún fórst með einni af þessum vélum. Þá kom hatrið upp í mér og eftir það var mér nákvæmlega sama hvort ég dræpist eða ekki og hugs- aði bara um það að drepa eins marga og ég gæti. Slíkt var hatrið en þetta stóð yfir í marga mánuði.“ Haraldur kom heim til Íslands slyppur og snauður og sár á sál og líkama árið 1981. „Ástandið var þannig þegar ég kom heim að það var allt fryst og bankakerfið í landinu var lamað. Maður gat ekki komið grænum eyri úr landi, síst af öllum við sem vorum í SAS en við vorum hataðir og réttdræpir. Ég átti þó fjandi góðan sjóð í banka í Bretlandi og ég fékk hann svo færðan yfir til Íslands nokkuð mörgum árum síðar og á honum lifi ég í dag.“ Haraldur segist oft hafa óttast um líf sitt í Ródesíu. „Maður var oft skíthræddur. Hvernig held- urðu að það sé að keyra í niða- myrkri yfir jarðsprengju? Draslið þeytist allt í loft upp og svo er verið að skjóta á mann í leiðinni. Líkaminn er nú bara einhvern veginn þannig gerður að adrena- línið fer alveg á fullt við svona að- stæður og eina hugsunin sem kemst að er að bjarga sér.“ Nokkrir geitungar sveima í kringum gamla hermanninn á meðan á viðtalinu stendur en hann kippir sér ekki upp við slíkt. „Maður var nú fljótur að venjast þessum pöddum þarna úti. Ég var bara hræddur við kóngulærnar en það er ekki beint geðslegt þegar þær eru orðnar svo stórar að mað- ur heyrir fótatakið í þeim.“ Höfuðlaus her Haraldur segir allar hugmynd- ir um íslenskan her vera út í hött og segir reynslu sína segja sér að íslenskur her yrði byggður á sandi. „Við getum ekki haldið úti her. Mér skilst á umræðunni að það eigi að fara að blanda lögregl- unni í þetta en lögregla og her er tvennt ólíkt. Þetta á enga samleið. Við skulum líka athuga hvað þetta kostar. Ef við tökum 20.000 manna her, sem er kannski lágmark. Við þurfum að vopna þennan her og þá er ég ekki bara að tala um ein- hverjar skammbyssur. Þessi her þyrfti þyrlu, brynvagna og alls konar annan búnað sem fylgir her ef hann á að teljast virkur. Þetta myndi kosta svona um 50 millj- arða. Það eru bara draumórar að ætla sér að gera þetta. Er íslenska þjóðin tilbúin til þess að eyða 20 milljörðum á ári í her? Þetta yrði svona skátasveit eins og belgíski herinn og það yrði aldrei hægt að kalla hann her með réttu. Svona lítil þjóð hefur líka ekkert að gera með það að halda úti her. Það hef- ur ekkert upp á sig og gerir ekki nokkurn skapaðan hlut.“ Haraldur segir þó fleira en efnahagslegar forsendur koma í veg fyrir stofnun íslensks hers. „Í dag er enginn maður á Íslandi sem getur þjálfað her. Ég gæti það kannski en ég er orðinn of gamall. Þetta er bara vitleysa vegna þess að Íslendingar eru að upplagi gjör- samlega agalausir og ég sé ekki nokkurn mann þjálfa íslenskan her með þessu agalausa liði.“ Haraldur segist aðspurður ekki telja agaleysi þjóðarinnar til- komið vegna þess að landið hafi aldrei haft her og eigi því ekki þessa hefð. „Kannski, og þó? Ég efast um það. Við erum bara svona og Björn Bjarnason er al- veg á villigötum með hugmyndir sínar um íslenskan her.“ thorarinn@frettabladid.is 18 13. september 2003 LAUGARDAGUR Höfum ekkert með her að gera HARALDUR PÁLL SIGURÐSSON „Mér leið eins og asna þegar ég kom aftur heim og labbaði um Laugaveginn og það var enginn sem stjórnaði. Ég fór aftur í gamla starfið og setti af stað veitingastað á Akureyri og síðar á Dalvík“, segir Haraldur, sem er hættur að vinna og lifir á eftirlaununum, málan- um sem hann vann sér inn með hermennskunni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT SÉRSVEITARMAÐURINN Haraldur er hér klæddur í einkennisbúning SAS-sveit- anna. Hann segir að saga hans hafi vakið mikla athygli hér heima og menn þreytist ekki á því að biðja sig um að segja frá ævintýrum sín- um í Ródesíu. „Forvitnin var sérstaklega mikil fyrst eftir að ég kom heim og þá voru allir á eftir mér. Mannlíf, Nýtt líf og hvað þau heita öll þessi glanstímarit.“ Maður var oft skíthræddur. Hvernig heldurðu að það sé að keyra í niðamyrkri yfir jarð- sprengju? Draslið þeytist allt í loft upp og svo er verið að skjóta á mann í leiðinni. Lík- aminn er nú bara einhvern veginn þannig gerður að adrenalínið fer alveg á fullt við svona aðstæður og eina hugsunin sem kemst að er að bjarga sér. ,, Haraldur Páll Sigurðsson var tuttugu og eins árs þegar hann ákvað að halda á vit ævintýranna og gerast hermaður. Hann barðist í Ródesíu um árabil og gekk meðal annars til liðs við hina frægu sérsveit SAS. Hann segir allar hugmyndir um íslenskan her vera út í hött, ekki síst þar sem Íslendingar séu of agalausir til að geta gegnt herskyldu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.