Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 13.09.2003, Blaðsíða 29
30 13. september 2003 LAUGARDAGUR ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Setur landsleikjamet í dag þegar Ísland mætir Pólverjum á Laugardalsvelli. Ásthild- ur leikur sinn 54. landsleik. Fótbolti hvað?hvar?hvenær? 10 11 12 13 14 15 16 SEPTEMBER Laugardagur HNEFALEIKAR „Ef ég tapa þá hætti ég,“ sagði hnefaleikakappinn Oscar De La Hoya sem berst við Shane Mosley um heimsmeist- aratitla WBA og WBC í veltivigt í Las Vegas í nótt. „Ég hef aldrei æft jafn mikið og fyrir þennan bardaga og hvert sæki ég hvatn- inguna ef ég tapa þegar ég er í toppformi?“ Oscar De La Hoya hefur sigr- að í 36 af 38 bardögum á atvinnu- mannaferli sínum, þar af 29 sinn- um með rothöggi. De La Hoya tapaði fyrir Felix Trinidad í Las Vegas í september 1999 og Shane Mosley í Los Angeles í júní árið eftir. Hann tapaði báðum bardög- unum á dómaraúrskurði eftir tólf lotur. ■ Mikilvægt að vinna sér inn stigin sem í boði eru FÓTBOLTI „Það er ekki hægt að setja sér nein markmið nema að klára okkar heimaleiki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna. „Það er mjög mikilvægt að við mætum brjálaðar í okkar heimaleiki og vinnum okkur inn þau stig sem í boði eru. Með það í huga förum við í leikinn.“ Íslendingar mæta Pólverjum á Laugardalsvelli í undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða í dag. „Ég kíkti aðeins á Pólverjana á myndbandi í vikunni,“ sagði Hel- ena. „Það var leikur við Rússa sem þær töpuðu 6-0. Þær lágu mikið í vörn í þeim leik. Þær voru ekki í því að spila svæðisvörn en voru meira í því að elta, fannst mér. En þetta var voðalega lítið marktækur leikur að sjá.“ Pólverjar hafa einnig leikið gegn Ungverjum á heimavelli, liði sem Íslendingar unnu 4-1 í Laugardaln- um fyrr í sumar. „Þær töpuðu líka 2-0 fyrir Ungverjum,“ sagði Helena, „svo ég geri ráð fyrir að eftir þessa tvo leiki í keppninni reyni þær að laga varnarleik sinn eftir að hafa fengið á sig átta mörk.“ Rússarnir náðu tveggja marka forystu gegn Pólverjum á fyrstu níu mínútum og unnu að lokum 6- 0. „Það er það sem við þurfum að passa okkur á, að mæta þessu liði af krafti strax frá fyrstu mínútu þannig að þær finni það að þær eigi ekki möguleika,“ sagði Hel- ena Ólafsdóttir landsliðsþjálfari. Edda Garðarsdóttir var í byrj- unarliðinu gegn Frökkum á mánu- dag en hún kemst ekki í leikinn gegn Pólverjum. „Ég er ekki búin að ákveða byrjunarliðið endan- lega það er ýmislegt óljóst ennþá. Edda verður ekki með svo það kemur í það minnsta einn nýr leik- maður inn. Áherslur verða kannski örlítið aðrar en á móti Frökkunum.“ Leikurinn verður fjórði leikur Íslendinga í keppninni. Íslending- ar unnu Ungverja 4-1 í sumar, gerðu 1-1 jafntefli við Rússa í síð- asta mánuði en töpuðu 0-2 fyrir Frökkum á mánudag. Pólverjar og Íslendingar mætast aftur í Bydgoszcz í Póllandi eftir hálfan mánuð. ■ Fyrri tímatakan á Monza: Montoya með besta tímann FORMÚLA Kólumbíumaðurinn Juan Pablo Montoya á BMW-Williams náði besta tímanum í fyrri tímatökunni á Monza-brautinni á Ítalíu í gær. Rubins Barrichello á Ferrari varð annar og sam- herji hans Michael Schumacher þriðji. Athygli vakti að Christiano da Matta á Toyota náði fjórða sætinu en hann var að keyra í fyrsta sinn á Monza-brautinni. ■ Knattspyrnustjóri ágústmánaðar: Wenger verð- launaður FÓTBOLTI Arsene Wenger hjá Arsenal var útnefndur knatt- spyrnustjóri ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og hef- ur ekki byrjað tímabilið jafn vel í 56 ár. Liðið mætir Portsmouth í deildinni í dag. Teddy Sheringham var út- nefndur leikmaður mánaðarins en hann hefur farið mikinn í liði Portsmouth og skorað fjögur mörk í fjórum leikjum. ■  11.50 Formúla 1. Bein útsending á RÚV frá tímatöku fyrir kappaksturinn í Monza á Ítalíu.  13.25 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Stöð 2.  13.25 Bein útsending frá leik Bor- ussia Dortmund og Werder Bremen á RÚV.  13.50 Bein útsending frá leik Charlton Athletic og Manchester United á Stöð 2.  14.00 Haukar og HK keppa á Ás- völlum í lokaumferð 1. deildar karla.  14.00 Breiðablik leikur við Stjörn- una á Kópavogsvelli í lokaumferð 1. deildar karla.  14.00 Afturelding mætir Njarðvík á Varmárvelli í lokaumferð 1. deildar karla.  14.00 1. deildarmeistarar Keflavík- ur fá Víkinga í heimsókn í lokaumferð 1. deildar karla.  14.00 Þór og Leiftur/Dalvík keppa á Akureyrarvelli í lokaumferð 1. deildar karla.  15.20 Sýndir verða valdir kaflar á RÚV úr leik á EM í fótbolta sem fram fór í vikunni.  15.50 Bein útsending á RÚV frá leik Íslendinga og Pólverja í und- ankeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta.  16.30 Haukar mæta portúgalska félaginu CD de Sao Bernardo-Aveiro í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta.  17.00 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  17.30 Þór/KA/KS og Sindri mæt- ast á Þórsvelli í keppni um sæti í Lands- bankadeild kvenna á næsta ári.  18.00 Útsending frá leik Charlton Athletic og Manchester United á Sýn.  01.00 Bein útsending á Sýn frá hnefaleikakeppni í Las Vegas. Á meðal þeirra sem mætast eru Oscar de la Hoya og Shane Mosley. HANDBOLTI „Það er mjög mikið í húfi og menn gera sér grein fyrir því. Það er konfektmoli í boði,“ seg- ir Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, sem leika í dag gegn portú- galska félaginu CD de São Bern- ardo-Aveiro í undankeppni Meist- aradeildar Evrópu. Leikurinn verð- ur á Ásvöllum og hefst klukkan 16.30. Sigri Haukar Portúgalana kom- ast þeir í Meistaradeildina og leika í riðli með Barcelona frá Spáni, Magdeburg frá Þýskalandi og Vardar Skopje frá Makedóníu. „Við setjum bara stefnuna á að komast áfram og að enda í þriðja sæti rið- ilsins því þá höldum við áfram og förum í Evrópukeppni bikarhafa.“ „Það var svolítið erfitt að fá myndband af þeim frá því í ár en við fengum spólu frá því í fyrra. Þetta er lið sem við ættum að ráða við miðað við þá reynslu sem við höfum undanfarin ár.“ Íslandsmótið hefst á þriðjudag en portúgalska deildin hefst um næstu helgi. „Liðin standa jafnt að vígi hvað það varðar. Undirbúning- ur okkar hefur gengið mjög vel og allir eru heilir. Nýi leikmaðurinn, Dalius Rasikevicius, stendur sig mjög vel og ég er ágætlega bjart- sýnn á þetta.“ Félagið sem tapar í viðureign Hauka og São Bernardo leikur við Panellinios frá Aþenu í bikar- keppni Evrópska handknattleiks- sambandsins. „Það lokast engar dyr í sjálfu sér,“ sagði Viggó Sig- urðsson, „en við höfum metnað á að komast í Meistaradeildina og það er engin spurning um það að við ætlum að komast þangað.“ ■ Undankeppni Meistaradeildar Evrópu: Mikið í húfi fyrir Hauka HAUKAR Íslandsmeistarar Hauka leika gegn portúgalska félaginu CD de São Bernardo-Aveiro á Ásvöllum í dag. Íslendingar leika gegn Pólverjum í dag í undankeppni Evrópukeppni kvennalandsliða. Leikurinn verður á Laugardalsvelli og hefst klukkan 16. Ísland er með fjögur stig eftir þrjá leiki. LANDSLIÐSÆFING Íslenska kvennalandsliðið á æfingu í gær fyrir leikinn gegn Pólverjum. Með sigri geta Íslendingar náð Rússum að stigum, en Rússar eru í efsta sæti riðilsins. BYRJUNARLIÐ ÍSLANDS: Markvörður: Þóra B. Helgadóttir Varnarmenn: Málfríður Sigurðardóttir Erla Hendriksdóttir Íris Andrésdóttir Björg Ásta Þórðardóttir Tengiliðir: Hólmfríður Magnúsdóttir Ásthildur Helgadóttir (fyrirliði) Laufey Ólafsdóttir Margrét Lára Viðarsdóttir Framherjar: Olga Færseth Hrefna Jóhannesdóttir. STAÐAN Í 3. RIÐLI Rússland 3 2 1 0 10:2 7 Frakkland 2 2 0 0 6:0 6 Ísland 3 1 1 1 5:4 4 Ungverjaland 4 1 0 3 4:11 3 Pólland 2 0 0 2 0:8 0 Leikir Íslands í 3. riðli Ísland - Ungverjaland 4-1 Rússland - Ísland 1-1 Frakkland - Ísland 2-0 Næstu leikir í 3. riðli 27. sept. Pólland - Ísland 15. nóv. Frakkland - Pólland DE LA HOYA OG MOSLEY Oscar De La Hoya, umboðsmaðurinn Bob Arum og Shane Mosley. Oscar De La Hoya: Hættir ef hann tapar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.