Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 2
2 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR „Já, ég átti von á þessu.“ Vilhjálmur Egilsson, fyrrum alþingismaður, var í gær ráðinn í starf ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs- ráðuneytinu frá og með 1. janúar 2004. Spurningdagsins Vilhjálmur, áttirðu von á þessu? Landlæknisembættið úrskurðað vanhæft Landlæknisembættið er vanhæft til að fara með mál sem varðar barn er lést á Landspítala – Háskólasjúkrahúsi skömmu eftir erfiða fæðingu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, samkvæmt áliti lögfræðings embættisins. HEILBRIGÐISMÁL Allir starfsmenn Landlæknisembættisins eru van- hæfir til að fara með mál sem snýr að andláti barns, skömmu eftir fæðingu þess. Í fæðingunni var móðirin deyfð í leghálsi. Síðar hægði mjög á hjartslætti barns- ins. Rúmum hálftíma eftir að hægt hafði á hjartslættinum var gerður keisaraskurður á móður- inni. Barnið var flutt með sjúkra- bíl á LSH, þar sem það lést skömmu síðar. Málið var tilkynnt til Land- læknisembættisins eins og gert er þegar svipleg dauðsföll verða í heilbrigðiskerfinu. Beindist at- hugun embættisins að því hvort rekja mætti andlát barnsins til rangrar læknismeðferðar. Matth- íasi Halldórssyni aðstoðarland- lækni var upphaflega falið að fara með rannsóknina. Jafnframt var leitað álits lögmanns á því hvort embættið gæti unnið áfram að málinu. Sigurður Guðmunds- son kom ekki að því, þar sem eig- inkona hans er forstöðumaður Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Matthías sagði, að samkvæmt nýframkomnu áliti lögfræðings embættisins teldust allir starfs- menn þess vanhæfir til að fara með þetta tiltekna mál, sem og önnur sem upp kynnu að koma á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Því þarf nú að setja nýjan landlækni utan embættisins í þessu tiltekna máli,“ sagði Matthí- as og bætti við að því erindi yrði beint til heilbrigðisráðuneytisins. „Við munum ekki leita eftir áliti fleiri lögfræðinga,“ sagði hann enn fremur. „Við viljum ekki vinna að því ef einhver minnsti vafi leikur á að um vanhæfi sé að ræða.“ Öll málsgögn liggja nú fyrir hjá Landlæknisembættinu, að sögn Matthíasar. Hann sagði gang mála af þessu tagi með þeim hætti að landlæknir skilaði áliti, sem byggt væri á gögnum málsins. Að- standendur hefðu síðan frjálsar hendur með framhaldið, hvort þeir myndu una þeim niðurstöð- um eða leita til dómstóla. jss@frettabladid.is Fundur miðstjórnar Framsóknarflokksins: Lækkun skatta og aukin framlög til fatlaðra STJÓRNMÁL „Við framsóknarmenn sögðumst vilja lækka skatta í tengslum við gerð kjarasamn- inga í vetur og í samráði við að- ila vinnumarkaðarins og við það verður staðið. Við megum hins vegar ekki standa upp að loknum annasömum vetri og sjá fram á víxlverkun launa og verðlags með tilheyrandi afleiðingum sem engum gagnast, hvorki launafólki né vinnuveitendum,“ sagði Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á fundi miðstjórnar flokksins sem hófst í Rúgbrauðs- gerðinni í gær. Á fundinum sem lýkur í dag er staða flokksins metin í kjöl- far alþingiskosninganna síðast- liðið vor. Formaður Framsókn- arflokksins sagði meðal annars að í tilefni af ári fatlaðra væri stefnt að því að auka verulega framlög til málefna fatlaðra og leggja fé til nýrra úrræða sem munu á næstu tveimur árum eyða biðlistum eftir búsetu og þjónustu fyrir fatlaða í heima- byggð. ■ Matfugl kaupir: Hafa mikla trú á Móum VIÐSKIPTI Matfugl ehf., félag í eigu Matafjölskyldunnar, hefur keypt rekstur þrotabús kjúklingabúsins Móa og ætlar jafnframt að nýta sér forkaupsrétt búsins og kaupa höfuðstöðvar fyrirtækisins í Mos- fellsbæ. Forráðamenn Matfugls ætla meðal annars að leita samráðs við Neytendasamtökin til að tryggja langtímahagsmuni neytenda. Þeir telja að starfsemi Móa falli vel að rekstri félagsins, sem sérhæfir sig í innflutningi á ávöxtum og græn- meti. Kaupverð fæst ekki gefið upp en kaupendurnir segjast hafa mikla trú á starfsemi Móa. ■ RÚNAR GEIRMUNDSSON Hyggst ganga á fund ráðherra ásamt öðr- um útfararstjórum. Útfararstjórar: Bregðast hart við SIÐAREGLUR Útfararstjórar bregð- ast hart við erindi kirkjugarða- ráðs til dóms- og kirkjumálaráð- herra um að sett verði siðanefnd og siðareglur yfir starfsemi útfar- arstofa. Þrír þeirra, sem eru með 95 prósent af öllum jarðarförum í Reykjavík, ætla að ganga á fund ráðherra og gera grein fyrir sín- um málum. „Það kemur okkur verulega á óvart að menn skuli álíta að það þurfi að setja yfir okkur nýjar siðareglur,“ segir Rúnar Geir- mundsson, útfararstjóri hjá Út- fararþjónustunni ehf. Rúnar sagði að útfararstjórar hefðu leyfi til starfrækslu útfararþjónustu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Í reglugerð ráðuneytisins kæmu fram þau skilyrði sem ráðherra vildi að útfararstofur uppfylltu. Það hefðu þær gert og hefði nán- ast ekki komið fram kvörtun eftir að lögin voru sett 1993. „Við höfum aldrei heyrt að kvartað hafi verið undan verði hjá okkur,“ sagði Rúnar enn fremur. „Útför er mjög dýr. Hún kostar um það bil 300.000 krónur í dag. Af því fær útfararstofan sjötta hluta. Við erum bundnir af kostn- aði við ótal þjónustuliði og vita- skuld háðir þeim verðbreytingum sem verða á þeim frá einum tíma til annars.“ ■ edda.is Einstakur þjóðarspegill Þessi nýstárlega bók inni- heldur tilsvör og kafla úr ræðum þingmanna frá stofnun lýðveldisins til okkar daga. Stórmál hvers tíma fá sinn sess en jafnframt er smærri málum á borð við stafsetningu og áfengismál gefinn gaumur. Með leyfi forseta er í senn fróð- legur og skemmtilegur vitnis- burður um veröld sem var og lykill að ýmsum helstu umræðuefnum samtímans. Fljúgandi mælska, heitar hugsjónir og hárfínt skopskyn BANKARÁN Sjötta bankaránið frá 1. apríl var framið í gær, á sama stað og það fyrsta, í Sparisjóðnum í Hafnarfirði. Að sögn Gylfa Sigurðssonar, varðstjóra lögreglunnar í Hafnar- firði, kom ræninginn inn í Spari- sjóðinn, heimtaði peninga í poka og hvarf svo á braut nokkrum andartökum síðar. Upphæðin sem ræninginn náði var óveruleg. Gylfi segir hjúkrun- arfræðing af heilsugæslustöðinni hafa komið til að veita starfs- mönnum áfallahjálp eftir ránið. Fimm viðskiptavinir voru í Spari- sjóðnum. „Klukkan rúmlega hálftíu var lögreglan með sporhund sem kom beint inn í búðina hjá mér, en fékk ekki að staldra þar við, heldur rauk hann í áttina að Bónus,“ seg- ir Þorkell Bergsson í fiskbúðinni Svalbarða, sem er í næsta ná- grenni við Sparisjóðinn. Annar viðmælandi blaðsins sá lögreglu- menn á hlaupum í kringum Skalla um klukkan hálftíu. Allir sem telja sig geta gefið einhverjar vísbendingar um það hver þarna var að verki eru vin- samlegast beðnir um að hafa sam- band við lögregluna í Hafnarfirði í síma 525 3300. ■ Bankarán framið öðru sinni í Sparisjóði Hafnarfjarðar: Heimtaði peninga vopnaður hnífi Kárahnjúkar: Lögreglu- stöð sett upp AUSTURLAND Landsvirkjun afhenti í gær embætti sýslumannsins á Seyðisfirði til afnota nýja lögreglu- stöð við Kárahnjúka. Í frétt frá lögreglunni kemur fram að stöðin muni nýtast lögregl- unni við eftirlitsstörf, en að hingað til hafi aðstaða við Kárahnjúka hamlað reglubundnu eftirliti. Að sögn lögreglunnar á Egils- stöðum er aðstaðan ámóta stór og vinnuskúrar Landsvirkjunar. Þarna verður tölva, ljósritunarvél, faxtæki, sími og aðstaða til skýrslutöku og þess háttar. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM MATTHÍAS HALLDÓRSSON Úrskurðaður vanhæfur. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON Kom aldrei að málinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Formaður Framsóknarflokksins segir að staðið verði við þau loforð sem gefin voru í kosningabaráttunni fyrir alþingiskosningarnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A BANKARÆNINGINN BÍÐUR EFTIR PENINGUNUM Ræninginn er um 180 sentímetrar á hæð og á aldrinum 18 til 23 ára. Þeir sem hafa ein- hverjar vísbendingar um hver var þarna að verki er beðinn um að hafa samband við lög- regluna í Hafnarfirði. FJÖLMENNI BEIÐ OPNUNAR MIÐASÖLU Ungmennin styttu sér stundir með gítarspili og söng. Tónleikar Muse: Uppselt á klukkutíma MIÐASALA Margt ungmennið beið í biðröð í marga klukkutíma til að geta keypt miða á tónleika hljóm- sveitarinnar Muse sem haldnir verða í Laugadalshöll þann tíunda desember næstkomandi. Miðarnir voru seldir í Skífunni og náði röðin langt austur eftir Laugaveginum. Að sögn lögreglunnar bárust kvartanir frá íbúum úr hverfinu vegna hávaða, en helst var um að ræða söng, gítarspil og tal fólks. Þá mátti sjá nokkuð af rusli eftir hersinguna sem þarna beið í nótt. Miðar á tónleikana voru upp- seldir á flestum útsölustöðum á innan við klukkutíma en salan hófst klukkan níu í gærmorgun. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.