Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.11.2003, Blaðsíða 10
Ekki fyrir mörgum áratugumsagði ljóðskáldið í þulu: „Sauð- kindin er sjálfstæð kind, sést hún oft á heiðum ... í hvítum breið- um...“. Auðvitað fór þulan, sem var kölluð Óður til sauðkindarinnar, sigurför um land þjóðar á leið til lýðræðis. Í óðinum var lokið lofs- orði á ull hennar og innmat, og ekki gleymdi skáldið sviðunum, sviðalöppunum og hinum hræði- legu hrútspungum sem voru það eina sem skelfdi hér á landi úr- valsliðið ameríska sem kom til að verja okkur í stríðinu. Allar þess- ar afurðir og kindin sjálf, í reyfi eða rúin, voru taldar vera undir- staða hinnar glæsilegu og ósigr- andi íslensku bændamenningar. Við óðinn sömdu fleiri þjóðleg tónskáld lög en allir rapparar og hljómsveitir nútímans gætu sung- ið eða leikið í von um að fá EMI- verðlaunin. Ágangur kjúklinga og svína En núna er svo komið að sauð- kindin er meira að segja döpur á svip í sjónvarpinu, þar sem dapurleik- inn er í banni meira að segja hjá pillu- ætum og hjálpar- þurfum. Í fréttum krækja hornum saman kindur, sem áður voru frjálsar og hver út af fyrir sig í einstaklings- hyggjunni, og horfa með gröft í augum inn í vélina. Ég held að jafnvel orðaglaumgosinn, Gísli Marteinn, myndi ekki einu sinni segja við kind og jarmið í henni uppáhaldssetninguna: „Þetta er frábært!“ þótt hann byði henni í þáttinn af gustuk sinni, líkt og öðrum misheppnuðum, ásamt kjúklingi og svíni, svo brúnin lyft- ist á fyrrum samkeppnishæfum dýrum. Það er engin spurning að hinn íslenski neyslusannleikur er sá, að í nútímanum hefur sauðkindin orðið að hörfa af kjötmarkaðnum undan ágangi kjúklinga og svína. Hver hefði á tíma „Óðsins“ trúað að þannig færi? En sigur kjúklingsins og svínsins hér á landi er dálítið eins og sigur Bandaríkjamanna og Breta í Írak: Þegar skyggnst er á bak við stríðs- og samkeppnistjöldin sést hið rétta, að sigurvegararnir tapa í lokin. Í nokkur ár hafa kjúklingarnir tíst glaðir og svínin rýtt í sigur- vímu, en nú eru kjúklingabúin farin á hausinn og svínaræktin á sömu niðurleið. Niðurlæging sauðkindarinn- ar Hvað hefur þá unnist á tuttugu sumrum hins samfellda kliðs? Ekkert annað en niðurlæging sauðkindarinnar og orðaglamur á Alþingi sem leiðir til lítillar niður- stöðu. Vegna þess að enginn þar skilur vandann, sem er á þessa leið: Í huga Íslendinga er svipað með neyslu kindakjöts og notkun strætisvagna. Ungt fólk vill hvorki borða það né aka með þeim. Engu að síður vilja allir að kindur haldi áfram að fara um heiðar og strætisvagnar aki sem samgöngutæki um götur, þótt galtómir séu. Nú er bara að bíða þangað til að svipað fari fyrir sjómönnum og bændum, að þorskurinn verði sviptur frelsi sjávar og ræktaður í kvíum. Þá hætta sjómenn að veiða en byrja að „slátra“ þorskum til útflutnings, vegna þess að æskan hefur týnt niður smekk fyrir lambakjöti og fiski en tekið ást- fóstri við pizzur. Kindakjöt – innlend neyslu- vara Vandi landbúnaðarins er ekki sá, hvort kindakjöt verði útflutn- ingsvara heldur innlend neyslu- vara, að landsmenn leggi rækt við erfðir í bragðlaukum sínum og borði kindakjöt og fisk á ný. Auð- vitað verður að gera þetta með að- stoð félagsráðgjafa, sálfræðinga og auglýsingastofa. Á eftir mun fara saman innlend framleiðsla og neysla kjöts og fisks. Til að svo verði þarf að finna sniðug kjörorð til að heilla nýju kynslóðirnar, til að mynda kjána- lega spurningu sem birtist stöðugt á skjánum: Erum við sauðkindarlegir þorskar? Felast ekki í þessu fordómar gagnvart svínum kynnu þeir að spyrja sem bera réttlætið fyrir brjósti. Nei. Svínin gleðjast yfir að sjá að auglýsingin svínvirkar. ■ Steingrímur J. Sigfússon formaðurVG telur flokkinn hafa goldið harðrar umræðu um virkjun við Kárahnjúka í síðustu kosningum. Það er án efa rétt. Ég held raunar að hið sama eigi við um umræðuna um um- hverfismál í heild. Mörg merki eru um gagnkvæma tortryggni milli stjórnvalda og umhverfisverndar- samtaka. Útvegsmenn virðast því miður hafa valið þann kost að kynda undir þessa elda. Ef marka má fréttir af nýafstöðn- um aðalfundi þeirra var umhverfis- verndarsamtökum nánast líkt við hryðjuverkamenn. Allt of algengt er að stjórnvöld spili á svipaða strengi. Ekki var síður athyglisvert að eng- in umhverfisverndarsamtök sáu ástæðu til að stíga fram til stuðnings þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að friða rjúpuna næstu þrjú árin. Furðu hljótt hefur einnig verið um framsækna náttúruverndaráætlun sem sami ráðherra kynnti nýlega. Í landi þar sem nýting og virkjun nátt- úruauðlinda hefur verið snar þáttur í verðmætasköpun er brýn þörf á um- ræðu um sambýli manns og náttúru. Um leið og nýting auðlinda á að vera viðurkennd verður að ríkja sæmileg sátt um umgengni um þær. Augljóst er að virkjanir eða veiðar eru ekki alltaf réttur kostur. Hver vill virkja Gullfoss? Jafnframt hlýtur að vera áleitin spurning hvort hvalaskoð- un sé ekki langtum arðbærari nýting hvalastofnsins en hvalveiðar. Sama getur gilt um friðun lands og fossa. Kjarninn er að festast ekki í kreddum. Sjávarútvegur eða aðrar atvinnu- greinar mega ekki hugsa hagmuni sína svo þröngt að þær reyni að kæfa nýjar vaxtargreinar í krafti sterkrar stöðu. Ferðaþjónusta, verslun og fyr- irtæki sem byggja á sköpun og hug- viti eiga ekki síðri rétt en útgerð á að tekið sé mið af þörfum þeirra og hags- munum. Að sama skapi verða talsmenn um- hverfisverndar að virða nýtingar- sjónarmið. Í raun höfum við Íslend- ingar fyrst og fremst val um það hvort við náum niðurstöðu um sam- búð nýtingar og náttúru með mála- miðlun og sátt eða átökum og öfgum á báða bóga. Þótt enginn búist við að all- ir verði sammála verður að gera þá kröfu að jafnvægi í nýtingu og vernd- un sé sameiginlegt keppikefli. Upphafið væri að sammælast um aðferð til að vinna að sátt og finna vettvang til að ólík sjónarmið fái að mætast á jafnræðisgrundvelli. Án efa gæti Landvernd eða önnur frjáls fé- lagasamtök gegnt þar ríku hlutverki. Væntanleg rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma kallar á að þegar verði hafist handa í þessu efni. Fyrsta verkefnið gæti verið að útfæra hugmyndir um þjóðgarð norðan Vatnajökuls. ■ Scotland Yard hefur lýst því yfirað öryggisgæsla vegna komu George Bush til Bretlands í næstu viku muni verða svo mikil að hún verði „án nokkurra fordæma“ í sögu landsins. Þessi yfirlýsing kom í kjölfar þess, að hópar mús- lima, umhverfisverndarsinna og friðarsinna lýstu því yfir að þeir hygðust standa fyrir gríðarmikl- um mótmælum á landsvísu í til- efni af komu forsetans. „Öryggis- gæslan verður svo mikil vegna þess að í fyrsta lagi er hætta á hryðjuverkum og í öðru lagi er eðli heimsóknarinnar af því tagi að fyllsta öryggis verður að gæta,“ sagði Sir John Stevens, yf- irmaður í Lundúnarlögreglunni. Mótmælarétturinn virtur Sir John Stevens hefur þó lagt sig fram um að fullvissa breska borgara um að fyllstu sanngirni verði gætt og að réttur manna til að mótmæla verði virtur. Í hlut lögreglunnar kemur að finna eitt- hvað eðlilegt jafnvægi á milli þess að vernda þennan rétt og að vernda líf og limi forsetans. Sam- tökin „Stöðvum stríðið“ eða Stop the War Coalition hafa til að mynda farið fram á að fá að beina mótmælagöngu sinni á hefð- bundnar mótmælaslóðir, framhjá þinghúsinu. Forystumenn samtak- anna hittu lögreglu í vikunni, en ekki náðist samkomulag um gönguleiðir. „Þetta er ákaflega erfitt mál,“ sagði Sir John. „Stöðvum Bush“ Mótmælin hefjast á morgun, sunnudag. Þá mun höfundur bókarinnar Born on the Fourth of July, Ron Kovic, standa fyrir sérstakri sýningu á stórum skjá í miðborg London, á bíómynd Oli- vers Stones, sem gerð var eftir bókinni. Myndin er ádeila á Ví- etnamstríðið og afleiðingar stríðsátaka. Þá munu mótmæli halda áfram við Downing-stræti 10 á mánudag og á þriðjudag verður mótmælafundur við Eu- ston-lestarstöðina í miðborg London undir yfirskriftinni „Stöðvum Bush.“ Mótmælendur munu síðan freista þess að fylgja Bush, meðal annars í rauðum strætisvagni, þegar hann heimsækir Buckingham- höll á miðvikudag. Stærsti at- burðurinn verður hins vegar á fimmtudaginn, en þá er búist við að allt að hundrað þúsund manns muni taka þátt í mótmælagöngu um miðborg London. Mótmæla- fundur verður á Trafalgar-torgi í kjölfarið. ■ 10 15. nóvember 2003 LAUGARDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Starfslokasamningar ríkis Þegar menn missa vinnuna, er algengast, að þeir fái nokkra mánuði borgaða, þrjá eða fjóra. Þeir fátækustu fá þó enn minna, til dæmis fiskvinnslufólk. Að frumkvæði ríkisvaldsins og fyrir- tækja í eigu ríkisins hafa svo- kallaðir starfslokasamningar lek- ið inn á valda toppa í kerfinu. Ill- ræmdustu starfslokasamningarn- ir nema tugum milljóna króna og eru augljóslega langt út af kort- inu. Ekkert er í þjóðskipulaginu, sem kallar á slíka samninga. Ábyrgðin er fyrst og fremst ríkis- stjórnarinnar, sem hefur farið með völd um langan aldur, hefur ekkert gert til að hamla gegn starfslokasamningum og hefur raunar látið þá átölulausa með öllu. JÓNAS KRISTJÁNSSON AF VEFNUM JONAS.IS Hnattvæðum hugarfarið Eftir að grunnþörfum mannsins hefur verið fullnægt verður ákveðin mettun. Lífshamingja nær hámarki ef þessum grunn- þörfum er fullnægt en hún verður ekki endilega meiri þó að fólk eignist meira og hafi meira á milli handanna. Lífsstíll er ekki ávísun á lífshamingju. Hins veg- ar snýst líf margra um lífsstíl. Réttu merkin, réttu hlutina. Kaffivélar sem mala baunirnar. Réttu vínin. Rétta matinn. Maður stundar réttu leikfimina, einu sinni var það spinning, nú er það pilates. Í stuttu máli sagt: Maður gerir allt rétt. Og er maður ánægðari fyrir vikið? Á nýrri öld er ekki ólíklegt að ný hugsun eigi eftir að brjótast fram. Á seinni hluta 20. aldar varð mikil bylgja neysluhyggju á Vesturlöndum sem hefur vaxið æ síðan. Kannski er hún búin að ná ákveðnu hámarki, a.m.k. virðast fleiri en áður vera farnir að hugsa um heiminn sem eina heild og velta því fyrir sér hvort neyslan sem stunduð er á Vestur- löndum sé sú sama um allan heim. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR AF VEFNUM MURINN.IS Sauðkindarlegir þorskar ■ Af Netinu Umhverfisumræða í öngstræti GUÐBERGUR BERGSSON ■ skrifar um íslensku sauðkindina. Um daginnog veginn ■ Vandi landbún- aðarins er ekki sá, hvort kinda- kjöt verði út- flutningsvara heldur innlend neysluvara, að landsmenn leggi rækt við erfðir í bragð- laukum sínum og borði kinda- kjöt og fisk á ný. 15% afsláttur af öllum vörum Í DAG - LAUGARDAG Skór frá 1.990 Nýtt kortatímabil N I K E B Ú Ð I N L a u g a v e g i 6 Skoðundagsins DAGUR B. EGGERTSSON ■ borgarfulltrúi skrifar um umhverfismál. Úti í heimi ■ Öryggisgæsla vegna komu George Bush til Bretlands verður í hámarki. GEORGE BUSH Er á leið í heimsókn til Bretlands. Þegar er búið að boða mikil mótmæli í London. Mótmælahópar búa sig undir komu Bush
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.