Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.12.2003, Blaðsíða 32
32 31. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR Stefni á verðlaun á Ólympíuleikunum Handknattleiksmaðurinn Ólafur Stefánsson, sem spilar með spænska félaginu Ciudad Real, var í gær útnefndur íþróttamaður ársins af samtökum íþróttafréttamanna annað árið í röð. ÍÞRÓTTIR Handknattleikskappinn Ólafur Stefánsson, sem leikur með spænska félaginu Ciudad Real, var í gær útnefndur íþrótta- maður ársins af samtökum íþróttafréttamanna. Þetta er í annað sinn sem Ólafur hlýtur nafnbótina eftirsóttu en hann vann einnig í fyrra. Ólafur fór sem fyrr mikinn á handknatt- leiksvellinum enda talinn einn besti, ef ekki besti, handbolta- maður heims. Hann var lykilmað- ur í íslenska landsliðinu sem náði frábærum árangri á HM í Portú- gal en frammistaða landsliðsins þar tryggði þátttökuseðil á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta sumar. Þar spilaði landsliðið síð- ast 1992. Ólafur var markahæstur hjá einu besta félagsliði heims, Magdeburg, og hann söðlaði síðan um í sumar og gekk til liðs við annað stórveldi í handboltaheim- inum, Ciudad Real á Spáni. „Ég get alveg játað það að ég átti alls ekki von á þessu,“ sagði Ólafur af sinni alkunnu hógværð aðspurður hinnar klassísku spurningar hvort hann hafi átt von á þessu. „Ég hélt að Eiður Smári eða einhverjir fótbolta- strákar myndu vinna að þessu sinni. Mér fannst þeir mjög flottir á árinu. Þetta er mikill heiður fyr- ir mig að vinna tvö ár í röð og ein- nig fyrir handboltann. Ég lít á þetta líka sem viðurkenningu til landsliðsins en ekki bara fyrir mig.“ HM stóð upp úr Ólafur er ekki í vafa um að heimsmeistarakeppnin í Portúgal hafi staðið upp úr hjá sér á árinu sem er að líða. „Við vorum flottir á HM og stóðum okkur gríðarlega vel. Við vorum óheppnir að komast ekki í undanúrslit. Mér fannst við halda ágætum dampi á mótinu miðað við að hafa átt mjög gott mót á undan. Lið detta oft niður eftir að hafa átt góða keppni og það bjugg- ust margir við því að það myndi gerast. Sjöunda sætið er virkilega góður árangur og það var ánægju- legt að komast loks á Ólympíu- leikana. Ég var mjög ánægður með árið hjá mér enda fannst mér ég halda fínum dampi. Við gerð- um ágæta hluti hjá Magdeburg þótt við hefðum ekki unnið neinn titil að þessu sinni og svo hefur gengið vel hjá mér á Spáni.“ Vildi prófa nýja hluti Ólafur hefur átt mörg farsæl ár með Alfreð Gíslasyni hjá Mag- deburg þar sem hann vann nánast allt sem hægt er að vinna með fé- lagsliði. Því vakti það óneitanlega athygli þegar Ólafur tilkynnti að hann hyggðist söðla um og flytja til Spánar. Úr varð að hann gerði samning við Ciudad Real og flutti hann búferlum í sumar. „Það var erfitt að yfirgefa Magdeburg, ég neita því ekki. Ég vildi breyta til og prófa nýja hluti. Ég vissi að ég myndi sjá eftir því síðar ef ég hefði haldið áfram að spila í Þýskalandi og aldrei prófað neitt nýtt. Mér langaði að kynnast annarri menningu og öðru lífi. Að- lögunin hefur gengið mjög vel. Ég bjóst við því versta og þá getur maður alltaf verið frekar jákvæð- ur. Það hefur verið fínn tröppu- gangur á liðinu og við bötnum eig- inlega með hverri viku. Þetta er hörkulið og við eigum góða mögu- leika að fara alla leið í öllum keppnum.“ Lærir heimspeki Það verður seint sagt að Ólafur sé eins og flestir aðrir íþrótta- menn. Hann leggur mikið upp úr andlega þættinum fyrir leiki og einnig hefur hann verið að menn- ta sig síðustu sex ár í húmanísk- um fræðum, heimspeki og spæn- sku, og lýkur hann því námi á næsta ári. „Lykillinn að minni velgengni er að fara milliveginn í því að ef- ast um sjálfan sig og vera sann- færður um sjálfan sig. Það þarf að finna milliveginn í því og mér hef- ur tekist það ágætlega. Ég reyni að tæma hugann fyrir leiki og hef tamið mér jákvætt hugarfar í leik. Ég reyni að brosa og hafa gaman af hlutunum. Ég hef alltaf lagt ríka áherslu á andlega þáttinn enda skiptir hann mun meira máli en margir halda.“ Dreymir um verðlaun á Ólympíuleikunum Það er stórt ár framundan hjá Ólafi og íslenska handboltalands- liðinu. Þeir taka þátt í EM í Slóven- íu í lok janúarmánaðar og svo eru Ólympíuleikarnir næsta sumar. Árið 2004 leggst mjög vel í Ólaf og hann hefur sett sér skýr markmið með landsliðinu. „Ég er vel stemmdur og bjart- sýnn. Það eru margir sem tala um að það sé allt í lagi þó við stöndum okkur ekki vel á EM því við getum tekið þetta á Ólympíuleikunum. Mín skoðun, sem og strákanna í landsliðinu, er aftur á móti sú að það sé betra að lenda í góðu sæti á EM. Það sýnir ákveðinn styrk og þá mæta menn til leiks með enn meira sjálfstraust á Ólympíuleikana. Ef við spilum illa á EM þá er alveg eins líklegt að við gerum það líka á Ólympíuleikunum. Draumurinn er verðlaun á Ólympíuleikunum og ég stefni á það og ég held allt liðið líka. Það þýðir ekkert annað en að stefna hátt. Ef menn mæta á Ólympíuleik- ana með Ólympíuhugsunina, sem er bara að vera með, þá verða menn bara farþegar. Ef menn aftur á móti hafa drauminn þá er hægt að vinna. Draumurinn kemur aldrei af sjálfu sér. Hann verður fyrst til í hausnum á manni. Mér finnst einnig mjög raunhæft að stefna á þetta takmark. Við erum með gott lið og það er skipað ein- staklingum sem hafa spilað lengi saman og eru allir á góðum aldri. Svo erum við einnig með öfluga yngri stráka. Þetta er fín blanda. Ef við fáum svo líka markvörslu þá erum við í fínum málum. Gummi markvörður er aðeins kominn á tíma en hann er samt alveg ótrú- legur. Við vinnum ekkert nema við fáum 15-20 varða bolta í hverjum leik. Við erum að sjálfsögðu aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Með því er ég ekki að segja að markvarslan sé það en hún er vissulega mesta áhyggjuefnið. Svo hefur maður náttúrlega líka alltaf áhyggjur af sjálfum sér.“ Gerist hugsanlega trúboði Samningur Ólafs við Ciudad Real rennur út eftir þrjú ár. Hann hyggst klára þann samning en hvað tekur við eftir þann tíma veit Ólafur ekki. Margir atvinnumenn hafa gengið í raðir síns uppeldisfélags er atvinnumannaferlinum lýkur en Ólafur á ekki von á því að hann taki eitt eða tvö ár með Val áður en hann leggur skóna á hilluna. Hann hefur áhuga á þjálfun og að styrkja þá íþrótt sem hann leikur og hann úti- lokar ekki að hann muni breiða út boðskapinn er ferlinum lýkur. „Ég reikna ekki með því að leika með Val en maður veit samt aldrei hvað gerist. Ég hef auðvitað hugsað um að fóstra mína íþrótt og kynda undir hana þó erfitt sé. Það er helst að sá leikvangur sé í Evrópu og ekki veitir af að hjálpa þar til við upp- ganginn. Stjórnendur handboltans síðustu 20 árin hafa eyðilagt íþrótt- ina sem slíka. Handbolti gæti hæg- lega verið mun virtari íþróttagrein. Það er hægt að líkja þessu við dem- antanámu í einhverju Afríkuríki þar sem einhver einræðisherra eignar sér gróðann sjálfur og legg- ur inn á bankareikning í Sviss í stað- inn fyrir að gera hana að þjóðar- eign. Hver veit nema ég fari í kross- ferð fyrir handboltann en kannski sleppi ég henni þar sem krossferð- irnar voru ekkert mjög sniðugar. Þetta snýst allt um hver mín trúar- sannfæring verður eftir 3–4 ár. Maður verður að vita hvað maður vill berjast fyrir og vera sannfærð- ur um að það sé rétt,“ sagði „trúboð- inn“ Ólafur Stefánsson sem er íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2003. ■ EINBEITTUR Ólafur er hér í baráttunni með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum á HM í Portúgal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.