Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 9
9SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 ÁSTRALÍA, AP Friðrik, krónprins Danmerkur, og unnusta hans, Mary Donaldson, eru komin til áströlsku eyjarinnar Tasmaníu til að vera viðstödd brúðkaup Patriciu, systur Mary. Parið fór í útsýnisflug yfir Hobart, höfuðstað eyjarinnar, og sagðist Friðrik njóta þess til hins ýtrasta að vera staddur í heimabæ unnustu sinnar. „Ég er ekki með neina heimþrá því við erum hér bæði,“ sagði Friðrik í viðtali við sjónvarpsstöðina Nine Network. Friðrik og Mary flugu til Hobart með áætlunarflugi degi fyrr en búist var við til að forðast ágang fjölmiðla. Þau óku frá flug- vellinum í sportbíl og sat prinsinn við stýrið. ■ SPRON Kosið verður um hluta- félagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis þann 10. febrúar. Á miðvikudaginn var stofnfjáreigendum SPRON kynnt áform um breyta SPRON í hluta- félag og fyrirhugaðan samruna við KB-banka. Um 300 manns mættu á fundinn sem haldinn var á Nordica Hótel. „Menn skiptust á skoðunum á fundinum og það komu bæði fram sjónarmið með og á móti fyrir- huguðum breytingum,“ segir Jón G. Tómasson, stjórnarformaður SPRON. „Í heildina var þetta já- kvæður fundur fyrir stjórn SPRON.“ Ástæðan fyrir því að ekki verð- ur kosið um hlutafélagavæðingu SPRON fyrr en 10. febrúar er að fyrst þarf Sparisjóðurinn að gera samrunaáætlun fyrir SPRON og SPRON hf. Sú áætlun mun birtast í Lögbirtingablaðinu laugardag- inn 7. febrúar og þremur dögum eftir það, eða þriðjudaginn 10. febrúar, munu stofnfjáreigend- urnir kjósa um málið. Stofnfjár- eigendur eru um 1.100 talsins og aukinn meirihluta þarf til að sam- þykkja hlutafélagavæðinguna, þ.e. tveir af hverjum þremur þurfa að samþykkja hana. ■ BARNASPÍTALI Það er óhætt að segja að bylting hafi orðið á læknisþjón- ustu barna í landinu með tilkomu nýja barnaspítalans við Hring- braut í Reykjavík. Þann 26. janúar næstkomandi verður kvenfélagið Hringurinn 100 ára, en ljóst er að án hundruð milljóna króna styrkja félags- ins og annarra samtaka hefði draumurinn um Barnaspítalann ekki orðið að veruleika. Barnasvið Land- spítalans var áður starfrækt í þröngum húsa- kynnum, en hið nýja glæsilega sjúkrahús er sérhannað fyrir börn og þar fer fram fjölbreytt starfsemi á mörgum deild- um. Tækjabún- aður er eins og hann gerist bestur í heiminum og öll aðstaða fyrir ungu skjólstæð- ingana er til mikillar fyrirmynd- ar. Ólýsanlegur munur en skuggi niðurskurðar hvílir yfir „Munurinn á starfseminni og aðstöðunni er ólýsanlegur. Það ár sem liðið er frá opnuninni hefur gengið vel og lítilsháttar vankant- ar hafa komið upp sem hefur þurft að ráða bót á. En þetta hefur allt gengið samkvæmt áætlunum. Það sem skyggir hins vegar á núna er niðurskurðurinn á Land- spítalanum sem nær yfir öll svið og það hefur heldur dempað þann jákvæða anda sem hefur ríkt hér á Barnaspítalanum,“ segir Sigurð- ur Kristjánsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins, og bætir því við að út- lit sé fyrir að skorið verði niður um nokkur stöðugildi á hjúkrun- ar- og lækningasviði Barnaspítal- ans. Áhersla er lögð á það á Barna- spítalanum að vel fari um börnin og aðstandendur þeirra. Strax í móttökunni blasir við litríkt og spennandi risafiskabúr og þegar gengið er um ganga spítalans sjást myndir og listaverk sem margir krakkar eiga heiðurinn af. Hlýleikinn er allsráðandi fyrir skjólstæðingana sem eru á ýms- um aldri, en alls eru sjúkrarúmin 80. „Á Barnaspítalann eru börn innlögð að 18 ára aldri. Að vöku- deild frátaldri höfum við reynt að skipta starfinu upp í ákveðin teymi, meðal annars eftir aldri barnanna. Aðstaðan er það góð að mismunandi aldur þeirra á ekki að skipta máli,“ segir Gunnar Jón- asson, yfirlæknir á lyflæknisdeild Barnaspítalans. Vökudeildin til mikillar fyrir- myndar Á göngudeild er veitt sérhæfð þjónusta, til dæmis fyrir börn með sykursýki, krabbamein, hjartasjúkdóma og brunaáverka. Vökudeildin er sjúkra- og gjör- gæsludeild fyrir fyrirbura og ný- bura og þar er aðstaðan til mikill- ar fyrirmyndar. Upphafleg áætl- un Barnaspítalans gerði ráð fyrir þremur legudeildum, fyrir utan nýburadeildina, en aukin áhersla á göngudeildar- og dagdeildar- þjónustu og notkun bráðaþjónust- unnar hefur haft það í för með sér að áætlunum hefur verið breytt. „Ein meginbreytingin á starf- seminni er sú að meiri áhersla er nú lögð á göngudeildar- og dag- deildarþjónustu. Komum á þessar deildir hefur fjölgað og innlögn- um fækkað. Veikustu börnin ligg- ja inni á spítalanum og aðstaða þeirra og foreldra þeirra hefur batnað til muna,“ segir Gunnar. Bráðamóttakan á Barnaspítal- anum hefur reynst þýðingarmikil og aðstaðan í nýju byggingunni er glæsileg. Hún hefur lengi verið í þróun, en starfsemin byrjaði á sínum tíma í kjölfar heilahimnu- bólgufaraldurs. Bráðamóttakan tekur við 8000 börnum á ári. Hún var áður í tveimur herbergjum, en heill gangur er nú lagður undir starfsemina. Meðal annars er sér- stakt herbergi til að taka á móti mjög alvarlega veikum börnum. Móttakan er sérhæfð og fyrst og fremst fyrir börn sem aðrir lækn- ar hafa vísað áfram vegna veik- inda. Börn sem koma á móttökuna fá greiningu og meðferð og geta verið í sólarhringseftirliti. Með þessu tekst að spara mikla fjár- muni, eða koma í veg fyrir inn- lagnir á spítalann. bryndis@frettabladid.is „Það sem skyggir á núna er nið- urskurðurinn á Landspítal- anum sem nær yfir öll svið og það hefur heldur dempað þann já- kvæða anda sem hefur ríkt hér á Barna- spítalanum. Kraftaverk kvenfélagsins Bygging Barnaspítala Hringsins var gríðarlegt framfaraskref enda hefur betri aðstaða og bætt þjónusta leitt til færri innlagna. Ár er nú liðið frá því spítalinn var vígður og menn eru sammála um góðan árangur en skuggi niðurskurðar hvílir þar eins og yfir öðrum sviðum Landspítalans. HLÝLEGT UMHVERFI Litríkt risafiskabúr blasir við í móttöku Barnaspítalans og hefur það vakið óskipta athygli barnanna. Víða í byggingunni prýða veggi myndir eftir krakka á ýmsum aldri. ÁHERSLA Á AÐ BÖRNUNUM LÍÐI VEL Áhersla er lögð á það á Barnaspítalanum að vel fari um börnin og aðstandendur þeirra. Á göngum spítalans eru myndir og listaverk sem margir krakkar eiga heiðurinn af. VÖKUDEILD Vökudeild Barnaspítalans er sjúkra- og gjörgæsludeild fyrir fyrirbura og nýbura og þar er aðstaðan til mikillar fyrirmyndar. Fyrirhuguð hlutafélagavæðing SPRON kynnt stofnfjáreigendum: Kosið verður 10. febrúar JÓN G. TÓMASSON Stjórnarformaður SPRON segir fundinn í fyrradag hafa verið jákvæðan fyrir stjórn SPRON. Friðrik krónprins: Heimsækir heimabæ Mary MARY OG FRIÐRIK Friðrik krónprins teygir sig eftir hönd unnustu sinnar á göngu í almennings- garði í miðborg Hobart. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.