Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 20
20 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR Þorgerður Katrín hefur setið áþingi síðan 1999. Á síðasta kjörtímabili gegndi hún for- mennsku í allsherjarnefnd þings- ins auk þess að sitja í mennta- mála-, samgöngu- og iðnaðar- nefnd. Þá sat hún í sérnefnd um stjórnarskrármál og í Íslands- deild þingmannanefndar EFTA. Nú er hún menntamálaráðherra. Það er búist við miklu af þér, ég minnist þess ekki að viðlíka vænt- ingar hafi verið gerðar til annarra nýrra ráðherra. Finnur þú fyrir þessu og má búast við að þú lyftir Grettistaki í einstökum mála- flokkum? „Ég hef fundið fyrir mikilli hlýju og góðum straumum í minn garð á upphafsdögunum í ráðu- neytinu og vona að mér takist að velta við steinum hérna. Víða er mikil gróska, til dæmis í háskóla- samfélaginu, sem ekki er sjálf- sprottin heldur stafar meðal ann- ars af sterkri pólitískri stefnu okkar sjálfstæðismanna, og ég vil sjá þessa grósku víðar. Margt er mjög vel gert en margt má betur fara.“ Hvað má betur fara? „Oft vil ég gjarnan að hlutirnir gangi hraðar fyrir sig en þeir gera og kannski blandast það minni óþolinmæði; ég veit vel að stund- um er gott að hlutir taki sinn tíma, menn græða oft á tímanum en engu að síður mætti margt vera skilvirkara.“ Hvað mætti vera skilvirkara? „Ég vil ekki tína ákveðna hluti til en við verðum að passa okkur og muna hvers vegna við fram- kvæmum; við gerum það vegna einhverrar ástæðu en ekki til að byggja upp kerfi, kerfisins vegna. Markmiðin sem við setjum okkur hverju sinni verða alltaf að vera efst í huga þegar við tökum ákvarðanir.“ Ertu mjög meðvituð um þín eigin völd? „Ég geri mér grein fyrir að ég get haft mikil áhrif og veit að ég get þrýst á um að mín sjónarmið komist í gegn, að á mig sé hlustað. Eðlilega hef ég áhrif á þá mála- flokka sem heyra undir ráðuneyt- ið en auðvitað þarf að taka tillit til áherslna samstarfsflokksins í rík- isstjórn, þingsins og þeirra er málin varða. Á endanum þarf hins vegar pólitíska skarpa línu til að hreyfa við hlutunum en samhliða slíkum völdum fylgir ábyrgð.“ Háskólinn er ekkert blankur Háskóli Íslands kallar eftir athygli og sumum virðist hann gleymdur á meðan kastljósið hef- ur beinst að einkaháskólunum. Getur HÍ vænst þess að eiga bjarta framtíð og þurfa ekki að hafa stöðugar fjárhagsáhyggjur? „Í fyrsta lagi er ég ósammála þinni fullyrðingu um að HÍ sé gleymdur því samkeppnin meðal háskólanna kemur honum mest til góða. Framtíð HÍ er björt. Mín gamla góða lagadeild hefur geng- ið í endurnýjun lífdaga og sama má segja um viðskiptadeildina og reyndar fleiri deildir. Menn innan tiltekinna stofnana, sama hvar borið er niður, geta ekki gengið endalaust að einhverjum ákveðn- um hlutum gefnum. Ég held að Háskóli Íslands standi frammi fyrir geysilegum tækifærum núna og það er líklegt að hann komi til með að eflast enn frekar.“ En hann er blankur. „Hann er ekkert blankur, Há- skóli Íslands hefur gríðarlega mik- ið fjármagn undir höndum og nú nýlega hefur verið gerður við hann bæði kennslusamningur og rann- sóknasamningur þar sem augljós- lega er verið að styrkja og efla enn frekar þær stoðir sem eru í skólan- um. Slíkir samningar eru að mínu mati fyrst og fremst samstarfs- samingar milli stjórnvalda og Há- skólans. Einnig get ég nefnt að eitt af mínum fyrstu málum sem sam- þykkt voru í ríkisstjórninni var uppbygging raunvísindadeildar- innar með yfirtöku Norrænu eld- fjallastöðvarinnar. Fimmtán millj- óna árleg framlög fylgja þeim samningi og þarna er verið að stíga skref í þá átt að gera Ísland að miðstöð jarðvísindarannsókna. Að auki get ég nefnt að vísinda- og tækniráð hefur gefið út að aukin samkeppni eigi að vera um rann- sóknarfé og þegar litið er yfir svið- ið þá er Háskóli Íslands fremstur þar meðal jafningja vegna reynslu sinnar og þekkingar.“ Hljótum að skoða skóla- gjöld Fjöldatakmarkanir og skólagjöld eru mörgum áhyggjuefni, hvaða leiðir vilt þú fara í þeim efnum? „Fyrst vil ég segja að mér finnst afar jákvætt að Páll Skúla- son rektor hafi varpað þessum bolta upp því ég tel að innan Há- skólans þurfi að ræða þessa hluti alveg eins og innan stjórnmál- anna. Ábyrgðin liggur ekki ein- göngu hjá stjórnmálamönnunum, fagmennirnir þurfa að koma að þessu og eins og gengur eru skoð- anir innan skólans skiptar, á með- an prófessor í einni deild kallar á skólagjöld þá eru aðrir sem vilja það ekki. Mín skoðun er að ef við sjáum að skólagjöld auki hagvöxt í landinu, skili okkur sterkari og öflugri nemendum og kröftugri og frjórri háskóla þá hljótum við að líta á þetta sem valkost. Við getum ekki kveðið þetta í kútinn bara af því að þetta heita skólagjöld.“ En hvað þá með jöfn tækifæri allra til náms, líka þeirra efna- minni? „Við höfum Lánasjóð íslenskra námsmanna sem lánar fyrir skólagjöldum og ef við lítum til nemenda Háskólans í Reykjavík og Viðskiptaháskólans á Bifröst sem innheimta slík gjöld þá get ég ekki séð að þeir komi frá efna- meiri fjölskyldum eins og oft hef- ur verið haldið fram. Þetta er fólk sem fær lánað fyrir sínum gjöld- um hjá LÍN og gengur í þessa skóla óháð efnahag fjölskyldunn- ar. Þegar litið er til nýrra valkosta sem geta eflt háskólanámið þá verðum við að sjálfsögðu að skoða hvaða áhrif þeir hafa á hin jöfnu tækifæri til náms.“ Kennarar hafa gott af gagnrýni Færum okkur neðar í skóla- kerfinu, hvernig líður áformum um styttingu náms til stúdents- prófs? „Málið er enn í vinnslu og mér finnst jákvætt hvernig að því hef- ur verið staðið, tæknin er nýtt til hins ýtrasta og kallað eftir þátt- töku allra áhugasamra. Ég mun skoða málið afar vel og það á mín- um forsendum“. Hefur þú sjálf áhuga á að stytta námið? „Ég held að fleiri rök mæli með styttingu námstímans heldur en gegn því en vil skoða málið í heild. Ég vil fara yfir allan námstímann frá upphafi skólagöngu barna og fram til loka framhaldsskólanna. Í dag tekur þetta fjórtán ár en við viljum fækka þeim í þrettán og ég vil að það gerist í meiri samfellu en ekki bara með því að líta á framhaldsskólanna.“ Sumir eru þeirrar skoðunar að skólastarfið í landinu hafi mótast í kringum þarfir og vilja kennara, geturðu samsinnt því? „Ekki endilega en þessar radd- ir hafa heyrst og ég held að kenn- arar hafi gott af gagnrýni, þeir þurfa aðhald alveg eins og við stjórnmálamennirnir. Auðvitað hef ég hugsað hvort skólarnir gangi ekki örugglega út á nem- endurna, börnin okkar. Sjálf hef ég afar góða en stutta reynslu af skólakerfinu sem foreldri, ég á strák í þriðja bekk í grunnsóla og sé þar að skólastarfinu er stýrt af metnaði, samskipti foreldra og kennara eru góð og vel brugðist við öllu sem kann að koma upp á.“ Ríkið á að styðja við ný- sköpun í menningu Fyrir löngu var sýnt fram á að hver lögð króna til kvikmyndagerð- ar skili sér jafnvel margfalt til baka í ríkissjóð. Samt býr greinin við fjársvelti. Hvers vegna er það? „Ég vil ekki orða það svo að kvikmyndalistin búi við fjársvelti. Það hefur miðað mjög fram á við í málefnum kvikmynd- anna og í ráðherratíð Björns Bjarnasonar voru framlög til list- greinarinnar aukin talsvert. Þá glöddust kvikmyndagerðarmenn og málið var allt hið jákvæðasta, gróskan jókst við aukin framlög. En auðvitað má allaf gera betur. Ég vil skoða þessa hluti í víðara samhengi meðal annars í tengsl- ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Nefskattur kemur til greina í stað afnotagjalda RÚV. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varð menntamálaráðherra á gamlársdag. Hún sóttist eftir ráðherraembætti og segir það heilbrigðan metnað stjórnmálamanns að vilja komast í áhrifastöðu. Í stjórnmálunum á sínum eigin forsendum Oft vil ég gjarnan að hlutirnir gangi hrað- ar fyrir sig en þeir gera og kannski blandast það minni óþolinmæði; ég veit vel að stundum er gott að hlutir taki sinn tíma, menn græða oft á tímanum en engu að síður mætti margt vera skil- virkara. ,, FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.