Tíminn - 30.10.1971, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1971, Blaðsíða 16
r- Laugardagur 30. október 1971 í HÖFNINA Á EFTIR ÁFENGINU OÓ—Reykjavík föstudag. Nokkrir brezkir togarasjómenn voru talsvert við skál í Reykja- víkurborg í dag. Voru þeir að drekka af stút á götunum, en það þykir ekki viðeigandi hér í borg. Voru mennirnir teknir og fluttir á lögreglustöðina og stóð til að fara með þá í Hverfisstein. Komu Framhald á bls. 14 Mjög alvarleg umferö- arslys í Reykjavík í gær OÓ—Reykjavík, föstudag. Alvarleg umferðarslys urðu í Reykjavík í dag. 10 ára dreng ur höfuðkúpubrotnaði er hann varð fyrir bíl, fullorðinn mað- ur varð fyrir bíl og slasaðist mikið og ungur maður lenti í árekstri og meiddist talsvert. Klukkan rúmlega 12 varð 10 ára gamall piltur á reiðhjóli fyrir bíl á Hofsvallagötu við Hagamel. Vöruflutningabíll var á leið norður Hofsvallagötu. Pilturinn á hjólinu var á leið vestur Hagamel. Ökumaður bfls ins kvaðst hafa séð til drengs- ins rétt áður en hann kom að gatnamótunum og virtist hann vera að hægja ferðina. Leit hann þá til vinstri til að athuga umferð þaðan, þegar hann leit fram á götuna aftur var dreng- urinn á leið fram fyrir bílinn. Bílstjórinn náði ekki að hemla í tæka tíð og varð pilturinn fyr- ir miðjum framenda bflsins og kastaðist á götuna. Pilturinn var fluttur á slysa- deild Borgarspítalans. Við ramnsókn kom í ijós að hann var höfuðkúpubrotinn. Hann var ekki kominn til meðvitund ar í kvöld, en hann liggur nú á gjörgæzludeild. Nokkru fyrir kl. 5 varð á- rekstur á mótum Sólvallagötu og Bræðraborgarstígs. Ungur maður var í öðrum bflnum. Kastaðist hann harkalega til og skarst illa á höfði og einnig hlaut hann meiðsli á báðum fót um. Bflarnir eru báðir stór- skemmdir. 72 ára gamall maður varð fyrir stórum amerískum fólks- bfl á Suðurgötu á móts við Kirkjugarðinn, síðdegis, var bíllinn á leið suður götuna. Ók hann á móti sól. Bflstjórinn segist hafa séð manninn á gang stéttinni við kirkjugarðinn og hafi hann allt í einu gengið út á götuna. Bilstjórinn hemlaði en árekstri varð ekki forðað. Skall maðurinn framan á bfln- um. Var höggið svo mikið að bfllinn dældaðist mikið að framan. Meiddist maðurinn mikið en var ekki talinn í lífs- hættu þegar síðast var vitað. Vélbáturinn Örn, sem var í eigu Almenna fiskveiSifélagsins hf., en þaS var aS mestu í eigu Einars SigurSs- sonar, hefur nú veriS seldur til Hofsés, og heldur hann sama nafninu, en ber nú einkennisstafina SK-50. MeS þessum bátakaupum aetfi frystihúsmu á Hofsósi, aS vera tryggt aukiS hráefni á næstunni, en lítill sem enginn fiskur hefur borist þangaS undanfarin ár yfir haust- og vetrarmánuSina. Þessi mynd var tekin af Erni í Reykjavíkurhöfn í dag. (Tímamynd Gunnar) VÖRUINNFLUTNINGURINN EYKST UM 35-40 % Á ÞESSU ÁRI OÓ—Reykjavík, föstudag. Á aðalfundi Verzlunarráðs fs- lands, sem haldinn var í dag, flutti Lúðvík Jósepsson, viðskipta- málaráðherra, ræðu. Rakti hann þróun viðskiptamála og viðskipta- horfur og vandamál sem fram- undan eru. Sagði ráðlierrann, að Ijóst væri, að árið 1971 verði. okk- ur hagstætt ár, þó að ýmsar nið- urstöðutölur verði talsvert á ann- an veg en hliðstæðar tölur ársins 1970. ÞÓ—Reykjavík, föstudag. Nú er fullvíst, að ekkert verður úr komu Concorde-hljófráu þotunnar hingað til lands, og mun það valda mörgum flugáhugamanninum mikl um vonbrigðum. Eftir þeim upp- lýsingum, sem blaðið aflaði sér hjá utanríkisráðuneytinu í dag, hefur orðið um misskilning að ræða í bréfi, sem ráðuneytið fékk. En í því bréfi var beðið um að fá að reyna hér á landi siglinga- tæki, sem verða í Concorde vél- Hin hagstæða þróun á verði sjávarafurða erlendis hefur hald- ið áfram í flestum greinum. Sjáv araflinn verður þó sennilega minni í ár en heildarverðmætið vex verulega. Af þeim ástæðum og vegna mikilla framkvæmda og vax andi framleiðslu á ýmsum svið- um er talið líklegt að þjóðartekj- urnar vaxi um 12% á þessu ári. Innflutningurinn hefur vaxið gíf- urlega, sagði viðskiptamálaráð- herra, eða um 45% fyrstu níu unum, og var þá talið sjálfsagt að „hljóðfráan" mundi koma til lands ins. Nú er hinsvegar komið í ljós, að hljóðfrána kemur ekki, en í stað- in kemur önnur frönsk vél með siglingatækin innan borðs Ekki er neitt vitað hvenær sú vél kemur, því leyfið sem veitt var gildir ekki aðeins fyrir, 3. eða 5. nóvem- ber eins og talað hefur verið um í fréttum, heldur fyrir allt árið 1972. mánuði ársins miðað við sömu mánuði árið áður. Búast má við að heildarinnflutningur aukist í ár um 35 til 40% frá sl. ári, en almennur vöniinnflutningur þó ekki nema um 30%. Útflutning- ur eykst ekki jafnmikið og von- ir stóðu til m.a. af því, að mikill hluti af álframleiðslunni verður ekki fluttur út á þessu ári vegna óhagstæðs verðs á áli. Augljóst er því, að í ár verð- ur mikill halli á viðskiptum þjóð- arinnar við útlönd. Greiðslujöfn- uðurinn, eða endanlegt uppgjör á gjaldeyrisviðskiptum voru þó hagstæður um 1000 til 1100 millj. kr. og batnar gjaldeyrisstaðan um það sem þeirri upphæð nem- ur. Þá sagði ráðherrann, að öll- um sé ljóst. að með verðstöðv- unarlögunum sé ýmsum vanda- málum skotið á frest, en þau eru eigi að síður óleyst, og að því kemur að þau verður að leysa. Sú verðstöðvun, sem nú er ákveðin með lögum þýðir í reynd að ríkissjóður greiðir verðlagið niður um 1600 millj. kr. á árs- grundvelli, og hætt er við að sú upphæð verði að hækka ef verð- stöðvun á að standa. Framhald á bls. 14 CONCORDE KEMUR EKKI Fjölmargir lögreglu- menn leita ökuníðings OÓ—Reykjavik, föstudag. Ekið var á 33 ára gamlan mann á gangbraut yfir Hafnarfjarðarveg inn, skammt snnnan Miklatorgs snemma í morgun. Sá, sem ók á manninn, hélt áfram án þess að skeyta um þann sem hann ók á, og lá hann slasaður á götunni þegar leigubíl bar þar að. Bíl- stjórinn Magnús Magnússon, Víði- hvammi 26 í Kópavogi, gerði lög- reglunni þegar aðvart gegnum tal stöð. Var slasaði maðurinn flutt- ur á slysadcsld Borgarspítalans, en lögreglan hóf leit að þeim sem ók á liann. Hefur leitin staðið yfir í allan dag og taka þátt í benni, auk Reykjavíkurlögreglunnar, lögregl an í Kópavogi, Hafnarfirði, og á Suðurnesjum og einnig er lög- reglan á Selfossi að grennslast eftir ökuníðingnum. Maðurinn, sem ekið var á, er ekki lífshættulega meiddur og líð- an hans eftir vonum. Hlaut hann mikinn áverka á höfði og einnig meiddist hann á fæti. Lögreglunni var tilkynnt um slysið kl. 6.18. Ekki er búizt við að maðurinn hafi legið lengi á götunni þegar Magnús sá hann. Maðurinn, sem ekið var á missti meðvitund um tíma. Hann hefur skýrt lögreglunni frá, að bíllinn hafi komið úr áttinni frá Mikla- torgi og ekið suður. Maðurinn var á leið norður yfir götuna þegar ekið var á hann. Ekki þarf að skýra frá, hvilíkt glapræði það er, að aka burt af slysstað án þess að gera neinum aðvart. Það getur ráðið hvort hinn slasaði heldur lífi eða ekki, að hann komist sem fyrst undir læknishendur. Að því slepptu er afskaplcga lítilmannlegt að öku- maður reyni að skjóta sér undan ábyrgð með slíku athæfi sem þessu. Kristmundur Sigurðsson, aðal- varðstjóri umferðardeildar rann- sóknarlögreglunnar, sagði í dag, að hann vonaðist til að viðkom- andi ökumaður gæfi sig fram, enda væri það honum áreiðanlega fyrir beztu. En á meðan hann ekki gerir það, verð.ur leitin að hon- um hert, og feihskis látið ófreist- að að hafa úppi á honum. TIL NlGERÍU Steingrímur Hermannsson, al- þingismaður, framkvæmdastjóri Rannsóknarráðs rikisins, og Hannes Jónsson, blaðafulltrúi rik- isstjórnarinnar, verða fulltrúar ís- lands á fundi Vísindaráðs Afríku- ríkjanna, sem fjalla mun um hafs- botns- og landhelgismál dagana 1. — 4. nóvember, en fundur þessi verður haldinn í Ibadan, Nígeríu. Björk í Keflavík Björk, félag framsóknarkvenna í Keflavík og nágrenni, heldur aðalfund sinn í Tjarnarlundi, mánudaginn 8. nóvember klukkan 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Kaffi. Stjórnin Miðstjórnarfundur SUF Ákveðið hefur verið að halda fund miðstjórnar Sambands ungra framsóknarmanna í Reykjavík, helgina 13. og 14. nóvember næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 14 á laugardag. Nánar auglýst síðar. r- < * ; s s \ s s s \ \ * s \ s \ s L Kópavogur — Fulltrúaráð Fulltrúaráð framsóknarfélaganna í Kópavogl heldur fund miðvikudaginn 3. nóvember n.k. kl. 20,30 að Neðstutröð 4. Fundarefni: Ríki og sveitarfélög. Halldór E. Sigurðsson, fjármálaráðherra, mæt- ir á fundinn og svarar fyrirspumum fundar- manna. Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.