Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.11.1971, Blaðsíða 1
/ 256. tbl. 10. nóvember 1971 — 55. árg. Ólafur Jóhannesson, forsætisraonerra, landhelgistillögu ríkisstjórnarinnar á Alþingi í gær: STONDUM OLL EINHUGA SAMAN UM ÚTFÆRSLUNA „Þeir, sem nú fara að hengja sig í aukaatriði og stofna með þeim hætti til ágreinings, ganga erinda úrtölumanna.” EB-Reykjavík, þriðjudag. — Við skulum ekki gera okkur neinar gyllivonir um fyrirhafnarlausan sigur. Við skulum jsvert á móti gera ráð fyrir langri og strangri baráttu. En um úrslitin verður eigi efazt, ef við sjálfir stöndum nægilega fast saman. Og eitt er alveg víst, að því meiri ein- hugur, sem hjá okkur ríkir um málið, því auðunnari verður sigurinn. Ég held, að þjóðin sé nær undantekningarlaust einhuga í þessu máli. Þann einhug þarf með öllu móti að efla. Ég vona, að stjórnarandstöðuflokkarnir fylki sér í þessu máli við hlið stjórnarflokkanna og ríkisstjórnarinnar, sagði Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, á fundi í Sameinuðu þingi í dag, í ræðu er hann flutti um landhelgismálið, er hann mælti fyrir tillögu ríkisstjórn- arinnar í því efni. — Er hér á eftir gerð grein fyrir ræðu forsætisráðherra og ennfremur er um hana fjallað í leiðara blaðsins í dag, svo og í „Á víðavangi". ÓLAFUR JÓIIANNESSON forsætisráðherra Sáttascmjari og sáttanefndarmenn ganga í salinn á fyrsta sáttafund- inum, sem haldinn var í gær. — Standandi fyrir miðri myndinni eru f.h. Torfi Hjartarson, sátta- semjari, Guðlaugur Þorvaldsson og Jóhannes Elíasson. Ýmsir helztu leiðtogar Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins eru sitt hvoru mcgin við þá. — Fund- urinn í gær stóð til kl. rúmlega 18,00, og var nýr fundur boðaður kl. 11,00 í morgun, miðvikudag. Fundinn sátu auk sáttasemjara 20 fulltrúar verkalýðshreyfingar- innar og 15 fulltrúar atvinnurek- — Það er í því fólginn ómetan- legur styrkur, sagði forsætisráð- herra, — að við sýnum það út á við, að við. stöndum allir sam- an. Á það er lögð áherzla í þess ari þingsályktunartillögu með skipun sérstakrar þingmanna- nefndar til að vinna að málinu ásamt ríkisstjórninni. Vilja sinn til samstöðu hefur ríkisstjórnin sýnt með stofnun landhelgisnefnd ar. Þar hafa stjórnarandstæðing- ar getað komið siónarmiðum sín um á framfæri. Hafa þeir sjálfir sagt, að þar hafi verið tekið tillit til Þeirra ábendinga. Ég fullyrði, að þar hefur ekki í neinu verið farið á bak við þá. Forsætisráðherra sagði, að þótt við kynnum að eiga erfiða baráttu fyrir höndum, þá væri það mikill styrkur að vita að við ættum bandamenn. — Það eru margar aðrar þjóðir en íslending ar, sem .stefna að stækkun land- helgi, eða hafa fært landhelgi sína út, jafnvel enn meira en við ráðgerum, — sagði forsætisráð herra. — Við þurfum að leita eft ir samstöðu við þessar þjóðir. Það hefur verið gert og að því murt' vera unnið, m. a. í undirbúnings nefnd hinnar fyrirhuguðu hafrétt arráðstefnu svo og á öðrum vett vangi. Fyrir því er sérstaklega gert ráð í þessari þingsályktunar- tillögu. Forsæitsráðherra minnti á að stefna núverandi stjórnarflokka í landhelgismálinu hefði hlotið ein- dreginn stuðning í Alþingiskosn ingunum. í málefnasamningnum væri svo kveðið á um, að land- heigissamningunum við Breta og V-Þjóðverja yrði sagt upp og fiskveiðilandhelgin færð út í 50 mílur frá grunnlínum eigi síðar en 1. sept. á næsta ári. Jafnframt yrði ákveðin 100 mílna mengunar lögsaga. Forsætisráðherra sagði, að rétt og eðlilegt hefði þótt eftir atvik- um að leita formlegrar staðfest- ingar þingsins á stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar, og væxú þessi þings- ályktunartiilaga af þeim sökum borin fram. En um leið væri rétt að undirsta-ika, að ríkisstjómin hefði af fullum krafti unnið að málinu — bæði að undirbúningi útfærslu og að kynningu á mál- stað íslendinga, þótt Alþingissam þykkt væri ekki fyrir hendi. Forsætisráðherra ræddi þessu næst um efnahagslega nauðsyn á útfærslu fiskveiðimarkanna og sagði m. a.: — Eins og segir í sjálfri til- lögugreininni hefur margvíslegri véiðitækni fleygt fram á síðustu árum, og ný og stórvirk veiði- tæ’.i hafa komið til sögunnar. Það hefur þegar leitt til ofveiði á ýmsum norðlægum fiskislóðum. Sú hætta er yfirvofandi, að fiski- veiðiþjóðir beini flota sínum í vax andi mæli á íslandsmið á næst unni, bæði vegna þess, að nálæg ari mið eru uppurin og eins vegna sívaxandi mengunar. Er því fyrirsjáanleg hætta á ofveiði við ísland á næstu árum, ef ekki verður gripið í taumana í tæka tíð. Má raunar segja, að þegar sé fyrir hendi augljós merki um ofveiði. Því til sönnunar má t.d. nefna minnkandi veiðimagn ým- issa fiskistofna, sem eflaust má rekja til ofveiði. Um þetta vitna ég til álitsgerða sérfræðinga og hef ekki um það fleiri orð. Efna hagsleg afkoma og framtíðargengi íslenzku þjóðarinnar byggist fyrst og fremst á fiskveiðum. Ef miðin verða eyðilögð og fiskveiðar drag- ast saman er stoðum kippt undan efnahagslegri afkomu íslendinga. Það þarf ekki að rökstyðja frek ar hér, þar sem öllum er ljóst, hvert grundvallaratriði fiskveið- arnar eru í þjóðarbúskap og gjaldeyi-isöflun landsmanna. Má óhikað fullyrða, að engin þjóð í veröldinni sé svo háð fiskveið um sem íslendingar. Fiskveiðar landsmanna mega því ekki drag- ast saman heldur ér þvert á móti lífsnauðsyn, að þær aukist, og að því er stefnt með aukningu skipastóls. Það er beinlínis skil yrði fyrir áframhaldandi framför um og bættum lífskjörum. En hitt er jafn greinilegt, að fiski- stofnarnir við ísland þola ekki meiri veiði en nú á sér stað. Aukning á fiskveiðum íslendinga verður því að gerast með þeim hætti, að þeir taki stærra hlut fall af veiðinni á landgrunninu en nú. En útlendingar veiða nú um helming aflans við ísland. Þörfin fyrir útfærslu er því brýn. Þar eru lífshagsmunir þjóðarinnar í húfi. Framhald á bls. 2. j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.