Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 19.02.2004, Blaðsíða 47
43FIMMTUDAGUR 19. febrúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 16 17 18 19 20 21 22 FEBRÚAR Fimmtudagur FÓTBOLTI Varnarmaðurinn efnilegi Sverrir Garðarsson segist ætla að spila með FH-ingum í Lands- bankadeildinni á komandi tímabili jafnvel þótt hann sé samnings- bundinn norska úrvalsdeildarlið- inu Molde næstu tvö árin. Sverrir sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það væri mun meiri líkur en minni að hann spilaði með FH enda stæði hugur hans til þess. „Ég hef engan áhuga á því að sitja á varamannabekknum í Noregi og tel að ferli mínum sé betur borgið með því að spila með FH,“ sagði þessi tvítugi strákur sem stóð vaktina í vörn FH í fyrra með sóma. Sverrir sagðist hafa mestan áhuga á því að losna alfarið undan samningi við Molde en það kæmi í ljós á næstu dögum hvort af því yrði. „Ég vil ekki fara aftur til Noregs og ef Molde ætlar að lána mig til FH þá eru þeir eingöngu að fresta því að losa mig undan samningi. Ég trúi því ekki að þeir hafi áhuga á því að hafa leikmann sem vill ekki spila hjá félaginu,“ sagði Sverrir. ■ FÓTBOLTI Keisarinn Franz Becken- bauer, forseti Bayern Munchen, óttast að Werder Bremen sé búið að tryggja sér þýska meistaratitil- inn. Bremen er á toppnum, níu stig- um á undan meisturum Bayern. Enn eru þó eftir fjórtán leikir og allt getur gerst. Beckenbauer er samt sem áður vonlítill. „Það er dálítið sárt að þurfa að eltast við titilinn og ég óttast að okkur takist það ekki,“ sagði hann. „Til hamingju Werder, með Þýskalandsmeistartitil- inn.“ Bremen, sem varð síð- ast meistari 1993, vann Kaiserslautern um helgina með einu marki gegn engu á meðan Bayern tapaði gegn Bochum með sömu markatölu. „Ef við værum sex stigum á eftir þeim segði ég að við ættum möguleika vegna þess að við eigum eftir heimaleik gegn Bremen. En níu stig er of mikið að vinna upp í fjórtán leikjum. Í rauninni erum við að berj- ast um annað sætið. Við get- um alveg lifað án titilsins. Mikilvægast er að komast í meistaradeildina,“ sagði keisarinn, sem er ekki van- ur að liggja á skoðunum sín- um. ■ GOLF Laura Davies, Annika Sör- enstam og Michelle Wie eru allt nöfn sem hafa verið áberandi í fjöl- miðlum upp á síðkastið. Davies varð á dögunum fyrst kvenna til að spila í Evrópsku móta- röðinni í golfi, Sör- enstam varð í fyrra fyrsta konan í 58 ár til að keppa í PGA- mótaröðinni og Michelle Wie keppti fyrir skömmu á Sony-karlamótinu. Þótt engin þeirra hafi komist í gegn- um niðurskurðinn hafa þær tvímæla- laust komið með ferska vinda inn í golfheiminn. Sitt sýnist samt hverj- um um þátttöku þeirra á mótunum og margir hafa spurt sig hvert golfíþróttin stefni. „Mér finnst þetta ágætt í hófi. Ef þetta væri ofgert held ég að þetta færi að skaða frekar en hitt,“ segir Úlfar Jónsson og útskýrir nánar: „Þetta er ekki alveg sambærilegt. Þegar konur keppa á karlamótum eru þær að spila á sömu teigum og karlarnir og það er staðreynd að þær slá yfirleitt styttra. En mér finnst þetta mjög gott mál eins og þátttakan hjá Annika Sörenstam í fyrra og Michelle Wie á Havaí. Það var bara alveg frábært.“ Úlfar telur að þátttaka kvenna á karlamótum sé fyrst og fremst hugsuð til að auka aðsókn á mót. Til dæmis hafi mótshaldarar boðið Wie á alla vega sjö karlamót upp á síðkastið. „Þeir sjá það alveg í hendi sér að þetta eykur umfjöllun alveg gríðarlega. Það hefur aldrei verið jafnmikil umfjöllun um eitt venju- legt mót eins og í fyrra þegar Sör- enstam tók þátt og það er bara gott,“ segir Úlfar. Hann vill ekki meina að konurnar séu að taka laus sæti á mótum frá körlum eins og sumir erlendir kylfingar hafa kvartað yfir. „Mótshaldarar eiga nokkur sæti sem þeir mega bjóða hverjum sem er og þeir eiga að gera það á sínum forsendum.“ Aðspurður hvort konur hafi eitt- hvað fram yfir karla þegar kemur að golfi segist Úlfar eiga erfitt með að svara því. Hann vill helst ekki bera kynin tvö saman. „Þær bestu eru yfirleitt beinskeyttari en á móti þá slá þær styttra. Það er auðveld- ara að slá boltann beinna eftir því sem þú slærð styttra, það er bara staðreynd.“ Hér á Íslandi hefur eitthvað ver- ið um að konur keppi á móti körlum og þá aðallega á útsláttarmóti sem haldið er árlega á Nesinu. Þar er spilað upp á skor á einni holu í senn og dettur sá keppandi út sem hefur hæsta skorið eftir hverja holu. Ragnhildur Sigurðardóttir, Íslands- meistari í golfi, bar sigur úr býtum á mótinu síðasta sumar og vakti það mikla athygli. Hún segir að gaman hafi verið að keppa við karlana. „Þeir voru að slá nokkuð lengra en ég en það dugði ekki til hjá þeim greyjunum. Frétta- mennirnir voru að stríða mér allan hringinn að ég ætti ekki möguleika, ætli ég hafi ekki bara farið áfram á þrjóskunni,“ seg- ir Ragnhildur sem stefnir á að verja titilinn í sumar. Hún segist vera mjög ánægð með aukna þátt- töku kvenna á karlamót- um. „Þetta er náttúrlega meiri samkeppni fyrir þær sem eru orðnar svona góðar eins og Wie. Í gegnum tíðina hefur hallað á konur í sam- bandi við umfjöllun um golf og mér finnst þetta skref í rétta átt til að breyta því.“ Ragnhildur gefur lítið út á þá gagnrýni sem karlar hafa sett fram um að konur eigi ekki heima á sama móti. „Þeir eru alveg örugglega spældir yfir þessari umfjöllun sem þær fá, af því að auglýsingatekjurn- ar spila mjög stóra rullu í golfi. Annika fékk til dæmis alveg gífur- lega umfjöllun þegar hún tók þátt síðasta sumar. Þetta er kannski ein- hver hræðsla í þeim. Ef þær vinna þá eru þeir í slæmum málum, en síðan er stór hluti karla sem er bara ánægður með þetta,“ segir hún. Aðspurð hvort konur hafi eitt- hvað fram yfir karla á golfvellinum segir Ragnhildur að þær séu alveg samkeppnis- færar hvað varðar hug- læga þáttinn. Karlarnir séu aftur á móti sterkari en það sé það eina sem ætti að aðskilja kynin. „Karlarnir ná ekki alltaf besta skorinu og það hef- ur sýnt sig. Þeir hafa meiri möguleika ef hug- lægi þátturinn er jafngóð- ur og hjá þeim sem slá styttra.“ Hún telur að bestu konurnar geti alveg spjar- að sig á meðal karlanna. „Það er fullt af körlum sem eru atvinnu- menn sem eru ekki að vinna mót en eru samt að spjara sig. Maður kannski sér þær ekki ganga þarna inn og vinna aftur og aftur. Þetta er rosalega mikil barátta og ofboðs- lega góðir kylfingar að berjast. Ég hef samt óbilandi trú á henni Wie. Hún á eftir að gera rosalegar rósir,“ segir Íslandsmeistarinn að lokum. freyr@frettabladid.is Góð afkoma Íslands- meistara KR á síðasta ári: 11,8 milljóna króna hagnaður FÓTBOLTI Forráðamenn KR Sports, rekstrarfélag meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu hjá KR, ganga glaðir um gólf þessa dagana eftir að hafa skilað af sér rekstrarskýrslu fyrir síðasta ár. Hagnaðurinn af rekstrinum var 11,8 milljónir króna sem er rúmum 11 milljónum meira en á síðasta ári. Þetta er afbragðsgóð afkoma og sagði Jónas Kristins- son, formaður KR Sports, að meg- inástæðan fyrir góðri afkomu væri endurskipulagning reksturs- ins sem hefði tekist afar vel, samningar við lánardrottna hefðu sitt að segja en auk þess hefðu menn í félaginu unnið virkilega gott starf. „Það þarf að passa vel upp á svona rekstur og menn verða að vera á tánum. Við erum ánægðir með þessa afkomu og stefnum að því að halda áfram á sömu braut en það má hvergi slaka á þessu – þá er voðinn vís,“ sagði Jónas. KR-ingar hafa orðið Íslands- meistarar undanfarin tvö ár og fengið til sín marga afar sterka leikmenn. Það að þeim hafi tekist að reka KR Sport með þessum mikla hagnaði verður að teljast mikið afrek. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Hamar tekur á móti Tinda- stól í Hveragerði í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 Haukar sækja Njarðvík heim í Intersportdeildinni í körfubolta.  19.15 ÍR og KFÍ eigast við í Selja- skóla í Intersportdeildinni í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld í Sjónvarp- inu.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis  18.30 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíða- manna á heimsbikarmótum.  19.00 Inside the US PGA Tour 2004. Þáttur um PGA-mótaröðina í golfi á Sýn.  19.30 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn.  21.00 Evrópska PGA-mótaröðin í golfi á Sýn. ANZ- meistaramótið.  22.00 Olíssport á Sýn. BECKENBAUER Hefur litla trú á að Bayern takist að vinna titilinn í ár. Beckenbauer missir vonina: Óskar Bremen til hamingju SVERRIR GARÐARSSON Sverrir Garðarsson ætlar sér að spila með FH-ingum á komandi tímabili. Sverrir Garðarsson búinn að fá leið á Noregi: Vill spila með FH í sumar Höggstuttar konur í karlaheimi Færst hefur í vöxt að konur etji kappi við karla á golfmótum úti í heimi. Fréttablaðið spurði Úlfar Jónsson og Ragnhildi Sigurðardóttur, margfalda Íslandsmeistara, út í þeirra skoðun á þessari þróun. ÚLFAR Finnst þátttaka kvenna á golfmótum karla ágæt í hófi. MICHELLE WIE Hin fjórtán ára Wie er talin ein bjartasta vonin í kvennagolfinu. RAGNHILDUR Meiri samkeppni fyrir konur eins og Michelle Wie að fá að keppa við karla. „Frétta- mennirnir voru að stríða mér allan hring- inn að ég ætti ekki möguleika, þannig að ég fór bara áfram á þrjóskunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.