Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 17

Tíminn - 28.05.1972, Blaðsíða 17
 ■...':■■■.. imMMm Svfiií-Sííí vX;X;X;X;:::> iifiiiíiifiiífii ■; Siiiiiiiiii: TERYLENE !&■ Sunnudagur 28. mai. 1972. TÍMINN Samkomulagi stórveldanna fagnað NTB-London, Moskvu, Washington. Samningum Sovét- rikjanna og Bandarikj- anna um takmörkun kjarnorkuvopnabúnaðar hefur hvarvetna verið vel tekið. Stærstu blöð Bret- lands og Frakklands skrifuðu öll um málið i gær, og sagði til dæmis The Times i London, að styrkur samninganna lægi fyrst og fremst i þvi, að þeir tækju til meðferðar ákveðin mál og væru ekki meiningar- lausar yfirlýsingar al- menns eðlis. Parisarblaðið Le Figaro segir i forystu- grein i gær, að athyglis- verðast við samningana sé, að þeir sýni fram á raunverulegan sam- starfsvilja Sovétrikj- anna og Bandarikjanna. En Figaro segir einnig, að vonazt hafi verið til, að lausn Vietnam-deil- unnar færðist nær, en þvi miður hafi það ekki orðið. Framkvæmdastjóri Sameinuöu þjóöanna, Kurt Waldheim, sagöi samningana mikilvægt skref i- þeirri viöleitni aö stööva vig- búnaöarkapphlaupiö. Waldheim sagöist vera mjög þakklátur rikjunum báöum, sem hefðu sýnt mikinn friöarvilja. Á Bandarikjaþingi hafa samn- ingarnir fengið jákvæðar viðtök- ur, og hafa ýmsir þingmenn, bæöi úr fulltrúa- og öldungadeildinni, látiö i ljós skoðanir sinar. Stjórnarandstæðingar hafa yfir- leitt verið ánægðir, en þykja samningarnir ekki ná nógu langt. Melvin Laird, varnarmálaráð- 440 króna sekt fyrir að hafa marijuana undir höndum f Michigan Eins og áöur hefur komið fram i fréttum, neitaöi Nixon Banda- rikjaforseti að viðurkenna niður- stööur nefndar, sem hann skipaði til að kanna áhrif kannabis- neyzlu. Nefndin lagði til, að dreg- ið yrði mjög úr refsingum fyrir neyzlu og eigu kannabis, og að ekki væri talið ólöglegt að eiga eina únsu eða minna af efninu. Einnig sagði i niðurstöðum nefnd- arinnar, sem skipuð var færustu sérfræðingum Bandarikjastjórn- ar, að engar sönnur væri hægt að færa á, að kannabis væri skaðlegt né aöþaðleiddi til neyzlu sterkari efna. Borgaryfirvöldin i Ann Arbor i Michigan tóku þessum niðurstöð- um aftur á móti vel. Nú fá kanna- bis-neytendur aðeins 5 dollara (440 kr.) sekt fyrir að eiga, neyta og dreifa kannabis, og eru þeir ekki einu sinni handteknir, heldur einungis sektaðir, rétt eins og þeir sem aka yfir á rauðu ljósi. Timaritið Newsweek skýröi frá þessu um helgina. herra Bandarikjanna, tilkynnti á föstudaginn um nýja gerð kafbáta búna kjarnorkuvopnum, svokall- aða Trident-báta. Hann sagöi einnig, að þrátt fyrir samningana væri Bandarikjastjórn óhætt að halda áfram fullkomnun sprengjuflugvéla af gerðinni B-l. Moskvuheimsókn Nixons held- ur áfram, og i gær fór hann ásamt fylgdarliði sinu og sovézkum leið- togum til Leningrað. Þar var hon- um vel fagnað, og segja frétta- menn, að mikill mannfjöldi hafi verið á götum úti til að fagna bandariska forsetanum. I Leningrað lagði forsetinn blómsveig á leiði óþekkta her- mannsins i kirkjugarði borgar- innar, þar sem 470.000 hermenn og óbreyttir borgarar, er féllu i umsátri Þjóðverja um Leningrað, hvila. Liklegt er talið, að hann haldi fleiri fundi með sovézkum leið- togum nú um helgina. Á mánu- daginn fer hann til Kiev, þar sem hann gistir áður en heimsókn hans lýkur á þriðjudaginn. Frá Sovétrikjunum heldur hann til Ir- an, eftir heimssögulegt og mjög mikilvægt ferðalag. GEFJUNAR JAKKAR / BUXUR Verðið,sniöið og efnin segja sína sögu. GEFJUN AUSTURSTRÆTI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.