Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 03.06.2004, Qupperneq 6
6 3. júní 2004 FIMMTUDAGURVEISTU SVARIÐ? 1Forstöðumaður HagfræðistofnunarHáskóla Íslands mælti með skatta- lækkunum ef dregið væri úr ríkisafgjöld- um. Hvað heitir hann? 2Storkurinn Styrmir dvaldi veturlangt íFjölskyldu- og húsdýragarðinum. Hann á nú fimm afkvæmi og maka. Hvar býr hann nú? 3Hver fer fyrir hópi fjárfesta sem keypiSkífuna af Norðurljósum og hvaða fyrirtæki er hann annar tveggja stofnenda að? Svörin eru á bls. 42 Samfylkingin vill þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum: Valdið er hjá þjóðinni MÁLSKOTSRÉTTUR „Ákvörðun þjóð- höfðingjans styrkir lýðræðis- þróun í landinu og felur í sér yf- irlýsingu um traust á raunveru- legu lýðræði. Nú er það þjóðin sem á leik en hinir pólistísku flokkar stíga til hliðar,“ segir Össur Skarphéðinsson, formað- ur Samfylkingarinnar. „Þetta er besta leiðin til þess að setja niður sár átök um djúp- stæð ágreiningsmál. Eftir at- kvæðagreiðslu allra atkvæðis- bærra manna þá eiga menn að geta staðið lítt eða ósárir upp úr þessum átökum. Nú skiptir miklu máli að farið sé eftir þeim skýru fyrirmælum stjórnar- skrárinnar að þjóðaratkvæða- greiðslu sem þessa skuli halda eins fljótt og auðið er. Þess vegna er það krafa okkar í Sam- fylkingunni að þing verði hvatt saman hið fyrsta til að sam- þykkja lög um framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar. Ég tel ekkert því að vanbún- aði að þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta mál fari samhliða for- setakosningum. Málið er þekkt út í hörgul eftir umræðu síðustu mánaða.“ ■ Steingrímur J. Sigfússon: Nýr kafli í stjórn- málasögunni MÁLSKOT „Það má segja að nýr kafli sé að hefjast í stjórnmála- og stjórnskipunarsögunni með því að þessari heimild er beitt í fyrsta sinn, að skjóta máli til þjóðarinn- ar,“ sagði Steingrímur J. Sigfús- son formaður Vinstri grænna. „Þetta er ákvörðun sem forset- inn hefur tekið, útskýrt og rök- stutt og ég tel að þá niðurstöðu hans hljóti menn að virða. Hann einn getur tekið þessa ákvörðun og talað fyrir henni og það hefur hann gert. Þessi ákvörðun kemur alls ekki á óvart því það var orðið ljóst að sá möguleiki væri til staðar að til tíðinda drægi. Það er einboðið að forsætisráðherra eigi að kalla saman þing og þar á að taka þær ákvarðanir sem þarf fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það ætti ekki að þurfa nema einföld ákvæði til fyllingar kosningalögum, en auð- vitað gilda hin almennu kosninga- lög og það kerfi sem til staðar er. Þing ætti að geta lokið því á örfá- um dögum.“ ■ Guðjón A. Kristinsson: Þjóðin segi sína skoðun MÁLSKOTSRÉTTUR „Ég tel eðlilegt að þjóðin fái að segja sína skoðun,“ sagði Guðjón A. Kristinsson for- maður Frjálslynda flokksins, sem kvaðst ekki vera ósáttur við ákvörðun forseta Íslands. „Málið er mjög umdeilt og var það alla tíð í umræðunni. Það var umdeilt þegar því var lokað og mörg atriði sem snúa að því hvort við erum að fara rétta leið varð- andi lýðræðið og stjórnarskrána. Við erum að fjalla um jafnmikil- vægt atriði og prentfrelsi meðal annars. Mér virðist næsta skref vera það að nú þurfi að kalla Alþingi saman og setja löggjöf um fram- kvæmd þjóðaratkvæðagreiðsl- unnar.“ ■ Ögmundur Jónasson: Ótvíræður rétt- ur þjóðarinnar ÞJÓÐARATKVÆÐI „Þetta er niðurstaða sem liggur fyrir. Það ber að fram- kvæma samkvæmt henni og engin undanbrögð verða þoluð í því efni,“ sagði Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri grænna. „Þetta er ótvíræður og óskoraður réttur þjóðarinnar samkvæmt stjórn- arskrá landsins og þeim rétti ber að framfylgja. Þá skiptir engu máli hvaða afstöðu menn hafa til þessa til- tekna frumvarps. Mér er óskiljanlegt ef það er orðið hættulegt og vara- samt að þjóðin sé spurð álits. Nú er verið að nýta rétt sem á, samkvæmt minni skoðun, að nýta miklu oftar heldur en gert hefur verið.“ ■ Guðmundur Árni Stefánsson: Kalla þarf saman Alþingi MÁLSKOT „Þarna er um stórtíðindi að ræða og brotið blað á íslensk- um lýðveldistíma,“ sagði Guð- mundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingar og einn for- seta Alþingis. „Á þessu stigi vil ég ekki taka efnislega afstöðu til ákvörðunar forseta. Samkvæmt stjórnarskrá hefur forseti haft þessa heimild, þó að fyrri forset- ar hafi farið sér afskaplega var- lega og raunar hefur ekki komið til þess að hún væri notuð fyrr en nú. Ég er í eðli þingræðissinni og hef talið að mjög alvarleg tíðindi þurfi að vera á ferðinni til að for- seti grípi til aðgerða af þessu tagi. Hann mat það hins vegar þannig í yfirlýsingu sinni að gjá hafi orðið milli þings og þjóðar og að þá gjá þyrfti að brúa. Hann taldi heppilegustu leiðina að efnt yrði til þessarar þjóðaratkvæða- greiðslu,“ sagði Guðmundur Árni og vænti þess að óhjá- kvæmilegt væri annað en að Al- þingi yrði kallað saman og þing- menn settust yfir það verkefni að festa í lög framkvæmd þjóð- aratkvæðagreiðslu. „Það liggur ekki fyrir neinn lagabókstafur um hvernig slík þjóðaratkvæða- greiðsla skuli fara fram. En það ætti svo sem ekki að vera þing- mönnum ofverkið. Við erum lýð- ræðisþjóð og kunnug til verka þegar kjósa skal.“ Guðmundur Árni gerði ráð fyrir að forsvars- menn ríkisstjórnarinnar tækju ákvörðun um hvernig slík þjóð- aratkvæðagreiðsla yrði römmuð af í tíma, en taldi ekkert standa í vegi fyrir að farið yrði í hana á næstu mánuðum. ■ ■ HÁSTAFIR HÉR - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Áhugaverð leið forseta MÁLSKOTSRÉTTUR „Þetta eru mikil tímamót í þróun lýðræðisins. Nú er valdið komið til þjóðarinnar og það er hennar að segja af eða á. Mér finnst að þetta skipti verulega miklu máli og geti orðið okkur æf- ing í beinu lýðræði,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, varafor- maður Samfylkingarinnar. „Ég neita því ekki að mér finnst að þetta sé mjög áhugaverð leið til að reyna á þetta ákvæði um vald forseta. Ég sé ekki annað en að núna eigi að kalla saman þing og setja lög, sem geta verið mjög ein- föld, um það hvernig atkvæða- greiðslan getur farið fram. Í sjálfu sér ætti hún að geta verið samsíða forsetakosningum. Ég sé ekki að okkur sé neitt að vanbúnaði.“ ■ ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir að kjörskrár liggi fyrir og því sparist miklar fjárhæðir verði þjóðaratkvæða- greiðsla samsíða forsetakosningum. „Ég tel líka að þetta styrki óskir fjölmargra að í framtíðinni verði tryggður farvegur fyrir til- tekinn hluta þjóðarinnar til að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu eins og Samfylk- ingin hefur lagt fram tillögur um átta sinn- um á síðustu árum.“ BRONS Í STAÐ JÁRNS Keðjur og tálmar úr járni sem sett voru upp við Kraftaverkatorgið í Pisa verða nú að víkja fyrir hliðum úr bronsi. Tálmarnir eru hluti af vörnum gegn hugsanlegum hryðjuverkaárásum við Skakka turninn. ÁR ÁN MORÐA Spánverjar fögn- uðu því á sunnudag að ár væri liðið án þess að nokkur maður léti lífið í árásum hryðjuverka- hreyfingar Baska sem berst fyrir sjálfstæði héraðsins frá Spáni. Þetta er lengsti tími sem hefur liðið án slíks morðs frá fjórtán mánaða vopnahléi seint á síðasta áratug. GUÐJÓN A. KRISTINSSON Næsta skref að kalla Alþingi saman. STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Einboðið að forsætisráðherra kalli þing saman. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON Guðmundur Árni telur óhjákvæmilegt að Alþingi verði kallað saman til að ganga frá lög- um um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.