Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.12.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 19. desember 1972 TÍMINN 9 ■— Aldraðir prestar leggja saman brot í minningabók Hugurinn flýgur viða Þættir sextán presta Bókaútgáfan Grund. Séra Gunnar Árnason segir i forspjalli þessarar bókar, að Gisli Sigurbjörnsson sé faðir hennar, og hafi hann hreyft hugmyndinni um hana á félagsfundi fyrrver- andipresta. Þetta er ritgerðasafn prestanna. Séra Gunnar tók að sér söfnun efnis og heimanfylgd þess, en elliheimilið Grund annast útgáfuna. 1 alllöngu forspjalli segir séra Gunnar nokkuð frá starfi félags presta, sem hættir eru starfi. Hann segir, að efnisvalið hafi verið höfundum i sjálfsvald sett, og þeir hafi lika verið einráðir um lengd greina. Skal nú drepið á efni greinanna. Séra Benjamin Kristjánsson segir frá heimsókn til páfans og lýsir skemmtilega manninum Jóhannesi 23., sem hann hefur augsýnilega reynt að „lesa” úr nokkurri fjarlægð. Björn O. Björnsson ritar grein, sem hann nefnir Aukaverkanir, og segir þar aðallega frá hestum og hnýtir siðan draug i taglið. Þetta er glettileg frásögn og skemmtin. Séra Erlendur Þórðarson i Odda er ekki eins galsafenginn og ræðirum „hugsanamyndanir” og ber fyrst fram spurninguna: „Er hægt að taka myndir af hugsun- um manna?”Þessu svarar maður auðvitað játandi áður en greinin er lesin, þvi að það er sannleikur, að hugsun manns sést oft á svip- móti hans — og af þvi er hægt að taka mynd. En greinin er góð hugvekja um vegi hugsana frá manni til manns. Séra Gisli Brynjólfsson segir frá „minnisstæðri messugerð” og fór hún fram i bænhúsinu á Núps- stað. Um frásögn af þeim atburði er ofið ýmsum fróðleik og hug- leiðingum um sögu þessa guðs- húss. Þá er erindi eftir Guðmund Sveinsson, skólastjóra i Bifröst, og nefnist Þrir dagar — áður flutt. i sálarrannsóknarfélagiiOg er þar fjallað um harla ihugunarverð kristileg efni. Séra Gunnar Árnason birtir þarna frásögu er hann nefnir „Úr kesti minninganna”, og er þar að vmsu vikið, uppvexti á Skútu- stöðum, guðfræðiprófi og prests- skap i Húnaþingi, og loks drepið á berdreymi. Skemratileg grein og vel rituð. Þá kemur Gunnar Benediktsson með nokkrar „vangaveltur að leiðarlokum”, og er þar vikið að ihugunarefnum nýrrar kýnslóðar, og ýmsum vanda á nýrri tið, og brugðið upp dæmum og myndum til skýringar á viðhorfum höfundar til prests- starfsins. Séra Jaköb Einarsson fyrrum prestur i Vopnafirði ræðir um altarissakramentið og gildi þess sem helgrar athafnar. Séra Jón Guðnason frá Prests- bakka segir frá Hitardal, þar sem kalla mátti menntasetur i tvær aldir, skilgóð frásögn sem vænta mátti af fræðslumanni. Séra Jón Skagan ritar grein, sem nefnist „Hvað á barnið að heita,” og er það útvarpserindi um efni, sem löngum hefur verið álitamál — og stundum vandmeðfarið i skiptum prests og safnaðarbarna. Séra Magnús Guðmundsson á þarna stutta jólaminningu vestan af Snæfellsnesi, og séra Páll Þor- leifsson segir frá „siðasta prestinum að Stafafelli”. Séra Pétur Magnússon frá Vallanesi á þarna útvarpsþátt, er nefnist „1 sveita þins andlitis”, og er þar rætt um kosti og annmarka þeirrar „lausnar undan stritinu fyrirmunni og maga, sem mann- Séra Gunnar Árnason kynið á sýnilega i vændum.” "Séra Sigurjón Guðjónsson segir frá „suðurgöngu sveitaprests 1961” allt til ftaliu. Séra Þorsteinn B. Gislason ritar um Asgeir Einarss. á Þingeyrum og Þingeyrakirkju, að mörgu leyti athyglisverð saga. Að siðustu segir séra Þorsteinn Jóhannesson frá fyrsta prests- skaparári sinu i Staðarprestakalli i Steingrimsfirði. Hverri grein fylgir mynd af prestinum og prestkonunni og kirkju þeirri, er við sögu kemur, eða presturinn hefur þjónað einna lengst. Þótt hinir öldnu prestar hafi frá ýmsu markverðu að segja, og bókin sé einkar læsileg og fjöl- þætt, eru sumar greinarnar smálegar um of — nánast brot, sem gripið hefur verið til úr gömlum sjóði. Annað er sýnilega ritað fyrir þessa bók. í heild er bókin skemmtileg aflestrar og geymir marga mynd og viðhorf, sem fengur er að geyma. Útgáfan er vönduð vel, og nýtur hún þar bæði alúðar séra Gunnars Arna- sonar i dyggri umsjá hans og myndarskapar útgefanda. -AK. Myndir í „Úr byggð- um Borgarfjarðar” Kristleifur Þorsteinsson fræðimaður á Kroppi Þórður Kristleifsson Kristleifur Þorsteins- son: Úr byggðum Borgar- fjarðar II Þórður Kristleifsson bjó til prentunar Prentsmiðjan Leiftur. Eitsafn Kristleifs Þorsteinsson- ar hefur fyrir löngu hlotið viður- kenningu sem gagnmerkt fræða- safn og heimildarverk um nér- aðssögu, og hefur raunar al- þjóðargildi sem þjóðlifssaga og þjóðháttalýsing. Verkið kom upp- haflega út i tveim bindum á vegum tsafoldarprentsmiðju 1944 og 1946, en sú útgáfa er löngu upp- seld. Þórður Kristleifsson, fyrr- um kennari á Laugaratni, annað- ist útgáfuverkið frá öndverðu. Þriðja bindið kom út á vegum tsa- foldarprentsmiðju árið 1960. Fjórða bindi ritsafnsins sem nefndist Fréttabréf úr Borgar- firði kom út á vegum Leifturs 1969. Hafði Þórður þá búið aðra út- gáfu fyrsta bindis til prentunar að nýju og aukið við það allmörgum viðbótarþáttum úr fórum föður sins, og kom hún út á vegum Leifturs 1971. önnur útgáfa af öðru bindi er nýkomin út i umsjá Þórðará þessu hausti hjá Leiftri. Báðum bindunum fylgir nafna- skrá, gerð af Þórði, með annarri útgáfu. Ritsafn Kristleifs fræðimanns á Kroppi er þvi allt til á markaði. Þórður Kristleifsson hefur ritað formála að þremur bindunum, og er að þvi fengur, þvi að þar er nánar greint frá fræðastarfi Kristleifs. 1 fyrsta bindi þessa ritsafns eru efnisþættir fimm, Sagnaþættir um ýmis efni, Dulrænar sagnir, Minningar, þar sem ritað er um ýmsa borgfirzka samferðamenn, Kennimenn og alþýða, og i ann- arri útgáfunni allmargir við- bótarþættir og æviminningar. 1 öðru bindinu eru eingöngu sagnaþættir og þjóðlifslýsingar, og er þar um margan merkilegan fróðleik að ræða. Þar er til að mynda sagt frá viðarkolagerð, heimilisiðnaði, refaveiðum, lestaferðum, kvium i Húsafelli og Snorra presti, notkun jarðhita i Borgarfirði fyrr á árum, lifi á Skipaskaga á siðustu öld, verzlun við Brákarpoll, Hvitá og Arnar- Kristleifur Þorsteinsson vatnsheiði, útilegumönnum, alþýðulækningum, einkennileg- um mönnum, brúðkaupssiðum gömlum og mörgu öðru. Þetta bindi er nokkuð á fimmta hundr- að blaðsiður. Frásagnir Kristleifs á Stóra- Kroppi eru að sjálfsögðu gagn merkar heimildir þjóðarsögu og skemmtilestur þeim, sem unna gömlum fróðleik. Hitt er jafnrétt að viðurkenna, að þessi rit njóta sin miklu betur en ella fyrir hina vandlegu umfjöllun Þórðar sonar hans, sem bæði hefur skipað efni niður i bækurnar, vafalitið sann- reynt margt og gengið úr skugga um vafaatriði, búið efnið af stakri vandvirkni til bókar og ritað margt um það til skýringar og glöggvunar lesendum. Fyrir þetta er ritsafnið vafalitið miklu heillegra og betra fræðaverk, enda mun vafalitið fara svo um þessa siðari útgáfu — sem hina fyrri — að hún verður keypt og lesin, ekki aðeins i Borgarfirði, heldur um allt land. Þórður Kristleifsson og útgef- andi eiga þakkir skildar fyrir það að sjá um, að þetta merka fræða- safn hyrfi ekki af vegi kynslóð- anna, þegar frumútgáfan var til þurrðar gengin. —AK. Rakvélar Vindla-kveikjarar Lóðbyssur Hárþurrkur Snyrtisett Grillofnar Straujárn Hrærivelar Katlar Pönnur Vöfflujárn Ryksugur Rafmagns klukkur Rafmagnspönnur m. grill-loki Jólaseríur úti og inni - Litaðar Ijósaperur jOAccf£a^pé£a/t Á/ RAFTÆKJADEILD HAFNARSTRÆTI 23 • REYKJAVÍK • SÍM118395

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.