Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMINN 3 Ntl UM helgina veröur kosiö i stjórn Starfsstúlknafélagsins Sóknar, en i því eru ófaglæröar starfsstúikur á sjúkrahúsum, barnaheimilum og elli og hjúkrunaheimiium. Sú breyting veröur nú á A-listanum, lista stjórnar- og trúnaöarmannaráös, aö Margrét Auöunsdóttir, sem lengi hefur veriö formaöur félagsins er nú ekki I kjöri til þess starfs. Blaöamaður hitti Margréti stuttlega að máli i gær og spurði hana um ástæður þess að hún dregur sig nú i hlé. — Það eru nú liðin 19 ár siðan ég tók fyrst sæti i stjórn þessa félags, segir Margrét og for- maður hef ég verið i 17 ár. Mér finnst þvi mál til komið að ég viki fyrir nýju fólki. Ég er þeirrar skoðunar að það sé ekki heppilegt að sama fólkið sitji lengi i stjórnum verkalýðsfélaga, tiu ár gætu jafnvel verið hæfilegur timi. Þetta er eina breytingin, sem verður á listanum hjá okkur að ég fer út og önnur kemur i staðinn fyrir mig. Formannsefnið okkar er Guðmunda Helgadóttir, hún er starfstúlka á Barnaheimili Hringsins viö Dalbraut, og hefur F.v. Guömunda Helgadóttir og Margrét Auöunsdóttir Kosið í Sókn um helgina verið i stjórn siðan 1968. Ég ber fyllsta traust til fólksins, sem er i framboöi. — Hvað finnst þér nú merkasti áfanginn, sem þið náðuð I ykkar kjaramálum meðan þú varst for- maður? — Það er alveg tvimælalaust vaktaálagið, sem við fengum fyrst ailra stéttarfélaga, mig minnir að það hafi verið 1963. Aðeins opinberir starfsmenn höfðu þá samið um vaktaálag. — Hvernig er að vera að kveðja félagið eftir allan þennan tima? — Ég er nú ekki farin frá félaginu þótt ég láti nú af formennsku. Ég verð áfram i stjórn og mun auðvitað leggja félaginu lið meðan ég get og það þarf þess með. Það hefur verið ánægjulegt að starfa innan þessa félags og samheldnin hefur verið góð þegar um kjarabaráttu hefur verið aö ræða. Guðmunda Helgadóttir er Vest- firðingur að ætt, fædd á Dýrafirði, en hefur átt heima i Reykjavik siðan 1952. ,,Ég hef ekki setið i stjórn félagsins áöur, en veriö trúnaðarkona þess á minum vinnustað, Borgarsjúkrahúsinu, og átt sæti i trúnaðarráöi. Við munum að sjálfsögðu fylgja fram þeirri meginstefnu sem Margrét Auðunsdóttir hefur markað, sagði Guömunda, þegar blaðamaður Tímans hitti hana að máli i gær. A sumrinu 1971 voru skipu- lagðar orlofsferðir til útlanda fyrir félagskonur og jafnframt greiddi félagið niður kostnað við ferðirnar. Ég hef mikinn hug á að halda þessari starfsemi áfram i sumar. Það má sjálfsagt lengi ræða um verkefni næstu stjórnar, en ég vil nefna aö við höfum hug á að taka til athugunar kjör fullorðnu kvennanna, sem hættar eru að vinna. Þá höfum við mikinn hug á að vinna að auknum kynnum kvenna innan félagsins, t.d. með þvi að halda reglulega rabbfundi. Það er góður andi og mikil samheldni innan félagsins, en þar mætti enn auka á með auknum kynnum kvenna af hinum ýmsu vinnustöðum.” Tveir listar eru I kjöri og er B-listinn borinn fram af Guðnýju Sigurðardóttur o. fl. Formanns- efni listans er Guðný Sigurðar- dóttir. A-listinn, listi stjórnar og trúnaðarráðs er þannig skipaður: Formaður: Guðmunda Helga- dóttir, Barnaheimili Hringsins v/Dalbraut. Varaformaður: Andrea Helga- dóttir, Borgarspitalanum. Ritari: Guðrún Jóna Sigurjóns- dóttir, Borgarspitalanum. Gjaldkeri: Elsa Blöndal, Borgar- spitalanum. Meöstjórnandi: Sigriöur Jónas- dóttir, Barnaheimilinu, Lauga- borg. Varastjórn: Margrét Auðunsdóttir, Landspitalanum, Ester Jónsdóttir, Elliheimilinu Grund, Hulda Eliasdóttir, Lands- spitalanum. Trúnaðarmannaráð: Steinunn Jónsdóttir, Hrafnistu Sólveig Sigurgeirsdóttir, Borgar- spitalanum, Asta Arnadóttir, Hrafnistu, Guðrún Emilsdóttir, Kópavogs- hælinu. Frá blaöamannafundinum á föstudaginn. Fremst á myndinni eru leiöbeinendur á námskeiöinu, fjær til hægri eru sjúkraflutningamennirnir.sem tókuþátti námskeiöinu. Ndmskeið fyrir sjúkraflutningamenn JGK, Reykjavik. A fimmtudaginn þann 8. marz lauk I Reykjavik námskeiöi fyrir sjúkraflutnings- menn, sem staöiö haföi frá 22. jan. Þaö var sjúkraflutninga- nefnd Reykjavíkur, sem gekkst fyrir mámskeiöinu og þátttak- endur voru sextán, allt menn sem starfa aö sjúkrafiutningum á vegum Reykjvikur og Rauöa krossins. Námskeiðið var all viöamikiö og þar lærðu menn bráðabirgöaum- búnað og flutning sjúkra og slasaðra bráöabirgðameðferð við meiri háttar slys og sjúkdóma, lifgun úr dauöadái, öndun og hjartahnoð, meðferð hjartasjúkl- Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar: Unglingavaka í dóm kirkjunni í kvöld UNDANFARIN ár hafa æsku- lýössamtök innan þjóökirkjunnar gengizt fyrir sérstökum kirkju- legum æskulýösdegi og veröur hann aö þessu sinni á morgun 11. marz. Veröur æskulýösmessa meö sérstöku sniöi i fiestum kirkjum landsins, þar sem guös- þjónustugerö fer fram, og er þar meðal annars gert ráö fyrir, aö aliur söfnuöurinn standi upp og taki undir, er presturinn flytur trúarjátningu fyrir altari. Sérstakt biaö, Immanúel, hefur verið gefið út i tilefni af æsku- lýðsdegi kirkjunnar, og mun það vera i fyrsta skipti, að slikt er gert. I dómkirkjunni i Reykjavik verður sérstök vaka á sunnudags- kvöldið, og mjög til hennar vandað. Hefst hún klukkan tiu. Séra Karl Sigurbjörnsson mun flytja þar hugleiðingu og fjöldi ungs fólks koma — til dæmis syngur þar kór úr mennta- skólanum við Tjörnina, og er söngstjórinn átján ára piltur, Snorri Sigfús Birgisson. Kvöldvaka, sem haldin var i dómkirkjunni á æskulýðs- deginum I fyrra, var afarfjöl- menn, og er sennilegt, að svo verði einnig nú. inga I sjúkraflutningum, fram- komu við sjúklinga og flutning geösjúkra og loks undirstöðu- atriði við fæðingarhjálp. Einnig var leitazt við aö skapa tengsl milli sjúkraflutningsmanna og starfsfólks sjúkradeildanna. Kennsla á námskeiðinu fór fram á slysadeild Borgar- spitalans, svæfinga- fæöinga- og lyflækningadeildum Landspit- alans og á Kleppsspitala. Kennslan fór fram i fjögurra manna hópum, og mun þetta vera fyrsta námskeið sinnar tegundar hér á landi og visir að sérþjálfun sjúkraflutningamanna. A blaðamannafundi á föstu- daginn var fréttamönnum gerð grein fyrir námskeiðinu og til- gangi þess. Þar flutti Jón Sigurösson borgarlæknir ávarp og afhenti þátttakendum I nám- skeiðinu viöurkenningarskjöl. Einnig tók Rúnar Bjarnason slökkviliösstjóri til máls og lét i ljós þá ósk.að þetta væri upphafið að betri menntun sjúkraflutn- ingamanna og um leið betri og ör- uggari sjúkraflutningum. Þegar stíflan brast 1 forustugrein Dags 7. þ.m. er rætt um veröbólguna. Þar segir m.a.: „Velmegun hefur vaxiö, þvi aö kaupmáttur launatekna er nieiri en hann var fyrir strlö, en hann hefur ekki vaxiö nema um lftiö brot af launahækkun- inni, eins og hún er I krónutali. Tekjur og veröhækkanir slö- ustu þrjátlu ára, eru fyrst og fremst I þvi fólgnar aö minnka krónuna. Þegar laun eöa verö- lag hækka meira en þjóöarbú- iö getur greitt, minnkar krón- an og þaö kalla menn verö- bóigu. Sú þróun hófst I önd- veröu vegna þess, aö erlendar vörur hækkuöu I veröi af völd- um striösins. Fyrstu strlösár- in reyndu stjórnarvöld aö hafa hemil á veröbóigunni meö þvl aö hafa eftirlit meö kaupgjaldi og verölagi. En áriö 1942 brast veröbólgustiflan og sföan hef- ur verögildi krónunnar fariö slminnkandi frá ári til árs, en misjafnlega ört.” Vísitalan Dagur segir ennfremur: „Sagt er, aö visitalan verö- tryggi launatekjur, en þaö er þó ekki nema aö nokkru leyti rétt. Til sanns vegar má færa, aö hún verötryggi þær launa- tekjur, sem notaöar eru jafn- óöum til kaupa á vörum og þjónustu. En þann hluta tekn- anna, sem menn leggja fyrir sem sparifé, verötryggir visi- taian ekki. Kaupmáttur spari- fjárins fer minnkandi, þótt greiddir séu af þvf háir vextir. Þar kemur ranglæti verö- bólguvitleysunnar fram, svo og f veröbólgugróöa þeirra, sem hafa lag á og aöstööu til aö notfæra sér hiö sjúka efna- hagsástand.” Á valdi þjóðarinnar Aö lokum segir Dagur: „Glöggur maöur sagöi fyrir skömmu I útvarpserindi um daginn og veginn: Engin rfkis- stjórn ræöur viö veröbólguna. Þaö er á valdi þjóöarinnar, hvort hér á landi er veröbólga eöa ekki. Nokkuö mun þessi maöur hafa til slns máls. Ef stéttarfélög landsmanna og sá hluti þjóöarinnar, sem eyöir fé þjóöarbúsins I óhófi, samein- uöust um aö hefta veröbólg- una, myndi margt breytast. En hvenær gerist þaö? TIu rikisstjórnir hafa setiö aö völdum slöan veröbólguvit- leysan hófst og allir þingflokk- ar hafa staöiö aö þessum rikisstjórnum lengri eöa skemmri tlma. En eiga eitt sameiginlegt: Engin hefur ráöiö viö veröbólguna og alltaf fer krónan minnkandi. Þaö er ekki von, aö vel fari, þegar t.d. forystumenn stéttarsamtaka og stjórnarandstööu heimta, aö skattlagning á munaöar- vöru, svo sem áfengi og tó- baki, sé tekin inn I visitölu." Þ.Þ. BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.