Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 19

Tíminn - 10.03.1973, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. marz 1973 TÍMINN 19 Líkur á því að við- skiptinviðBandaríkin stóraukist Koma bandarískir hjólbarðar í stað japanskra? K J- Reykjavík . Eftir gengisfellingu dollarans eru líkur á þvi aö viðskipti Islendinga við Bandaríkin muni stóraukast — að óbreyttu ástandi, og t.d. spáir Jón Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri véla- deildar SIS því, að inn- flutningur á bandarískum hjólbörðum og bandarísk- um bílum muni aukast að mun. Hjalti Pálsson fram- kvæmdastjóri innflutnings- deildar Sambandsins telur hugsanlegt, að viðskipti Is- lendinga snúist meira til Vesturheims, en hann benti jafnframt á í viðtali við Tímann, að islendingar hafi ætíð f lutt mikið inn frá Bandaríkjunum, og geri enn. Jón Þór Jóhannsson sagöi i viö- tali viö Sambandsfréttir, aö verö á bandariskum bilum sé nú oröið mun hagstæðara en á sambæri- legum vestur-evrópskum bilum. Sem dæmi má nefna, aö Chevro- let Nova (bandarískur) hefur hækkaö úr 654 þúsundum frá þvi i desember og upp i 744 þúsund. Opel-Record fjögurra dyra (v,- þýzkur) hefur á sama tima hækk- aö úr 605 þúsundum og upp i 794 þúsund. Hluti þeirrar hækkunar stafar þó af hækkunum erlendis, en þarna munar fimmtiu þúsund krónum á sambærilegum bllum, og er þó sá ódýrari allur meiri og stærri. i viðtalinu viö Sambandsfréttir sagöi Jón Þór einnig, aö hinar ný- afstöðnu gjaldeyrissveiflur heföu þau áhrif, aö bandariskar vörur yröu almennt talaö hagstæöari I innkaupum en áöur. Auk bilanna á þetta t.d. við um hjólbaröa, en Jón sagöi, aö ljóst væri, að verö á bandarlskum hjólböröum yröi svo hagstætt, aö hætt væri við aö bandarisku hjólbarðarnir ættu eftir aö taka verulega sölu frá þeim japönsku hjólbarðategund- um, sem undanfarið hafa veriö mest ráöandi hér á markaönum. Þá má geta þess að lokum, að nú er aftur aö hef jast innflutning- ur á GMC diesel vörubilum frá Bandarikjunum, en þeir voru vel þekktir hér á markaðnum fyrir nokkrum árum. Er liklegt, aö þessir vörubllar eigi eftir aö veita þeim evrópsku, sem vinsælastir hafa verið á undanförnum árum hér á landi, harða samkeppni. Innflutningsdeildin með 1800 milljón króna veltu Tlminn haföi samband viö Hjalta Pálsson, framkvæmda- stjóra innflutningsdeildar Sam- bandsins, en innflutningsdeildin er með stærstu innflutningsfyrir- tækjum landsins, og á s.l. ári var heildarvelta deildarinnar um 1.800 milljónir króna. Fyrst spurðum viö Hjalta um áhrifin af hinum sifelldu breytingum á gjaldmiölum heimsins. — Þessi vandamál hafa aö sjálfsögöu hina margvislegustu erfiöleika i för meö sér fyrir allar undirdeildir okkar, þó aö nokkuö sé þaö mismunandi eftir þvi um hvaöa vörufl. er aö ræöa. Fyrst mætti nefna gengistap, sem er mjög tilfinnanlegt, sérstaklega vegna innflutnings á kjarnfóöri og byggingarvörum, en þessar vörur og nokkrar fleiri, eru flutt- ar inn meö gjaldfresti, þannig aö alltaf er stór hluti þeirra seldur, þegar gengisbrey tingarnar verða, og lendir þaö tap á inn- flytjandanum. Sifelldar breyting- ar skapa vissan glundroða og valda einatt tortryggni viöskipta- vina og gera erfitt um vik við út- gáfu verölista, þvl prentsvertan er varla þornuö, þegar þeir eru orönir úreltir. Stöövun gjald- eyrisviöskipta I allt aö heila viku I einu hindrar eðlilega hreyfingu á vörunni inn á lagera, sem er mjög bagalegt hjá stórum fyrirtækjum. Svona mætti halda áfram aö telja. — Eru ekki likindi til, aö þiö snúiö ykkur meira til Bandarikj- anna og Kanada meö innkaup, þegar gengi dollarans miðaö viö Islenzkar krónur, veröur æ hag- stæöara? —■ Jú, þaö er vissulega hugsan- legt, en margs er þó aö gæta I þvi sambandi. Hér áöur fyrr var mjög mikill innflutningur frá Bandarikjunum og hann hefur alls ekki horfið, þó aö hann hafi minnkað mikiö. Viö flytjum t.d. inn mest allt okkar hveiti frá þeim og sömuleiöis niöursoöna og þurrkaöa ávexti auk nýrra af og til, ýmsar kryddvörur, pakkavör- ur, skrár og húna, glervörur og sitthvað fleira. Veröbólga hefur ekki oröiö eins mikil I Banda- rikjunum eins og mörgum Evrópulöndum þar sem hún hefur valdiö stööugum hækkunum nú siöustu ár, sem veröa enn tilfinn- anlegri fyrir okkur, þegar gengis- breytingar bætast svo þar ofan á. Þetta á ekki hvaö sizt viö um byggingarvörur, sem hækka verulega á þessu ári. Á móti þessu koma svo lægri tollar frá Evrópu eftir inngöngu okkar i EFTA og EBE, svo og hærri flutningskostnaður frá Ameríku. — Megum viö ekki vænta þess aö fá aö sjá fleiri af þeim gömlu vörumerkjum, sem a.m.k. eldra fólk man eftir og mikiö voru flutt inn frá Bandarikjunum hér áöur? — Ég held varla aö fnikil breyt- ing veröi á þvl, fyrst\)g fremst fyrir þaö, aö flest hinna stærri, þekktari bandarisku fyrirtækja hafa reist verksmiöjur I Evrópu og þaöan höfum viö fengiö flest af þessum þekktu merkjum. Vafa- litiö á þetta sinn þátt I erfiöleikum Bandarikjamanna meö viö- skiptajöfnuö sinn. Auk þess er hér aðallega um matvöru aö ræöa, en þær hafa hækkaö einna mest i Bandarikjunum aö undanförnu. — Nú hefur verið mikiö flutt inn af vörum frá Austurlöndum, og hafa þær verið tiltölulega ódýrar. Veröur áframhald á því? — Þaö er rétt, aö japanskar vörur voru mjög ódýrar, en á slö- ustu árum hafa þær hækkaö tals- vert og viö gengisbreytingarnar nú má búast við, aö mismunurinn veröi ekki eins mikill, ef nokkur. Flest þeirra fyrirtækja, sem viö höfum skipt viö I Asiu, hafa reikn- ingsfært slnar vörur I dollurum, og viö gengisbreytingarnar núna hækka þeir dollaraveröiö sem gengismuninum munar. Lita nú margir til Kina, en raunar má segja, aö öll þessi mál séu meira og minna I óvissu þar til einhver stöðugleiki fæst I gjaldeyrisviö- skipti og hin stærri iönaðarriki finna leiöir til aö halda jafnvægi i gjaldeyrismálum heimsins. Viö flytjum nú inn vörur frá 34 löndum i öllum heimsálfum og þaö veltur auðvitaö á mjög miklu, hvernig þessi mál skipast, hvert við beinum viöskiptum okkar fyrst og fremst. Varnarliðið og þjóðaratkvæði Framsóknarfélag Reykjavikur heldur fund, miðvikudaginn 14. marz kl. 20.30 að Hótel Esju. Fundarefni: Varnarliöiö og þjóðaratkvæði. Framsögumaður Jón Skaftason alþingismaður. Allt framsóknarfólk velkomiö Stjórn Framsóknarfélags Reykjavikur Árnesingar! Árnesingar! Almennur fundur um verkalýösmál verður haldinn I Samkomu- sal KÁ mánudaginn 12. marz og hefst kl. 21. Framsögumenn Björn Jónsson forseti ASl og Baldur Óskarsson framkvæmda- stjóri MFA. Framsóknarfélögin i Árnessýslu. Framsóknarfélögin i Kópavogi halda almennan fund I Félags- heimilinu (neðri sal) fimmtudaginn 15. þ.m. kl. 20.30 slðdegis stundvislega — Umræöuefni: Efnahags- og utanrlkisstefna rikisstjórnarinnar Framsögumenn: Hannes Jónsson, blaöafulltrúi Steingrimur Hermannsson, alþm. Allir velkomnir á fundinn Stjórnir félaganna. Aðalfundur miðstjórnar framsóknarflokksins 1973 hefst að Hótel Esju föstudaginn 27. april og stendur i þrjá daga. Þeiraðalmenn, sem ekki geta mætt,eru beðnir aö tilkynna það til flokksskrifstofunnar I Reykjavik, og til viðkomandi vara- manna sinna. Film Centrum í MIR- salnum í dag Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum kvikmyndafólksins Stp, Reykjavik. — Norræni kvik- myndahópurinn, sem dvaliö hef- ur hér undanfarna daga og haldið sýningar á myndum sinum, eins og fyrr hefur verið sagt frá hér I blaðinu, heldur sina slðustu sýn- ingu i dag, 10. marz i MlR-salnum i Þingholtsstræti. Er þessi lokasýning á vegum Menningar- og fræðslusambands alþýðu. Verða stanzlausar kvikmynda- sýningar i MIR-salnum frá kl. 2 eftir hádegi til kl. 7 slðdegis. Sýn- ingin verður öllum opin og að- gangur ókeypis. Er fólki og frjálst aö koma og fara aö vild allan tim- ann. Myndirnar, sem sýndar veröa þarna, fjalla um verkalýðs mál, félagsleg vandamál og vandamál þriðja heimsins. (Þeim, sem fýsir að vita meira um norræna kvikmyndafólkið skal bent á grein um það I Timan- um miðvikudaginn 7. marz s.l.) Tvær islenzkar verða einnig sýndari MÍR-salnum I dag. Eru það mynd Þorgeirs Þorgeirsson- ar Róöur.er sýnd var I sjónvarp- inu fyrir skömmu, en veröur nú sýnd i litum. Hin myndin er sú, sem Þorsteinn Jónsson geröi um Framboðsflokkinn margfræga, en sú mynd var fyrir nokkru sýnd i sænska sjónvarpinu og hlaut frábærar viötökur hjá Svium. Hún var og sýnd i íslenzka sjón- varpinu fyrir skömmu. Þess má geta, að jafnhliða sýningunum verða umræöur um myndirnar. Mjög góð aðsókn hefur verið að sýningum norræna kvik- myndafólksins undanfarna daga og fjörugar umræður átt sér stað. Kvikmyndafólkið, sem er fimm manns, frá Noregi, Sviþjóð og Finnlandi, hefur haft sýningar i Norræna húsinu, á Akureyri (tvær sýningar), hjá SOM i Reykjavik, á vegum félagsfræði- deildar H.I. og i Myndlistar- og handíðaskólanum. Þá hefur hóp- urinn og átt fund meö íslenzku kvikmyndagerðarfólki. SPARIÐ EENNIG SPORIN! Orðsending um nýja þjónustu Vér höfum þá ánægju aðtilkynna yður að náðst hefur sam- komulag við Tryggingastofnun ríkisins um greiðslu á öll- um tegundum tryggingabóta inn á bankareikninga. $ Framvegisgetum vér því boðið yðurþá auknu þjónustu, að vitja greiðslna yðar þar, jafnóðum og þær koma til út- borgunar og leggja inn á sérstaka sparisjóðsbók eða hvern annan viðskiptareikning hér við bankann, sem óskað er. SAMVINNUBANKINN Bankastræti 7 sími 20700 Hóaleitisbraut 68 sími 84220

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.