Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.03.1973, Blaðsíða 20
Þriðjudagur 20. marz. 1973 I I I ] • MERKIÐ.SEM GLEÐUR Htttatmst i haupjélaghtu ^GOÐI fyrir góóan mat $ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAHBANDSINS Fiskmatið lokar frystihúsinu á Djúpavogi ÞP — Djúpavogi. Eins og kunnugt er hafa kröfur þær, sem gerðar eru um hreinlætisaðstöðu og að- búnað i frystihúsum sifellt að verða strangari. Er mjög erfitt að fullnægja þessum kröfum i gömlum og litlum frystihúsum eins og frystihúsinu á Djúpa- vogi, sem reist var árið 1946. Nú hefur það gerzt, að frystihúsinu hefur verið lokað af Fiskmati rikisins, og mun taka allt að mánuði að framkvæma þær lág- marksbreytingar, sem heimtaðar eru. Af þessum sökum hafa þrjátiu til fjörutiu manns misst atvinnu sina á hávertfðinni og skýtur það skökku við, þar sem atvinnu- leysi hefur verið hér næstum óþekkt fyrirbrigði. Fyrirhuguð hefur verið bygging frystihúss almenningshlutafé- lagsins Búlandstinds, en fyrir- greiðsla hefur ekki ennþá verið veitt til þess að hefja fram- kvæmdir. Netavertíð, sem hófst hér um miðjan febrúarmánuð, hefur gengið allvel, og eru þrir stórir bátar gerðir út á net og hafa fisk- að um 350 lestir samtals. Alls hafa um fimm hundruð lestir borizt á land frá áramótum. Af loðnu hefur verið tekið á móti tiu þúsund lestum til frystingar og bræðslu, en auk þess hafa komið hér á land fimmtán lestir af rækju og sjö hákarlar. Ekki hefur gengið jafnvel um árabil að afla hráefnis til vinnslu, og nú voru litlu bátarnir að búa sig á neta- og handfæraveiðar, er frystihúsinu er lokað með valdboði. Nú er rauðmagavertíðin hafin affullum krafti. Þegar eru grásleppu- karlarnir i Skerjafirði og við Ægissfðuna farnir af stað, og þess þvi ekki langt að biða, að menn fari að kýia vömbina með hinum gómsæta, en heldur svipljóta fiski. Það er vaninn, þegar þessi vertið byrjar, að birta mynd af fólki að kaupa sér I soðið. Við breyttum nú út af venjunni og tókum mynd af matsveininum á Hótel Esju, Hauki Hermannssyni með rauðmaga i höndunum, en þar er nú rauðmagi á boðstólnum alla daga og á það áreiðanlega ekki eftir að minnka áhuga fóiks á þeim stað. (Timamynd Gunnar) Þrettán þúsund sýni rannsökuð Á AÐALFUNDI Krabbameins- félags tslands, sem haldinn var „OKKUR VANTAR HUNDRAÐ FJÖLSKYLDUR í ÓLAFSVÍK" Öllum fyrir beztu, að framkvæmdanefnd byggingaráætlunar stuðli að fólksfjölgun á slíkum stöðum — HÖFNIN hefur veriö stækkuð, bátunum hefur fjöigað og nýjar fiskvinnsiustöðvar hafa risib upp hér f ólafsvfk, sagði Jafet Sigurðsson, fréttaritari Tfmans þar, við blaðið I gær. En fólks- fjölgun hefur verið óveruleg, og orsökin er hörguil á húsnæði. Fyrir fimm árum voru hér þréttán bátar með net, en nú eru þeir tuttugu og sjö, en Ibúum ólafsvikur hefur aðeins fjölgað um rúmt hundrað á sama tfma — upp f eitthvað 1070. Það er stórtjón fyrir þjóð- félagið, hélt Jafet áfram, að mannfjölgun skuli ekki hafa oröið hér örari. Fiskibæirnir halda þjóðfélaginu bókstaflega uppi, og hver ólsari leggur margfalt verðmæti i þjóðarbúið heldur en hver og einn á höfuðborgar- svæðinu að meðaltali, og þó er það áreiöanlega meira en litið, sem frá dregst og forgörðum fer vegna þess, að ekki er vinnuafl til þess að koma undan öllum þeim afla, sem á land berst. Ég tel, að hingað vanti á að gizka hund rað fjölskyldur, og það er jafnvist og tvisvar sinnum tveir eru fjórir að allt venjulegt fólk gæti haft hér miklu betri afkomu en gengur og gerist við flest önnur störf á öðrum stöðum, til dæmis I Reykjavik. Eins og ég sagði áðan er húsnæðishörgull erfiðasti þröskuldurinn. Hreppsfélagið hefur ekki getað ráðizt i byggingu ibúðarhúsa, þar sem það hefur haft ærnu að sinna meö mikla og kostnaöarsama hafnargerð. En við hér vestra teljum það meiri- háttar skyssu, að framkvæmda- nefnd byggingaráætlunar skuli ekki hafa látið til sin taka á stað eins og ólafsvik, þar sem bæði þjóðfélagslegir hagsmunir og afkomuhorfur einstakljnganna mælir meö því, að fólki s é beint á afkastamikla útgerðarstaði. Við ráöum hér við þrjú hundruð lestir á dag, sagði Jafet enn fremur, en á laugardaginn bárust hér til dæmis að landi fimm hundruð lestir. Þó að allir nemendur unglinga- og gagn- fræðaskóla séu komnir i fisk- vinnu, og hver einasta kona, sem þess er megnug, vinni frá morgni til kvölds, vantar mikið upp á, að undan hafizt. Mikiö af fiski hefur verið sent með bilum til vinnslu á Akranesi, þó að slikt kvotl með aflann sé langt frá þvi að vera æskilegt, en nú þola vegirnir ekki lengur umferð þungra bila, svo að á sunnudaginn varð að grípa til þess ráðs að láta eina sjö báta fara alla leið til Akraness með afla sinn. Sú aflahrota, sem nú hefur komið, er hin mesta i mörg ár, og þó að fiskur gengi seinna nú en i fyrra, er aflamagnið þegar orðið likt. Þá var samt framúrskarandi góð vertið. Og það, sem meira er: Við gerum okkur rökstuddar vonir um, að þessi fiskigegnd sé ekki fyrst og fremst tilviljana- kennt fyrirbæri, heldur árangur Framhald á bls. 19 Sambandslaust við umheiminn Sæsíminn til Evrópu slitnaði í gær Erl — Reykjavfk. — A sjöunda tlmanum f gær varð sambandslaust með öliu við útlönd, en þá slitnaði sæsfmastrengurinn Scotice, sem tengir okkur við Evrópu. Hinn strengurinn, Icecan, sem liggur til Ameriku er búinn að vera slitinn I margar vikur, og er þvi ekki heldur hægt að ná sambandi f þá áttina. Ekki var i gærkvöldi vitað, hvað biluninni olli, en sá grunur iæðist vafalaust að mörgum, að slitnað hafi einhvers staðar við Vestmannaeyjar, en þar liggur strengurinn á land, Þar sem allt lá svo óljóst fyrir var að sjálfsögðu ekki heldur hægt að segja neitt um, hvenær viðgerð færi fram og við kæmumst I samband við umheiminn á ný- nýlega lét Bjarni Bjarnason læknir af formennsku, er hann hefurgegnt siðan 1966. Aður hafði hann lengi verið formaður Krabbameinsfélags Reykjavikur. 1 stað Bjarna var Ólafur Bjarna- son prófessor kosinn formaður Krabbameinsfélags Islands, en að öðru leyti er stjórnin óbreytt. Fjárhagur Krabbameinsfélags Islands hefur batnað til muna á liðnu ári, enda var orðið mjög að þvi þrengt fjárhagslega. Krabba- meinsfélög úti á landi hafa sýnt mikinn dugnað við að safna fé og reka leitarstöðvar, og nam fram- lag deildanna samtals á fjórðu milljón króna. Mesti tekjuliður Krabbameinsfélags Islands var rösklega fimm milljónir frá Afengis- og tóbaksverzlun rikis- ins og yfir tvær milljónir frá Tryggingastofnun rikisins, sem og framlag Krabbameinsfélags Reykjavikur. Starfsemi leitarstöðvar A varð þó að hætta um siðustu áramót, en leitarstöð B hefur aldrei af- kastað jafnmikiu verki og siðast- liðið ár. Leitarstöðvar úti á landi hafa einnig verið afkastamiklar. Alls voru skoðuð meira en þrettán þúsund sýni á árinu. Alma Þórarinsson, sem verið hefur yfirlæknir leitarstöðvar B frá upphafi, árið 1964, sagði starfi sinu lausu um áramótin, og hefur Guðmundur Jóhannesson læknir verið ráðinn i hennar stað. Bjarni Bjarnason læknir. Ólafur Bjarnason prófessor. Bílunum bjargað úr strandaða skipinu — og í dag verður gerð tilraun til að ná því sjálfu á flot Klp—Reykjavfk. Um helgina var unnið að þvi að bjarga bflum úr danska skipinu Thomas Bjerco, sem strandaði á Eyjafjallasandi s.l. föstudagskvöld. Menn af nær- liggjandi bæjum, Hafskip, sem hafði skipið á leigu og Björgun h.f., sem unnu einnig að björgun skipsins, störfuðu við þetta. Halldór Friðriksson hjá Haf- skip, sagði okkur i gær, að þarna hafi verið um að ræða 23 japanska bila af gerðinni Mazda, sem verið hefðu i lestunum ásamt öðrum varningi. „Þetta gekk ljómandi vel hjá okkur” sagði Halldór. Að visu voru tækin, sem við notuðum heldur frumstæð, en þrátt fyrir það flugu bilarnir i land hver af öðrum án þess að fá á sig skrámu. Þeir voru að visu nokkrir meira eða minna dældaðir eftir að skipið hafði brotizt þarna um i sand- inum, en að öðru leyti i fuilkomnu lagi. Við notuðum bómur frá skipinu og þræddum virana úr þeim i spil á bil upp á landi og höfðum siðan jarðýtu til að draga bómurnar út og slaka þeim inn. Það voru menn þarna úr sveitinni, sem réttu okkur hjálparhönd við þetta og töldu það ekki eftir sér. Þegar bil- arnir voru komnir upp á sandinn, settum við þá i gang og ókum þeim yfir sandinn, og upp á barð, sem þarna var og þaðan var þeim ekið beint á vörubila, sem smalað Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.