Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.03.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Kaugardagur 31. inarz 1973. ^—25555 14444 wmiR BILALEIGA HVEUFISGÖTU 103 YW Sendiferðabifreið-VW 5 manna -VW svefnvagn VW 9manna-Landrover 7manna Bílasala — Búvélasala Okkur vantar bila, búvélar og hjólhýsi i sölu. Höfum ný hjólhýsi til sölu. Opið frá kl. 13-20 virka daga, laugardaga frá 10-18, sunnu- daga 13-18. Bilar og Búvélar Kskihllð 15, við Miklatorg. Slmar 18075 og 18077. Vönduö og ódýr Nivada svissnesk 1 gæöa-úr Magnús E. ^ Baldvinsson Laugavegi~12 Sími 22804 Skákþing Islands 1973 verður haldið i Reykjavik um páskana. Teflt verður i Skákheimilinu á Grensásvegi 46 og hefst keppni i landsliösflokki fimmtudaginn 12. april. Einnig verður teflt i meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og ung- lingaflokki. Þátttaka tilkynnist Hermanni Ragnarssyni i sinia 20002 eða i pósthólf 5232, Reykjavlk, fyrir 9. aprll. Aðalfundur SÍ verður haldinn laugardaginn 21. april. Skáksamband íslands. Pípulagningamaður óskast Innflutningsdeild Sambandsins vill ráða pipulagningamann til að annast viðgerðir, viðhald og kynningu á nýrri gerð af sjálf- stýrðum ofnkrönum. Fyrir liggur námsferð til framleiðanda i Danmörku. Skriflegt tilboð merkt: 1909 sendist blaðinu fyrir 5. april. Samband ísl samvinnufélaga IN N FLUTNINGSDEILD Ekki af heilindum gert ÉG get ekki þagaö við uppátæki þessara forystukvenna i Hús- mæðrafélagi Reykjavikur. Ég get engan veginn lagt það að jöfnu eins og gert er i Vísi, þegar konur komu sjö miðvikudaga i röð á þingpallana til þess að fylgja eftir málum Landspitalans og þessu mjólkuruppþoti, sem ég get ekki betur séð en sé af annarlegum ástæðum sprottið. Húsmæðrafélag Reykjavfkur var upphaflega stofnað til þess að standa fyrir mjólkurverkfalli á fjórða áratug aldarinnar og beita sér gegn hinni þörfustu heil- brigðisframkvæmd — geril- sneyðingu allrar sölumjólkur. Nú hafa einhverjar konur innan þess, fáliðaöar sem betur fer, farið á stúfana á ný, vegna þess að mjólk hefur hækkað i verði eins og margt annað, samtimis og kaup- gjald hefur hækkað, rétt eins og sveitafólk megi ekki fá sina kaup- hækkun, likt og aðrir. Ég er ekki að mæla verðþenslu neina bót. en það sýnir eðli þessa uppþots, að þvi er beint gegn landbúnaðarvörum einum og fólk jafnvel hvatt til þess að kaupa verri og dýrari vöru i þeirra stað. Hvers vegna mótmæla þessar konur ekki öðrum verð- hækkunum? Af hverju þögðu þessar konur við öllum gengis- fellingum i meira en áratug? Hvers vegna mótmæla þær ekki alveg nýtilkominni hækkun á hitaveitugjöldum og rafmagni? Ætli það sé ekki af þvi, að þetta er ekki af heilindum gert, heldur býr annað undir? Sigrlöur Hannesdóttir. Fásótt messa á Selfossi SJALFSTÆÐISFLOKKURINN boðaði til þrjátiu og tveggja funda um siðustu helgi, muni ég rétt. Þetta var sem sagt stórsókn á öllum vigstöðvum. Einn fund- anna var hér á Selfossi, fjöl- mennum bæ i viðlendu og þétt- býlu héraði á islenzkan mæli- kvarða. Haldinn var hann á laugardegi, þegar allvel gat horft um fundarsókn, hið fegursta veður og gott færi. En æ-æ, það voru fjórtán á fundinum að meðtöldum sjálfum æðstu prestunum, Steinþóri Gestssyni og Guðlaugi Gislasyni, sem fluttu boðskapinn. Ég veit ekki um fundarsókn annars staðar. En hafi svipað átt sér stað viðar, hefur þetta herhlaup tæpast leitt til mikilla landvinn- inga. Selfyssingur. Bréf frá landlækni: LYFJANOTKUN Á ÍSLANDI Herra ritstjóri. Undanfarið hafa v^rið til um- ræðu i blöðum viðbrögð land- læknisembættisins við beiðni sakadóms Reykjavikur um birt- ingu á nöfnum einstaklinga, sem á árunum 1968—1971 hafa fengið ávisað eftirritunarskyldum lyfj- um oftar en 50 sinnum, svo og um birtingu á nöfnum lækna þeirra, er látið hafa einstaklingum þau i té. Eftirritunarskyld eru t.d. morfin og önnur skyld lyf, pethedin og amfetamin. Það er rétt, að landlæknis- embættið hefur undir höndum upplýsingar um nöfn þessara lækna og sjúklinga. Það skal tekið fram, að fyrrv. landlæknir, Sigurður Sigurðsson, sendi sakadómara hinn 28. april s.l. upplýsingar um þá ein- staklinga, sem fengið hafa ofan- greint magn af eftirritunarskyld- Trúlofunar- ^ HRINGTR 1 Fljót afgreiðsla n% Sent i póstkröfu GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12 VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smíSaðar eftir beiðni. GLUGGAS MIÐJAN Síðumúla l2 - Sími 38220 um lyfjum á árunum 1968—1971, en hvorki nöfn né sjúkraskrár viökomandi. Til þess að almenn- ingi sé kunnugt um ástæðuna fyrir þvi, að landlæknir hefur ósk- að eftir dómsúrskurði, og þá væntanlega frá Hæstarétti, um hvort honum beri að gefa upp nöfn lækna og einstaklinga, vil ég benda á eftirfarandi: Samkvæmt 10. grein læknalaganna ber lækni að gæta fyllstu þagmælsku um öll einkamál, er hann kann að kom- ast að sem læknir, nema lög bjóði annað. Þess vegna er beiðni ekki nægjanleg, heldur er krafizt dómsúrskurðar. Eftir að ég tók við embætti hefi ég unnið að áframhaldandi könn- un gagna um eftirritunarskyld lyf ásamt lyfjafræðingi við heil- brigðismálaráðuneytið, þó að henni sé ekki að fullu lokið. Kom- ið hefur i ljós, að fólk það, er hér um ræðir, má að mestu flokka i eftirfarandi hópa: 1) Fólk haldið andlegri vanlið- an, m.a. geðveilu, drykkjusýki (dipsomani) o.fl. I þessum hópi eru allmargir, sem með hjálp lyfja starfa sem nýtir þjóðfélags- þegnar. Fullyrða má, að ef þetta fólk fengi ekki lyfjameðferð, lægi margt af þvi á sjúkrahúsum eða væri að öðru leyti óstarfhæft. 2) Fólk með krabbamein og aðra illkynja sjúkdóma og þar af leiðandi mjög þjáð. 3) Fólk með aðra sjúkdóma, t.d. taugasjúkdóma, sem þarfn- ast þessara lyfja, en væri að mestu óstarfhæft að öðrum kosti. 4) Fólk með persónuleikagalla, en sumt af þessu fólki leitar á náðir heimilis- og geðlækna. Verkefni læknanna er að veita þessu fólki hjálp, uppörvun, styrk og traust. Þessi hópur er mjög vandmeðfarinn og erfitt að fylgja ákveðinni reglu um meðferð, en oft er reynd lyfjameðferö. 5) Fólk, sem virðist-reyna með öllum tilt. ráðum aö fá ávisað ofangreindum lyfjum, til sölu, þótt erfitt sé að sanna sllkt athæfi. Þessi hópur er fámennur. Siöan eftirritunarskyldan hófst, en sá siður var upp tekinn fyrir tugum ára, hefur það verið hlutverk landlæknis að benda læknum á aðila, sem sannað er að stundi þá iðju, og svo hefur einnig verið gert nú. Gæta verður ýtrustu varkárni, er þetta er gert, og far- ið er eftir þeirri reglu, að sá, er sakar, skal sanna sök. Þetta hefur tekizt m.a. vegna góðrar samvinnu lyfjafræðinga og lækna við landlæknisembættið. Fyrrv. landlæknar og núverandi hafa gefið nokkrum læknum aðvaranir vegna óvarlegra lyfjaávisana, og i vissum tilfellum hafa læknar að tillögu landlæknisembættisins verið sviptir lækningaleyfi um tima eða varanlega. Sakadómari hefur fengið nöfn þessara lækna og má finna þessar upplýsingar i Heilbrigðisskýrslum. Ef dómsúr- skurður verður uppkveðinn um birtingu nafna lækna og jafn- framt ofangreindra sjúklinga, mun ég vitaskuld lilita þeim úr- skurði, cn ennfremur mun fylgja sjúkdómsgreining hvers sjúk- lings og jafnfraint ástæða fyrir iyfjaávisun læknis. Fyrir tilstuðlan fyrrv. land- læknis var gerður samanburður á heildarinnflutningi lyfja, sem eru eftirritunarskyld á Islandi á ár- unum 1967—68 og borið saman við innflutning á Norðurlöndum og i Englandi. Morphin (lOmg) Pethidin (lOOmg) Methadon (lOmg) Total svnthetic analgetics öll eftirritunarskyld verkjalyf Hydrocon (5mg) Thebacon (7,5mg) Codein (20mg) Ethylmorphin (20mg) öll eftirritunarskyld hóstastillandi lyf öll eftirritunarskyld ávana- og fiknilyf ÍSLAND 1967 312 312 75 387 699 58 15 3384 30 3487 4186 1968 216 306 148 454 670 96 1 6846 48 6991 7661 Danmörk 1966 841 589 205 794 2791 205 82 22379 513 23200 25991 Noregur 1966 613 163 107 270 1096 266 5023 107 5889 6985 Sviþjóð 1966 141 72 38 110 360 26 11482 1351 12987 13347 Finnland 1966 129 103 194 297 534 43 18506 1056 19806 20340 England 1966 760 184 83 266 1384 7 10567 179 12763 14147 t töflunni kemur fram f jöldi skammta á 100 ibúa hvers lands. Ur þessari töflu má lesa, að heildarinnflutningur til Islands er hlutfallslega minnien margra þessara landa. Ég hefi orðið var viö, að fólk blandar oft s.k. „geðlyfjum” og róandi lyfjum saman ’við eftirritunarskyld lyf og gjarnan er rætt um, að læknar ávisi fyrr- nefndum lyfjum um of. I nóvembermánuði 1972 var fyrir tilstuðlan landlæknisembættisins og heilbrigðisráðuneytisins gerð tæmandi könnun á lyfjaávisunum á 1 eykjavikursvæðinu varðandi geðlyf, svefn- lyf, ..róandi lyf” og verkjalyf, þótt þessi lyf séu ekki eftirrituna’rskyld. Þrátt fyrir ýtarlega könnun meðal nágrannalanda, er ekki kunnugt um, að svo nákvæm könnun hafi verið gerð þar. Ætlunin er að slik könnun verði gerð al' og til. Ólafur ólafsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.