Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 12. april 1973. TÍMINN * I Kristjánsson á Akranesi — Hver ungi skilar einu til einu og hálfu kilói kjöts. Siðan getur hver læða hæglega komið upp 40 ungum á ári, og geta menn þá sjálfir reiknað, hvort hag- kvæmara muni með tilliti til framleiðslumagns að eiga eina kaninulæðu en til dæmis eina á.' — Hefuður nokkuð leitað til opin- berra aðila I sambandi við þinn sérstæða búrekstur? — Nei, það hef ég ekki gert. Þó hef ég talað við búnaðarmála- stjbra og hann h,efur viðurkennt kaninuræktina sem búgrein. En ég geri ráð fyrir þvi að leita til fleiri ráðandi manna og vona, aö mér verði vel tekið. — Þú hefur ekki enn gengið á fund þeirra, sem hafa lyklavöldin að lánastofnunum þjóðarinnar? — Nei, ekki enn, en það fer nú að koma að þvi. Ég kemst ekki hjá þvi að koma mér upp varanlegu húsnæði og góöum búrum fyrir dýrin, og það get ég ekki gert án lántöku. — Þú þarft auðvitað góð búr? — Já, það er bráðnauðsynlegt. Og þar nægir ekki neitt litið, þvi að búrin þurfa að vera jafnmörg og dýrin. Fullorðnar kaninur geta ekki verið saman i búri, en verða að vera ein og ein. — Þar blómstrar einstaklings- hyggjan? — Já, heldur betur! Eftir að karl- dýrin eru orðin fjögurra mánaða, verður að lóga þeim öllum, þvi að ef þeim lendir saman, drepa þeir hver annan. Það er aftur á móti ekki alveg vist, að læðurnar drepi beinlinis hver aðra, en önnur gengur þá aö minnsta kosti svo rækilega frá hinni, að ekki er mikið gagn að henni eftir það. Það er algerlega útilokað að hafa tvær læður saman I búri, eftir að þær eru orðnar kynþroska. á kaninurnar sem gæludýr. En eftir að menn höfðu bragðað á kjötinu, hvarf það fljótt, að þeim byði við þvi, og allir báðu um meira. — Þú ert þá bjartsýnn á fram- haldiö? — Já, það er ekki ástæða til neins annars. Fyrst kjötið, sem ég framleiði, nýtur slikra vinsælda, strax fyrstu árin, sem það er á boðstólum, ætti það ekki siður að njóta hylli fólks seinna, þegar það hefur unnið sér enn öruggari sess á markaðinum. -VS. Það er vist drykkjarflát, sem stendur hjá netinu, enda þarf sjálfsagt oftar að nota vatn en snjó, þótt þeim sé hann engu siður kær. Las um þetta i dönsku blaði. — Bjartsýnn á framhaldið — Hvernig stóð á þvi, að þér datt i hug að byrja á þessu? — Ég sá það einu sinni i dönsku blaði, að kaninubændurnir væru efnuðustu bændur þar i landi. Þá fékk ég hugmyndina, gekk með hana hið innra með mér i nokkur misseri, en fór svo að reyna að hrinda henni i fram- kvæmd. — Heldurðu að þér muni lánast þessi starfsemi framvegis? — Það vona ég fastlega. Ég er alveg ákveöinn i þvi að halda þessu áfram, enda væri annað fráleitt, þar sem undirtektirnar hafa verið svo góðar sem raun ber vitni. Ég get til dæmis sagt frá þvi, að Hótel Esja fékk kjöt hjá mér og lauk miklu lofsorði á það. Franski kokkurinn, sem var þar, sagði að hráefnið væri eins og það gerðist bezt i Evrópu. Eins hefur þetta verið bæði hér og i Reykjavik, á meðan ég var þar. Menn vilja gjarnan bragða á þessu, og þeir sem einu sinni hafa fengið kjöt hjá mér, vilja meira. — Bauð mönnum ekkert við þessu? — Það þótti sumum skrokkurinn á þessu likjast ketti, og svo voru dálitlir fordómar, bæði vegna þess og eins af hinu,að menn litu Ungar i búri. Hér er samlyndið enn gott og grimmd hins fullorðna ekki farin að segja til sin Páll var að huga að kaninum sinum og sýna okkur vistarverur þeirra. Þá var þessari mynd smellt af. í Jk H w

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.