Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 12.04.1973, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 12. aprii 1973. TÍMINN £ _____liiin Opiö frá kl. Fermingarveizlur Tökum aö okkur og útbúum alls kyns veizlumat, brauðtertur, smurt brauð Laugavegi 178 og margt fleira Sími 3-47-80 08-21.30. Gömlu dansarnir í kvöld Hljómsveit Sigmundar Júlíussonar Páskablað Vikunnar er komið út, 68 blaðsíður að stærð. Meðal efnis er viðtal við borgarstjórann i Reykjavík, Birgi ísleif Gunnarsson, og margar myndir af honum bæði heima og í starfi. Vikan 28. þing Sambands islenzkra bankamanna var sett í gær á Hótel Sögu. Sækja þaft sextiu til sjötiu fulitrúar viðs vegar að af landinu. -Tinia- mvnd: GE. KÝRUSRITGERÐdr. JAKOBS Á PRENT KOMIN er út hjá Kimnafélaginu ritgerðin Kýrus i islenzkum rim- um eftir sr. Jakob Jónsson dr. thcol. Þessi ritgerð er að miklu leyti sama efnis og fyrirlestur, sem höfundurinn flutti á fundi visinda ma nna haustið 1971 i Sh'iraz i Iran, þar sem þess var minnzt, að 2500 ár voru liðin frá þvi að Kýrus lagöi grundvöllinn að Persaveldi. O Sameinast Loftleiðir að vera komnar upp úr þessum öldudal. örn Johnson, forstjóri Flug- félags tslands, sagði, að nú hefði verið náð veigamiklum áfanga i átt að algerri sameiningu flug- félaganna. Viðræður um þau atriði, sem samkomulag hefði náðst um, hefðu staðið yfir i eitt og hálft ár, þó með hléum, og þær viðræður, sem framundan væru, teldust litilræði samborið við þessar. Um rekstur Flugfélagsins á sið- asta ári sagði örn, að rekstrartöl- ur fyrir árið 1972 lægju ekki fyrir. En hann gæti fullyrt, að rekstur- inn hefði gengið sæmilega. Hann sagðist geta fullyrt, aö væntanleg sameining væri hluthöfum félag- anna, starfsmönnum þeirra og is- lenzku þjóðinni til góðs, og veitti aukið öryggi. A fundinum bar Norðurlanda- flug félaganna á góma. Kom fram, að engin ákvörðun um skiptingu leiðanna milli félag- anna hefði enn verið tekin, en verði væntanlega tekin fyrir bráðlega. Þá kom fram, að enn hefur ekkert verið rætt um, hvort núverandi nöfn á félögunum yrðu lögð niður og nýtt félag stofnað, og ekki hvort annað félagið yrði meðlimur IATA, en hitt ekki. A víðavangi spurn frá Einari Braga um það, livers vegna útsendingum Kefla vikursjónvarpsins hafi ekki verið hætt. Magnús segist bera á þvi ábyrgð til jafns við aðra, sem um málið eigi að fjalla, að útsendingunum hef- ur ekki verið hætt. Síðan segir ráðherrann: „Skýrslugjöf um það, hvað hver og einn hafi gert eða látið ógert i þessu efni er mér aftur á móti fjarri skapi. Samstarf krefst trúnaðar, sem ég mun ekki gerast fyrstur til að rjúfa. Og hvað herstöðina varðar er sjónvarpsmálið angi af miklu stærra máli, sem núverandi rikisstjórn hefur heitið að taka ákveðnum tökum. Afdrif þess eru aðalatriði, sem stjórnin veröur að standa reikningsskil fvrir á sinum tima.” —TK 1 ritgerð sinni fjallar höf. um þrennar rimur af Kýrusi, sem til eru i handritum frá 17., 18. og 19. öld, kannar heimildir þeirra og gerir grein fyrir efnismeðferð skáldanna, jafnframt þvi sem hann skýrir, á hvern hátt þau heimfæri atburði sögunnar til sinnar samtiðar og til mannlifsins yfirleitt. Ritgerðin er fjórða hefti i ,rita- röðinni Aukarit Rimnafélagsins, en auk þess er á vegum félagsins nokkuð á veg komið að undirbún- ingi að útgáfu 11. og 12. bindis af ritum Rimnafélagsins. Verða þar birtar Blómsturvallarimur eftir Jón Eggertsson og Bandamanna- rimur eftir Þorgeir Þorsteinsson. 1 stjórn Rimnafélagsins eiga sæti Ingvar Gislason alþm. for- seti, Hallfreður örn Eiriksson cand. mag. og Eysteinn Sigurðs- son cand. mag. 1 útgáfuráði félagsins sitja þeir dr. Jakob Benediktsson, dr. Bjarni Guðna- son og Grimur M. Helgason cand. mag. (Frá Kímnafélaginu). launin 60 krónum lægri ODDVITALAUNIN eru ekki 177 krónur á ibúa á ári heldur 117 krónur. Þessa er getið hér vegna misprentunar i blaðinu i gær. Hafi einhverjir oddvitar séð fram á, að nú færu þeir að verða höku- feitir af þjónustu sveitar sinnar, þá verðum við þvi miður að spipta þá þeirri von. Launin eru sem sagt 117 krónur á mann. Arabar arinnar vegna atburðanna. For- setinn ætlaði að taka ákvörðun um hána innan sólarhrings. Gert er ráð fyrir, að forsætisráðherr- ann verði áfram i embætti, en gerðar verði aðrar breytingar á rikisstjórninni. Utanrikisráðuneytið i Beirut sendi Ghorra sendiherra sinum hjá Sameinuðu þjóðunum fyrir- mæli um að kæra aðgerðir ísra- elsmanna fyrir öryggisráðinu. Anwar Sadat forseti Egypta lands ræddi á miðvikudag við ráðgjafa sina um aðgerðir Isra- elsmanna, en engin yfirlýsing hefur verið gefin út um hvað fram fór á fundi þeirra. Mikið hefur verið skrifað um atburöi þriðju- dagsins i blöð i Egyptalandi. aðeíns nokkra dropa og....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.