Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.05.1973, Blaðsíða 1
Forsetahjónin og Gunnar Asgeirsson vift opnun sýningarinnar. 6000 BÍLA VERÐUR AÐ FLYTJA INN ÁRLEGA Rætt við Júlíus S. Ólafsson framkvæmdastjóra Bílgreinasambandsins ÞAÐ ERU margir, sem velta vöngum yfir þvl hve marga blla þurfi aö flytja inn árlega til aö haida viö bilaflota landsmanna. Nú eru I landinu rúml. 50 þús. bif reiöar og ef gert er ráö fyrir aö hver bíll endist aö meöaltali I 10 ár, þá þarf aö flytja inn 5000 bila á ári hverju. En þar meö er ekki öll sagan sögö, þvl tii aö halda hlut- fallinu á hverja þúsund ibúa (miöað viö fólksfjölgun) þarf 1000 blla til viöbótar, sem þýöir aö 6000 bila veröur aö flytja inn á hverju ári næstu árin. Þetta kom meöal annars fram I viötaii, sem viö áttum viö Júlíus S. Ólafsson, framkvæmdastjóra Bllgreina- sambandsins og framkvæmda- stjóra Félags Islenzkra stórkaup- manna. „Þetta takmark náðist nokkurn veginn á siöasta ári” sagði Július, ,, en þá voru fluttir inn um 6000 bllar. Arið 1971 voru fluttir inn 7400 bilar, en taka veröur tillit til þess, að þá var verið aö jafna bylgju þvi árin á undan hafði bif- reiðainnflutningur að mestu legið niðri. Á þessu ári eru ekki horfur á að fluttir verði meira en 4000-5000 bilar til landsins, fyrstu þrjá mánuöina voru fluttir inn 1000 bilar. Má hér kenna um gengisfellingum og hækkunum erlendis, þannig að horfur eru á að bifreiðainnflutningurinn sé aö fara i öldudal aftur. Þó hefur gengishækkunin aðeins bætt úr”, sagði hann. Bilgreinasambandið var stofnaö 14. nóvember 1970, og voru meðlimir þesss i upphafi um 50 talsins. Nú eru þeir um 100, og meðlimir þess eru svo til öll fyrir- tæki, sem hafa meö bifreiða- þjónustu að gera. Július sagöi að tilgangur félagsins væri að koma fram fyrir hönd sambandsaðila gagnvart Alþingi, rikisstjórn, öðrum opinberum aöilum, fram- leiðendum og öðrum erlendum viðskiptamönnum og almenningi. Að efla samtök og samstarf allra bifreiðafyrirtækja 1 landinu og stuðla að heilbrigðri þróun þeirra m.a. með þvi: Að berj- ast gegn óréttmætum viöskipta- háttum. Með þvi að vinna aö sem beztum vinnufriði á vinnustööum þeirra og kosta kapps um að koma i veg fyrir verkföll og verk- bönn með friðsamlegum samn- ingum. Að berjast fyrir bættum starfs- aöferöum og viðskiptaháttum innan starfsgreinarinnar, svo að leiöi til hagkvæms og arðbærs rekstrar fyrirtækjanna og þau geti búið við fjárhagslegt öryggi á hverjum tima. A6 gangast fyrir rannsóknum og upplýsingasöfnun , sem þarfir sambandsins krefjast m.a. með þvi aö vera aðilum til leiöbein- ingar um allt er snertir atvinnu- rekstur þeirra. Að stuðla að umferöarmenningu og umferðaröryggi eftir þvi, sem i valdi þess stendur. Að stofna til, skipuleggja og halda sýningar á bifreiðum og hlutum tengdum þeim og iön- aöinum i heild. Að láta að öðru leyti til sin taka málefni, sem hafa almenna þýðingu fyrir sambandsaöila. Þá sagði hann, að verðlagsmál og fræðslumálin væru einnig ofarlega á dagskrá hjá sam- bandinu. Ennfremur sagði hann, að Framhald á 5. siöu. Júllus ólafsson, framkvæmda- stjóri Bllgreinasambandsins á skrifstofu Félags Islenzkra stór- kaupmanna. Texti: Þorleifur Ólafsson AAyndir: Gunnar V. Andrésson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.