Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 13
Þriöjudagur 3. júli 1973. TÍMINN 13 Aðalfundur Sióvá 8HB KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS AÐALFUNDUR Sjóvátrygginga- félags Islands h.f. var haldinn i húsakynnum félagsins, Ingólfs- stræti 5, Reykjavik, miövikudag- inn 20. júnf s.l. * Fundarstjóri var Benedikt Blöndal, hæstaréttarlögmaður. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri, flutti skýrslu stjórnarinnar og skýröi reikninga félagsins fyrir liðið starfsár. Heildar iðgjaldatekjur félags- ins námu 470 milljónum króna á árinu 1972 og höfðu aukist um 116 milljónir króna frá árinu 1971. Heildar tjón, greidd og áætluð ógreidd árið 1972, námu 344 millj- ónum króna. Hafði rekstur hinna ýmsu deilda félagsins orðið hagstæður, að undantekinni bifreiöadeildinni sem rekin var með miklu tapi. Hafði beint tap bifreiðadeildar- innar á árinu 1972 numið 1,8 millj- ón króna. Þar við bætast útgjöld deildarinnar vegna launa starfs- fólks og annars kostnaöar, svo að alls nemur tapið á bifreiöadeild- inni um 12 milljónum króna. Aðal kostnaður bifreiðadeildarinnar er vegna skoðunar og uppgjörs á tjónum, en ekki vegna innheimtu- kostnaðar, eins og haldiö hefur verið fram á opinberum vett- vangi. Þrátt fyrir tap á bifreiða- deildinni varð hagnaður á heildarrekstri félagsins kr. 5.332.000,00. 1 árslok 1972 námu eftirstöðvar þess fjár, sem tekið hafði verið frá tii að mæta óuppgerðum tjón- um og iðgjöldum 357 milljónum króna og hafði hækkaö um 125 milljónir króna á árinu. Fastráðið starfsfólk á skrifstof- um félgsins i Reykjavik er 68 manns, auk fólks við innheimtu- störf o.fl. Stjórn félagsins skipa nú: Sveinn Benediktsson, formaður, Agúst Fjeldsted, Björn Hall- grimsson, Ingvar Vilhjámsson og Teitur Finnbogason. Framkvæmdastjórar féiagsins eru Sigurður Jónsson og Axel Kaaber. afsláttar kort Afsláttarkortin gilda til Afsláttarkortin hafa verið póstlögð til félagsmanna Nýir félagsmenn fá afsláttarkort á skrifstofu Ráðstefna um land- 8. október n.k. Kynnið ykkur reglurnar KRON, Laugavegi 91, nýtingu á Norðurlandi um notkun þeirra DOMUS A FUNDI landbúnaöarnefndar Fjórðungssambands Norðlend- inga var ákveðið i mai siðast- liðnum að halda ráðstefnu um landnýtingu i samráði við Ræktunarfélag Noröurlands og Samtök um náttúruvernd á Noröurlandi, og voru ennfremur tilnefndir menn úr röðum áður- nefndra félagssamtaka til að standa fyrir ráðstefnunni. Ráðstefnan hófst aö Hrafnagils- skóla I Eyjafirði föstudaginn 22. júni kl. 1 e.h. meö ávarpi for- manns landnýtingar og land- græöslunefndar Eysteins Jóns- sonar. Siöan fluttu fulltrúar gróöurverndarnefnda héraðanna ávörp. Aðalbjörn Benediktsson, fyrir Vestur-Húnvetninga, Guð- mundur Þorsteinsson fyrir Austur-Húnvetninga, Haukur Hafstað fyrir Skagfiröinga, Ævar Hjartarsson fyrir Eyfirðinga, Helgi Jónasson fyrir Suður-Þing- eyinga, og Þórarinn Haraldsson fyrir Norður-Þingeyinga. Þá flutti Guðbrandur Magnús- son, kennari á Siglufirði ávarp frá Náttúruverndarnefnd Siglu- fjarðar. Siðan hófust almennar umræður og þátttakendur skiftu sér I umræöuhópa. Umræðu- stjórar hópanna voru: Gestur Ólafsson i hópi um skipulags- og landnýtingarmál. Helgi Hall- grlmsson, i hópi um náttúru- vernd, Magnús ólafsson i hópi um landbúnað og Bjarni Guðleifs- son i hópi um ræktun. Umræöuhópar störfuðu siðari hluta föstudags. Fyrir hádegi á laugardag var haldinn fulltrúa - fundur SUNN I tengslum við ráð- stefnuna. A laugardag kl. 2 e.h. hófst al- mennur ráðstefnufundur meö framsöguerindum og almennum umræðum. Fundurinn hófst meö ávarpi Bjarna Einarssonar bæjarstjóra, formanns Fjórðungssambands Norðlend- inga. Framsöguerindi fluttu: Helgi Hallgrimsson safnvörður, um náttúruvernd, Guðmundur Svavarsson verkfræöingur um mannvirkjagerð og landnýtingu, Gestur ólafsson, skipulags- fræðingur um landið og skipu- lagið. Magnús Ólafsson bóndi um landbúnaðinn og landnýtingu, og Bjarni Guðleifsson, um ræktun og landnýtingu. Siðan voru lagðar fram ábend- ingar umræðuhópa og þá hófust almennar umræður um alit um- ræðuhópa og um framsöguerindi. Akveðið var að visa þeim til- lögum og ábendingum, sem fram komu á ráöstefnunni til Fjórð- ungssambands Norðlendinga og þeirra samtaka, sem stóðu að ráöstefnunni til frekari með- ferðar og umræðna. Jafnframt skyldi leitað frekara álits sýslu- nefnda og sveitarstjórna um þau málefni, sem fram komu á ráð- stefnunni áður en Fjórðungs- samband Norðlendinga gengur frá endanlegu áliti sinu til land- nýtingarog landgræðslunefndar. IGNIS ÞVOTTAVÉLAR RAFIÐJAN — VESTURGOTU 11 19294 RAFTORG V/AUSTURVÖLL 26660 ► UTIHURÐIR ^Trésmiður tekur aö sér< £að skafa og oliubera ^ ►harðvið (hurðir o.fl.) ^ ►yfir sumarmánuðina. + ► Pantið timanlega. — ◄ ^Simi 1-46-03. •* Staða amtsbókavarðar við Amtsbókasafnið á Akureyri er laust til umsóknar. Laun skv. kjarasamningi starfsmanna Akureyrarbæjar. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. ágúst n.k. Bæjarstjórinn á Akureyri 28. júni 1973 B.E. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G MAGRENMIS Auglýsicf íTímanum hafa marga kosti, l ./en fyrst og fremst öryggi. Tvöfaldur byrðingur^*~-*"rneð lofthólfum milli laga kemur í veg fyrir að Ploner geti sokkið. Þeir eru auðveldir í flutningi og meðförum. Tvær gerðir eru fyrirliggjandi, Pioner 8, þriggja manna bátur, 48 kg og Pioner 12, sex manna og vegur 100 kg. Pioner er ómissandi fyrir þá, sem eyða sumarleyfinu Umboðsmenn á Islandi: /tSUFEMGDHF Sími: 26733 (3 línur).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.