Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 03.07.1973, Blaðsíða 20
MERKIÐ SEM GLEÐUR HHtumst í kaupfélaginu fyrir góöan niai ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Hand- tökur í Chile NTB — Santiaigo — Um helgina voru handteknir 347 manns i Santiago fyrir að hafa rofið út- göngubann það, sem sett var eftir uppreisnartilraunina i fyrri viku. Herréttur mun fjalla um mál hinna handteknu. Allende fór fram á það á laug- ardaginn, að þingið samþykkti 90 daga hernaðarástand i landinu, en þvi var lýst yfir daginn, sem uppreisnin var gerð. Nú er ljóst, að sjö manns létu lifið og 21 særð- ist i hinum blóðugu átökum i mið- borginni, þegar um 100 hermenn reyndu að hertaka forsetahöllina. Ljóst er.að þingiö er þvi mót- fallið að hernaðarástandið vari i 3 mánuði. Kristilegir demókratar hafa lýst sig á móti þvi og segja, að Allende hafi næg völd, til að framkvæma þær öryggisráðstaf- anir, sem þurfti. Frestað hefur verið aö taka afstöðu til beiðni Allendes. Leiðtogi uppreisnarmanna, Roberto Souper hefur verið hand- tekinn ásamt 1000 manna liði sinu og munu þeir siðar koma fyrir herrétt. Allt var rólegt i Santaigo um helgina. Nixon og Luns ræddu um ísl. landhelgina SB—-Reykjavik — A laugardag- inn bar landhelgisdeilu Islend- inga við Breta og V-Þjóðverja á góma i viðræðum þeirra Nixons Bandarikjaforseta og Joseph Luns, framkvæmdastjóra At- lantshafsbandalagsins. Hvatti Nixon eindregiö til þess, að At- lantshafsráðiö reyndi aö koma á sættum i deilunni, en tók jafn- framt fram, að Bandarikjamenn myndu ekki skipta sér af henni. A fundinum voru fulltrúar 18 Atlantshafsbandalagsrikja og var Nixon að skýra þeim frá gangi viðræðna sinna við Brézjnéf og fullvissa þá um, að engir leyni- samningar hefðu verið gerðir, hvorki um fækkun herliðs né ann- að. Þá skýrði Luns frá þvi, að hann væri á förum til Bretlands, þeirra erinda að ræða landhelgismálið við Heath forsætisráðherra. 1 eldliúsi i-ins viðlagasjóðshússins. Maðurinn I ljósa frakkanum er fulltrúi gefendanna, Bloek-Wathne, en umhverfis hann eru tilvonandi ibúar húsanna aö athuga aðstæður. (Timamynd GE). Afhentu38 hús-gáfu450tré i húdegisverðarboði, sem framleiðendur 122 Viðlagasjóðs- liúsa, norska fyrirtækið Block og Wathne, héldu í Stapu á laugar- daginn, voru lyklar að fyrstu 39 húsunum afhentir Helga Bergs, formumii Viðlagasjóðs. Eru þessi hús öll svo til búin til ibúðar, að- eins á eftir að ganga frá rafmagni og ýmsu smávegis. Reiknað er með að fyrstu fjölskyldurnar l'lytji inn i húsin strax i lok þess- arar viku. Helgi Bergs þakkað hinum norsku aðilum fyrir mjög vel unn- in störf og þaöhversu fljótt verkið hefði gengið. Jóhann Einvarðs- son, bæjarstjóri i Keflavik, bauð Eyjamennina velkomna til Kefla- vikur, óskaði þess, að þeim mætti liða þar vel, en bætti þvi við, að hann tæki undir óskir flestra Is- lendinga um, að þeir ættu þess brátt kost að flytja aftur til sinna gömlu heimkynna. Forráðamenn norska fyrirtæk- isins tilkynntu i hádegisverðar- boðinu, að þeir hefði ákveðið að gefa 450 trjáplöntur til Keflavik- ur, með þeirri ósk að trén yrðu gróðursett i hinni nýju Eyja- byggð. Viðlagasjóður hefur nú fest kaup á u.þ.b. 500 húsum frá Norð- urlöndum, auk þeirra 60 bráða- birgðahúsa, sem sett hafa verið niður i Hveragerði og ekki eru hugsuð sem ibúðarhúsnæði til frambúðar. Auk þess hefur Við- lagasjóður gert ráðstafanir til að verða sér úti um 100—140 ibúðir á höfuðborgarsvæðinu. Verða þetta alls um 800 ibúðir og er vonast til, að sá fjöldi sé nægur til aö mæta þeim húsnæðisvanda, sem eld- gosiö leiddi af sér. — gj- Palestínuskæruliðar: Skutu fulltrúa í hefndar- skyni NTB—Kairó — tsraelski her- máiafulltrúinn Josef Alon, sem skotinn var til bana utan við heimili sitt á sunnudagsnóttina, var tekinn af lifi i hefndarskyni af palestínskum skæruliðasamtök- um. Þetta var tilkynnt i útvarps- stöðinni ,,Rödd Palestinu” á sunnudagskvöldiö. 1 sérstakriútsendingutil skæru- liöa var sagt, að aftaka Alons hefði verið hefnd fyrir morð Alsirsmanns i Paris á fistudag- inn. Sá lézt, þegar sprengja sprakk i bifreið hans. Hann var félagi i „svarta september.” „Rödd Palestinu”, sem útvarp- ar frá Kairó sagði ekki hvaða skæruhöahreyfing það var, sem stóð að baki morðinu á Alon. Alon og kona hans voru að koma úr veizlu um eittleytið á sunnudagsnóttina, þegar ráðist var á hann með skothrið. Fimm kúlur hittu hann i brjóstið og Ieiddi krufning i ljós, að sú fyrsta banaði honum. Eiginkonan sá allt saman, en getur litlar upplýsing- ar gefið um morðingjana. Undirbúningur haf- rétta r ráðstef n u n na r — lýkur væntanlega d átta vikum NTB—Genf — Undirbúnings- nefnd Sameinuðu þjóðanna undir hafréttarráðstefnuna i Chile á næsta ári, hóf I gær störf i Genf. Fundir nefndarinnar munu standa i tvo mánuði og sagði Amerashingc frá Sri Lanka, for- maður nefndarinnar, að hann vonaöist til þess að undirbúnings- vinnunni gæti lokið á þeim tima. t nefndinni er 91 fulltrúi. Nefnd- in mun gera drög að alþjóðasátt- mála um lögsögu, veiðar, náma- gröft á hafsbotni, nýtingu land- grunns og mengun sjávar. A- greiningurinn um málin mun væntanlega verða milli stóru sigl- ingaþjóðanna, Bretlands, Sovét- rikjanna og Japan, sem vilja, að sem stærst hafsvæði séu opin, og hins vegar smærri þjóða sem vilja færa út lögsögu sina. Málamiðlunartillögur verða væntanlega einnig ræddar og þá helzt, að hafa innri lögsögu út að 12 mflum, en efnahagslega lög- sögu út að 200 milum, þar sem strandriki haldi efnahagslegum réttindum og siðan ytri land- grunnssvæði, þar sem ýmis riki geti fengið réttindi til nýtingu auðæfa. Onnur vandamál þarf að leysa m.a. hvort það eiga að vera al- þjóðleg yfirvöld, einstök riki eða einkafyrirtæki, sem nýta skulu hafsbotnin efnahagslega. Stjórnar CIA Grikklandi? NTB—London — Blaöið Ob- server I London segir á sunnu- daginn, að sannanir liggi fyrir um, að bandariska lcyniþjónust. (CIA) hfi staðið að baki bylting- unni I Grikklandi fyrir úmum sex árum. Þá segir, að CIA geti einn- ig hafa átt þátt I þvi að Konstantin konungur var settur af i fyrra mánuði og lýst var yfir lýðveldis- stofnun i Grikklandi. Blaðið segir, að fjórir af fimm aöalmönnunum á bak við bylting- una 1967 hafi staöið i nánu sam- bandi við bandariska herinn og CIA. Njósnari grisku leyniþjón- ustunnar, sem nýl. flýöi land, er auk þess sagður hafa upplýst, að nokkrir háttsettir CIA-menn hafi tekið þátt i aðgerðum byltingar- kvöldið að sjálfsögðu klæddir griskum einkennisbúningum. Segir blaðið það merkilegt, að enginn af bandamönnum Grikk- lands hafi gripið inn i atburðina, þrátt fyrir það, að fyrir lægi við- tæk áætlun um aðgerðir Nato, ef Grikklandi væri ógnað, t.d. við byltingu. SILDARSTRIÐ I UPPSIGUNGU — Danir gramir Fæ SB—Reykjavik. — Sildar- strið er nú i uppsigiingu á milli Dana og Færeyinga, en ekki cr búiztvið, að það veröi jafn til- komumikið og þorskastrfðið. tbúar Skagen eru gramir Fær- eyingum fyrir að veiða sildina gegndarlaust, en fara svo illa með hana, að meirihlutinn fer i bræöslu, þótt þetta hafi veriö ágætis sild upphaflega. Færeyingar hafa frjáls löndunarréttindi I Danmörku og veiða sildina i hringnót, þannig, að torfurnar hreinlega þurrkast upp Danir veiða hins vegar i flotvörpu og skilja mun meira eftir. 1 Skagen segja menn, að þessar rán- veiðar Færeyinga geti orsak- reyingum vegna si að það að Skagenbátar fari bara lika að veiða i bræðslu, i stað þess að einbeita sér að neyzlufiski, eins og þeir hafa gert. Sumir segja hreint og beint, að ef þetta fái að ganga Svona áfram, sé hætta á að hinn stóri danski markaður i EBE verði I hættu. Skagenbúar hafa einnig tek- iö afstöðu með Bretum i þorskastríðinu, en á bak við hana liggur mestmegnis eig- ingirni. Þeir segja nefnilega, að ef íslendingar fái sinar 50 milur, muni afleiðingarnar verða þær, að Bretarnir komi i auknum mæli i Norðursjóinn og Skagerak, en þar veiða Danir einkum. Þeir segja, að Idveiða þeirra þá sé hætta á ofveiði. Þrátt fyrir þessa afstööu, eru Skagenbúar mun vin- gjarnlegri i garö islenzku síld- arbátanna en þeirra færeysku. Það er allt i lagi, að tslending- ar landi sild i Danmörku, það tryggir lika danskan fiskiðnað og útflutning. En það er ekki fyrr en i ágúst, sem Islend- ingar mega landa fiski veiddum á ákveðnum svæð- um. Slikar takmarkanir eru engar fyrir Færeyinga. Nú ræða Skagenmenn um það i alvöru, að fá stjórnmála- mennina til að segja nokkur vel valin orð við Færeyinga, þvi þetta geti ekki gengið svona lengur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.