Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 30

Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 30
Til að fá hvítlauksbragð í salatið er hægt að nudda hvítlauksrifi í innanverða skálina. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur sími 564 2100 vingerdin@simnet.is www.vingerdin.is Dúndurtilboð 15 - 40% afsláttur á víngerðarefnum í ágúst. Opið virkadaga 11 - 18 og laugardaga 11 - 15. Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Ferskt kjúklinga- og mangósalat Indjánasumar kallast það í Vesturheimi þegar óvænt hitabylgja skellur á síðsumars eða snemma á haustin. Veðurástand þetta er ekki ólíkt því sem við höfum fengið að kynnast hér á Íslandi undan- farnar vikur. Indjánasumri fylgir mikið letilíf og við slíkar aðstæð- ur er tilvalið að snæða létta og frískandi fæðu sem auðveld er í mat- reiðslu. Réttur dagsins uppfyllir akkúrat þessi skilyrði. Marínerið kjúklingabringurnar í hálftíma til eina klukkustund. Grillið þær síðan í 3 til 4 mínútur á hvorri hlið og dreypið yfir þær maríneringunni á meðan grillað er. Rífið ísbergsalatið gróft niður í stóra salatskál og græna salatið líka. Afhýðið mangó og skerið í báta. Skerið kjúklingabringurnar í bita og blandið við salatið ásamt mangóbitunum. Saltið og piprið sal- atið og skvettið tveimur til þremur matskeiðum af ólífuolíu yfir það áður en það er borið fram. Gott að setja lítinn brúsk af ferskum kórí- ander yfir til skrauts. Kostnaður um 1000 kr. Kjúklingabringur um 600 g 700 kr. 1 höfuð ísberg salat 66 kr. 1/2 höfuð grænt salat 100 kr. 1 mangóávöxtur 106 kr. Marínering safi og rifinn börkur af 1/2 sítrónu 2 msk. ólífuolía 4 blöð af ferskri salvíu (söxuð smátt) 1 msk. þurrkað tarragaon 1 tsk. fennelfræ sjávarsalt og nýmalaður pipar „Stikilsberin eru grjóthörð en ef maður frystir þau fyrir notkun þurfa þau styttri suðu og verða sætari,“ segir Þóranna Eiríksdótt- ir, húsfreyja í Árbænum í Reykja- vík. Hún er ein af þessum mynd- arlegu sem kunna með ber að fara og búa til úr þeim frábærar afurð- ir. Þótt hún búi í fjölbýlishúsi og hafi ekki einkagarð til umráða verður hún sér úti um hinar að- skiljanlegustu tegundir berja bæði í görðum dætra sinna og úti í villtri náttúru. „Svo berst þetta að mér úr ýmsum áttum,“ segir hún hlæjandi. Þóranna var að búa til sultu úr stikilsberjum þegar við höfðum samband við hana og var fús til að gefa okkur uppskrift, bæði að henni og fleiri gómsætum tegundum sem hún lumaði á. Stikilsberjasulta 1/2 kg stikilsber 1/2 kg græn epli 2 dl vatn 4 1/2 kg sykur 1 kanilstöng Berin eru þvegin en eplin flysjuð og kjarnarnir teknir úr. Hvort tveggja er maukað í mat- vinnsluvél. Maukið sett í pott með vatninu og kanilstönginni og soðið í 20 mínútur. Þá er sykurinn látinn út í og síðan er sultan soðin áfram í 10 mínútur. Sulta úr jarðarberjum og rabarbara 1 kg rabarbari (úr frystinum) 1 kg sykur 1/2 kg jarðarber Allt soðið í um 20 mínútur og síðan maukað. Soðið aftur, hleypir settur út í og þar fylgt leiðbeining- um á hleypispakkanum. Rifsberjahlaup Berin þvegin og hreinsuð og sett í pott með stilkunum og smá- vegis laufi ásamt vatnslögg, þó ekki svo miklu vatni að fljóti yfir. Soðið í 30 mínútur. Síað á grisju yfir nótt. Safinn settur í pott ásamt 1 kg af sykri á móti 1 l af safa. Soðið í 30 mínútur. Sett sjóð- andi heitt á litlar krukkur sem hitaðar hafa verið í ofni og lokið sett á. Bláberjasulta 500 g ber 1 1/2 l vatn Soðið í fimm mínútur. Tekið af hellunni og berin kramin. 350 g sykur Stráð yfir smátt og smátt og soðið áfram í 10 mínútur. Sett í litlar krukkur, þær fylltar alveg og lokað strax. Nauðsynlegt að vera nákvæmur með suðutím- ann. Saft úr hrati og fleiru Hrat af rifsberjunum og stik- ilsberjum er sett í pott með vatni sem látið er fljóta yfir. Rabarbari og bláber sett út í. Soðið í kortér. Síað á grisju yfir nótt. Lögurinn látinn í pott og hálft kíló af sykri sett út í hvern lítra. Vissara er að nota þessa saft fljótlega því óvíst er að hún þoli langa geymslu. ■ Sulta og saft: Berin þurfa styttri suðu séu þau fryst Þóranna hellir unaðslegri saft úr stikilsberjahrati, bláberjum og rabarbara í litla karöflu. Stikilsberjarunninn er með smáfingruð blöð og svo er hann þyrnóttur. En berin eru stór. Hreinlætið er nauðsyn þegar saft- og sultu- gerð er annars vegar og sömuleiðis merk- ingarnar. Þóranna er með þetta allt á hreinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA O G R Ó B ER T 30-31 (02-03) Allt-Matur 19.8.2004 16:06 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.