Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 47

Fréttablaðið - 20.08.2004, Síða 47
FÖSTUDAGUR 20. ágúst 2004 39 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Það hafa mjögstór nöfn fallið úr keppni í tennis á Ólympíuleikunum. Tennis le ikararni r bandarísku Andy Roddick og Venus Williams eru úr leik í einliðaleik. Roddick er annar á heimslista karla og Venus er sjötta á heimslista kvenna. Venus tapaði í tveimur settum, 6-4 og 6-4, fyrir frönsku stúlkunni Mary Pierce og Roddick beið lægri hlut með sömu úrslitum gegn Chilemanninum Fern- ando Gonzalez. Óvæntustu tíð-indin voru þó án alls vafa þau að Svisslendingurinn Roger Federer, stigahæsti tennis- kappi heims og nú- verandi Wimble- don-meistari, heltist úr lestinni í annarri umferð en þá beið hann lægri hlut fyrir Thomasi Berdych, átján ára gömlum tékk- neskum titt, í tveimur settum gegn einu, 6-4, 5-7 og 5-7. Kínverska stúlkanZhang Ning vann til gullverð- launa í einliðaleik kvenna í badminton á Ólympíuleikunum þegar hún vann sig- ur í úrslitaleik á hol- lensku stúlkunni Miu Audina í tveimur lotum gegn einni, 8-11, 11-6 og 11-7. Bronsverðlaunin fóru hins vegar til Zhou Mi, sem kemur frá Kína. Hún tryggði sér þau með því að vinna Gong Ruina, einnig frá Kína, 11-2, 8-11 og 11-6. Kínverska parið, Zhang Jun og GaoLing, hrósaði sigri í tvenndarleik í badminton á Ólympíuleikunum í gærdag. Kínverjarnir höfðu betur í úrslitaleik gegn breska parinu Nath- an Robertson og Gail Emms í tveimur lotum gegn einni, 15-1, 12- 15 og 15-12. Danska parið Jens Eriksen og Mette Scholdager höfðu bronsið á brott með því að leggja að velli landa sína, Jonas Rasmussen og Rikke Olsen, 15-5 og 15-5. Riðlakeppninni í knattspyrnu karlaá Ólympíuleikunum er lokið. Argentínumenn voru þjóðin sem bar sigur úr býtum í öllum leikjunum í riðlakeppninni. Það er því ljóst hvað þjóðir mætast í átta-liða úrslitunum sem verða á laugardaginn. Þá mæt- ast Argentína og Kosta Ríka, Írak og Ástralía, Mali og Ítalía og að lokum Paragvæ og Kórea. Í átta-liða úrslit- unum kvenna í dag mætast Þýskaland og Nígería, Bandaríkin og Japan, Mexíkó og Brasilía og að lok- um, Svíþjóð og Ástralía. Spánverjar hafasigrað í öllum þremur leikjum sín- um í körfuknatt- leikskeppni karla á Ólympíuleikunum. Í gær lögðu þeir Ítali að velli með 71 gegn 63. Mjög óvænt tíðindi litu síðan dagsins ljós þegar Ný-Sjálendingar unnu sætan sigur á Serbum og Svartfellingum, 90-87, í æsispennandi leik þar sem 3ja stiga skot Serbanna dansaði á körfuhringnum í þann mund sem leiktíminn rann út. „Draumalið“ Bandaríkjamanna bar sigurorð af Áströlum, 89-79, og hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir hið niðurlægjandi tap gegn Púertó Ríkó í fyrsta leik. Ja p a n i n nT a k u m o Sato, öku- maður For- múla 1 liðsins Bar Honda, var tekinn höndum á al- þjóðaflugvellinum í Sao Paulo í Bras- ilíu í fyrradag og vísað úr landi sköm- mu síðar. Ástæðan var sú að hann kom til landsins án gildrar vegabréfs- áritunar. Sato var sendur til Brasilíu af einum aðaleiganda BAR Honda liðsins, tóbaksfyrirtækinu BAT, til að sinna kynningarstarfi í þágu liðsins og styrktarfyrirtækja þess. Afar klaufaleg mistök hjá BAR Honda lið- inu, svo ekki sé meira sagt. Síðasta formúlukeppni ársins fer einmitt fram í Sao Paulo í lok október og væntanlega verður búið að kippa þessu vegabréfsdæmi í liðinn þá. ÝJAÐ AÐ SAMRÁÐI FIA OG FERRARI Talsmenn beggja aðila harðneita öllum ásökun- um þess efnis. AP Tímaritið Autosport ýjar að ólöglegu samráði FIA og Ferrari: Fyrirhugaðar breyt- ingar henta misvel FORMÚLA Í nýjasta hefti breska tímaritsins Autosport segir að FIA, alþjóða akstursíþróttasam- bandið, hafi haft mikið samráð við Ferrari-liðið vegna fyrirhugaðra reglubreytinga fyrir næsta ár. Þetta hefur blaðið eftir ónefndum starfsmanni FIA. Í tímaritinu seg- ir að Ferrari-liðið hafi þrýst mikið á að reglubreytingar gangi í gegn þar sem þær henti liðinu sérlega vel. Hins vegar er talið að þessar fyrirhuguðu reglubreytingar muni koma sér afar illa fyrir Williams og McLaren-liðin því þessi tvö lið lið hafa fjöðrunar- kerfi sem passar ekki að nýju reglunum. Í gegnum tíðina hefur oft blossað upp orðrómur um meinta samvinnu FIA og Ferrari en aldrei hefur tekist að sanna neitt í þeim efnum. Jean Todt, aðalliðsstjóri hjá Ferrari-liðinu, segir umfjöllun Autosport úr lausu lofti gripna og efni hennar ekki eiga sér stoð í raunveruleikanum. Það sama segja auðvitað forráðamenn FIA. 46-47 (38-39) SPORT 19.8.2004 21:50 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.