Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.09.2004, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 07.09.2004, Qupperneq 23
ÞRIÐJUDAGUR 7. september 2004 Líkami og sál GUÐJÓN BERGMANN, JÓGAKENNARI OG RITHÖFUNDUR, SKRIFAR UM MIKILVÆGI ÞESS AÐ TEYGJA OG SLAKA. Sterkir vöðvar en ekki harðir gbergmann@gbergmann.is. Snyrtisetrið ehf sími 533 3100 HÚÐFEGRUNARSTOFA Domus Medica, frá Snorrabraut Cellulite meðferð Árangur sést eftir 3 tíma • Airpressure • Aromameðhöndlun • Vefjanudd • Sléttari og stinnari húð • Formar fótleggina • Minkar þrota og bjúg • Betri líðan og tekur burt þreytu • Eykur starfsemi sogæðakerfis Persónuleg ráðgjöf og greining í samráði við hjúkrunarfræðing ÓKEYPIS PRUFUTÍMI Nýtt á markaði: Hetsal Aloe Vera-drykkur Hetsal Aloe Vera er nýr drykkur á ís- lenskum markaði. Drykkurinn er með aldinkjöti úr Aloe Vera-plöntunni og viðbættu kalki. Hann kemur í 500 ml plastflöskum með endurlokanlegum tappa og er mælt með því að geyma hann í kæli eftir að hann er opnaður. Aloe Vera er planta af kaktusætt. Hún er talin hafa mjög góð áhrif á maga og alla meltingarstarfsemi. Einnig er hún talin hafa sérlega góð áhrif á húð, bæði þegar hún er drukkin eða þegar hún er borin á húðina sem smyrsl. Drykkurinn fæst í flest- um apótekum og í versl- unum Hagkaupa, hann er meðal annars á kynn- ingartilboði í verslunum Hagkaupa á 199 kr. Foreldrar ungra barna sem leggja ofuráherslu á að hafa allt „spikk og spann“ til að vernda börnin sín gætu óvart verið að stuðla að asma hjá afkvæm- um sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar ástralskrar könnun- ar. Börnum sem sí- fellt anda að sér guf- um frá sterkum efn- um eins og hrein- gerningarlegi er hættara við asma en hinum sem lifa við „eðlilegt“ magn rykmaura. Bón og spray sem notuð eru til að gera frísklega lykt í herbergjum eru líka meðal þess sem getur orsakað asma hjá börnun- um. Dr. Matthew Hallsworth, sér- fræðingur hjá Asthma UK, segir að umræðan hafi alltaf snúist um hvernig mengun utandyra auki líkur á asma hjá börnum en þessi rannsókn minni á að mikil- vægt sé að loft inn- andyra sé þess eðlis að það erti ekki lungun og komi af stað asma. ■ Á misjöfnu þrífast börnin best: Ofurhreinlæti getur orsakað asma Nýjar rannsóknir sýna að börn geta þróað með sér asma við að anda að sér sterkum hreinsunarefnum. Ég hef sjaldan séð jafn mikið framboð af skipulagðri hreyf- ingu fyrir Íslendinga og þessa dagana. Í því ljósi er ágætt að skoða hugtakið heilbrigðir vöðvar. Heilbrigðir vöðvar eru sterkir en ekki harðir. Það er alveg jafn mikilvægt að geta spennt vöðva og að geta slakað á þeim án mikillar fyrirhafnar. Vöðvabólgu, tognanir og ýmsa vöðvaverki má oft rekja til þjálf- unar án teygjuæfinga eða þjálf- unarleysis. Ég veit um mörg dæmi þess að vöðvar kyrrsetu- fólks séu harðir, stífir og aumir en ekki sterkir. Einnig þekki ég dæmi um að líkamsræktarmenn séu með mjög flotta og sterka vöðva en vegna einhæfrar þjálf- unar eru þeir stundum stífir, hreyfigeta er skert og vöðvarnir verða sjaldan slakir. Einnig má stundum rekja bakverki til of- þjálfunar magavöðva ef jafn- vægis er ekki gætt. Fullkomin stjórn felst í því að geta spennt og slakað á vöðvum hvenær sem er. Auðvitað þarf engum að koma á óvart þegar jógakennarinn sem skrifar þessa grein segir jafna áherslu vera lagða á styrkingu, teygjur og slökun í jóga, en það er satt. Ég veit samt að það munu ekki allir stunda jóga og því vil ég minna fólk á að teygja vel að lokinni æfingu og leggjast í stutta slökun á hverjum degi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.