Fréttablaðið - 07.09.2004, Síða 40

Fréttablaðið - 07.09.2004, Síða 40
Uppselt er á tónleika bandarísku sveitarinnar Blonde Redhead í Austurbæ sunnudaginn 19. sept- ember. Sveitin á greinilega traust- an og dyggan hóp aðdáenda hér á landi og því hefur verið ákveðið að halda aukatónleika kvöldið eftir. Hljómsveitin Slowblow mun einnig hita upp á seinni tónleikun- um. Skúli Sverrisson bassaleikari, sem leikur einstaka sinnum með Blonde Redhead á tónleikum, verður einnig með á aukatónleik- unum. Blonde Redhead gaf fyrr á árinu út sjöttu breiðskífu sína, Misery Is a Butterfly. Hún hefur fengið lof gagnrýnenda víðs vegar um heim og þykir líkleg til þess að enda ofarlega á ársupp- gjörslistum gagnrýnenda. Þetta er fyrsta breiðskífa sveitarinnar í fjögur ár en síðast kom sveitin fyrir rúmum þremur árum þegar hún spilaði í Laugardalshöll ásamt Maus og Úlpu á upprisuhátíð Hljómalindar. Miðar eru sem fyrr seldir í verslun 12 Tóna á Skólavörðustíg og á slóðinni midi.is. Miðasala á seinni tónleikana hefst í dag og er miðaverð 3.500 kr. Aðeins 500 miðar eru í boði. ■ Karl XVI Gustaf Svíakonungur, og kona hans Silvia Svíadrotting koma í dag til Íslands í opinbera heimsókn sem mun standa til 9. september. Dóttir þeirra, Victoria krónprinsessa kom til landsins í gær en þar sem hún er næsti erf- ingi krúnunnar getur hún ekki ferðast með föður sínum. Auk þeirra verða í föruneyti konungs- hjónanna Laila Freivalds utan- ríkisráðherra Svíþjóðar, auk em- bættismanna og áhrifamanna úr sænsku viðskiptalífi. Ýmislegt verður á dagskrá hinna konunglegu gesta. Í dag munu Karl Gustav og dóttir hans sækja ráðstefnu um loftlags- breytingar á meðan þær Silvia og Dorrit Moussaieff forsetafrú, heimsækja Barnaspítala Hrings- ins. Þá verður Listasafn Íslands sótt heim, þar sem Svíakonungur mun afhenda íslensku þjóðinni 63 glerlistaverk eftir þekktustu gler- listamenn Svía. Um kvöldið verður hátíðarkvöldverðar í boði forsetahjónanna í Perlunni. Á miðvikudag mun Karl Gustav, Victoria og Ólafur Ragnar hefja daginn á að heimsækja höf- uðstöðvar Hjálparsveitar skáta. Á sama tíma munu Silvia og Dorrit Moussaieff heimækja Barna- húsið, að sérstakri ósk Silviu. Victoria mun svo heimsækja kvik- myndaver Latabæjar og kíkja á íþróttaálfinn Magnús Scheving. Hádegisverður verður snædd- ur á Þingvöllum og á leið til Reykjavíkur verður komið við á nýopnuðu safni á Gljúfrasteini. Um kvöldið munu konungshjónin bjóða til hátíðarkvöldverðar á Nordica. Á fimmtudaginn munu þau fljúga til Akureyrar, þar sem þau munu skoða Háskólann á Akureyri og hlýða á minningarfyrirlestra Vilhjálms Stefánssonar í Odd- fellow húsinu. Eftir hádegisverð munu gestirnir skoða safnið á Grenjaðarstöðum, ganga um Dimmuborgir og skoða baðaðstöðu Mývetninga á Bjarnarflagi. ■ 32 7. september 2004 ÞRIÐJUDAGUR FRÉTTIR AF FÓLKI Styðja við bakið á stökkvurum Í kvöld ætla systkinin K.K. og Ellen Kristjánsdóttir ásamt hljóm- sveitunum Santiago og Nimbus að halda styrktartónleika á Café Rósenberg. Tónleikarnir verða til styrktar íslenskum fallhlífar- stökkvurum sem eru að fara á heimsmeistaramót í svonefndu mynsturflugi. „Þeir fengu enga styrki til að fara á heimsmeistaramótið þannig að við ákváðum að halda tónleika þeim til styrktar,“ segir Sigríður Eyþórsdóttir í hljómsveitinni Santiago. „Maðurinn minn er einn af þessum fallhlífarstökkvurum, svo það má segja að öll fjölskyldan standi í þessu,“ segir Sigríður, sem sjálf er dóttir Ellenar Kristjáns- dóttur. Þetta er í þriðja sinn sem Íslendingar taka þátt í þessu móti, en það er haldið á tveggja ára fresti. „Þeir reyna að gera eins mörg mynstur í loftinu og þeir geta á vissum tíma,“ segir Sigríður þegar hún er beðin um skýringar á því hvað mynsturflug er. „Þeir eru fjórir sem stökkva, en svo er einn vídeótökumaður í liðinu sem tekur myndir fyrir dómarana. Öðru vísi sjá þeir ekki mynstrin.“ Tónleikarnir hefjast klukkan níu í kvöld, og aðgangseyrir er þúsund krónur. ■ Konunglegir Svíar í heimsókn Aukatónleikar með Blonde Redhead Blása lífi í Þjóð- dansafélagið HLJÓMSVEITIN SANTIAGO Heldur tónleika til styrktar fallhlífarstökkvurum. ■ TÓNLEIKAR KILL BILL Ís- lendingar eru blóðþyrstir og vilja sjá brúður Tarantino hefna sín á Bill. [ TOPP 20 ] VINSÆLUSTU LEIGUMYNDBÖNDIN KILL BILL VOL. 2 Spenna COLD MOUNTAIN Drama 50 FIRST DATES Gaman PAYCHECK Spenna SCHOOL OF ROCK Gaman GOTHIKA Spenna ALONG CAME POLLY Gaman RUNAWAY JURY Spenna THE HAUNTED MANSION Gaman OUT OF TIME Spenna TOUCHING THE VOID Drama SEABISCUIT Drama THE WHOLE TEN YARDS Gaman SOMETHING’S GOTTA GIVE Gaman TIMELINE Spenna LOONEY TUNES: BACK I... Gaman CHEAPER BY THE DOZEN Gaman MYSTIC RIVER Drama THE MISSING Spenna BJÖRN BRÓÐIR Gaman * Vika 36 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Nú hefur það fengist staðfest aðleikararnir Ben Affleck og Jenni- fer Garner séu par. Þau kynntust upphaflega við tökur myndarinnar Daredevil en áttu þá bæði í ástar- sambandi við annað fólk. Ben gekk víst töluvert á eftir stúlkunni þangað til hún lét undan sjarma hans. KARL XVI GUSTAF OG SILVIA Opinber heimsókn sænsku konungshjónanna og Victoriu krónprinsessu hefst í dag. BLONDE REDHEAD Tónlistarsumarið mikla er kannski liðið, en ekkert lát er á komu er- lendra sveita hingað. Næst er bandaríska listrokksveitin Blonde Redhead frá New York. KENNA ÞJÓÐDANSA Mæðgurnar Elín Svava og Dagbjört Svava verða með opinn dans- tíma fyrir börn í Þjóðdansafélaginu í dag. Mæðgurnar Elín Svava Elíasdóttir og Dagbjört Svava Jónsdóttir ætla að reyna að blása lífi í glæðurnar á Þjóðdansafélagi Reykjavíkur, sem hefur haft frekar hægt um sig síð- ustu misserin. „Ég hætti að kenna þarna fyrir þremur árum og það hefur gengið hálf brösulega með kennara síðan,“ segir Elín Svava. „Nú ætla ég að fara af stað aftur ásamt dóttur minni, sem ætlar að aðstoða mig.“ Í dag verður opinn danstími fyrir börn til kynningar á félaginu. Svo verður foreldrafundur strax á eftir þar sem nánari upplýsingar verða veittar um starfsemi félagsins. „Stefnan er að fara með danshóp til Finnlands næsta sumar á fjög- urra daga norrænt þjóðdansamót þar. Starfið í vetur verður meira og minna undirbúningur fyrir þessa ferð. Við höfum farið á fjögur svona mót áður, og eitt héldum við á Íslandi árið 2001.“ Opni danstíminn hefst klukkan 18 síðdegis í húsnæði Þjóðdansa- félagsins í Mjódd. ■ TOPPURINN Á AÐALSTRÆTI Hótelið í Aðalstæti er óðum að taka á sig mynd. Þrjú gömul hús hafa verið endurbyggð og tengd saman. Undir hótelinu hafa fundist fornleifar og er talið að þar sé kominn fyrsti bústaður Íslandsbyggðar; hús Ingólfs Arnarsonar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.