Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 39

Fréttablaðið - 16.09.2004, Síða 39
MESTA HÆKKUN HB Grandi 7,46% Burðarás hf. 3,73% Landsbanki Íslands hf. 3,54% ICEX-15 3.571 KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta: 329 Velta: 2.356 milljónir 0,31% MESTA LÆKKUN AFL Fjárfestingarfélag -10,00% Marel hf. -2,80% Og fjarskipti hf. -1,30% MARKAÐSFRÉTTIR... Guðmundur Birgisson, sem kenndur er við Núp, hefur eign- ast tæp þrettán prósent í Slátur- félagi Suðurlands. Hann átti fyrir tæp níu prósent. Yfir helmingur hluthafa Kredit- banken í Noregi hefur tekið til- boði Íslandsbanka um kaup á bankanum. Tilboðið er liður í yf- irtöku á norska bankanum, til- boðstímabilið stendur til 1. október. Breytingar urðu á félögum sem eiga ráðandi hlut í Trygg- ingamiðstöðinni. Guðbjörg Matthíasdóttir, sem ræður þriðjungi hlutafjár, hefur fært eign sína í eitt eignarhaldsfélag. Um formbreytingu er að ræða en hlutföll í hluthafahópi breyt- ast ekkert. MÓTBYR Í IÐNAÐI Láni iðnfyrirtækja í núverandi efnahagsumhverfi er misskipt, að því er fram kem- ur í samantekt Þorsteins Þorgeirssonar, hagfræð- ings Samtaka iðnaðarins. Velta í iðnaði í heild jókst um tæp þrettán prósent á fyrri helmingi ársins. Heilsuiðnaður hefur vaxið mest á tímabilinu eða yfir 40 prósent. Aukning er einnig töluverð í jarð- efna- og byggingariðnaði. Heildarsamdráttur fram- leiðslugreina er 3,2 prósent að meðaltali. Mestur er samdrátturinn í málm- steypu og endurvinnslu eða 40 prósent. Samtök iðnað- arins segja ljóst að erfið samkeppnisstaða hafi áhrif á vöxtinn. Slík þróun geti verið alvar- leg til lengdar og neyt- endur eru hvattir til að versla við íslensk fyrir- tæki. MARKAÐIR LÆKKA Í BANDARÍKJUNUM Markaðir lækkuðu í Bandaríkjunum í gær. Ástæður lækkunarinnar eru eink- um taldir vera tveir dökkir vökvar sem heimsbyggðin treystir mjög á - olía og kók. Olía hækkaði tölu- vert í verði í gær og hlutabréf í Coca Cola lækkuðu eftir að fyrir- tækið sendi frá sér tilkynningu um að afkoma félagsins væri verri en búist var við. MEST HÆKKUN Á NORÐURLÖNDUM Í Vegvísi Landsbanka Íslands í gær kemur fram að hlutabréfavísitölur á Norðurlöndum hafa hækkað mun hraðar á þessu ári en víða annars staðar. Ís- land er þar í sérflokki. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 68 prósent frá áramótum en næstir í röðinni eru frændur okkar Norðmenn. Þeirra vísitala hefur hækkað um 24,2 prósent. Hátæknimarkaðurinn Nasdaq í Bandaríkjunum hefur hins vegar lækkað um fimm prósent. 26 16. september 2004 FIMMTUDAGUR og hvað segir þú? Hluthafafundur Og Vodafone Og Vodafone (Og fjarskipti hf.) boðar hér með til hluthafafundar sem haldinn verður fimmtudaginn 23. september 2004 kl. 16.00 í Ársal Radisson SAS Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík. Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Tillaga um heimild til stjórnar til hækkunar hlutafjár um allt að 150.000.000 kr. vegna yfirtöku eða samruna við önnur félög. 2. Stjórnarkjör. 3. Önnur mál. Dagskrá og fundargögn verða hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, Síðumúla 28, Reykjavík, viku fyrir fundinn. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Og fjarskipta hf. ÍSLEN SKA A U G LÝSIN G A STO FA N /SIA .IS O G V 25857 09/2004 Sérfræðingar á markaði telja að hugmyndir um að söluverðmæti Símans sé á bilinu fimmtíu til sjötíu milljarðar króna séu umfram það sem eðlilegt geti talist. Þeir sem Fréttablaðið hefur rætt við telja að eðlilegt verð fyrir félagið sé á bil- inu 35 til 55 milljarðar króna en telja ólíklegt að skynsamlegt sé að kaupa félagið á meira en 50. 40 milljarðar nær lagi Í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka á þriðjudag var einig fjallað um hugsanleg verðmæti Símans. Notast var við ýmsar kennitölur úr rekstrinum og þær mátaðar saman við verðhugmynd- irnar sem ríkistjórnin hefur látið í ljós. Fram kemur að miðað við rekstrartölur Símans séu verðhug- myndirnar háar. Að sögn Atla B. Guðmundsson- ar er gjarnan miðað við að hlutfall heildarverðmætis og framlegðar í fjarskiptafyrirtækjum sé í kring- um sex. Að þeirri forsendu gefinni ætti verð Símans að vera um fjöru- tíu milljarðar króna. Önnur þekkt leið til að meta verðmæti er svokallað V/H hlutfall. Með því er reiknað út hversu leng- an tíma það tekur fyrir fjárfesti að fá fjárfestingu í fyrirtækinu endur- greidda ef allur hagnaður er greiddur til hluthafa. Viðmiðanir um þetta hlutfall eru misjafnar eft- ir eðli rekstrar og framtíðarmögu- leikum fyrirtækja. Þannig er þetta hlutfall gjarnan mjög hátt hjá fyr- irækjum sem álitin eru eiga mikla vaxtarmöguleika en lág hjá félög- um sem eru í stöðugum rekstri. Í lok ágúst bar KB banki verðið á Símanum saman við nokkur er- lend fjarskiptafyrirtæki. KB banki sagði þá að miðað við helstu kenni- tölur þá ætti verðið á Símanum að vera í kringum fjörutíu milljarðar . Möguleikar felast í útrás Þó að kennitölur renni ekki stoðum undir verðhugmyndir stjórnvalda þá þarf að taka með í reikninginn að Síminn hefur á undanförnum árum greitt háan arð í ríkissjóð. Rekstrarafgangur hefur því ekki farið í uppbyggingu nema að tak- mörkuðu leyti. Því kann að vera möguleiki á því að Síminn vaxi nokkuð hraðar en verið hefur. Vaxtarmöguleikar Símans gætu þó verið til staðar ef kaupendur hafa í hyggju að taka þátt í alþjóð- legum verkefnum. Síminn á nú þegar hlut í búlgarska símafyrir- tækinu BTC ásamt Björgólfi Thor Björgólfssyni og öðrum fjárfest- um. Í samtali við Fréttablaðið í kjölfar fjárfestingarinnar sagði Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, að íslenski markaðurinn byði ekki upp á mikinn vöxt og því væri litið út fyrir landsteina að tækifærum. Það má þó gera ráð fyrir að farið verði af mikilli var- kárni í slíka útrás á meðan fyrir- tækið er enn í eigu ríkisins. Í höndum manna sem telja að Síminn geti gegnt hlutverki í al- þjóðlegri útrás í fjarskiptamálum er líklegt að fyrirtækið geti verið mikils virði - meira virði en kenni- tölur úr rekstrinum segja til um. Ef slík tækifæri eiga að endur- speglast í verði á félaginu þarf rík- isstjórnin hins vegar að halda rétt á spilunum og tryggja að allir mögulegir kaupendur standi jafn- fætis. Aðferð við einkavæðingu mikilvæg Greiningardeildirnar hafa ekki lagt út í að verðmeta Símann þótt þær munu allar takast á hendur það verkefni þegar hjólin fara að snúast og ákvörðun ríkisstjórnar- innar um tímasetningar og aðferð liggur fyrir. Greiningardeildirnar eru sam- mála um að ákvarðanir einkavæð- ingarnefndar og ríkisstjórnar geti haft mjög mikil áhrif á það verð sem kaupendur verða tilbúnir til að greiða. Því minni kvaðir sem hvíla á fyrirtækinu þeim mun verðmætari er Síminn. Sérfræð- ingar telja til að mynda einsýnt að pólitísk ákvörðun um að Síminn þurfi að sjá öllum landsmönnum fyrir aðgangi að ADSL háhraða- tengingu komi til með að draga úr verðmæti fyrirtækisins. Þá er lík- legt að ef stjórnvöld hafa ein- hverjar séróskir um hverjir skuli kaupa og sníði söluna að því þá muni verðmætið lækka töluvert. Eins er talið fullvíst að fjár- festar haldi að sér höndum nema einkavæðingarferlið verði mjög skýrt afmarkað allt frá upphafi. Engan langar til þess að verja tugum milljarða í fjárfestingu sem síðan lúti duttlungum sjtórn- málamanna. Sú leið að selja Sím- ann í litlum skömmtum skapar óvissu í rekstrinum sem dragi úr verðmæti félagsins. Aðilar sem fylgjast grannt með markaðinum leggja mikla áherslu á að algjört forræði yfir stefnu félagsins sé lykilforsenda þess að kjölfestu- fjárfestar sjái sér hag í að kaupa félagið á verði sem nálgast það sem ríkisstjórnin virðist hafa hugmyndir um. ■ BRYNJÓLFUR BJARNASON Telur vaxtamöguleika Símans vera í útlöndum. ÞÓRLINDUR KJARTANSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING EINKAVÆÐING SÍMANS Sérfræðingar í hlutabréfaviðskiptum telja ólíklegt að Síminn verði seldur á meira en fimmtíu milljarða króna. Samanburður við erlend fyrirtæki gefur til kynna að verðið eigi að vera nær fjörutíu. Aðferð við einkavæðingu hefur mikla þýðingu fyrir verðlagningu. Háar verðhugmyndir vidskipti@frettabladid.is Meiri olíuframleiðsla Samtök olíuframleiðsluríkja ákváðu á fundi í gær að auka framleiðslu um eina milljón tunna á dag. Helstu olíuríki heims eiga aðild að samtökunum en á þeim vettvangi hafa ríkin samráð um hvernig haga skuli framleiðslu sinni. Olíuverð hækkaði á markaði þrátt fyrir ákvörðun OPEC. Tunn- an hækkaði um meira en eitt pró- sent. Ástæður hækkunarinnar eru taldar vera annars vegar fram- leiðslutruflanir í Norður-Ameríku af völdum fellibylsins Ívans. Hins vegar olli ákvörðun OPEC vonbrigðum þar sem talið var að auka þyrfti framleiðsluna mun meira til þess að verð á heims- markaði lækkaði. Talsmenn OPEC segja að eftirspurn í Kína og Bandaríkjunum valdi háu verði. Samvæmt nýju samkomulagi OPEC munu aðildarríkin fram- leiða 27 milljónir tunna á dag. Yf- irlýst markmið OPEC er að olíu- verð sé á bilinu 22 til 28 dalir á tunnu. Til greina kemur að hækka verðmarkmið OPEC á næsta fundi sem verður í desember. ■ PURNOMO YUSGIANTORO Orku- og olíumálaráðherra Indónesíu situr í forsæti í Vín í gær. Hann situr í forsæti OPEC, samtak olíuframleiðsluríkja. Peningaskápurinn… [ H LU TA B R É F ] 38-39 (26-27) Viðskipti 15.9.2004 21:05 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.