Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.11.1973, Blaðsíða 4
4 y'/ r r/ f'y TÍMINN ■ < i. Vr* ri:i \ i ■ i <>s'!» ijf ■•.<• Þriðjudagur 20. nóvember 1973. Dýrt safn í Köln Þessar sérkennilegu súlur visa mönnum leið að hinu nýbyggða rómverska safni, sem stendur rétt við Kölnardómkirkjuna. Þetta safn kostaði 25 milljónir * marka, og er i þvi að finna róm- verskar minjar, sem fundust á þessum slóðum fyrir nokkr- um árum. Er þarna að finna minjar frá fyrstu öld eftir Krist. Nýstárleg klukka I fljótu bragði gæti maður haldið, að þessi klukka væri i engu frábrugðin öðrum vekjaraklukkum Hún er það þó og á þann hátt, að hægt er að stilla hana og láta hana hringja, hvenær sem er á 24 tima bili. Venjulegar klukkur er aðeins hægt að stilla þannig að þær hringja innan tólf tima. Getur fólk þvi ekki lagt sig og hugsað sér að vakna ekki aftur fyrr en H eftir 14 tima, þvi að klukkan hringir þá eftir tvo tima. Setji maður klukkuna kl. 10að kvöldi, og ætli að vaka til kl. 12 næsta dag hringir hún sem sagt kl. 12 á miðnætti. Það gerir þessi klukka ekki, hún hringir á há- degi næsta dag Klukkan er framleidd hjá ESGE i Neuffen i Þýzkalandi. Þetta er rafmagns- klukka og mjög góð, að sögn frarpleiöenda. 1 fljótu bragði gæti fólk haldið, að þessi mynd væri tekin i venjulegum leikskóla eða á dag- heimili. Svo er þó ekki. Þetta er I tveggja herbergja ibúð i Hamborg. Það eru byggjendur svokallaðra Steilshoop- bygginga, sem ráða yfir þessari Ibúð, og i henni er að finna allt milli himins og jarðar, sem börn geta haft gaman af að dunda sér við á daginn, og i ibúöinni er einnig til staðar kennari. Allt þetta leggur byggingafyrirtækið af mörk- um, og geta ibúar húsa þeirra, sem það hefur byggt,notfært sér þessa aðstöðu, komið með börn sin og skilið þau þar eftir i um- sjá kennarans. Það eina, sem fólkið þarf að borga, er vatns- skattur og rafmagn það, sem notað er i ibúðinni. Steilshoop byggir eingöngu fyrir ungt fólk og veitir þvi sem sagt þessa fyrirmyndar þjónustu, ef það óskar þess. Venjulega eru milli fimmtán og tuttugu börn i Ibúðinni dag hvern. DENNI DÆMALAUSI Við vissutn ekkert hver hraut alltaf úti i skóginum, og þess vegna fórum við bara heim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.