Fréttablaðið - 19.11.2004, Side 18

Fréttablaðið - 19.11.2004, Side 18
18 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR BÍLAR Á SJÖ HÆÐUM Eitt stærsta bílaumboð Evrópu opnaði dyr sínar fyrir viðskiptavinum í nýju húsnæði í Moskvu í gær. Pláss er fyrir 400 bíla frá átján bílaframleiðendum í sjö hæða bygg- ingu umboðsins. Sveitarfélög: Kosið um sameiningu sunnan Skarðsheiðar SVEITARFÉLÖG Kosið verður um sam- einingu hreppanna sunnan Skarðs- heiðar á morgun. Það verður í fyrsta sinn sem íbúum sveitarfé- laganna gefst kostur á að kjósa um sameininguna en sameiningarvið- ræður hafa verið uppi á borðinu í um það bil fimmtán ár. Nefnd sem undirbjó sameining- una tók til starfa í byrjun þessa árs. Að mati hennar styður margt sameininguna, svo sem landfræði- legar aðstæður og mikið samstarf á fjölmörgum sviðum. Verði samein- ingin samþykkt verða íbúar sam- einaðs sveitarfélags 560 og at- vinnulíf í því mun að mestu byggj- ast á stóriðju á Grundartanga. Hreppirnir fjórir eru Innri-Akra- neshreppur, Hvalfjarðarstranda- hreppur, Leirár- og Melahreppur og Skilmannahreppur. Ef samein- ingin verður felld af íbúum hafa stjórnvöld áskilið sér rétt til að leggja fram nýja tillögu sem kosið verður um í apríl á næsta ári. Kjörfundir verða frá klukkan tíu til sex og fer kosning fram í félagsheimilunum Miðgarði, Heið- arborg, Hlöðum og Fannahlíð. - ghg DÓMSMÁL Maður á fertugsaldri var í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmd- ur í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa kveikt í fjöl- býlishúsi í Breiðholti í Reykjavík í mars árið 2003. Maðurinn kveikti í geymslum í kjallara fjölbýlis- húss sem hann bjó sjálfur í. Maðurinn sagði fyrir dómi að hann hefði verið drukkinn og far- ið að hugsa um seinagang hús- stjórnarinnar sem ekki hefði kom- ið því í verk að setja upp reyk- skynjara, þrátt fyrir íkveikjur í húsinu. „Kvaðst hann hafa ákveð- ið í ölæði að hrista upp í mönnum vegna þessa. Hann hafi þurft nið- ur í geymslu að sækja kjúkling úr frystikistunni en þegar niður kom hafi hann séð þar á glámbekk brúsa með hættulegum efnum og það valdið honum enn meiri reiði,“ segir í dómnum. Maðurinn kveðst hafa fengið bakþanka eftir að hafa kveikt eld- inn og ætlað að snúa við og slökkva eldinn en hann hafi ekki getað opnað læsingu vegna tauga- spennings. Hann hafi því farið upp í íbúðina sína og breitt upp fyrir haus. Hann segist hafa orðið feginn þegar lögreglan handtók hann því honum hafi ekki orðið svefnsamt. - hrs ■ ASÍA GRÍÐARLEGT TJÓN Skaðinn af völdum jarðskjálftans sem reið yfir Japan í lok síðasta mánaðar og banaði fjörutíu manns er metinn á andvirði 1.900 millj- arða króna. Sex þúsund vegir, 370 skipaskurðir og sex brýr eyðilögðust auk þess sem 48 þúsund hús eyðilögðust eða skemmdust. Skjálftinn var sá versti í landinu í áratug. FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI ...einfaldlega betri! ■ AFRÍKA MÁLALIÐAR DÆMDIR Þrír mála- liðar voru dæmdir til að greiða andvirði rúmra tveggja milljóna króna í sekt fyrir hlutverk þeirra í ráðabruggi um valdarán í Miðbaugs-Gíneu. Þeir fengu vægari dóm en ella þar sem þeir sömdu um að bera vitni gegn þeim sem skipulögðu valdaránið, þeirra á meðal syni Margrétar Thatcher. ■ EVRÓPA BENSÍNSPRENGJU KASTAÐ Á MOSKU Bensínsprengja sem kastað var inn um glugga mosku í Sinsheim í Þýskalandi olli tals- verðum skemmdum áður en eld- urinn sem braust út var slökktur. Lögreglumenn voru ekki reiðu- búnir að fullyrða nokkuð um ástæðu árásarinnar þar sem langt er síðan álíka árásir hafa verið gerðar. SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Kosið verður um sameiningu fjögurra hreppa í eitt sveitarfélag. UMMERKI EFTIR BRUNANN Brennuvargurinn segist ekki hafa komist til baka til að slökkva eldinn vegna taugaspennings. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Kveikti í vegna mikillar reiði Maðurinn sem kveikti í geymslu í kjallara fjölbýlishúss í Breiðholti kveðst hafa gert það til að hrista upp í hússtjórninni. 18-19 fréttir 18.11.2004 18.38 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.