Fréttablaðið - 19.11.2004, Síða 42

Fréttablaðið - 19.11.2004, Síða 42
Betra virkur en norskur Norðmenn eru þekktir fyrir margt annað en að taka erlendum fjárfestum fagnandi. Það kann að ráðast að nokkru leyti af því að olíugróðinn ger- ir það að verkum að þeir eru fremur erlendir fjárfestar víða um lönd en að þeir taki á móti slíkum. Viðbrögð við kaupum Íslandsbanka á BNbank hafa verið blendin í Noregi. Ekki eru þó allir jafn heimóttarlegir í viðbrögðum sínum. Þannig skrif- ar einn leiðarahöfunda Aftenposten um Ís- landsbanka. Segir hann bankann stefna að því að verða alþjóðlegur banki sem þjóni fiskiðnaði og matvælaframleislu. Hann segir að mikilvægara sé fyrir BNbank að eigandi hans sé virkur og ein- beittur en að hann sé norskur. Kauphöll í fannarfaldi Hlutabréfamarkaðurinn var afar rólegur í gær. Viðskipti með hlutabréf náðu ekki milljarði, en örfá stærri viðskipti, meðal annars með Íslandsbanka og KB banka, björg- uðu deginum frá dagsveltu með- alsjoppu. Skýringarnar á deyfð markaðarins eru sennilegast að fagfjárfestar eru að mestu að kaupa í útboðum þessa dagana og sækja því lítið á markað. Einnig er þekkt að eftir miklar lækkanir haldi fjár- festar að sér höndum um tíma. Nema að skýringar sé að leita í veðri og færð. Þá yrði að gera ráð fyrir því að stærstur hluti fjárfesta og miðlara sé annað hvort veðurhræddur eða á illa búnum bíl- um. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3412 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 164 Velta: 987 milljónir +0,09% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Samræmd vísitala neyslu- verðs í EES-ríkjunum hækkaði um 0,3 prósent milli september og október. Á Íslandi hækkaði vísitalan um 0,5 prósent. Nú er verðbólga mest í Lettlandi en minnst í Finnlandi. Barcleys PLC hefur aukið hlut sinn í Singer & Friedlander úr 3,16 prósentum í 4,05 prósent. Bandaríkjadalur hefur ekki verið lægri gagnvart japanska jeninu í fjögur og hálft ár og aldrei verið lægri gagnvart evrunni. Bandaríska hugbúnaðarfyrirtæk- ið Google sendi út afkomuviðvörun í gær þar sem fram kom að vöxtur félagsins yrði undir væntingum. Hlutabréf í félaginu lækkuðu ekki að ráði þrátt fyrir þetta. 30 19. nóvember 2004 FÖSTUDAGUR Hagvöxtur verður mestur á Ís- landi á Norðurlöndunum þetta ár og það næsta samkvæmt nýrri skýrslu norrænu efnahagsnefnd- arinnar um efnahagsumhverfi á Norðurlöndum út árið 2005. Íslendingar skila minnstum af- gangi af fjármálum hins opinbera á þessu ári, en Svíar fá þann vafa- sama heiður árið 2005. Íslending- ar munu einnig státa af mestri verðbólgu Norðurlandanna fyrir tímabilið. Hins vegar verður at- vinnuleysi langminnst hér eða 2,8 prósent á næsta ári, en gert er ráð fyrir að atvinnuleysi í Finnlandi lækki lítillega og verði 8,5 prósent á næsta ári. Horfur um hagvöxt eru góðar fyrir Norðurlöndin. Gert er ráð fyrir talsverðri framleiðniaukn- ingu, sem þýðir að aukinn hag- vöxtur kallar ekki á samsvarandi eftirspurn eftir vinnuafli. At- vinnuleysi minnkar því lítið vegna hagvaxtar og verðbólgu- þrýstingur annars staðar en á Ís- landi er lítill. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Ísland segir að megin- markmið íslenskra stjórnvalda sé að halda þjóðhagslegum stöðug- leika. Verkefni íslenskra stjórn- valda á næstu misserum sé að vinna gegn ofhitnun hagkerfisins og skapa skilyrði til skattalækk- ana sem boðaðar hafa verið . Norðmenn skera sig úr hvað varðar afgang af rekstri hins opinbera. Hækkandi verð á olíu hefur skilað þeim mikilli tekju- aukningu. Afgangur af fjárlögum hefur numið yfir tíu prósentum af landsframleiðslu undanfarin ár. Til samanburðar er gert ráð fyrir að afgangur hérlendis verði 0,5 prósent í ár og 1,5 prósent næsta ár. Norðurlöndin hafa undanfarin ár rekið ríkið með afgangi. Und- antekningar frá þessu eru Svíþjóð sem var með 0,3 prósenta halla árið 2002 og Ísland þar sem hall- inn var 0,4 prósent árið 2002 og 1,6 prósent árið 2004. Almennt séð stendur efna- hagslíf með meiri blóma á Norð- urlöndum en annars staðar í Evrópu. Efnahagslíf Norður- landaþjóðanna einkennist af ágætum hagvexti, lágri verð- bólgu og afgangi af rekstri hins opinbera. Hins vegar lætur bætt atvinnuástand bíða eftir sér, en almennt fer atvinnuleysi að lækka nokkru eftir að hagvöxtur tekur við sér. haflidi@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,20 - ... Bakkavör 23,50 +0,43% ... Burðarás 11,90 - ... Atorka 5,45 +0,93% ... HB Grandi 8,00 - ... Íslandsbanki 11,65 +0,43% ... KB banki 451,00 -0,11% ... Landsbank- inn 11,80 -0,84% ... Marel 54,20 -0.91% ... Medcare 6,10 - ... Og fjar- skipti 3,35 +4,69% ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 12,80 - ... Straumur 9,15 - ... Össur 83,50 -0,60% Bjart yfir efnahags- lífi Norðurlanda Íslendingar búa við mestan hagvöxt Norðurlanda og mesta verðbólgu. Hér er minnsta atvinnuleysið og minnstur afgangur af rekstri hins opinbera. Og fjarskipti 4,69% Atorka 0,93% Íslandsbanki 0,43% Þormóður rammi -12,90% Tryggingamiðstöðin -1,89% Síminn -1,82% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Örn Daníel Jónsson próf- essor segir að sjávarútvegur sé ekki lengur driffjöður hagsældar á Íslandi. Íslensk fyrirtæki hafa tekið stór stökk í útrás á síðustu árum. Í nýrri bók er reynt að skýra atvinnuþróun undanfarinna ára. Nálægð við gjöful fiskimið er ekki lengur driffjöður hagsæld- ar á Íslandi og útrás íslenskra fyrirtækja er orðin svo kröftug að nær lagi væri að tala um inn- rás. Þetta kom fram í máli Arnar Daníels Jónssonar prófessors í Háskóla Íslands á miðvikudag. Örn Daníel flutti erindi á mál- stofu um nýsköpun þar sem hann fjallaði meðal annars um nýsköp- unarkjarna og tók Kísildal í Kali- forníu sérstaklega til skoðunar. Hann greindi frá kenningum um nýsköpun þar sem meðal annars hefur komið í ljós að tiltekin landsvæði geta orðið miðstöðvar mikillar nýsköpunar þar sem skapandi einstaklingar á tilteknu sviði sækjast eftir að starfa í um- hverfi þar sem mikil gerjun á sér stað. Fundurinn var haldinn í til- efni útkomu nýrrar bókar með safni greina í frumkvöðla- og ný- sköpunarfræðum. Bókin heitir „Nýsköpun, staður – stund“ og í henni er gerð tilraun til að greina atvinnuþróun undanfarinna ára. „Áherslan er á tengsl staðbund- innar klasamyndunar og hnatt- væðingar,“ segir í frétt frá við- skipta- og hagfræðideild. Í fyrirlestri sínum sagði Örn Daníel það vera dæmi um þróun í atvinnulífinu að Bretland væri orðið meira athafnasvæði ís- lenskra útrásarfyrirtækja en hin Norðurlöndin. Hann fjallaði bæði um nýjar og grónar kenningar um hvernig þekking og nýsköpun verður til. Hann sagði að landafræði skipti nú minna máli í þeim efnum en áður. Nú væru það tengsl innan atvinnugreina óháð landamær- um sem skilaði af sér nýsköpun. Örn sagði að á síðustu árum hefði útrás Íslendinga skyndi- lega tekið flug eins og sjá mætti á auknum umsvifum íslenskra fyrirtækja á ýmsum sviðum. Nefndi hann „Baugsvæðingu“ Norður-Evrópu, útrás íslenskra flugfélaga og alþjóðleg umsvif íslenskra fjármálafyrirtækja. - þk Útrás Íslendinga má líkja við innrás ÖRN DANÍEL JÓNSSON Ritstýrði bók um frumkvöðlastarfsemi og nýsköpun. Hann fjallaði um íslenska nýsköpun í fyrir- lestri í Odda á miðvikudag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA NÆG VERKEFNI Stjórn efnahagsmála er á könnu ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans. Geir Haarde fer með ríkisfjármálin en talsvert mun mæða á ráðuneyti hans á næstunni. Meginmarkmið stjórnvalda er að viðhalda stöðugleika og búa í haginn fyrir skattalækkanir án þess að verðbólga fari úr böndum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 42-43 viðskipti (30-31) 18.11.2004 20.14 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.