Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 45
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 33 Um helgina fer fram Íslandsmeist-aramótið í skylmingum með höggsverðum. Keppt verður bæði í ung- lingaflokki á laugar- daginn og karla- og kvennaflokki á sunnu- deginum og er búist við spennandi keppni enda æ fleiri sem leggja stund á skylm- ingar hér á landi. Keppnin fer fram í Íþróttahúsi Haga- skóla. KA heldur öruggri forystu í 1. deildkvenna í blaki eftir sanngjarna sigra að undan- förnu. Áttu KA- stúlkur ekki í neinum vand- ræðum með stöllur sínar frá N e s k a u p s t a ð um helgina og unnu þar tiltölu- lega auðveldan sigur, 0-3. Eins og frá var skýrt í Fréttablaðinufyrir skömmu hafa margir lent í vandræðum með Heilsufélagann, forrit Íþróttasam- bands Íslands, sem á að aðstoða almenn- ing að halda dagbók um hreyfingu og heilsu sína á netinu. Hefur mörgum geng- ið illa að fá forritið til að virka með eðlilegum hætti en verið er að vinna að uppbótum og vonir standa til að það komist í lag innan tíðar. Ari Arason, handknattleiksmaðurmeð Þór, og Jóhann Kárason hjá Gróttu/KR eru þokkalega sér á parti hvað varðar uppsöfnuð refistig á þessu tímabili. Hefur Ari tíu refsistig samkvæmt tölum Handknattleiks- sambands Íslands en Jóhann er skammt undan með átta refsistig. Alls hafa verið gefin 199 refsistig í handboltanum það sem af er tíma- bilinu. Brasilíski snillingurinn Ronaldinhovill að aðdáendur Barcelona slaki á kröfum sín- um fyrir leik liðsins gegn Real Madrid í h ö f u ð b o r g K a t a l ó n í u . Segir hann að úrslit leiksins, á hvorn veginn sem þau verða, muni ekki hafa úr- slitaáhrif þegar kemur fram í lok deildarkeppninnar í júní næst- komandi. Blaðamenn ítalska dagblaðsinsRepubblica fullyrða að skuldir fé- laga í Serie A deildinni í landinu haldi áfram að aukast ár frá ári þrátt fyrir aðhaldsaðgerð- ir flestra þeirra. Eru dæmin orð- in mörg þar í landi um stórlið sem bera ekki sitt barr eftir að hafa eytt um efni fram á sama tíma og á h o r f e n d u m fækkar jafnt og þétt. Áætla blaðamennirnir að skuld- ir liða í efstu deildinni í dag nemi um 46 milljörðum króna. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM SPEEDWAYKEPPNI STÓRSÝNINGIN 2004ALLTÍBOTNI EKKIM ISSA AF ÞESS U TRAILSÝNING MOTOCROSSHJÓL SJÓNERSÖGURÍKARI! ATH! MINNUM Á ÁRSHÁTÍÐ VÍK 20. NÓV. MIÐASALA FER FRAM Á MOTOCROSS.IS GÖTUHJÓL FJÓRHJÓL Sýningin verður haldin föstudagskvöldið 19. nóv. kl. 18-22 & laugardaginn 20. nóv. kl 12-16 í Reiðhöllinni. Komdu og sjáðu glæsileg mótorhjól og rosaleg tilþrif í Speedwaykeppni á motocrosshjólum. Heimsfrægur Trailökumaður, Steve Colley, mun sýna listir sínar. Öll flottustu mótorhjól landsins á einum stað! Aðgangseyrir er 800 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum Shevchenko loksins á leiðinni á stórmót Serbar og Úkraínumenn í góðum málum í undankeppni HM 2006, Evrópumeistarar Grikkja unnu loksins og Ungverjar unnu öruggan sigur á Möltu á útivelli. FÓTBOLTI Serbía-Montenegro vann góðan sigur 0-2 á Belgum í Brus- sel, sigurinn kom þeim á toppinn í riðlinum og rændi Belga nánast öllum möguleikum um að komast áfram. Seinna markið skoraði Mateja Kezman sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir fyrir- liðann Savo Milosevic sem meidd- ist í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsta landsliðsmark Kezman í 28 mán- uði sem brast í grát þegar hann fagnaði markinu sem kom eftir laglegt einstaklingsframtak. Önnur þjóð í góðum málum er Úkraína sem vann 0-3 sigur í Tyrklandi sem þykir ekki auð- veldasti útivöllurinn. Andriy Shevchenko skoraði tvö mark- anna en þrátt fyrir að þetta hafi verið fyrsta tap Tyrkja í þessari undankeppni þá hafa þeir aðeins unnið einn af fimm leikjum. Úkra- ína er komið með fimm stiga for- skot á toppnum og það lítur út fyrir að Shevchenko fái loksins tækifæri til þess að sýna snilli sína á stórmóti. Evrópumeistarar Grikkja, sem eru í sama riðli og Úkraína, unnu sinn fyrsta sigur í undankeppninni þegar þeir lögðu Kazakstana 3-1 og hetja þeirra frá því í EM í Portúgal Angelos Chari- steas skoraði tvö mörk en hann skoraði einmitt sigurmarkið í úr- slitaleiknum í sumar. Grikkir höfðu leikið fyrstu þrjá leiki sína í riðlinum án þess að vinna. Danir náðu hins vegar aðeins jafntefli í Georgíu, hinn dansk-ís- lenski Jon Dahl Tomasson skoraði bæði mörkin og fyrir vikið eru fimm af sjö liðum riðilsins með 5 og 6 stig, á eftir Úrkaínu (11 stig). Ungverjar sóttu þrjú stig til Möltu í eina leik okkar riðils og eru því komnir fimm stigum á undan Íslandi í stigatöflunni en Malta og Ísland eru jöfn á botnin- um með eitt stig hvort úr fjórum leikjum. Rúmenar misstu toppsætið til Hollendinga með því að gera að- eins jafntefli við botnlið Armena en á sama tíma unnu Hollendingar 0-3 útisigur á Andorra auk þess sem Tékkar unnu Makedóna 0-2 með tveimur mörkum á síðustu tveimur mínútum leiksins. Hol- lendingar og Tékkar eru og verða sigurstranglegastir í þessum sterka riðli og Rúmenar mega ekki við því að missa stig gegn „veikari“ þjóðunum. SHEVCHENKO Í STUÐI Andriy Shevche- nko skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Úkraínu í Tyrklandi. 44-45 sport (32-33) 18.11.2004 20.36 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.