Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 19.11.2004, Qupperneq 49
37FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI Bandaríska hljómsveitin Mercury Rev ætlar að gefa út nýja plötu, The Secret Migration, snemma á næsta ári. Síðasta plata sveitarinn- ar, All Is Dream, kom út fyrir þremur árum. Nýja platan verður fyrst fáan- leg í stafrænu formi í gegnum iTu- nes. Fer hún ekki í búðir í Banda- ríkjunum fyrr en seint í apríl. Hún verður aftur á móti fáanleg í Evr- ópu frá og með 24. janúar. Hægt er að nálgast fyrstu smá- skífu plötunnar, Secret for a Song, í gegnum heimasíðu sveitarinnar. Mercury Rev er á tónleikaferð um Evrópu um þessar mundir og hefur meðal annars hitað upp fyrir Nick Cave and the Bad Seeds. ■ TÓNLIST Ný plata í janúar MERCURY REV Hljómsveitin Mercury Rev gefur út nýja plötu á næsta ári. Hljómsveitin U2 ætlar í stóra tónleikaferð á næsta ári til að fylgja eftir nýjustu plötu sinni, How to Dismantle an Atomic Bomb, sem kemur út þann 23. nóvember. „Við munum halda 35 tón- leika á stórum leikvöngum í Bandaríkjunum næsta vor. Síð- an mun U2 halda 30 tónleika á leikvöngum víðsvegar um Evr- ópu og þar á eftir mun hljóm- sveitin snúa aftur til Bandaríkj- anna og halda þar 35 tónleika til viðbótar. Loks mun sveitin halda tón- leika í Japan og Ástralíu,“ sagði Paul McGuinness, umboðsmað- ur U2. Fyrstu tónleikarnir verða í Flórída þann 1. mars næstkom- andi. Orðrómur er uppi um að hljómsveitirnar Snow Patrol og Scissor Sisters muni hita upp fyrir U2 en það hefur ekki feng- ist staðfest. ■ Robert De Niroog eiginkona hans Grace Hightower hafa ákveðið að end- urnýja brúð- kaupsheit sín um helgina. Athöfnin mun fara fram í New York á laug- ardaginn. Væntanlegir gestir eru meðal annars Martin Scorsese, Billy Crystal, Harvey Keitel og Claire Dan- es. Parið kynntist á djamminu í London árið 1987 og giftust þau árið 1997. Leikarinn sótti svo um skilnað árið 1999 sem er ekki enn genginn í gildi og árið 2001 deildi parið um forræði yfir sex ára syni þeirra, Elliott. „Ég held að ein ástæða þess að Bob elskar hana sé sú að hún styður hann í einu og öllu, meðal annars þegar hann fékk krabbamein í fyrra. Hún er einnig frábær móðir. Hann áttaði sig fljótlega á því að það sem skiptir mestu máli er fjölskyldan,“ sagði vinur hjónanna. BONO Bono endurtók leikinn frá því fyrir tuttugu árum og söng lagið Do They Know It’s Christmas. Sömu orð og fyrir 20 árum Bono, söngvari U2, hefur útskýrt hvers vegna hann ákvað að syngja aftur fræga setningu í endurút- gáfu lagsins Do They Know It’s Christmas?. Í upprunalega laginu, sem var sungið árið 1984 af Band-Aid flokknum gegn hungursneyð í Eþíópíu, söng Bono: „Well, tonight thank God it’s them instead of you.“ Bono segist hafa átt erfitt með að syngja línuna á sínum tíma og ætlaði ekki að gera það aftur. Ætlaði hann að láta Justin Hawkins, söngvara The Dark- ness, syngja línuna. Það voru hins vegar þeir Fran Healy, söngvari Travis, og upptökustjórinn Nigel Godrich sem settu þrýsting á Bono um að endurtaka leikinn. „Í staðinn fyrir að öskra línuna reyndi ég að hvísla hana. Ég er orðinn miklu rólegri nú tuttugu árum síðar. Nú er engin móður- sýki í gangi. Við vitum hver vandamálin eru og hvernig á að leysa þau,“ sagði Bono. Á meðal fleiri listamanna sem syngja lagið í nýju útgáfunni eru Paul McCartney, Chris Martin úr Coldplay og Robbie Williams. ■ ■ TÓNLIST Tónleikaferð á næsta ári U2 Hljómsveitin U2 ætlar í umfangsmikla tónleikaferð á næsta ári til að fylgja eftir sinni nýjustu plötu. ■ TÓNLIST 48-49 skrípó (36-37) 18.11.2004 19.53 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.